Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
*
MINNINGAR
KRISTMUNDUR
SÖRLASON
Kristmundur
Sörlason fædd-
ist á Gjögri í
Strandasýslu 21.
ágúst 1929. Hann
lést á heimili sínu í
Iteykjavik 19. mars
síðastliðinn eftir
langvinn veikindi.
Foreldrar hans
voru lijónin Sörli
Hjálmarsson, út-
vegsbóndi á Gjögri,
f. 1902, d. 1984, og
Guðbjörg Péturs-
dóttir ljósmóðir, f.
1905, d. 1987. Krist-
mundur átti átta systkini. Elst-
ur þeirra er Óskar en hann er
hálfbróðir þeirra og samfeðra,
f. 1926, maki Sigríður Halldórs-
dóttir, Pétur, f. 1927, maki Sig-
ríður Vilhjálmsdóttir, Erla, f.
1931, maki Guðmundur Karls-
son, Elín, f. 1933, maki Einar
Gunnarsson, Friðgeir, f. 1935,
Þorsteinn, f. 1938, maki Edda
Aspelund, Lýður, f.
1942, maki Elísabet
Matthíasdóttir, Lilja,
f. 1947, maki Sigurð-
ur Sigurðsson.
Árið 1955 kvæntist
Kristmundur Láru
Stefaníu Ólafsdóttur,
f. 1932. Þau skildu
árið 1976. Börn
þeirra eru þrjú. 1)
Ólafía Guðrún, gjald-
keri, f. 1956, maki
Sigurvin Rúnar Sig-
urðsson. Börn þeirra
eru Lára Rún, f.
1977, og Haukur, f.
1980. 2) Kristmundur vélfræðing-
ur, f. 1966, kvæntist Gyðu Lauf-
eyju Kristinsdóttur; þau skildu.
Dætur þeirra eru Anna Kolbrún,
f. 1988, og íris Kristrún, f. 1991.
3) Ólafur Sörli, verkfræðingur, f.
1969, sambýliskona Steinunn
Halldórsdóttir. Barn Ólafs og
Guðnýjar Höskuldsdóttur er Stef-
anía Bjarney, f. 1986. Börn Ólafs
og Steinunnar eru tvíburarnir
Halldór Sörli og Júlía Sif, f.
1998. Dóttir Steinunnar er
Sunna Arnarsdóttir, f. 1984.
Kristmundur kvæntist árið
1989 Addýju Guðjónsdóttur, f.
1935. Addý var áður gift Hall-
grími Garðarssyni sem lést um
aldur fram. Börn hennar eru
fjögur: Marta, f. 1958, maki
Jónas Hreinsson; Sigfríð, f.
1961; Sæþór, f. 1964; og Berg-
lind, f. 1967, sambýlismaður
Valgeir Barðason.
Kristmundur nam einn vetur
við Héraðsskólann á Reykjanesi
við Djúp. Hann lærði ketil- og
plötusmíði hjá Stálsmiðjunni hf.
1948-52. Hann varð vélfræð-
ingur árið 1954 er hann útskrif-
aðist frá Vélskóla íslands. Hann
starfaði sem vélstjóri á hvalbát
1951-54, hjá Eimskipafélagi Is-
lands frá 1954-59 og við vara-
stöðina við Elliðaár 1959-61.
Árið 1961 stofnaði Kristmund-
ur, ásamt bróður sínum Pétri,
vélsmiðjuna Stálver sem hann
rak óslitið til dauðadags.
Utför Kristmundar fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar ég hugsa um pabba dettur
mér fyrst í hug jákvæði hans og
bjartsýni sem virtist óþrjótandi,
'Sama hvað gekk á og uppgjöf var
aldrei til í hans huga. I kringum
hann var aldrei lognmolla, hvorki í
leik né starfí. Hann lá aldrei á skoð-
unum sínum um menn eða málefni
og talaði ávallt hreint út og skeytti
þar engu þótt það kæmi við kaunin
á einhverjum. Sama máli gegndi um
athafnir hans. Af þeim sökum var
hann oft gagnrýndur, rang- eða
réttilega er annarra að dæma, en að
minnsta kosti voru orð hans og
gjörðir samkvæmt eigin sannfær-
ingu. Hann hafði trú á sjálfum sér
Tog brýndi það fyrir mér að í versta
falli er maður þá einn um þá trú.
Trú hans á sjálfum sér var réttmæt
og nauðsynleg, því hann mátti berj-
ast úr sárri fátækt til mennta og
verða síðan fremstur meðal jafn-
ingja, án stuðnings og alfarið á eigin
verðleikum. Hann var stórhuga
frumkvöðull og oft um of fyrir sam-
ferðamenn sína. Ég elska hann og
sakna hans og tel mig lánsaman
mjög að hafa átt hann fyrir föður.
Andi hans mun fylgja mér um
ókomna tíð.
Ólafur Sörli Kristmundsson.
Ég á fáar en góðar minningar um
'Kristmund Sörlason. Ástæða þess
er sú að við hittumst ekki fyrr en
fyrir tæpum þremur árum og hluta
af þeim tíma dvaldi fjölskylda mín í
Danmörku svo samverustundirnar
urðu ekki margar. Mér er það sér-
staklega minnisstætt hve fallega
hann bauð mig velkomna þegar
Ólafur Sörli sonur hans kynnti mig
fyrir honum í fyrsta sinn. Þeir
feðgarnir voru þá að vinna saman í
fyrirtæki Kristmundar, Stálveri, en
þar eyddu þeir mörgum stundum
saman. Kristmundur heilsaði mér
með hlýju handtaki og sagði svo:
„Þig vil ég fá að hitta oft.“ Þessi orð
lýstu því vel hvaða persónu hann
hafði að geyma. Oftast hittumst við
"á kaffistofunni í Stálveri, og þar
voru málin rædd yfír kaffibolla og
kexbita, en ekki lengi, því hann
mátti ekki vera að því að eyða tím-
anum í kjaftæði, það þurfti að vinna.
Á þessum tíma lá krabbameinið í
dvala og því gat hann gert það sem
honum hugnaðist best, unnið og far-
ið norður á Gjögur og eytt þar lung-
anum úr sumrinu.
Það var gaman að tala við Krist-
mund og oftar en ekki snerist talið
um ættir og uppruna fólks, og um
bókmenntir, en um hvort tveggja
var hann mjög fróður. Svo sagði
hann svo frábærlega skemmtilega
frá, að unun var að heyra. Hann
hafði þann hæfíleika að gæða at-
burði lífi, eflaust hefur hann eitt-
hvað krítað liðugt, en það skiptir
engu, frásögnin var aðalmálið.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
börnunum sínum og fólkinu sínu
tóllu. Samband þeirra feðganna var
traust og fallegt, og skein af því
væntumþykja þeirra hvors til ann-
ars. Þegar Kristmundur vissi að við
áttum von á tvíburum hafði hann
miklar áhyggjur af því að þessi
meðganga myndi alveg fara með
mig, og var helst hissa á því að ég
væri yfirleitt á ferli síðustu vikurn-
ar. Honum þótti mjög vænt um það
er sonarsonur hans var skírður
Sörli í desember sl. Því miður fá
Halldór Sörli og Júlía Sif ekki að
kynnast afa sínum, og fara með
honum norður á Gjögur og út á bát,
eins og hann hvíslaði að þeim ný-
fæddum að þau myndu gera saman.
En þau fá að heyra sögur af honum
og hans skemmtilegu orðatiltækjum
sem maður heyrir í staðinn í máli
barna hans. „Já, vinur minn“, nú er
komið að leiðarlokum. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og geymi minningamar um þig
til að segja börnunum mínum síðar
meir.
Steinunn Halldórsdöttir.
Lífshlaup okkar bræðra var sam-
tvinnað má segja frá fæðingu, fyrst
1 leik sem krakkar, síðan í starfi. Við
bræðurnir byrjuðum snemma að
vinna saman, enda elstir af stórum
systkinahóp og á svipuðum aldri. Á
þessum tíma var það siður í sveitum
að börn byrjuðu að vinna við fram-
færslu heimilis, þegar þau höfðu lík-
amsburði til.
Við bræðurnir fórum ekki var-
hluta af þessum siðum. Við vorum
ekki gamlir þegar við byijuðum að
hugsa um skepnurnar og vinna aðra
vinnu fyrir heimilið.
Skemmtilegast þótti okkur að
fiska í soðið, eins og það var kallað,
en pabbi átti lítinn árabát sem hét
Rauðmaginn og fengum við að nota
hann eins og við vildum. Mamma
okkar blessunin stjórnaði þessu nú
öllu saman, enda var pabbi mikið að
heiman bæði á vertíðum fyrir sunn-
an og vestan. Einnig starfaði hann í
Síldarverksmiðjunni á Djúpavík eft-
ir að hún tók til starfa.
Nú kemur það tímabil sem leiðir
okkar skilja, þá tóku við námsárin.
Kristmundur fór í framhaldsskóla í
Reykjanes við Isafjarðardjúp, eftir
það lá leið hans suður á vertíð í
Sandgerði og víðar. Að því loknu fór
hann í iðnnám að læra plötu- og ket-
ilsmíði í Stálsmiðjunni og Iðnskól-
anum. Eftir það í Vélskólann og til
að kosta nám sitt stundaði Krist-
mundur sjóinn sem aðstoðarvél-
stjóri á hvalbátunum á sumrin. Á
þessu tímabili í lífi sínu giftist hann
Láru Ólafsdóttur og eignuðust þau
þrjú börn, Ólafíu Guðrúnu, Krist-
mund og Ólaf Sörla. Þau slitu síðar
samvistum. Seinni kona Kristmund-
ar er Addý Guðjónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum.
Eftir að hafa lokið námi í Vélskól-
anum réð Kristmundur sig sem vél-
stjóra til Eimskipafélags Islands og
var lengst af á Reykjafossi. En hug-
urinn stefndi í land og endaði það
með því að hann réð sig til Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og starfaði
í varastöðinni við Elliðaár. Á þessu
tímabili vorum við bræðurnir báðir
búnir að festa ráð okkar og eignast
fjölskyldur. Um það leyti fórum við
að starfa saman aftur og árið 1960
ákváðum við að stofna saman fyrir-
tæki sem við og gerðum og gáfum
nafnið Stálver hf.
Við keyptum húsnæði undir fyrir-
tækið í Súðavogi 40 í Reykjavík og
störfuðum þar í níu ár. Mikill upp-
gangur var í kringum iðnaðinn á
þessum áram og var þess ekki lengi
að bíða að húsnæðið var orðið of lít-
ið. Þá byggðum við okkur nýtt og
stærra húsnæði á Funahöfða 17 í
Reykjavík. Reksturinn gekk mjög
vel hjá okkur og voru þetta einstak-
lega ánægjulegir tímar og samstarf
okkar sem best mátti vera. Okkur
til mikillar ánægju starfaði faðir
okkar, Sörli, hjá okkur um tíma sem
lagerstjóri. Mest störfuðu hjá okkur
milli 60 og 70 manns.
Eftir að hafa rekið Stálver hf.
saman í um 22 ár fannst okkur
þetta rekstrarform vera orðið
óþægilegt enda búið að vera í þessu
formi allan tímann. Um áramótin
1982-1983 létum við verða af því að
hætta rekstri Stálvers hf. og skipt-
um fyrirtækinu. Við vorum farnir
að eldast og afkomendur okkar
orðnir fullorðið fólk. Við skiptum
rekstrinum upp í þrjú fyrirtæki sem
við gáfum nöfnin Vélsmiðjan Stál-
ver hf., Zinkstöðin hf. og ísvélar hf.
Öll störfuðu þessi fyrirtæki sjálf-
stætt og döfnuðu vel. Síðar seldum
við húsið á Funahöfða þar sem við
vorum skildir atvinnulega séð nema
að við áttum báðir hlut í ísvélum hf.
Eftir þetta hættum við að sjást
eins oft, en töluðum mikið saman í
síma. Til að bæta úr þessu fórum
við bræðurnir að hittast reglulega
einu sinni í viku og ræða saman
landsins gagn og nauðsynjar, en í
seinni tíð eftir að Kristmundur var
farinn að berjast við veikindi sín, þá
hittumst við í fyrirtæki hans.
Orð geta ekki lýst því að eiga jafn
góðan vin í bróður sínum og ég átti í
Kristmundi. Við áttum því einstaka
láni að fagna að geta eytt miklum
tíma saman bæði í atvinnu og á
vettvangi fjölskyldunnar. Það hefði
þó ekki gengið nema af því við vor-
um mjög samrýndir.
Ég og fjölskylda min sendum eig-
inkonu Kristmundar, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Pétur Sörlason.
Elsku afi minn, það verður erfitt
að kveðja þig í hinsta sinn í dag.
Það verður líka erfitt að sætta sig
við það að það verði aldrei nokkurn
tímann hægt að spjalla við þig um
málefni heimsins og fá svör við öll-
um þeim spurningum sem manni
liggja á hjarfa. Þeim spurningum
sem þú hafðir alltaf svör við. En við
höfum okkar mörgu góðu minning-
ar um þig hérna hjá okkur og við
varðveitum þær í hjörtum okkar.
Það er af miklu að taka þegar velja
á eitthvað úr minningunum okkar
um þig. Þrátt fyrir að kynni okkar
spanni ekki nema rétt um 11 ár. Þú
varst svo mikill tignarmaður, svo
hár og sperrtur, með djúpa rödd og
svo veraldarvanur.
Þinn staður var Gjögur, þar sem
þú varst uppalinn. Ég mun alltaf
muna eftir ferðinni okkar þangað.
Þegar við fóram saman, ég, þú,
amma og Halla Rós. Við vorum þar
í þrjár vikur og endaði ferðin á því
að vinir og vandamenn komu og þú
hélst upp á sextugsafmælið þitt.
Þú varst Iíka mikill menningar-
sinni, og fannst gaman að komast í
leikhús, og voruð þið amma dugleg
við að drífa okkur krakkana með
ykkur að sjá eitthvert barnaleikrit-
ið. Þá var glatt á hjalla, því það var
hátíðarstund að fá að fara í leikhús-
ið.
Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir
hjá þér þar sem þú hefur þurft að
heyja stríð við erfiðan sjúkdóm, en
þú varst svo sterkur og duglegur og
amma stóð eins og klettur við hlið-
ina á þér allan tímann. Þið eruð
bæði sannkallaðar hetjur. En ég
óska þess af öllu mínu hjarta að nú
hafir þú hlotið frið og ró. Ég veit að
Guð mun láta fara vel um þig hjá
sér, því hann hugsar vel um börnin
sín, og víst ertu hans barn.
Elsku amma, Lóa, Kiddi, Óli og
fjölskyldur, ég votta ykkur alla
mína samúð og megi guðsstyrkur
hjálpa ykkur í gegnum þessa miklu
sorg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Kveðja,
(V. Briem)
Addý litla.
Elsku afi, nú ert þú kominn til
guðs og laus við allar þjáningai'nar.
Okkur langar að þakka þér fyrir all-
ar góðu stundimar sem við höfum
átt saman. Nú vitum við að þér líður
vel og ert fallegur engill á himnum
hjá guði.
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englai' saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Sofðu rótt, elsku afi.
Bergur, Andrea, Guðný Hulda,
Hallgrímur og Telma Osk.
Okkur systkinin langar að minn-
ast þín með nokkrum orðum. Krist-
mundur Sörlason frá Gjögri, já, þar
fór enginn venjulegur maður. Kynni
okkar hófust þegar þú og mamma
fórað að vera saman fyrir rúmum
12 árum, en þið áttuð níu ára brúð-
kaupsafmæli 16. desember sl. Öllum
leist okkur vel á manninn enda
skemmtilegur og góður maður sem
allt hefur viljað fyrir okkur gera.
Við minnumst þess hversu fróður
og víðlesinn þú varst og höfðingi
heim að sækja, og oft gustaði af þér.
Oft urðu fjörlegar umræður og
hafðir þú gott lag á að kynda undir
mannskapnum þannig að líflegt var
á Kjartansgötunni. Til þín var gott
að leita ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur. Þá gafstu mikið af þér.
Við minnumst stundanna í sum-
arbústaðnum á Gjögri, sérstaklega
þegar þú hélst upp á 60 ára afmælið
þitt í sól og blíðu, einnig stundanna
á sólríkum sumardögum í garðinum
ykkar mömmu sem þið erað búin að
gera svo fallegan.
Það eru margar minningar sem
við eigum um þig, elsku Kristmund-
ur, og munum við minnast þeirra
með hlýhug um ókomin ár.
Þú ert búinn að berjast hetjulega
í baráttu þinni við þennan skelfilega
sjúkdóm og mamma okkar búin að
standa með þér eins og hetja í gegn-
um öll veikindin þín og fannst þér
alveg yndislegt að hafa hana við
hliðina á þér.
Við biðjum algóðan Guð að
geyma þig og þökkum fyrir að hafa
átt þig að og fengið að kynnast þér.
Elsku Lóa, Kiddi, Öli og fjöl-
skyldur, guð gefi ykkur styrk á
þessari erfiðu stund.
Elsku mamma, stjrrkur þinn og
kraftur er ótrúlegur og biðjum við
guð að styðja þig og vernda um alla
tíð.
Marta, Sigfríð, Sæþór,
Berglind og fjölskyldur.
Elsku Kristmundur minn. I dag
kveð ég þig víst í hinsta sinn. Á
föstudaginn þegar Kiddi hringdi í
mig og sagði mér að þú værir dáinn
þá fylltist ég miklum söknuði en
jafnframt létti mér, því nú færð þú
loks hvíld eftir þín erfiðu veikindi
sem undir það síðasta drógu hratt
úr þínum mikla lífsþrótti. Þú varst
góður tengdapabbi, víðsýnn,
skemmtilegur, góðhjartaður og
ráðagóður. Því ef maður var í ein-
hverjum vandræðum þá varst þú
óspar á að gefa okkur góð ráð og
létta undir með okkur ef eitthvað
var. I heilan vetur komst þú til okk-
ar á hverjum morgni í þeim erinda-
gjörðum að keyi'a Kidda í vinnuna,
börnin í skóla og leikskóla, svo ég
kæmist á fjölskyldubílnum í skól-
ann. Alltaf varst þú með bros á vör
og syngjandi „Morgunstund gefur
gull í mund“. Betri móttökur var
ekki hægt að hugsa sér í kuldanum
og nepjunni hér á Fróni.
Já, elsku Kristmundur minn,
margar góðar minningar á ég í
hjarta mínu og gott verður að láta
þær ylja sér þegar ég sakna þín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég kveð þig með söknuði og bið
góðan guð að geyma þig og varð-
veita.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð. Megi guð leiða ykk-
ur og styrkja í gegnum sorgina.
Gyða Laufey Kristinsdóttir.
Elsku besti afi okkar. Nú ert þú
farinn frá okkur og kemur aldrei
aftur. Við söknum þín sárt en vitum
að nú líður þér vel.
Þegar við hugsum til þín, afi, þá
vakna svo margar fallegar og eftir-
minnilegar minningar um þig og
sjáum við fyrir okkur allar þær
ánægjulegu stundir sem við áttum
saman bæði í faðmi fjölskyldunnar,
í sveitinni þinni, Gjögri, þar sem þú
varst fæddur og uppalinn og á verk-
stæðinu þínu þar sem við systur
vorum oft við leik og störf. Þar var
hlegið mikið, teiknaðar myndir
handa þér og tínd blóm en okkar
mesta ánægja var að skreyta hjá
þér í Stálveri.
Ekki má heldur gleyma þeim
stundum þegar við sungum saman
„Kidda á ósi“ og mörg voru þau lög-
in sem þú kenndir okkur, elsku afi.
Alltaf höfum við mætt mikilli
hlýju frá þér og ást og erum við afar
þakklátar fyi-ir allt það sem þú
gafst okkur.
Minning þín lifir í hjarta okkar,
elsku afi.
Með þökk fyrir allt.
Ég minningar geymi, ég man þær og skil,
þær minna á vordagsins blessaðan yl.
Því syrgir minn hugur, ég sé þína mynd
i sólhýru blómi, í fjallanna lind.
Þá haustblærinn kaldur um heiðina fer
ég hlusta og vaki og bið fyrir þér
að veturinn hverfi, að vorsólin blíð
vermi þitt hjarta um ókomna tíð.
(S.Þ.G.)
Þínar sonardætur,
Anna Kolbrún og Iris Kristrún
Kristniundsdætur.