Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MINNINGAR
SIG URBJÖRN
INGIMUNDARSON
+ Sigwbjörn Ingi-
mundarson
fæddist á Reykja-
völlum í Biskups-
tungum 10. janúar
1925. Hann lést á
hjúkrunardeild elli-
heimilisins Grundar
25. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ingi-
mundur Ingimund-
arson, f. 10. septem-
ber 1889 á Reykja-
völlum, d. 17. mars
1928, og Vilborg
Guðnadóttir, f. 11.
febrúar 1891 á Hlemmiskeiði í
Skeiðahreppi í Árnessýslu, d.
14. janúar 1970 á Selfossi. Börn
þeirra auk Sigurbjörns voru:
Guðmundur, f. 5. október 1921,
trésmiður í Reykjavík, d. 22.
ágúst 1977; Guðni Frímann, f. 1.
aprfl 1923, sjómaður; Ingimund-
ur, f. 7. aprfl 1926, lést af slys-
förum 27. desember 1958;
Björn, f. 6. júlí 1927, bóndi á
Reykjavöllum, d. 18. ágúst
1994. Hinn 19. október 1929
giftist Vilborg seinni manni sín-
um, Jakobi Erlendssyni frá
Breiðabólsstöðum á Álftanesi, f.
11. júní 1892, d. 8. júní 1975.
Hinn 13. desem-
ber 1963 kvæntist
Sigurbjörn Hansínu
Guðrúnu Elísabetu
Vilhjálmsdóttur, _ f.
28. aprfl 1926 á ísa-
firði. Foreldrar
hennar voru Vil-
hjálmur Jónsson
skósmiður og bæj-
arpóstur á Isafirði,
f. 25. maí 1888 á
Höfða í Grunnavík,
d. 24. nóvember
1971, og Sesselja
Sveinbjarnardóttir,
f. 11. febrúar 1893 á
Suðureyri við Súgandafjörð, d.
11. desember 1950. Fóstursonur
Sigurbjörns og sonur Hansínu
er Guðjón Guðlaugsson, f. 1.
desember 1956.
Sigurbjörn vann við almenn
sveitastörf og ók vörubflum sem
hann átti sjálfur. Hann þótti
laginn við ýmis iðnaðarstörf og
vann lengst við pípulagningar
hjá Einari Bæringssyni og
Tómasi Jónssyni, sem báðir eru
látnir. Hjá Bifreiðum og land-
búnaðarvélum starfaði hann frá
árinu 1980 til 1994.
Utför Sigurbjörns fór fram
frá Árbæjarkirkju 5. mars.
Faðir minn Guðmundur á
Reykjavöllum var elstur fimm
bræðra, fæddur 1921 og dáinn 1977.
Afi minn Ingimundur Ingimundar-
son á Reykjavöllum fórst í sjóróðri
1928. Þriðji í röð þessara fóðurlausu
bræðra var Sigurbjörn sem nú er
minnst og alltaf var kallaður Bjössi.
Vilborg Guðnadóttir móðir þeirra
var af Fjallsætt. Hún stóð uppi með
iillan þennan drengjahóp og þurfti
að sjá um bú og buru. Þá kom Jak-
ob Erlendsson frá Breiðabólstað á
Álftanesi og gekk þeim í fóðurstað
og byggði upp bú á Reykjavöllum
ásamt Vilborgu, sem hann tók fyrir
konu sína.
Ég hef þekkt Bjössa allt mitt líf
eða meira en í hálfa öld. Hann hef-
ur reynst mér ákaflega vel og rétt
mér hjálparhönd, m.a. við hitalagn-
ir í gróðurhúsunum á Reykjavölt-
um. Af honum hef ég lært m.a.
pípulagnir og logsuðu. Mér er það
minnisstætt þegar hann settist á
hitalögn inni í gróðurhúsi eftir að
okkur hafði tekist að koma hita á
og stóð ekki upp fyrr en allt var
orðið sjóðandi heitt. Þá var hann
ánægður með vel unnið verk.
Bjössi var ákaflega barngóður
og löðuðust bömin að honum.
Bjössi var vörubílstjóri hér í
Biskupstungum. Hann var mjög
farsæll bílstjóri og vel liðinn af
sveitungunum. Á þeim tíma þurftu
bílstjórarnir að útrétta ýmsa hluti
í Reykjavík, m.a. kaupa tvinnakefli
fyrir húsfreyjurnar eða fara í Rík-
ið og sækja brjóstbirtu fyrir rétt-
irnar. AUtaf var Bjössi jafn greið-
ugur.
Ekki smakkaði Bjössi vín eða
notaði tóbak og kaffí drakk hann
ekki seinni árin.
Bjössi var svo lánsamur að hug-
ir hans og ráðskonu á Reykjavöll-
um, Hansínu Vilhjálmsdóttur,
náðu saman. Hann giftist henni og
þau stofnuðu heimili í Reykjavík.
Þau bjuggu fyrst á Karlagötu 9 og
síðan í Hraunbæ 126. Hansína
kom með son sinn þriggja ára
gamlan, Guðjón Guðlaugsson, í bú-
ið. Bjössi hafði sjálfur kynnst því
að vera föðurlaus og tók hann Guð-
jóni sem hann væri hans eigin son-
ur.
Bjössi vann hjá Ofnasmijðu
Reykjavíkur við suðuvinnu á ofn-
um. Hann var við pípulagnir hjá
Kristni Auðunssyni, Einari Bær-
ingssyni og Tómasi Jónssyni. Síð-
ustu starfsárin vann hann hjá
Bifreiðum og landbúnaðai-vélum
við þrif á nýjum bflum. Bjössi var
ákaflega snyrtilegur maður. Það
mátti best sjá á því að bíllinn hans
var alltaf eins og nýr. Allt umhverfi
hans og heimili þeirra Hansínu ber
vott um þessa sérstöku snyrti-
mennsku.
Bjössi var ávallt heilsuhraustur
og þurfti einungis tvisvar að fara á
spítala. I seinna skiptið var það
vegna smávægilegs kviðslits.
Bjössi þurfti að fara í svæfingu í
þeirri aðgerð og er eins og hann
hafi aldrei náð sér að fullu eftir þá
aðgerð.
Síðasta árið var Bjössi á Elli-
heimilinu Grund en hann vildi þó fá
að fara heim um helgar. Það
reyndist þó erfitt upp á síðkastið
því jafnvægisleysið háði honum við
gang.
Ég og fjölskylda mín vottum
Hansínu, Guðjóni og hans fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð við
aridlát Bjössa.
Sigurður á Reykjavöllum.
SIGRIÐUR
AÐALHEIÐUR
PÉTURSDÓTTIR
+ Sigríður Aðal-
heiður Péturs-
dóttir fæddist í
Hnífsdal 15. sept-
ember 1915. Hún
lést á Landakots-
spitala 11. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram 17.
mars.
Elskuleg frænka
mín er látin. Síðast
þegar ég heimsótti
hana á spítalann fann
ég að ekki var langt í
hinstu hvfldina. Og sjálfsagt hefur
hún verið henni kærkomin. Þrot-
inn var kraftur og maður hennar
nýlátinn. Það hefur verið erfitt
fyrir hana að geta ekki fylgt hon-
um til grafar get ég trúað en það
verður ekki við allt ráðið. Hjálmar
stóð við hlið Siggu í 53 ár og voru
þau einstök hjón. Hann var góður
tenór og þau sungu saman alla tíð.
Hann var listhneigður með af-
brigðum og gerði gullfagra hluti
sem hann sýndi mér. Við Sigga
frænka hittumst fyrst þegar ég
var á fjórða ári sumarlangt á
Kleifum í Seyðisfirði hjá móður
kennar Petrínu S. Skarphéðins-
dóttur og Magnúsi Péturssyni
manni hennar sem þar bjuggu.
Skarphéðinn afi okkar var þá hjá
þeim og man ég að hann tók mig
oft á hné sér og kallaði mig litlu
konuna sína en amma Siggu hét
Pálína og heiti ég eftir henni en
mma mín hét Petrína eins og
móðir Siggu. Sigga
minnti mig á það þeg-
ar ég var að telja upp
stelpurnar á Kleifum,
hefði ég talið sjálfa
mig oft upp í þeirri
upptalningu. Hún hló
svo oft að þessu síðar
þegar við rifjuðum
eitthvað upp síðan í
gamla daga, hún
mundi svo vel eftir
veru minni þar og
sagði mér frá ýmsu en
ég man eftir börnun-
um sem þar voru og
auðvitað eftir Evu systur hennar
sem er jafnaldra mín. Sigga var
afskaplega hláturmild enda gerð-
um við gaman úr mörgu. Til dæm-
is þegar við báðar vorum eitt sinn
hjá Evu í heimsókn og ég sagði að
ég hefði þurft að sofa með hálsinn
um trefilinn á nóttunni og hún
byrjaði að skellihlæja en ég horfði
bara á hana en áttaði mig síðan og
hló ekki minna. Við vorum líkar að
sumu leyti, báðar höfðum við yndi
af Ijóðum og gamanvísum, við vor-
um báðar við stofnun Kórs eldri
borgara í Reykjavík og sungum
við þar saman í þrjú ár en ég færði
mig yfir í kirkjukór. Við höfðum
sungið frá barnæsku og vona ég
að við eigum eftir að syngja sam-
an þegar við hittumst næst. Mér
þótti vænt um Siggu Pé frænku og
minnist hennar með kærleik í
huga. Nú kveð ég hana þar til við
sjáumst aftur.
Ég bið Ásgeiri, börnum hans
Emblu Dís, Guðmundi, Sigríði Lí-
bu og börnum þeirra Guðs bless-
unar.
Pálína Magnúsdóttir.
Elsku Sigga mín. Mig langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Nú ert þú horfin mér frá og ég
mun sakna þín mikið. Þú varst
mér svo góður vinur alla tíð síðan
við vorum börn fyrir vestan og
eins aftur eftir að við fluttumst
báðar til Reykjavikur. Það vildi
svo skemmtilega til að við áttum
báðar heima á Langholtsveginum
og þá tókum við upp þráðinn aftur
og hann hefur haldist alla tíð síð-
an.
Það er ekki svo langt síðan ég
talaði við þig í síma. Þá varst þú
komin vestur á Landakot og ég
var að votta þér samúð mína þegar
þú misstir manninn þinn, hann
Hjalla, og þú sagðir að heilsa þín
væri ekki góð. Mér hefði ekki dott-
ið í hug að það væri í síðasta skipti
sem ég heyrði í þér.
Ég veit að þú varst ástrík og góð
eiginkona, móðir og amma og ég
veit að sonur þinn og ömmubörn
sakna þín sárt. Það var alltaf gam-
an að koma yfir til þín og sjá hvað
þú varst búin að sauma fín föt á
ömmubörnin og baka fínar kökur
fyrir afmælin þeirra. Og eins
minnist ég þess þegar þú tókst að
þér að hugsa um heimilið fyrir
pabba þinn og ganga systkinum
þínum í móður stað.
Ég sendi syni þínum og bömum
hans mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Soffía Jónsdóttir.
JAKOBÍNA
JÓNSDÓTTIR
+ Jakobína Jóns-
dóttir fæddist í
Hafnarnesi við Fá-
skrúðsíjörð 29. des-
ember 1915. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
í Neskaupstað 5.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jón Níelsson og
Guðlaug Halldórs-
dóttir. Jakobína
var Ijórða í röð tíu
systkina og eru
þijár systur á lífi.
10. maí 1941 giftist hún
Andrési Sigurðssyni járnsmið á
Fáskrúðsfirði. Hann lést 13.
febrúar 1969. Fóstursonur
þeirra er Sigurður Jakobsson f.
20,nóvember 1947.
Útför Jakobínu fór fram 13.
febrúar frá Fáskrúðsfjarðar-
kirkju.
Því fækkar óðum eldra sam-
ferðafólkinu í mínum gamla
heimabæ Búðum í Fáskrúðsfirði.
Þann 13. febrúar sl. fór fram útför
Jakobínu Jónsdóttur húsmóður í
Odda 83 ára að aldri, að viðstöddu
fjölmenni. Bínu í Odda, en það var
hún ávallt kölluð, kynntist ég
fyrst þegar ég nýgift settist að á
Búðum haustið 1942, en þá vorum
við ásamt nokkrum fleiri ungum
konum saman í saumaklúbb í
nokkur ár. Mörgum árum síðar
áttum við eftir að kynnast betur
þegar ég réðist til starfa í heimil-
ishjálp fyi-ir eldri borgara. Þegar
ég lít til baka þá er eitt sem er
mér ofarlega í huga en það er
brosið hennar Bínu og hennar
létti hlátur á góðum stundum. En
það var ekki bara á slíkum stund-
um sem hún gat miðlað brosinu
sínu. I mótlæti og erfiðleikum var
einnig stutt í brosið og vafalaust
hefur það létt henni gönguna
gegnum lífið.
Lífshlaup Bínu var líkt og hjá
flestu alþýðufólki þessa tíma. Hún
fæddist í litlu sjávarplássi og ólst
þar upp í stórum systkinahópi og
þegar aldur leyfði fór hún að vinna
fyrir sér, var í vist sem kallað var,
bæði í Vestmannaeyjum og einnig
fyrir austan. Að vera í vist á mynd-
arlegum heimilum var á vissan
hátt skóli fyrir verðandi húsmæð-
ur og bar heimili hennar því ávallt
vitni. Þau Bína og
Andrés settust að á
neðri hæð í húsinu
Odda og þar var heim-
ili hennar til dauða-
dags. Eitt af því sem
prýddi heimili þeirra
voru blómin. Bína
elskaði blóm og oft
var líkast að koma í
gróðurhús að koma í
stofumar hennar.
Hún var afskaplega
heimakær og mátti
segja að heimilið var
hennar heimur og þar
undi hún best.
Vorið 1949 tóku Bína og Andrés
lítinn dreng, Sigurð Jakobsson í
fóstur, þá á öðru ári. Þessi litli
drengur varð þeirra sólargeisli og
yndi og síðar meir þeirra mikla
stoð og stytta þegar veikindi knúðu
dyra, en Andrés átti við langvar-
andi veikindi að stríða og lá sein-
ustu árin lamaður heima í Odda og
lést þar árið 1969. Bína sýndi ein-
stakt þrek og æðruleysi í þessum
veikindum manns síns og hjúkraði
honum af mikilli alúð uns yfir lauk.
Gestrisni var mikil á heimili
þeirra hjóna og margir sóttu þau
heim og alla tíð naut Bína þess að
taka á móti gestum og þótt hún
ætti við mikla vanheilsu að búa um
margra ára skeið þá kom hún
ávallt til dyra með bros á vör. Ekki
vil ég láta þess ógetið hve barngóð
Bína var. Hún hændi að sér börn
og til hennar sóttu þau til sumar-
dvalar, ár eftir ár, systkinabörn
hennar og fleira frændfólk.
Seinustu árin hefur hún notið
þess að á efri hæðinni búa ung
hjón og hennar mikla gleði var að
oft komu litlu systkinin og bönk-
uðu á dyrnar hjá Bínu sinni og
nutu hennar hlýju og góðvildar.
Otaldar eru þær ferðir sem Bína
þurfti á sjúkrahús í lengri og
styttri tíma, en hún mætti erfið-
leikum sínum með miklu þreki og
fagnaði hverri heimkomu, þar
þráði hún að vera og njóta kær-
leika og umhyggju fóstursonarins
sem annaðist hana eins og framast
var unnt til hinstu stundar.
Bína lést á Sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað . 5. febrúar sl.
Siggi minn, við Steini sendum
þér innilegar samúðarkveðjur,
minningin um góða móður mildar
söknuðinn. Guð blessi þig.
Aðalbjörg Magnúsdóttir.
SOFFÍA JÚNÍA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Soffía Júnia
Sigurðardóttir
fæddist á Bratta-
völlum á Árskógs-
strönd 22. júlí 1906.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 5. mars
siðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Stærri-Árskógs-
kirkju á Árskógs-
strönd 13. mars.
Elsku amma mín,
nú ert þú farin og eftir
lifa yndislegar minningar í huga
mér. Kallið kom skjótt og mér
finnst skrítið til þess að hugsa að
nú eigi ég enga ömmu í Sólvöllum.
Margar góðar stundir átti ég með
þér og man ég sérstaklega vel eftir
þvi þegar ég hjálpaði þér í garðin-
um, vökvaði blómin, tíndi fíflana af
lóðinni og síðast en ekki síst alla
súkkulaðibitana sem þú verðlaun-
aðir mig með.
Nú er ég viss um að þú situr ekki
auðum höndum frekar en hér í lif-
anda lífi, þú hafðir alltaf eitthvað
fyrir stafni og aldrei
man ég eftir þér dapri,
alltaf hlæjandi og
syngjandi og man ég
sérstaklega eftir því
þegar þú söngst fyrir
mig Fljúga hvítu fiðr-
ildin og Afi minn og
amma mín. Þessi lög
sitja enn svo föst í
huga mér vegna þess
hve mikla áherslu þú
lagðir á að við krakk-
amir lærðum þau, og í
dag nota ég þau á
sama hátt og þú gerðir.
Þegar ég skrifa þessi orð fara
um mig mjög blendnar tilfinning-
ar, annars vegar mikil sorg yfir því
að þú sért farin en hins vegar
hamingja því ég tiúi því að þér líði
vel og þú sért búin að hitta Konna
afa.
Elsku amma, ég sakna þín sárt
en ég geymi minninguna um þig í
hjarta mínu, ég þakka fyrir að hafa
þekkt þig og fengið að njóta þeirra
yndislegu stunda sem við áttum
saman.
Soffía Gunnlaugsdóttir.