Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 53
Kristmundur Sörlason er allur.
Enda þótt vitað væri að hverju
stefndi þá bregður manni við slíka
frétt. Gamalt máltæki segir: „Hratt
flýgur stund.“ En hversu hratt hún
flýgur gerir maður sér ekki grein
fyrir. Nú þegar ég lít til baka fínnst
mér ekki vera svo ýkja langt síðan
við sátum saman á skólabekk í Vél-
skólanum ellefu menn sem valist
höfðu saman af handahófí eða tilvilj-
un, menn af ýmsum landshornum
og á ólíkum aldri, menn með mis-
jafnan undirbúning hvað grunn-
menntun snertir, allt frá nokkurra
vikna farskóla í sveit upp í gagn-
fræðanám. Allir áttu það þó sameig-
inlegt að hafa lokið iðnskóla vegna
sveinsprófa í einhverri jámiðnaðar-
grein. Saman hélt þessi hópur órof-
inn í gegnum þriggja vetra nám,
hver studdi við bakið á öðrum,
menn lásu saman og leystu heima-
verkefnin hver með öðmm. Á þriðja
vetri, í rafmagnsdeild, bættust við
sex rafvirkjar sem fylgdu okkur
gegnum það stig.
Eftir lokapróf dreifðist hópurinn.
Flestir reyndu fyrir sér til sjós, mis-
munandi lengi þó. Menn festu ráð
sitt og stofnuðu heimili, þeir sem
ekki þá þegar vom búnir að því,
vildu vera heima hjá sínum. Krist-
mundur fór þessa hefðbundnu leið,
prófaði fyrir sér á hvalbátum og síð-
ar hjá Eimskip. Líklega hefur hon-
um þótt of þröngt um sig niðri í
vélarúmi á skipi. Hann stofnaði,
ásamt bróður sínum Pétri, Vél-
smiðjuna Stálver og var um árabil
stórstígur framkvæmdamaður á því
sviði.
Minnisstæð er mér heimsókn til
Kristmundar á æskustöðvar hans
að Gjögri í Strandasýslu þar sem
hann hafði byggt sér hús á gmnni
æskuheimilis síns. Stórbrotið lands-
lag hvert sem litið var. Það var há-
sumar. Lognaldan gjálfraði við
steinana í vörinni fyrir framan hús-
ið. Vel var hægt að ímynda sér um-
hverfið í öðmm ham, norðaustan
áhlaupi um hávetur jafnvel svo dög-
um skipti. Ekki er að undra þótt úr
slíku umhverfi komi stórbrotnir ein-
staklingar.
En aftur að upphafinu. Vináttu-
böndin sem bundin vora í Sjó-
mannaskólanum í Reykjavík haust-
ið 1951 milli þessara ellefu ólíku
manna voru traust. Ekkert fékk
rofið þau nema kannske eitt. - Og
ekki einu sinni það. Á undan Krist-
mundi vom gengnir tveir úr hópn-
um. Eg leyfi mér fyrir hönd hinna
að votta aðstandendum samúð.
Aðalsteinn Gíslason.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjömur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(M. Joch.)
Lífsbók Kristmundar Sörlasonar
hefur verið lokað, og þótt hún væri
styttri en við sem eftir lifum hefðum
kosið er víst að hún er efnisrík.
Kristmundur ólst upp í umhverfi
sem lætur engan ósnortinn þar sem
stutt er í ævintýri og ætíð hægt að
hafa nóg fyrir stafni. Kristmundur
var í augum þess sem þessar línur
ritar líkt og klettur í hafi. Á honum
braut brimið, en hann stóð teinrétt-
ur eftir hvemig sem það fór með
hann. Lengi býr að fyrstu gerð. Nú
er eikin sterka, stóra fallin; hann
háði hetjulega baráttu um langan
tíma við þann erfiða sjúkdóm sem
ólæknanlegur er og vísindin hafa
ekki ennþá fengið lausn á.
Kristmundur Sörlason var mikil
hetja og mikill vinur minn í 15 ár og
má segja að ég hafi fengið vináttu
hans í arf frá pabba hans, Sörla
Hjálmarssyni, sem var mikill vinur
minn líkt og Kristmundur. Það var
á Þorláksmessu 1983, ég var stadd-
ur í fiskbúð að kaupa mér skötu í
matinn og var ekki par hrifinn af
henni; þetta var tindabikkja og fór
ég að setja út á þetta. Þá heyri ég
allt í einu sagt fyrir aftan mig:
„Taktu mark á því sem hann er að
segja, hann hefur vit á þessu.“ Var
þar kominn Kristmundur í svipuð-
um erindagjörðum og ég. Frá þeim
tima byrjaði vinátta okkar. Það
vom nú ekki nema átta ár á milli
okkar og áttum við margt sameigin-
legt enda aldir upp við sömu skil-
yrði. Honum líkaði vel við Stranda-
matinn, enda kom hann oft til mín í
þorramat. Allur matur var heimatil-
búinn að ógleymdu selkjötinu sem
við skiptumst á að koma með hvor
til annars, því þetta má ekki sjóða
hvar sem er; það gerir lyktin sem
ekki telst í fínna lagi nú til dags.
Já, það eru miklar breytingar frá
því í gamla daga, ekki á einu sviði
heldur öllum, og minntumst við oft
á þetta er við hittumst, sem var
alltof sjaldan því hann var svo
skemmtilegur. Við voram náfrænd-
ur og sannaðist ekki máltækið þar
að frændur væm frændum verstir.
Það var mannbætandi að kynnast
slíkum manni sem Kristmundur
var. Hann var hetja, hann var mikil-
menni. Það sannast best á verkinu
hans sem upp úr stendur af mikilli
fagmennsku.
Nú að leiðarlokum sakna ég sárt
míns besta vinar. Síðast þegar ég
talaði við hann minntist hann á vera
sína á Gjögri á síðastliðnu sumri,
sem var hans síðasta heimsókn á
æskustöðvamar. Þær vom honum
afar kærar.
Megi almáttugur góður Guð
vemda hann og styrkja og nú sé
hann loksins lentur í friðarins
nausti. Ekki má gleyma eiginkonu
hans, henni Addý, sem var honum
allt. Ég votta þér, Addý mín, böm-
um og systkinum mína dýpstu sam-
úð.
Þig, sem í fjarlægð ijöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, hvem hjartað kallar á,
heyrirðu storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skiidir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Auðunn Hafnfjörð Jónsson.
Fallinn er frá okkur mikill maður,
Kristmundur Sörlason, maður sem
margt mátti læra af. Kristmundur
var faðir tveggja minna bestu vina
frá bamæsku. Kynni mín af honum
vora því þannig að ég sem bam leit
upp til hans þar sem ég taldi hann
hafa til að bera mikla visku, auk
þess sem gaman var að heyra frá-
sagnir hans. Stundum sagði hann
okkur sögur frá æsku sinni. Þær
vora oft ævintýri líkastar, sögur af
því sem hann hafði reynt á lífsleið
sinni, vora þær oftar en ekki frá
Gjögri í Strandasýslu. Er vinahóp-
urinn komst yfir unglingsárin kom-
um við stundum í heimsókn tii
Kristmundar. Við vinimir áttum
með honum ógleymanlegar stundir,
þá sérstaklega í risíbúðini á Njáls-
götunni. Þar var oft mikið rætt
saman, spilað og sungið. Alltaf
mætti hann okkur með sama inni-
leikanum og oft með ógleymanleg-
um orðum: „Nei, erað þið komnir,
elsku drengimir!" I kjölfarið lenti
maður í fanginu á þessum mikla
manni og var boðinn velkominn. í
fangi hans var maður svo agnar-
smár, hann var gott heim að sækja.
Kristmundur hafði átt við erfið
veikindi að stríða í nokkum tíma en
það var ótrúlegt hvað hann bar sig
vel. Ávallt bar hann höfuð hátt,
þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm.
Böm hans, Ólafía Guðrún, Krist-
mundur og Ólafur Sörli, era búin
sömu kostum og faðir þeirra, öll
með sömu ástúðina og innileikann
sem ekki er öllum gefin. Vináttu
þeirra er gott að eiga þegar á bját-
ar, það hef ég reynt.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð þennan mikla mann sem
hafði yfir svo ótrúlega stóram per-
sónuleika að búa. Hann mun ávallt
verða í huga mínum sem einn af
þeim mönnum sem svo margt gott
kom frá, mér og öllum vinahópnum
til heilla.
Elsku systkini, Addý og aðrir að-
standendur, megi guð gefa ykkur
styrk í sorg ykkar.
Þórir Örn Ólafsson.
HELGI
EÐVARÐSSON
+ Heigi Eðvarðs-
son fæddist á
Akureyri 26. apríl
1963. Hann lést 12.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fella- og Hóla-
kirkju 18. mars.
Við sitjum hér tvær
gamlar vinkonur og
hugsum til baka um
okkur krakkana í
Stórholtinu.
I minningunni var
lífið svo áhyggjulaust og endalausir
leikir og gleði, því við vorum svo
heppin að vera svona mörg í sama
hverfinu. Nú er einn af okkur horf-
inn. Hann Helgi okkar sem við höf-
um ekki séð í mörg ár en fengið
fréttir af og oft hugsað til.
Nú óskum við þess að við hefð-
um hitt hann og rætt um þessa
gömlu tíma. Því viljum við hér
þakka Helga fyrir allt þetta gamla
og góða. Við minnumst hans sem
góðs æskuvinar.
Við vottum foreldrum hans,
syni og systkinum dýpstu samúð
okkar.
Heiða og Stefanía.
Kærleikur er orðið sem leitar á
hugann þegar ég kem frá útfór
Helga vinar míns Eðvarðssonar og
oft hef ég þakkað fyrir að hafa
kynnst Helga. Kynni okkar bar
þannig að að mig vantaði eitthvað í
bíl og vinur minn í næsta húsi
sagði: „Förum til Helga, hann
bjargar þessu“ og það var orð að
sönnu. Helgi var vissulega maður
sem vildi hvers manns anda leysa -
kærleikur - var hans stærsti sjóð-
ur og af honum miðlaði hann
stöðugt öllum sem urðu á vegi
hans, því hann leysti vanda allra
sem á vegi hans urðu.
Helgi rak lítið bílaverkstæði og
akstursíþróttir vora
áhugamál hans, og
lífsstarfs hans og leik-
ur snerist um bfla.
Þama urðum við sam-
ferða í starfi og leik,
skiptumst á sjónar-
miðum á mannlegum
og tæknilegum skiln-
ingi, alltaf geisiaði
kærleikur af okkar
manni hvort sem við
vorum sammála um
einstök atriði eða ekki
og það er víst að
Helgi, þótt stundum
hvini í tálknum, var oftar brosandi
en flestir aðrir.
Verkstæði Helga var eins konar
félagsmiðstöð þar sem vinir hans
og vandamenn hittust löngum til
skrafs og ráðagerða, en nú er þessi
skæri logi ástar og hlýju horfinn
frá okkur en ég leyfi mér að full-
yrða að hann mun þjappa okkur
vinum hans sem eftir stöndum
saman og við opnum fljótlega fé-
lagsmiðstöð meðan sálir okkar eiga
enn þann eld sem hann kveikti í
hjörtum okkar.
Kristján Jónsson.
Kæri vinur. Nú skilja leiðir, allt
of fljótt. Leiðir okkar lágu saman á
sumarmánuðum 1997 í Reykja-
nesraUí á Kleifarvatnsleið. Síðan
urðu stundimar margar og góðar,
bæði í íþróttinni og utan. Þú varst
drengur ljúfur, heill og hreinskipt-
inn. Nú þegar ég sit hér heima í
Drápuhlíð, að kveldi 18. mars,
koma minningarnar eins og hol-
skefla yfir mig. Góðu stundimar
sem við áttum saman vora alltof fá-
ar. Þú varst bóngóður drengur,
kannski of bóngóður á stundum.
Ég man þegar rafkerfið í toyotunni
fór í rúst og þú sagðir: „Strákar,
þetta er ekkert mál.“ Það tók þig
nokkrar mínútur að tengja það
sem okkur fannst óyfirstíganlegt.
GUÐRUN
STEINSDOTTIR
+ Guðrún Steins-
dóttir fæddist á
Hrauni á Skaga 4.
september 1916.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Sauðár-
króki 7. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Reynistaðarkirkju
13. mars.
Það hefur vafalaust
oft verið þröng á þingi
á Hrauni á millistríðs-
áranum er hinn mynd-
arlegi systkinahópur
sem taldi tólf bræður og systur var
að alast þar upp við öllu fábreyttari
aðstæður en við þekkjum í dag. Það
kom þó ekki að sök og öll komust
þau til fullorðinsára nema yngsta
systirin Hrefna sem lést í fram-
bemsku.
Æskusporin okkar hér
ermjögljúftaðmuna.
Þegar árum íjölga fer
fram í tilveruna.
Oft var hlegið afar dátt,
allt þá söng af gleði,
þvi að líflð létt og kátt
lék í okkar geði.
(Svanfi-iður Steinsdóttir.)
Eins og trjálundur með ellefu
sterkum stofnum og gróskumiklum
greinum hafa þau systkinin staðið
saman í blíðu og stríðu og alið af sér
stóra og samheldna ætt.
Það var því stórt skarð höggvið í
lundinn er Guðrún föðursystir okk-
ar á Reynistað kvaddi þennan jarð-
neska heim síðastlið-
inn sunnudag einmitt
þegar sól var farin að
hækka á lofti og boðaði
langþráð vor.
Það hefur ugglaust
verið mikil breyting að
alast upp yst á Skaga
og flytja þaðan fram í
grösugan og skjólsæl-
an Skagafjörð að höf-
uðbólinu Reynistað til
að taka við búsforráð-
um ásamt Sigurði
manni sínum, á mann-
mörgu og gestkvæmu
heimili. En Guðrún
hafði allt til að bera, myndarskap,
dugnað og alúð og ávann sér virð-
ingu og vináttu allra er við hana
áttu samskipti. Þessum dyggðum
skilaði hún síðan óskiptum til sona
sinna og fjölskyldna þeirra.
Fyrstu minningar okkar bræðra
um heimsóknir í Reynistað eru
sveipaðar hálfgerðum dýrðarljóma
því allt var svo ólíkt því sem við átt-
um að venjast. Grösugur garðurinn,
áin við húsvegginn, gæsirnar ógn-
vekjandi, baðstofan dularfulla og
svo allt þetta fólk. Heimilisfólkið,
sumardvalarbörn í hópum og gest-
ir. Ollu var stjórnað af ákveðni en
sanngimi af Guðrúnu stórfrænku
eins og við kölluðum hana gjarnan
okkar í milli. Gestrisni og tryggð
hennar við ættingja og vini gerði
það að verkum að gestagangur var
mikill enda margir sem bundust
heimilinu sterkum böndum eftir
lengri eða skemmri dvöl þar. Ekki
fórum við bræður varhluta af um-
hyggju Guðrúnar fyrir skyldfólki
sínu og upp í hugann kemur fjöldi
Eins var þegar benzinn minn bilaði
á Króknum. Hver bauðst til þess
að lána kerru og bfl, nema þú. En
svona varst bara þú. Eins var
fyrstu dagana í janúar þegar ég
kom upp á verkstæði til þín, svolít-
ið brotinn. Þú spurðir hvað væri að
og ég sagði þér að mamma og ég
hefðum sæst á dánarbeði hennar.
Þá fékk ég bjarnarfaðminn sem
alltof fáir þekktu, Helgi minn. Eins
vora litlu veislurnar sem við héld-
um, með sætabrauði, inni á litlu
skrifstofunni þinni.
I marsbyrjun þegar ég kom á
nýja bflnum, búinn að selja gamla
benzinn, þá kom þessi ógleyman-
lega setning: „Æ, hvað það gleður
mitt litla hjarta.“ En, Helgi minn,
hjarta þitt var stórt og gott. Ófáar^
stundimar hjálpaðir þú mér að
gera við bflinn hennar Helgu minn-
ar, sem þú sagðir að hefði gallað
GM-“gen“. Alltaf tókst þetta vegna
útsjónarsemi þinnar.
Kæri vinur, þegar ég heyrði um
fráfall þitt lá ég á Landspítalanum.
Það var endirinn á góðri Lundúna-
dvöl, þar sem ég átti að taka kollu
eða tvær fyrir þig. Lífið er skrýtið.
Síðustu stundir okkar, við viðgerð
á gölluðum GM, voru góðar. Nú sit
ég og hlusta á lagið okkar, Helgi
minn. Eftir að ég gerðist „Radio
Ga Ga“ eins og þú sagðir sjálfur
voru ófá skiptin sem þú hringdir og
sagðir: „Halli, spilaðu lagið okkar.“
Við mamma þín minntumst í dag'
hve þú hélst upp á lagið „Lítill
drengur“.
Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráð-
villt Hum við umborið það allt, ef við aðeins
vitum að við eigum vini - jafnvel þótt þeir
geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að þeir
eru til. Hvorki íjarlægð ná tími, fangavist né
stríð, þjáning né þögn megnar að slá fólskva
á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún
einmitt dýpstar rætur.
Upp af þeim vex hún og blómgast
(Pam Brown.)-,
Kæri vinur, í dag skyldu leiðir,
en nú verða farartæki englanna
„tjúnuð upp“ ef ég þekki rétt.
Farðu í friði.
Þinn vinur
Haraldur Gíslason.
minninga er kalla fram hlýju og
þakklæti: Drungalegan haustdag
fyrir margt löngu er frænka komin í
heimsókn að Hrauni. Lítill hvolpur
stekkur upp úr pappakassa á eld-
húsgólfinu og er eignaður yngsta
bróðurnum við ógleymanlegan
fögnuð viðkomandi. Er við síðan ux-
um úr grasi urðu ferðimar í Reyni-
stað margar, ýmist í kaffíspjall,
vegna skólavistar eða til að sýna
frænku ört stækkandi fjölskyldur
okkar. Alltaf var tekið á móti okkur
af sömu hlýjunni og gestrisninni.
Umræðuefnin vora nóg því hún
fylgdist alltaf vel með öllu því sem
fram fór heima á Hrauni og við
fundum vel fyrir þeim sterku taug-
um er lágu þangað.
Guðrún og Sigurður hafa leiðst í
gegnum lífíð í meira en hálfa öld og
hafa átt því láni að fagna að vera
umkringd sonum sínum og fjöl-
skyldum þeirra alla tíð sem reynd-
ust henni svo vel og þannig getað
fylgst með uppvexti bamabamanna
sem Guðrúnu vora svo kær.
En dagur Guðrúnar er kominn að
kveldi og verður hún lögð til hinstu
hvflu heima á Reynistað í nálægð
við fólkið sitt og umhverfið sem hún
unni.
Þá er lokið þessum leik
þrýtur allt sem byrjun hefur.
Gleðin blíð og vonin veik
vit og þekking marg oft sveik.
Liðni tíminn Iíkist reyk
sem lítið atvik gleymsku vefur.
Þá er lokið þessum leik
þrýtur allt sem byrjun hefur.
(Gunnar Einarsson.jj
Sigurði, bræðrunum á Reynistað
og fjölskyldum þeirra færam við
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan Guð að blessa
minningu Guðrúnar.
Bræðurnir á Hrauni
og fjölskyldur þeirra.