Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ ^ 60 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 UMRÆÐAN ÞAÐ er alveg sama hversu oft er reiknað: tvisvar sinnum tveir verða alltaf fjórir! Og það er staðreynd sem ekki verður haggað: sú leið, sem meirihluti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar hefur valið að fara við byggingu fjöl- nota íþróttahúss í bæn- um, er ein sú óhag- kvæmasta og mun kosta hundruðum milljóna ^Ju-óna meira fyrir bæj- árbúa en ástæða er tíl. Það er mannlegt að skjátlast og það er enn- fremur skiljanlegt að fólk reyni í örvinglan að grípa í ein- hver hálmstrá sér til björgunar, þeg- ar illa horfír. En hálmstráin halda ekki - þau veita aðeins falskt öryggi í skamman tíma. Og þannig er stað- an hjá fulltrúum meirihluta bæjai-- stjórnar í Reykjanesbæ í þeim deil- um sem uppi eru í bæjarfélaginu um hvernig staðið er að byggingu fjöl- nota íþróttahúss í bænum. Tölfræðin í málinu er afskaplega skýr. Hana má sjá í meðfylgjandi útreikningum, sem allir skilja. •» ^ Hin öfugu formerki Minnihluti bæjarstjórnar - J-listi jafnaðarmanna - hefur harðlega gagnrýnt fálmkennd vinnubrögð meirihlutans í málinu. Hér verða að- eins örfá atriði nefnd til sögunnar: skipulag á því svæði þar sem húsið á að rísa er ekki til; bæj- arfélagið hefur ekki fjánnuni til að ráðast í verkið eftir níu ára meirihlutastjórn fram- sóknar og sjálfstæðis- manna; útboð fór ekki fram; gerður er óhag- stæður „leigusamning- ur“ til 35 ára við verk- taka, þann er byggir húsið, sem leiðir til þess að bæjarbúar greiða alltof háar fjárhæðir; hér er ekki um kaup- leigu að ræða, þannig að bærinn eignast ekki húsið eftir 35 árin, þótt bæjarbúar séu þá búnir að marggreiða stofnkostnað við hús- ið; leigjandinn, bæjarbúar, sér um viðhald og endurbætur, sem verða sannarlega umtalsverðar á jafnlöng- um tíma. Og ekki er allt talið. Rúsín- an í pylsuendanum er þessi, sem finna má í „leigusamningi" bæjarins og verktakans: „Leigutaki endur- greiðir leigusala alla skatta og gjöld sem kunna að verða lögð beint á leig- una og/eða leigusala vegna samnings þessa og framkvæmda við byggingu hins leigða." - Með öðrum orðum: bæjarbúar eru famir að greiða skatta og gjöld fyrir verktakafyrir- tæki úti í bæ! Hafa menn séð hlið- stæðu þessa í einhverjum samning- um? Það er auglýst eftir því. Vitleysan varín I vanmáttugum tilraunum til að Iþróttamannvirki ✓ Eg hef átt mér þann draum, að fjölnota íþróttahús rísi hér í bænum fyrr en síðar, segir Ólafur Thorder- sen. En allt á sína stund og sinn stað. verja þessa vitleysu er ýmislegt tínt til. Einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins viðurkennir í Morgun- blaðsgrein um daginn, að ástæðan fyrir því að farin er leið langtíma- leigu í stað þess að bærinn byggi og slái lán, sé einfaldlega sú að þá komi skuldbindingin hvergi fram í bæjar- reikningum! Og þá njóti bærinn betri kjara hjá lánveitendum. Hvílíkt og annað eins! Halda menn að lána- stofnanir taki ekki jafnmikið mið af skuldbindingu, sem kallast greiðsla vegna leigusamnings í 35 ár, og um afborgun af láni væri að ræða? Trúa menn því að hægt sé að blekkja fólk út í það óendanlega? Nei, auðvitað sjá lánastofnanir í gegnum svona hókus pókus, alveg eins og bæjarbú- ar, sem eiga að borga brúsann. Ég er mikill áhugamaður um íþróttir og vil veg þeirra sem allra mestan hér í Reykjanesbæ. Ég hef átt mér þann draum, að fjölnota íþróttahús rísi hér í bænum fyrr en síðar. En allt á sína stund og sinn stað. Ráðdeild og hagsýni verða þá að vera með í fór. Því er ekki að heilsa hjá meirihluta bæjarstjómar Reykjanesbæjar þessa dagana. Þar er það gæðingapólitíkin sem er framar öðru; það er sama hvað þetta kostar, því komandi kynslóðir eiga að borga ævintýrið. Vonandi mun fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ verða til gagns og gleði fyrir íþrótta- æsku bæjarins í næstu og lengri framtíð. Það er mín ósk. En um leið verður þetta hús minnisvarði um það hvemig ekki á að standa að málum, þegar ráðist er í stórframkvæmdir. Þau axarsköft Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins mun sagan geyma. Tölulegur samanburður Til að fá útborgað lán sem nemur kr. 371.000.000 þarf að taka lán sem er 384.457.202, en þá er miðað við 2% lántökugjald, 1,5% stimpilgjald og 1.200 kr. í fastan kostnað. í samningnum er miðað við að greidd sé leiga sem nemur kr. 2.250.000 á mánuði og 420 mánuðir gera því 945.000.000 á tímabilinu en þó eignast bærinn ekkert í húsinu. Ef verði hússins, kr. 371.000.000, er bætt við væru heildargreiðslur kr. 1.316.000.000. Ef þetta lán er tekið til 420 mán- aða (35 ár) og miðað við 4,5% vexti er heildargreiðsla kr. 764.177.230 og við ættum húsið eða 551.822.770 lægri greiðsla. Ef þetta lán er tekið til 420 mán- aða (35 ár) og miðað við 5% vexti (sem eru frekar háir vextir á verð- tryggðu láni til sveitarfélags eins og Reykjanesbæjar) er heildargreiðsla kr. 814.992.407 og við ættum húsið eða 501.070.593 lægri greiðsla. Ofangreind dæmi miðast við jafn- ar mánaðargreiðslur sem væru þá lægri en sú mánaðarleiga sem meiri- hlutinn samþykkti. Ef við færum hins vegar þá leið að greiða sömu mánaðargreiðslu, þ.e. kr. 2.250.000 á mánuði, og miðuðum að öðru leyti við sömu forsendur fyr- ir lánunum kæmi dæmið svona út: Ef lánið er með 4,5% vexti greið- ist það upp á 230 mánuðum eða rúm- um 19 árum og heildargreiðsla næmi kr. 574.474.794, leið meirihlutans kostar bæjarsjóð því kr. 741.525.206 meira en nauðsynlegt væri miðað við 4,5% vexti. Ef vextirnir væru hins vegar 5% næmi heildargreiðslan kr. 674.244.555 og lánið greiddist upp á 300 mánuðum eða 25 árum, leið meirihlutans yrði því 641.750.445 krónum dýrari. Það getur ekki verið einkamál meirihlutans að fara svona illa með fé skattborgara en að ætla svo að réttlæta þessa sóun með þeim rök- um að bæjarsjóður standi svo illa og því sé ekki hægt að taka lán en hins- vegar sé hægt að borga allt að helm- ingi hærra verð ef það heitir leiga fyrir húsið. Jafnvel sjálfur Munchausen hefði ekki látið sér detta þetta í hug. Höfundur er bæjarfulltrúi J-listans í Reykjanesbæ. Ef heppilega hefur tekist til á þess- um stutta tíma hefur barnið fengið sjúkdómsgreiningu og meðul og nú skal það í skólann aftur því skóla- skyldan kallar. Afleiðingarnar eru þær að skólakerfið situr uppi með vandamálin af því að það er eina „kerfið“ sem ber lagaleg skylda til að sinna þessum börnum. Vandamálin eru hins vegar hvorki á sviði né valdi hins almenna grunnskóla að leysa. Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans vinnur undir miklum þrýstingi við að afgreiða sem flestar beiðnir og hefur engan veginn und- an. Niðurstaðan verður sú að biðlist- ar lengjast og innlagnir styttast (að meðaltali 30 dagar) svo deildin virk- ar nánast sem greiningarstöð en ekki meðferðarstofnun. Meðferðarstofnanir í félagsmála- geiranum, sem flestar eru á vegum Bai-naverndarstofu, eru alltof fáar og úrræðaleysi því mjög mikið á þeim bænum. Börn og unglingar sem út- skrifast af geðdeild, oftast alltof snemma, fá engin framhaldsúrræði og lenda því oftar en ekki í sömu stöðu og fyrir innlögn. Það litla sem hægt var að gera er þá unnið fyrir gýg. Það skal tekið skýrt fram að hér er ekki við stjórnendur eða starfsfólk þessara stofnana að sakast. Ábyrgðin er stjórnmálamannanna sem hafa bókstaflega lokað augunum fyiir vanda þessa æskufólks og fjöl- skyldna þeirra. Það má spyrja sig að því hvort ís- land sé ekki eins illa statt á þessu sviði heilbrigðismála eins og hvert annað þróunarland innan Sameinuðu þjóðanna sem við erum að hneykslast á og aumka okkur yfir. Við höfum hins vegar ekki sömu afsökun fyrii- að uppfylia ekki ákvæði Barnasátt- málans og fátæku ríki þriðja heims- ins: fjárskort og fákunnáttu. Það er því hneyksli og Ijótur blettur á ís- lenska velferðarþjóðfélaginu að staða þessara ungmenna sé með þessum hætti. Stjórnmálamenn allra flokka, rekið af ykkur slyðruorðið! Eða þarf að lögleiða meðferðarskyldu fyrir þessi böm og unglinga til þess að þið teljið ykkur skylt að sinna þeim! Þegar þetta er skrifað berast frétt- ir um að unnið sé að stofnun for- eldrafélags geðsjúkra barna. Óskar undirritaður aðstandendum félagsins alls velfarnaðar og býður því til sam- starfs við starfsfólk Dalbrautarskóla um bætta þjónustu við þessi börn. Höfundur er skólastjóri Dalbraularskóla. Stórböföa ll, víð GnUtabrá, staii 567 4844 Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisfhroun Skólaskylda - meðferðarskylda? FORSJÁ barna er samkvæmt lög- um í höndum foreldra þeirra eða for- ráðamanna fram til 18 ára aldurs. Löggjafinn hefur í sumum tilfellum tekið fram fyrir hendur foreldra. Dæmi um það eru lög um tíu ára skólaskyldu í grunnskóla. Foreldrum ber skylda til að senda böm sín í skóla meðan þau era á aldrinum 6-16 ára og ef misbrestur er á því eru yfir- völd barnaverndar- og fræðslumála kölluð til og taka fram fyrir hendur foreldranna til þess að tryggt sé að bamið fái skólagöngu. Sveitarfélög- um er einnig skylt, samkvæmt sömu lögum, að bjóða fram aðstæður til kennslu allra barna og á það bæði við húsnæði sem þarf að uppfylla ákveð- in skilyrði og kennara og kennsluað- stæður sem skýrar reglur era um Kynning í dag, föstudag H Y G E A , og á morgun, laugardag, í Kringlunni Svört snyrtitaska frá Elizalicth Arden með: Ceramide rakakremi, Ceramide Firm Lift, Exceptional varalit og 5th Avenue ilmvatni. ðeins 3.880 kr. Eli zaLöÆ Kí bæði í lögum og reglu- gerðum. Skólaskylda er mjög afgerandi þáttur í upp- eldi og menntun ís- lenskra barna og ber að líta á hann nánast sem ófrávíkjanlega reglu í okkar þjóðfé- lagi. Skólaskyldan er sett til þess að tryggja öllum bömum jafnan rétt til náms óháð að- stæðum þeirra og á þessi hugsun sér stoð m.a. í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þótt ákvæði um skóla- skyldu séu eldri hér á landi. Allt er þetta gert til þess að tryggja velferð bamanna. En það þarf meira til. Svöng eða veik böm læra ekki. Það er nokkuð sem allir vita. Framþörfum manns- ins þarf að fullnægja til þess að hann geti einbeitt sér að andlegri vinnu. Hvað geram við þegar börnin okkar þjást af svengd? Seðjum þau auðvit- að! Sem betur fer er hungur ekki stórt vandamál hér á landi. En hvað skyldi vera gert við veik börn sem era ekki búin að ljúka skólaskyldu sinni? Jú, þau eru send til læknismeðferðar þar til þau fá bata á ný, segir þú sjálfsagt, lesandi góður. Á meðan læknismeðferð fer fram er þeim jafnvel boðið upp á nám ef þau hafa heilsu til að læra, þau era jú skólaskyld! En hvað gerist ef ekki næst að ljúka meðferðinni af því að það er ekki til nægilegt fé á fjárlögum ríkis- ins til að greiða læknismeðferð sem talin er nauðsynleg og þá aðstöðu sem þarf til að bamið nái sér af meinum sínum? I Bamasáttmála Sameinuðu þjóð- anna er eins og áður var nefnt ákvæði um skólaskyldu. En þar era einnig ákvæði um rétt barna til með- ferðar vegna fótlunar og heilsufars. Þær greinar sem um þetta fjalla eru framar í samningnum en ákvæði um, að skólaskylda og ókeypis skóla- ganga „nái fram að ganga stig af stígi" (28. gr.) og tel ég að það beri að túlka svo, að þau ákvæði séu jafn- Guðmundur Ingi Leifsson vel talin mikilvægari en skólaskylda. í 23. grein segir: „Aðildarríki við- urkenna að andlega eða líkamlega fatlað bam skuli njóta fulls sóma- samlegs lífs, við aðstæð- ur sem tryggja virðingu þess og stuðla að sjálfs- björg þess og virkni í samfélaginu. I 24. grein segir: „Aðildarríki við- urkenna rétt barns að njóta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeð- ferðar og endurhæfing- ar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heil- brigðisþjónustu." Hvernig hefur svo til tekist hér á landi að uppfylla þessi ákvæði Heilbrigði Það er hneyksli og ljótur blettur á íslenska velferðarþjóðfélaginu, segir Guðmundur Ingi Leifsson, að staða þessara ungmenna sé með þessum hætti. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna? Hvað varðar böm með líkam- lega sjúkdóma sennilega vel, jafnvel frábærlega á sumum sviðum. Einn er sá hópur bama og ung- linga hér á Islandi sem fær skammarlega lélega heObrigðisþjón- ustu. Meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga sem eiga við geðræn og hegðunarleg vandamál að stríða eru alltof fá og mjög takmörkuð bæði á heilbrigðissviði og á félagslega svið- inu. Staðreyndin er sú að börn eru útskrifuð af meðferðarstofnun eða sjúkrahúsi og send aftur heim og í sinn skóla, ekki gróin meina sinna. Hálmstráin halda ekki! Ólafur Thordersen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.