Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 49
PÁLL
ÞORGEIRSSON
+ PálI Þorgeirs-
son fæddist í
Reykjavík 27. júlí
1914. Hann lést á
Landakotsspítala
20. mars síðastlið-
inn, á áttugasta og
fimmta aldursári.
Foreldrar hans
voru Þorgeir Páls-
son framkvæmda-
stjóri og Aldís Sig-
urðardóttir hús-
freyja. Eftirlifandi
systir Páls er Guð-
rún Þorgeirsdóttir,
en auk hennar átti hann fjögur
hálfsystkini, sem öll eru látin:
Magnús og Emelíu, börn Þor-
geirs Pálssonar, og Jón Jóns-
son og Hafliða Hafliðason, syni
Aldísar Sigurðardóttur.
Hinn 9. júlí 1938 kvæntist
Páll Elísabetu Sigurðardóttur,
f. 24 október 1912, d. 18. febrú-
ar 1999. Foreldrar hennar
voru Sigurður Árna-
son vélstjóri og
Þuríður Pélursdóttir
húsfreyja. Börn Páls
og Elísabetar eru: 1)
Þorgeir, f. .19.5.
1941, kvæntur Onnu
Snjólaugu Haralds-
dóttur. Dætur þeirra
eru: Sigrún, f. 28.9.
1964, gift Þór Heið-
ari Ásgeirssyni; þau
eiga tvær _ dætur,
Ragnheiði Önnu, f.
14.4. 1989, og Bryn-
hildi Þóru, f. 10.8.
1993; Elísabet, f. 23.3. 1970, gift
Herði Gauta Gunnarssyni; Bryn-
hildur, f. 23.3. 1970, gift Davíð
Benedikt Gíslasyni; þau eiga tvö
börn, Evu Björk, f. 30.6. 1994, og
Þorgeir Bjarka, f. 12.12. 1996. 2)
Hekla, f. 2.5. 1945, sem var gift
Björgvini Schram. Synir þeirra
eru: Björgvin, f. 14.8. 1968; son-
ur hans er Krislján, f. 23.7.1991;
Enn hefur sorgin knúið dyra í
fjölskyldu okkar. Tengdafaðir minn
Páll Þorgeirsson er látinn tæplega
85 ára að aldri aðeins mánuði á eftir
konu sinni Elísabetu Sigurðardótt-
ur er lést 18. feb sl. Eftir sitjum við
með sorg í hjarta og skiljum ekki
að þessi elskulegu hjón hafí bæði
kvatt okkur svo snögglega. En
jafnframt erum við þakklát fvrir að
hafa fengið að njóta samvista við
þau svona lengi og erum þess full-
viss að þau, sem gengið höfðu sam-
an æviveginn í meira en 60 ár, séu
nú saman á ný.
Þegar ég rifja upp minningar um
tengdafóður minn eru þær allar svo
nátengdar Elísabetu og þeirra sam-
bandi að erfitt er að tala um annað
en ekki hitt. Þau voru einstaklega
samhent hjón. Hann athafnamaður-
inn sem um árabil rak umfangsmik-
ið fyriilæki og tók þátt í félags-
störfum. Hún heima þar sem alltaf
var gott að koma og ró og friður
ríkti. Þau nutu þess að ferðast bæði
um eigið land og erlendis og ég er
þakklát fyrir þau tækifæri sem við
áttum til að ferðast saman.
Páll hafði mjög ákveðnar skoðan-
ir og var fylginn sér um margt.
Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum
að málum og fór ekkert dult með
skoðanir sínar á mönnum og mál-
efnum. En hann var líka léttur í
skapi og stundum svolítið stríðinn.
Þegar barnabörnin fæddust hvert
af öðru var afi alltaf til í grínast og
gantast en amma stillti til friðar
þegar henni fannst nóg komið.
Tónlist skipaði stóran sess í lífi
Páls. Hann lærði ungur að leika á
orgel en þjálfaði sig síðan sjálfur í
að leika á píanó. Beethoven var í
miklu uppáhaldi og gaman var þeg-
ar við heimsóttum hús Beethovens í
Bonn á ferð okkar um Þýskaland
fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir
tíðar ferðir til Þýskalands hafði Páll
ekki komið þangað og það var okk-
ur mikil ánægja að geta látið þann
draum rætast.
Hann spilaði mikið bæði eftir
nótum og án. Þegar fjölskyldan
kom saman á góðum stundum var
hann sjálfkjörinn undirleikari og
það var sama hvað hann var beðinn
að spila. Nóg var að raula laglín-
una. Á kvöldin að loknum löngum
vinnudegi naut hann þess að setjast
við hljóðfærið og spila og við nutum
þess að hlusta. Hann fylgdist af
miklum áhuga með tónlistarnámi
tveggja barnabarna sinna og gladd-
ist yfir góðum árangri þeirra.
Þegar ég hugsa til baka sé ég fyr-
ir mér ástríkan eiginmann og föður
sem bar hag fjölskyldu sinnar fyi-st
og fremst fyrir brjósti. Hann vakti
yfir velferð okkar allra. Það var
okkur því mikil gleði að geta endur-
goldið honum alla hans umhyggju
nú á síðustu mánuðum þegar
minnisleysi hrjáði hann. I septem-
ber á síðasta ári lagðist hann inn á
Landakotsspítala og naut þar bestu
umönnunar sem völ er á. Umhyggja
og hlýja alls starfsfólksins á deild
L-1 í hans garð og okkar var ómet-
anleg og ég vil fyrir hönd fjölskyld-
unnar þakka þeim öllum og bið
þeim blessunar í störfum þeirra.
I stuttri minningargrein er erfitt
að koma orðum að öllu, sem mann
langar til að segja, en á kveðju-
stund þakka ég tengdafóður mínum
alla hans elsku og umhyggju fyrir
okkur Þorgeiri, dætrum okkar og
fjölskyldum þein-a.
Far þú í friði.
Anna.
Okkur langar til að minnast afa
okkar Páls Þorgeirssonar með
nokkrum orðum.
Minningar um afa eru órjúfan-
lega tengdar tónlist og þá sérstak-
lega píanóinu. Manni fannst ekk-
ert tiltökumál að afi sæti við hljóð-
færið við hin ýmsu tækifæri. Á
fjölskyldujólaböllum og öðrum
samkomum var oft sungið við und-
irleik afa en jafnframt spilaði
hann píanóverk eftir klassísku
meistarana. Tónlistaráhugi afa og
ömmu smitaði út frá sér og ólumst
við því upp við það að söngur væri
ómissandi við ákveðin tilefni. Má
nefna að okkur systrum fínnst
nýtt ár ekki gengið í garð fyrr en
búið er að syngja „Nú árið er lið-
ið..."
Afi var mikill húmoristi og hafði
gaman af að snúa út úr og stríða.
Höfðum við mikið gaman af stríðni
afa og ekki þótti okkur síður fyndið
þegar hann var að gantast í ömmu.
Hún tók því með stóískri ró á með-
an við veltumst um af hlátri. Gam-
ansemi afa fólst oft í orðaleikjum og
minnumst við þess þegar hann rétti
ömmu gi-ænu baunirnar og spurði:
„Á ég að bauna á þig?“ eða þegar
hann tók í höndina á Elísabetu um
daginn og sagði „Nú handtek ég
þig.“ Þrátt fyrir veikindi síðustu
mánuðina var kímnin alltaf til stað-
ar.
Margar góðar stundir áttum við
með ömmu og afa í sumarbústaðn-
um þeirra á Þingvöllum. Þar fylgd-
ust þau bæði grannt með ferðum
fugla, ástandi gróðurs og hverjir
væru í sveitinni. Afi var mikið úti
við að dytta að hinu og þessu en
amma sá um störfin innanhúss.
Flaggað var með viðhöfn og öllum
settum reglum fylgt. Þó að amma
og afi hafi lítið getað verið í bú-
staðnum síðustu ár vildi afi alltaf
fara reglulega austur og fylgjast
með að allt væri í lagi.
Amma og afi voru gift í rúm sex-
tíu ár og alla tíð mjög samrýnd.
Ekki er nema réttur mánuður síðan
amma Beta lést og er huggun í því
að þau séu nú sameinuð á ný.
Sigrún og Þór, Elísabet og
Gauti, Brynhildur og Davíð.
Brynjólfur Páll, f. 14.11. 1973,
sambýliskona Þórunn Birna
Guðmundsdóttir; Arnaldur
Geir f. 15.9.1978.
Páll ólst upp í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1934.
Hann stundaði nám við verslun-
arskóla í Englandi og Þýska-
landi árin 1935 og 1936 en sneri
þá heim til starfa hjá Tollsijór-
anum í Reykjavík. Árið 1942
stofnaði hann umboðs- og heild-
verslun, sem hann rak allt fram
til ái-sins 1986 og fékkst einkum
við innflutning á timburvörum.
Páll tók virkan þátt í félagsmál-
um stéttar sinnar og sat í stjórn
Félags íslenskra stórkaup-
manna frá 1949 til 1959. Hann
var formaður FÍS árin 1955 til
1959 og átti þá jafnframt sæti í
stjóra Verslunarráðs Islands.
Hann var kjörinn heiðursfélagi
Samtaka verslunarinnar - FIS á
síðastliðnu ári fyrir störf sín í
þágu félagsins. Hann var um
árabil meðlimur í Lionsklúbbi
Reykjavikur.
Utför Páls Þorgeirssonar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Páll Þorgeirsson kvaddi þennan
heim rétt mánuði á eftir sinni ást-
kæru eiginkonu, Elísabetu Sigurð-
ardóttur, Betu, en hún lést 18. febr-
úar þessa árs. Að þau skyldu verða
því sem næst samferða úr þessum
heimi er dæmigert fyrir líf þeiiTa og
sambúð því þau máttu vart hvort af
öðru sjá. Þau voru hvort öðru nóg,
þurftu ekki á öðrum félagsskap að
halda. Þessi samheldni þeirra kom
ekki síst í ljós eftir að styrkur Betu
þvarr og hún átti erfitt með að fara
úr húsi, þá varð það hlutverk Páls
að hugsa um eiginkonu sína, sem
hann gerði af alúð og nærgætni.
Hann fékkst vart til að fara út fyrir
bæjarmörkin því hann treysti sér
ekki til að vera of lengi í burtu frá
Betu. Kærði sig ekki lengur um að
fara austur til Þingvalla, sveitarinn-
ar sem hann hélt svo upp á, þar sem
hann byggði þeim sumarhús svo
þau gætu dvalið þar nánast um
hverja helgi úti í náttúrunni og tek-
ið á móti barnabörnum og barna-
barnabömum. Þangað treysti hann
sér ekki lengur að fara og skilja
Betu eftir. Páll var alla tíð hraustur
maður og varð vart misdægurt,
kvikur í hreyfingum og því bjuggust
allir við því, að hann næði háum
aldri. Því vora það döpur tíðindi og
óvænt þegar heilsa hans tók að bila,
því Beta þurfti svo mikið á honum
að halda. En hann gat horfið á
braut frá hinum veraldlega heimi án
þess að hafa áhyggjur af Betu, hún
beið hans hinum megin og hann gat
hlakkað til endurfundanna í guðs-
ríki. Umhyggja hans fyrir Betu lýsti
betur en nokkur orð þeim mann-
kostum sem Páll hafði að geyma.
Þegar starfsævinni lýkur er gott
að eiga sér áhugamál til lífsfyllingar
og Páll var svo lánsamur að eiga sér
eitt slíkt en það var tónlistin. Eftir
að Páll ákvað að hætta í viðskiptum,
seldi sitt fyrirtæki og settist í helgan
stein, þá hafði hann tólnlistina til að
stytta sér stundir. Hann var mikill
píanóleikari og spilaði af stakri
snilld sígfld píanóverk eftir þýsku
meistai-ana. Síðustu árin háði hon-
um að fingur voru farnir að krepp-
ast inn í lófann en þá undu þau Beta
sér við að hlusta á plötuspilarann
eða geisladiskaspilarann, en safn
Páls var mikið að vöxtum. Ættingjar
hans og venslafólk kunnu vel að
meta píanóleik hans og þegai- stór-
fjölskyldan frá Bergi kom saman
var það ætíð Páll sem spilaði undir
fjöldasöng.
I æsku kynntist Páll laxveiðinni
og það áhugamál fylgdi honum svo
lengi sem heilsan leyfði honum. Það
var sérstök lífsreynsla að fara með
honum í veiðiferðir og kynnast eld-
heitum áhuga hans og ákefð við
veiðiskapinn og þiggja góð ráð sem
hann gat miðlað af áratuga reynslu
sinni. „Ætlar þú að standa hér í all-
an dag?“ sagði hann eitt sinn þegar
honum fannt ég ekki taka nægilega
kröftuglega á móti laxinum, hann
vildi að ég kæmi fiskinum sem fyrst
á land til að koma færinu út aftur.
Páll var einstakt snyrtimenni og
vildi hafa allt í röð og reglu í kring-
um sig. Hann var svipmikill maður
og virðulegur í fasi og ávallt klædd-
ur sem sannur „séntilmaður" í
hvítri skyrtu með bindi. Hann hafði
ákveðnar skoðanir og var oft á .tíð-
um dómharður um menn og mál-
efni. Á seinni árum milduðust skoð-
anir hans mjög og hann varð um-
burðarlyndari eftir því sem árin
færðust yfir hann.
I dag er borinn til grafar ástrík-
ur og umhyggjusamur maður. Ljúf-
ar minningar munu lifa með afkom-
endum hans.
Björgvin B. Schram.
Kveðja frá Félagi íslenskra
stórkaupmanna
Þeim fækkar óðum gömlu kemp-
unum sem stóðu í stafni í þeirri
baráttu sem íslenskir verslunar-
SIGRÍÐUR STEINUNN
JÓHANNESDÓTTIR
+ Sigríður Stein-
unn Jóhannes-
dóttir fæddist. í Arn-
ardal í Vestur ísa-
fjarðarsýslu 3. janú-
ar árið 1916. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 19. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhannes Guð-
mundsson, vitavörð-
ur, ísafirði, Noður-
ísafjarðarsýslu og
Sigrún Agata Guð-
mundsdóttir,
saumakona, Hafnarhólmi,
Steingrímsfirði. Steinunn er
þriðja í röð tíu systkina. Systk-
ini Sigríðar Steinunnar eru
Guðmundur Líndal, látinn, Sig-
mundur, býr í Keflavík, Guð-
björg, býr í Reykjavík, Guð-
munda, látin, Sigrún Jóhanna,
látin, Ólafía, býr á Akureyri,
Magnús, býr í Keflavík og Ólaf-
ur, býr í Keflavík.
Sigríður Steinunn kom til Akur-
Fráfall ástvinar kallar fram hjá
manni sorg, eftirsjá og jafnvel
sektarkennd yfír því að hafa ekki
haft tækifæri á að hittast oftar en
eyrar árið 1938.
Hún var í kaupa-
vinnu frammi í
Eyjafjarðarsveit í
tvö sumur. Árið
1940 fór hún að
vinna á saumastofu
Bernhard Laxdal
og var hún þar í 18
ár. Þá fór hún til
Reykajvíkur í Kenn-
araskóla Islands og
útskrifaðist þaðan
eftir Ijögurra ára
nám. Kenndi hún
fyrst á Grundar-
firði, síðan á Hall-
ormsstað en lengst af kenndi
hún á Seyðisfirði eða til 69 ára
aldurs.
Steinunn kom aftur til Akur-
eyrar og keypti íbúð í Borgar-
hlíð og bjó þar í 12 ár en síðustu
tvö árin bjó hún á Dvalarheimil-
inuHlíð.
Utför Sigríðar Steinunnar fer
fram frá Akureyrarkirlgu í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
raun ber vitni, en margs er að
minnast á kveðjustund.
Steina eins og hún var ávallt
kölluð var stórbrotin manneskja og
menn háðu á árunum eftir síðari
heimsstyrjöldina gegn höftum og
ofstjórn og fyrir frelsi í viðskiptum.
Nú hefur Páll Þorgeirsson kvatt
okkur.
Páll stofnaði fyrirtæki sitt, Páll
Þorgeirsson & Co., árið 1942, og •
verslaði með byggingarvörur. Á
þessum árum var erfitt með alla að-
drætti, sfyijaldarrekstur viðskipta-
þjóða okkar kallaði á byggingarefni
til viðgerða og viðreisnar bæði á
sfyijaldarárunum og þegai’ hildai-
leiknum lauk. Þá þurfti mikla útsjón-
arsemi og trausta viðskiptavini tH að
geta haft góðar vörur á boðstólum.
Dugnaður Páls Þorgeirssonar
vakti fljótt athygli þeirra er stund-
uðu hér viðskipti og árið 1949, þeg-
ar fyrirtæki hans var aðeins sjö
ára, var hann kjörinn í varastjórn <
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Ári síðar var hann kjörinn ritari fé-
lagsins, síðan gjaldkeri frá
1951-1953, varaformaður
1953-1955 og formaður 1955-1959.
Þau ár sat hann einnig í stjóm
Verslunarráðs Islands sem foimað-
ur FÍS.
Okkur sem nú stundum viðskipti
kann að ganga misvel að skynja
þær aðstæður sem Páll og félagar
hans þurftu að starfa við. Innflutn-
ingur og framkvæmdir voru að
miklu leyti undir velvilja misviturra
stjórnmála- og embættismanna
komin. Þegar hin stríðshrjáða Evr-
ópa tók að rísa úr rústum reyndu
menn þar eins fljótt og mögulegt
var að nýta afl fijálsrar verslunar
til hagsbóta fyrir þjóðirnar, en hér
gengu málin sorglega hægt. Því
urðu meginbaráttumál þeiira sem
þá stýrðu samtökum verslunarinnai
að beijast fyrir afnámi hvers kyns
viðskiptahafta bæði á inn- og út-
flutningi, gjaldeyrishafta, verðlags-
ákvæða og inn- og útflutningstolla.
Páll var ákaflega einarður í bar-
áttu sinni fyrir hagsmunum versl-
unarinnar. Hann naut mikils
trausts allra er hann hafði sam-,
skipti við, gagnmenntaður heiðurs-
maður. Og vissulega holaði dropinn
steininn. Hann sá mörg baráttumál
í höfn árin sem á eftir fóru, þótt enn
finnist okkur sem erum í forsvari
að margt þurfi að laga. En þannig
er félagsmálastarfsemin, sífellt þarf
að huga að nýjum baráttumálum í
síbreytilegu umhverfi.
Páll Þorgeirsson var kjörinn
heiðursfélagi Félags íslenskra stór-
kaupmanna á sjötugsafmæli þess
fyrir ári.
Félag íslenskra stórkaupmanna
kveður hann með virðingu og þökk.
Haukur Þór Hauksson, formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna.
dugleg. Hún var þriðja elst af tíu
systkinum og elsta stelpan. Hún
fór strax að vinna þegar hún hafði
aldur til og var mikil stoð fyrir for-
eldra sína og systkini.
Steina hafði gaman af hvers kon-
ar handavinnu og var mjög listfeng
og fróðleiksfús og hafði gaman af
því að miðla til annarra af visku
sinni og reynslu. Hún var barngóð,
enda hændust börn að henni. Þeim
fannst gaman að því þegar Steina
sagði þeim sögur.
Lengi var hún búin að ganga
með þann draum að mennta sig, en
sá draumur rættist þegar hún var
fimmtug, þá útskrifaðist hún frá
Kennaraskóla íslands. Steina var
kennari á ýmsum stöðum, m.a.
Grundarfirði, Hallormsstað en
lengst var hún kennari á Seyðis-
firði eða þar til hún fór á eftirlaun.
Þá fluttist hún til Akureyrar.
Skömmu eftir það fór heilsan að
gefa sig og þurfti hún oft að leita
læknis af þeim sökum. Þá fannst
henni ekki gott hvað vegalengdir
voru miklar fyrir sína lúnu fætur.
Það var þá sem hún dreif sig í að
taka bílpróf og kaupa sér bíl, þá
um sjötugt, og keyrði hún bílinn.
þar til fyrir nokknim áram eða
þangað til hún fór á Dvalarheimilið
Hh'ð.
Við þökkum Steinu fyrir trygga
vináttu alla tíð.
Hvíl í friði.
Þín systkini
Magnús og Lóa.