Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
<
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Höfnum skráningu
RÉTT fyrir síðustu
jól samþykkti meiri
hlutinn á Alþingi lög,
sem heimila heilbrigð-
isráðherra að veita
„íslensku“ fyrirtæki í
eigu útlendinga (í
Bandaríkjunum) sér-
leyfi til að fénýta heil-
brigðisgögn um ís-
lendinga án samþykk-
is þeirra og skerða
þannig mannhelgi
þeirra sem ekki senda
landlækni beiðni um
úrsögn úr gagna-
grunni á heilbrigðis-
sviði fyrir þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní n.k.
Lögin voru samþykkt þrátt fyrir
mótmæli mikils meiri hluta óháðra
vísindamanna og samtaka sem
sendu heilbrigðis- og trygginga-
nefnd alþingis umsagnir um laga-
frumvarpið. Þessir aðilar bentu á
nauðsyn upplýsts samþykkis
þeirra, sem safna átti gögnum um,
og nauðsyn þess að tölvunefnd og
óháð vísindasiðanefnd (skv. lögum
um réttindi sjúklinga) fjallaði um
allar rannsóknir sem stæði til að
gera og allar fyrirspurnir, sem
bærust rekstraraðila
gagnagrunnsins, áður
en vinnsla hæfist.
Þessu var eins og
kunnugt er hvoru
tveggja hafnað vegna
þess að rekstrarleyfis-
hafinn fengi ekki
frjálsar hendur til að
nota gögnin eins og
honum sýndist og selja
hæstbjóðanda upplýs-
ingar úr grunninum.
Notum sjálfsákvörð-
unarréttinn og
verndum fjölskyldu
okkar
í frumvarpinu eins
og það var lagt fram síðastliðið vor
var ekki gert ráð fyrir neinum
möguleikum fólks til að komast hjá
því ofríki sem í lögunum felst, enda
frumvarpið lagt fram til að víkja til
hliðar nýsamþykktum lögum um
réttindi sjúklinga. Inn í lögin
komst loks ákvæði sem gefur fólki
kost á að hafna því að gögn um það
verði skráð í grunninn ef það setur
fram slíka ósk innan sex mánaða
frá gildistöku laganna. Eftir það
verður ekki aftur snúið, gögnin
Gagnagrunnur
Okkur ber siðferðileg
skylda til, sjálfra okkar
vegna og barna okkar,
segir Tómas Helgason,
að senda landlækni
strax tilkynningu um
úrsögn okkar úr gagna-
grunninura.
hafa verið tekin og þeim fæst ekki
eytt, jafnvel þótt þau séu röng.
Ekki má leita upplýsts samþykkis
vegna þess að búist er við að fáir
muni veita það.
Nýlega hefur landlæknir látið
gera eyðublað, sem allir þurfa að
fylla út, sem vilja vernda eigin per-
sónu og bama sinna og ráða því
sjálfir hvað gert er með þau gögn,
sem til eru um þá á sjúkrahúsum,
heilsugæslustöðvum eða hjá sum-
um sjálfstætt starfandi læknum.
Þetta eyðublað liggur frammi í ap-
ótekum og hjá framangreindum
Tómas
Helgason
aðilum og þarf að sendast land-
lækni útfyllt sem fyrst, eitt eyðu-
blað fyrir hvem fjölskyldumeðhm.
Dulkóðun marklaus - ótrygg
persónuvernd
Eins og fram hefur komið telur
tölvunefnd gögnin persónugreinan-
leg þrátt fyrir dulkóðun, sem gefur
hverjum einstaklingi nýtt númer í
stað kennitölu. Með hliðsjón af því
offorsi, sem beitt var við afgreiðslu
laganna, má gera ráð fyrir að meiri
hlutanum sem samþykkti lögin
verði ekki skotaskuld úr því að
breyta þeim og afnema dulkóðun-
ina, ef það kæmi sér betur fyrir
rekstrarleyfishafann. Því skyldi
enginn láta blekkjast og trúa því að
persónuverndinni sé borgið með
dulkóðun eða öðm því sem væntan-
legur rekstrarleyfishafi ber á borð.
Mannfyrirlitning
I Morgunblaðinu birtist viðtal þ.
18. mars við bandarískan augn-
lækni undir fyrirsögninni „Snilld-
arleikur hjá Kára Stefánssyni".
Þar er m.a. haft eftir augnlæknin-
um að í augum Bandai'íkjamanna
sé einstaklingurinn mikilvægari en
heildin. Einmitt þetta viðhorf er
hornsteinn þeirra siðfræðilegu
reglna um læknisfræðilegar rann-
sóknir sem til urðu eftir Númberg
réttarhöldin. Það sem svo er eftir
honum haft sýnir furðulega lítiLs-
virðingu gagnvart fólki: „Ég tel að
upp geti komið aðstæður þar sem
það er réttlætanlegt að fórna ein-
staklingsréttinum fyrir heildina og
í þessu tilfelli er heildin ekki bara
Island, heldur allur heimurinn.“
Það má sem sagt fórna Islending-
um fyrir það sem ekki er leyft í
Bandaríkjunum.
Fórnuni ekki
mannréttmdunutn
Snilldarleikurinn var fólginn í
því að fá meiri hluta alþingis-
manna til að samþykkja lög um að
fórna sjálfsögðum mannréttindum
og gefa einum aðila heimild til að
safna ótilteknum persónulegum
gögnum okkar í miðlægan gagna-
grunn til þess að vinna úr ein-
hverjar upplýsingar, sem ekki er
látið uppi hverjar séu. Það er
þekkingarleitinni ekki til fram-
dráttar að láta af hendi gögn um
heilsufar sitt eða sinna nánustu
án þess að vita að hverju sé verið
að leita og hvernig eigi að fara að
því, og án þess að hafa fengið
tryggingu fyrir því að gögnin
verði ekki notuð til annars. Því
ber okkur siðferðileg skylda til,
sjálfra okkar vegna og barna okk-
ar, að senda landlækni strax til-
kynningu um úrsögn okkar úr
gagnagrunninum.
Höfundur er prófessor em., dr.med.
Vinningaskrá
44. útdráttur 25. mars 1999
Bifreiðavinningur
Kr. 2.000.000_____________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
37526
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
18012
28525
42294
75684 |
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
21909 37289 55845 59227 68613 77984
27470 47365 56128 66508 71736 78792
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10,000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
2199 12281 23351 32444 43085 49830 63323 73840
3347 13518 23958 32518 43138 49868 64236 77039
3531 13697 25268 32525 43169 51144 64499 77604
4697 14406 25965 35445 44052 51674 64536 77862
4927 16661 26698 36133 44588 52393 64712 78069
5681 17295 27189 36951 44971 53560 65465 78282
7069 17739 27741 37888 45557 53799 65742 78706
7090 18029 27868 38252 45793 55159 67979 79325
7457 19617 28260 38826 46358 55422 68221 79474
7921 19922 29211 39863 47078 57571 70735
9489 20775 29722 39995 47461 59669 71595
10428 20971 31130 40895 48751 61641 72401
10974 21059 31189 40967 49760 63032 72703
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur)
107 12773 20850 30135 40287 50507 60193 71360
412 13034 20972 30304 40354 50629 60225 71846
437 13157 20974 30588 40588 51302 60305 72040
444 13473 21205 30640 40879 51458 60316 72242
730 13526 22110 30956 41367 51605 60823 72287
1210 13889 22314 31194 42042 52715 61369 72336
1747 14186 22512 31208 42449 53043 61372 72337
2057 14284 23426 31303 42474 53343 62564 72761
2217 14586 23552 31484 42504 53651 62642 72845
2617 14658 24451 31755 42565 54094 62970 72993
2731 15036 24682 32349 43028 54421 63206 73223
4702 15190 24862 32606 43451 55383 63375 74355
5011 15233 25132 32616 43474 55700 63810 74677
5598 15660 25533 32908 43675 55806 64103 74805
5663 15724 25543 33200 44100 55841 64220 74996
5974 16384 26217 33961 44713 55913 64259 75479
6010 16766 26220 34612 44719 56039 64437 75923
6674 17142 26821 35035 44816 56174 64509 76200
6760 17344 27300 35119 45009 56492 64606 77062
7010 17369 27850 35643 46337 57078 64622 77278
7468 17660 28019 37187 46875 57412 65414 77355
8045 17670 28332 37804 47247 57464 65680 77863
8219 17682 28381 37862 47874 57583 66154 78574
8651 18120 28486 37872 48009 57630 67342 78894
8675 18490 28600 37969 48038 57674 67369 79513
8817 19124 28693 38023 48099 58896 67914 79888
9041 19372 28786 38104 48215 59618 69265
9431 19397 28946 38330 48967 59629 69923
9497 19464 29556 38722 49037 59716 70632
10160 20211 29761 39361 49166 59740 70910
11632 20429 30045 39812 49348 59886 71261
12011 20457 30111 40072 50243 59957 71334
Næstu útdrættir fara fram 8.15.22. & 29 aprfl 1999.
Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das
%
Af skipulagspyttum
ÞAÐ ER með hrein-
um endemum, hve auð-
velt er að falla í pytti
vanans. Nú ætla menn
að leggja fé í að viðhalda
fingurbrjót í skipulags-
málum Reykjavíkur. Á
vagnhesta vora settar
hlífar við augu, til að
minnka þá örvun og
áreiti sem kom frá um-
hverfinu. Nú virðist
þesskonar hlífar hafa
verið brúkaðar til þess
að skipulagsmenn verði
ekki fyrir áreiti frá um-
hverfi fagmanna erlend-
is frá. Hugsanlega hefur
þeim, sem um fjárveit-
ingar véla, farist illa að
setja blöðkurnar á téða fagmenn,
þannig að alveg hefur byrgt fyrir
sjónir þeirra. Það virðist allavega
vera ef tekið er mið af tillögum þeirra
um færslu Hringbrautar og flugvöll-
inn í Vatnsmýrinni. Einnig virðist
sýnt að tappar hafa verið látnir í eyra
þessara manna, því þeii' heyra ekki
nokkurn skapaðan hlut í þeim sem við
Hringbraut búa og hafa kvartað sár-
an um hávaða, svifryk, útblástursfnyk
og aðra óáran sem fylgir nábýli við
umferðaræðar sem byggðar eru til
flutnings veralegs hluta umferðar
milli austurs og vesturs í Reykjavík.
Nú ætla blessaðir mennimir að búa
íbúum við Sóleyjargötu sömu vand-
ræði. Einnig virðast þessir ekki heyra
kvint frá þeim sem orðið hafa fyrir
barðinu á tíðum og alvarlegum um-
ferðarslysum á homi Sóleyjargötu og
Njarðargötu.
Mér er ekki með nokkra móti
mögulegt að álykta öðravísi eftir að
hafa ígrundað tengingu Hringbraut-
ar við Sóleyjargötu. Þar virðist vera
farin hin sama troðna sauðatröð og
vinsælust hefur verið í skipulagi
vega og gatna á íslandi. Fyrst voru
reiðgötur, svo kom Ford-T, síðan
malbik og nú verður að halda við því
sem áður var gert, skítt með allar
framfarir og betri þekkingu á um-
ferðarvandanum og nýjungar í sam-
göngum. Þetta er að vísu algerlega
óskiljanlegt, þar sem vitað er, að hjá
Skipulagi Reykjavíkur vinna vel-
gerðir og gagnmenntaðir menn, af
báðum kynjum. Starfsmennirnir eru
hugsanlega að leggja eitthvað annað
til grundvallar í leiðbeiningum sínum
til stjómmálamannanna en þeir vita
bestu og óbrotgjömustu lausnina.
Svo virðist sem viljinn til þess að
taka á mengunarvanda og öðmm
umferðartengdum óþægindum íbúa
við umferðaræðar nái aðeins til há-
tíðarræða og undirbún-
ings kosningabai'áttu.
Sama á við um flug-
völlinn, Bretinn lagði
þennan völl sem bráða-
birgðavöll, og þm-ftu að
eigin áliti hvorki að
spyrja kóng né prest
leyfis, þar sem um hem-
aðarmannvirki væri að
ræða og okkur í sjálfs-
vald sett að fjarlægja
tildrið að loknum ófriði.
En við lítum á þessa
framkvæmd þeirra sem
það eina sem hægt er að
hafa, - notumst við það
sem blessað stríðið færði
okkur. Helvíti erum við
heppin að foreldrar okk-
ar voru ekki eins hugsandi um veiði og
skipatækni. Nú ætla menn að fara að
flytja aur og mýraijarðveg bm't undan
Skipulagsmál
Svo virðist sem viljinn
til að taka á mengunar-
vanda, segir Bjarni
Kjartansson, nái aðeins
til hátíðarræða og
undirbúnings
kosningabaráttu.
vellinum og flytja þangað jafnmikið
magn af grjóti og möl í staðinn, til þess
að brautimar þoli þá umferð sem ætl-
ast verður til. Flutningar þessir verða
einhveijir þeir mestu í sögu Reykja-
víkur - og auðvitað eftir gatnakerfi
borgarinnar að mestu.
Spakvitrir og íhugulfr menn hafa
oft bent á, að aðrir og betri kostir eru
í stöðunni, nú síðast Om Sigurðsson
arkitekt. Om bendir á skemmtilega
og ódýra leið út úr því öngstræti sem
skipulagsmál miðbæjarins er komin
í. Með nútíma tækni er bæði ódýrt og
auðvelt að fylla upp undir völl úti í
Skerjafirði, þar sem hægt væri að
koma fyrir flugvelli sem í stakk væri
búinn til að taka við nánast öllu flugi
til meginlandsins, þ.e. flugi 2 hreyfla
þotna. Þar sem völlurinn hefði ekki
lengur kverkatak á þróun miðbæjar-
ins og Reykjavíkur sem heildar,
fengist heildstæðari og fyllri nýting
þeirra mannvirkja sem í miðbænum
eru og hnignunartíma gömlu Reykja-
víkur lyki loksins. Bent skal á kostn-
að sem ekki þyrfti að fara út í ef vell-
inum væri fundinn staður í Skerja-
fírði. Líklega mætti bíða lengi áður
en tvöfalda þyrfti Keflavíkm'veginn,
þar sem umferð minnkaði veralega ef
lengd brauta væri nægjanleg fyrfr'
flug til meginlands Evrópu. Einnig
mætti ætla, að ekki þyrfti að rjúka til
og stækka flugstöðina og svona
mætti lengi telja.
Ef ekki væri af öðrum sökum en
viðskiptalegum, liggur ljós fyrir aula-
háttur þeiiTa sem þessu vilja ráða.
Reykjavík hagnaðist á þessu, frá
hvaða sjónarhóli sem litið væri. Lóð-
imar sem fengjust til úthlutunar
næðu alldeilis að greiða fyrir flutn-
inginn. Byggingamar sem ekki eru
að hruni komnar við völlinn héldu
sínu eðli og notum, þar sem þekkt er,
að ekki þarf að vera með tækjastýrða
flugleiðsögn á sama stað og sjón-
stýrða leiðsögn í vallarsviði. Þetta
gerir rök manna um, að fyrri upp-
bygging mannvirkja við völlinn séu
einhver veruleg verðmæti sem halda
beri í og hamli því flutningi, léttvæg.
Hávaði frá flugumferð á þessum
stað væri hverfandi, þar sem vélamar
hafa „klifrað“ í það mikla hæð þegar
nálgast byggð að ekki heyrist mikið í
hreyflum þeirra. Einnig era vélamar
í það mikilli hæð þegar þær hefja
lækkun í aðflugi, að ekki verður vart
við umferðina að neinu marki. Bent
skal á nákvæma úttekt Ómars Ragn-
arssonar í sjónvarpi fyrir skemmstu.
Margar stórborgir hafa lagt í gífur-
legan kostnað til þess eins að halda
opnum möguleika manna til þess að
geta lent sem næst miðju viðskipta-
lífsins á hverjum stað. Nægir að
benda á London, þannig að sýnt er að
áætlaðar endurbætur á núverandi
velli nægja aldeilis ekki, þótt rándýr-
ar séu, þar sem brautir styttast og
breytt aðflugshom lagar ekkert hætt-
una, hávaðann eða annan ama af flug-
umferðinni fyrir þá sem dvelja í mið-
bænum um lengri eða skemmri tíma.
Auk þess takmarkaðist notkunin við
litlar og fremur litlar vélar.
Það þarf í raun ekki að eyða meira
bleki í að sannfæra svona meðal-
greinda menn um hve skelfilega
þessi afdalamennska kemur til með
að koma í bakið á þeim sem eiga eftir
að búa í Reykjavík framtíðarinnar.
Það liggur í augum uppi og öllum
klárt, sem nenna að hugsa eitthvað
fram fyrir tærnar á sér. Aulaháttur-
inn blasir við og ekkert er til máls-
bóta þeim sem ekki nenna að hugsa
og hlusta á raddir þeirra sem benda
á betri og ódýrari kosti - til lengri
tíma litið.
Höfundur er verkefnisstjóri.
Bjarni
Kjartansson