Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 63
AÐ undanfömu hafa
verið að birtast fréttir
og umsagnir um frum-
varp til laga um að
banna notkun handfar-
síma í bílum, það er að
segja væntanlega öku-
mönnum í akstri. Vissu-
lega getur skapast
hætta ef ökumaður er
ekki með fulla athygli
við akstur. En því mið-
ur eru ekki allir öku-
menn með athyglina í
lagi hvort sem þeir eru
að tala í farsíma eða
ekki og hafa jafnvel
ekki farsíma í bílnum.
Það er alltof algengt að
ökumenn séu að aka
hálf sofandi, og þyrfti að koma upp
búnaði til að mæla athygli öku-
manna. Það er ekki í samræmi við
Islenskt stjórnarfar að vera með boð
og bönn við öllum hlutum eða vildu
menn sjá að bannað væri að aka
rauðum bflum því þeir taka of mikla
athygli frá öðrum ökumönnum.
Hvernig væri að banna notkun
geisladiskaspilai'a eða jafnvel reyk-
ingar við akstur svo eitthvað sé
nefnt. Til dæmis ætti að banna með
öllu að reykja í bílum, því bæði reyk-
urinn getur hindrað útsýni öku-
mannsins, valdið honum krabba-
meini eða ótímabærum astmaköstum
og síðast en ekki síst eldhættu. Það
gerðist um daginn að farþegi sem
var í framsæti bíls missti logandi
vindling úr höndum sínum, og það
var ekki að sökum að spyrja að eitt-
hvað var farið að sviðna og upp kom
þessi líka ógeðslegi reykur. Ekki
mátti miklu muna að ekki varð stór-
slys af, því ökumaðurinn var farinn
að leita að stubbnum ásamt farþeg-
anum, og missti við það næstum
stjórn á bílnum. Eitt augnablik og
örlögin hefðu verið ráðin hjá þessu
unga fólki í blóma lífs síns.
Hægt er að ganga lengra í boðum
og bönnum, ef menn vilja fara þá
leiðina, með því að banna að aka bíl í
tréklossum því þá hefur maður ekki
eins góða tilfinningu fyrir stjórnun
bílsins, eins er hægt að banna notk-
un á derhúfum því þær geta hindrað
útsýni, og það mætti lengi halda
áfram að telja upp allskyns tilfelli
sem gætu verið hættuleg. Að mínu
áliti er það höfuð regla við akstur að
vera vakandi og aka ekki þannig að
það valdi öðrum töfuni,
óþægindum og eða
slysi. Það er orðin
alltof algeng sjón að
sjá ökumenn aka lang-
ar leiðir hægar en
leyfður hámarkshraði á
vinstri akrein, til dæm-
is á Hringbrautinni á
leið vestur í bæ og þá
ekki síst um helgar, þá
eru um 7-8 af hverjum
10 bílum á vinstri
akrein. En hvað er
gert við því? Lögreglan
hefur aldrei svo ég viti
til, stöðvað ökumenn
fyrh að aka hægt á
vinstri akrein, heldur
hamast þeh við að
stöðva og sekta þá sem aka eilítið
greiðar en aðrir, og er ég þá ekki að
Umferðaröryggi
Það er of algeng sjón,
segir Jón Svavarsson,
að sjá ökumenn aka
langar leiðir á vinstri
akrein hægar en leyfð-
ur hámarkshraði er.
mæla með ofsaakstri en þessi undra-
tæki eru upphaflega framleidd til að
greiða fyrir samgöngum og koma
fólki á milli staða á sem skemmstum
og öruggustum tíma eða allavega
svo fljótt sem auðið er. Því fínnst
mér hraðatakmarkanir oft vera á
skjön við þann tilgang sem góð sam-
göngutæki eru framleidd fyrh. Hins
vegar er ég fylgjandi því, að í íbúð-
argötum og inní hverfum þar sem
umferð gangandi vegfarenda og
barna til og frá skólum er fyrh
hendi, eigi að virða hraðatakmark-
anh sérstaklega vel. Því að gang-
andi vegfarandi hefur ekki sama
svigrúm og viðbragð og akandi veg-
farandi.
Það veldur mér vonbrigðum
hvernig Borgarskipulagið og um-
ferðarnefnd hafa eyðilagt greiðfær-
ar umferðargötur, eins og Lauga-
veg við Hlemm, Skeiðarvog þar sem
önnur akreinin var tekin af vegna
þess að svo margh bílar aka þar
um. Vissulega getur mikil umferð
verið hættuleg börnum sem þurfa
að fara yfír þungar umferðargötur
en mörg ár eru síðan að settar voru
hraðahindranir á Skeiðarvog við
Vogaskóla. En það keyrh um þver-
bak hvernig búið er að eyðileggja
götuna milli Langholtsvegar og Sæ-
brautar. Það þarf alltaf að vera með
sömu þröngsýnina, þegar gott
skipulag ætti að ganga út á greiðar
samgönguleiðir þarf sífellt að
þrengja og hindra greiða umferð
með öllum mögulegum hætti.
Hvernig væri að fara að skipuleggja
íbúða- og iðnaðarbyggð þannig að
allir gætu búið í sátt og samlyndi,
að skólahverfi væru þannig skipu-
lögð að þau væru ekki tekin í sund-
ur með stórum umferðargötum, að
staðsetning stofnbrauta og stóira
gatnamóta væri þannig fyrh komið
að hægt væri að byggja alvöru mis-
læg gatnamót, en ekki eins og fór
fyrir gatnamótum Höðabakka og
Vesturlandsvegar þar sem vandin
var fluttur uppá aðra hæð. Ef við
ætlum að halda áfram að geta kom-
ist leiðar okkar þá þarf alvarlega að
fara að hugsa um þessa hluti, ann-
ars getum við tekið frumstæðari að-
ferðh við að komast á milli staða.
Því gleymum ekki að í velferðar-
þjóðfélagi eins og okkar þá kostar
tími peninga og mannsævin er
stundum alltof stutt. Það er von mín
og ósk, að stjórnvöld, skipulag og
forsvarsmenn umferðarmenningar
hugi að þessum þáttum og láti til
skarar skríða í að endurbæta þessi
mál og löggæslan hugi að sofandi
ökumönnum og hægfara akstri á
vinstri akreinum.
Höfundur er ökumaður
með aukin réttindi.
O X bv.
J Vafnshreinsibúnaöuf
www.velaverk.is
s. 568 3536
Bann, bann
og aftur bann
Jón
Svavarsson
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
spron
M SPAMSIÓBUR ítfYKJAV
VÍKUB OG NÁGHENNI&
AÐALFUNDUR
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður
haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1-4,
kl. 16:30, föstudaginn 26. mars 1999.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1998
Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur
sparisjóðsins fyrir árið 1998, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuaf
gangs fyrir liðið starfsár
Kosning stjórnar
Kosning endurskoðanda
Tillaga um ársarð af stofnfé
Tillaga um þóknun stjórnar
Tillaga um breytingar á 4. og 5. gr. samþykkta sparisjóðsins
Önnur mál
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í
fundarbyrjun.
Sparisjóðsstjórnin.
Ert þú meö
■ flösu þurrt hár
■ feitt hár hárlos
Þá er Ducray lausnin fyrir þig!
Ducray eru ofnæmisprófaðar vörur gegn vandamálum
í hári eða hársverði.
12000
BANKI
FJARGÆSLUAÐILI: SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR
ölskyldunni
Landssöfnun
Jptefurfram í fjölmiðlum var heimil|
^o Langeyrarvegi 9 í Hafnarfirði '
*ennt til kaldra kola þann 6. mars
og skemmda af völdum veggja-
Stæðu hefur fjölskyldan orðið að
M, bókum og fleiru úr innbúi sínu.
Eins og konj®
fjölskyldunS
fjarlægt og|®
vegna útbrei®
titlu. Af sömrn
eyða húsgögn
Fjölskyldan hefur þvi misst aleigu sína, hús og
heimili, án þessfað fá rönd við reist og vilja
aðstandendur þfessa átaks því hér með skora
á íslensku þjóðin'áíað'taka höndum saman
og sýna stuðning í verki með því að styrk-ja** •
þau til endurbyggingar heimilisins að
Langeyrarvegi.
Sparisjóður Hafnarfjarðar er fjárgæsluaðijií
söfnunarinnar og tekur á móti framlögum
á reikning númer 12000.
Alltaf rífaadi sala