Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 57
Búnaðarbankinn
vinnur Hraðskák-
keppni stofnana
SKAK
Skákmiðstöðin,
Faxafeni 12
HRAÐSKÁKKEPPNI
STOFNANA
23. raars 1999
HRAÐSKÁKKEPPNI stofnana
1999 fór fram í félagsheimili Taflfé-
lags Reykjavíkur 23. mars. Þátt-
tökusveitir voru
átta sem tefldu all-
ar við allar 2x5
mínútna hraðskák-
ir. Búnaðarbanki
íslands sigraði á
mótinu, fékk 3214
vinning af 42.
Flugleiðir urðu í
öðru sæti með 2814
vinning. Eins og
áður hefur komið
fram hér í skákþættinum sigraði
Búnaðarbankinn einnig í aðalkeppni
Skákkeppni stofnana eftir
æsispennandi baráttu við Flugleiðir
þar sem úrslitin réðust í innbyrðis
viðureign liðanna í síðustu umferð.
Urslit í hraðskákkeppninni urðu
sem hér segir:
1. Búnaðarbanki Islands 3214 v.
2. Flugleiðir hf. 2814 v.
3. Lyfjafræðistofnun 25 v.
4. Efling, stéttarfélag 24 v.
5. Landsbanki Islands hf. 2214 v.
6. Skeljungur hf. 2014 v.
7. íslensk erfðagreining ehf. A 14 v.
8. íslensk erfðagreining ehf. B 114 v.
Sveit Búnaðarbankans skipuðu:
Jón G. Viðarsson, Bragi Þorfínnsson
og Þröstur Árnason.
Sveit Flugleiða skipuðu: Andri
Áss Grétarsson, Þráinn Vigfússon
og Sigurður Sverrisson.
Sveit LjTjafræðistofnunar skip-
uðu: Davíð Olafsson, Sigurður Daði
Sigfússon og Þorsteinn Þorsteins-
son.
Amber-skákmótið
í Mónakó
Kramnik sigraði Karpov með 114
vinningi gegn 14 í áttundu umferð og
heldur enn eins og hálfs vinnings
forystu á mótinu. Karpov hefur hins
vegar gengið illa í síðustu umferðum
og er nú kominn í sjötta sæti á mót-
inu og mætir erfiðum andstæðing-
um í síðustu umferðunum.
Góð frammistaða Lautier hefur
vakið töluverða athygli á mótinu en í
áttundu umferð varð hann þó að láta
í minni pokann fyrir Topalov eftir að
hafa lent í heimabruggi þess síðar-
nefnda í blindskákinni.
Anand hefur náð bestum árangri í
atskákunum, hefur hlotið 6 vinn-
inga. Það sem dregur hann niður er
mun lakari árangur í blindskákun-
um, en þar er hann einungis með 3
vinninga. Kramnik er efstur í blind-
skákunum, hefur fengið 614 vinning.
Úrslit atskákanna í áttundu um-
ferð urðu þessi:
Topalov - Lautier 14-14
Anand - Nikolic 1-0
Shirov - Gelfand 1-0
Kramnik - Karpov 1-0
Van Wely - Ivanchuk 14-14
Ljubojevic - Piket 0-1
Blindskákirnar fóru þannig:
Lautier - Topalov 0-1
Nikolic - Anand 14-14
Gelfand - Shirov 14-14
Karpov - Kramnik 14-14
Ivanchuk - Van Wely 14-14
Piket - Ljubojevic 1-0
Staðan á mótinu er þessi þegar
þrjár umferðir eru eftir:
1. Vladimir Kramnik 2.751 1114 v.
2. -3. Alexei Shirov 2.726 10 v.
2.-3. Veselin Topalov 2.700 10 v.
4.-5. Joel Lautier 2.596 9 v.
4.-5. Viswanathan Anand 2.781 9 v.
6. Anatoly Karpov 2.710 814 v.
7. Vassily Ivanchuk 2.714 7v.
8. -9. Jeroen Piket 2.619 614 v.
8.-9. Predrag Nikolic 2.633 614 v.
10.-12. Boris Gelfand 2.691 6 v.
10.-12. Ljubomir Ljubojevic 2.571 6 v.
10.-12. Loek van Wely 2.632 6 v.
Helgi Áss heldur
fyrirlestur í Lundi
Helgi Áss Grétarsson, stórmeist-
ari, tók þátt í sænsku deildakeppn-
inni um síðustu helgi eins og sagt
var frá í síðasta skákþætti. I fram-
haldi af því var honum boðið að
halda fyrirlestur hjá skákfélaginu í
Lundi (LASK). Helgi þáði boðið og
hélt fyrirlestur í félagsheimili LASK
á mánudag.
Kvennaskákmót Hellis
á sunnudag
Nú á vormisseri ætlar Taflfélagið
Hellir að gangast fyrir nokkrum
skákmótum sem eingöngu eru fyrir
konur. Félagið hefur þegar haldið
tvö kvennaskákmót frá áramótum
og var góð aðsókn að þeim. Næsta
kvennaskákmót verður haldið
sunnudaginn 28. mars og hefst kl.
13. Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi með 10 mínútna um-
hugsunartíma. Ekkert aldurstak-
mark er á þessum skákmótum og
vonumst við til að sjá sem flesta
þátttakendur, bæði þær stúlkur sem
eru virkastar svo og aðrar sem ekki
hafa teflt í nokkum tíma. Ekkert
þátttökugjald. Verðlaun verða veitt
fyrir þrjú efstu sætin á mótinu. Mót-
ið er haldið í félagsheimili Taflfé-
lagsins Hellis, Þönglabakka 1 í
Mjódd.
Skákmót
á næstunni
Skákþing íslands, áskorenda- og
opinn flokkur, hefst á laugardag kl.
14 í Hellisheimilinu.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Jón Garðar
Viðarsson
hjá Steinari Wauge skóverslun
Páskatilboð oqi kaupouki fylgir kaupuni
STEINAR WAAGE
SENDING
AF DRÖGTUM OG
STUTTFRÖKKUM
SKOR 1 MIKLU
ÚRVALI
Cindetella
-engu líkt-
LAUGAVEGI 32 • SÍMI 552 3636
SKOLX OG HEILSft
- FflRfl VEL SflMflN
Dr. R. C. Handal mun halda fyrirlestur
\ bo5i Pennans um heilsusamlegt umhverfi
nemenda og kennara í skólum og
þaS sem efst er ó baugi í þeim efnum í
RÓShusi Reykjavikur föstudaginn 26. mars
kl. 16.30. Fyrirlesturinn fer fram ó ensku.
f)5 fyrirlestri loknum verSur sýning ó
húsgögnum og öðrum búnaði fyrir skóla
hönnuðum samkvæmt kenningum Dr. Mandal.
fillir eru velkomnir en skólastjórnendum,
kennurum, leikskólakennurum, arkitektum,
hönnuðum og starfsmönnum úr heilbrigðis-
stéttum er sérstaklega bent ó að hér er
einstakt tækifæri til að kynnast nýjungum
ó þessu sviði.
Sýningunni lýkur kl. 19.00.
Vinsamlegast tilkynnið
þóitttöku í síma 540 2030.
[ >
CHM2
Skritj&totubúnaður
Hallarmúla 2 - 105 Reykjavík - SÍmi: 540 2030
j§>mbUs
í i róttir á Netinu