Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 ‘ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Framsóknarmenn gerast prófddmarar yfír sjálfum sér FRAMSOKNARMENN eru nú komnir í leitiniar og hafa byrjað sína kosningabaráttu á síðum Morgunblaðsins. Þar hefur gefið að líta mikla auglýsingarunu sem öll gengur út á að sanna að Framsóknar- flokkurinn hafi meira og minna staðið við öll sín hátimbruðu kosn- ingaloforð frá 1995. Framsóknarmenn rifja upp að þeim var eignað Islandsmet í kosningaloforðum 1995. Síðan vefst ekki fyrir þeim að slá því föstu að þeir hafi, á kjörtímabilinu, sett Is- landsmet í efndum. Ónefndur lesandi hafði Steingrímur J. Sigfússon á orði að sennilega væru þessar gefið auglýsingar fyrst og fremst ís- landsmet í sjálfshóli. Vandinn er nefnilega sá að hér gerist einn og sami aðilinn allt í senn, sá sem býr til námsefnið, les það, semur prófspui-ningamar, tekur prófið og gefur sjálfum sér ' einkunn. Framsóknarmenn eru með öðrum orðum að prófa sjálfa sig í efndum eigin kosningaloforða og gerast svo dómarar yfír öllu saman á síðum Morgunblaðsins. Framsóknarmönnum er frjálst að reyna að telja kjósendum, eða lesendum Morgunblaðsins, trú um að allt hið góða sem gerst hefur sl. 4 ár sé meira og minna þeim prívat og persónulega að þakka. Fram- sókn nýtur reyndar hagstæðs sam- anburðar við íhalds- og afturhalds- ■ stjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins frá síðasta kjörtíma- bili. j allri sanngirni verður þó líka að horfa til ytri skilyrða og árferðis í landinu og meta það sem gerst hefur í því ljósi. Það er t.d. nokkuð spaugilegt að sjá framsóknarmenn telja að þeir hafi efnt kosningaloforð um að breyta Húsnæðisstofnun og fá henni nýtt og breytt hlutverk sem ráðgjafa og við endurreisn heimil- anna, að þetta loforð hafi verið efnt með því að leggja stofnunina niður. Sömuleiðis er kostulegt að sjá um- fjöllun um það loforð að verja 2-3 milljörðum kr. sérstaklega til lífs- kjarajöfnunar, að það hafi verið 'efnt með flatri lækkun tekjuskatts og með því að tekjutengja að fullu bamabætur. Eins og allir vita hafa skattabreytingar ríkisstjómarinn- ar komið bamlausu hátekjufólki mest til góða. Loforð í húsnæðismálum loforð í húsnæðismálum. Stað- reyndin er sú að í loforðalista Framsóknarflokksins fyrir kosn- ingarnar 1995 í kafla undir íyrirsögninni „Endurreisn heimil- anna“ var m.a. sagt „grípa til víðtækra skuldbreytinga sem fela í sér að vöxtum og/eða lánstíma sé breytt, skuld sé lækk- uð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tímabundn- um erfiðleikum svo sem vegna atvinnu- leysis og veikinda“. Þetta loforð varð á sínum tíma frægt að endemum þai- sem þarna var beinlínis í skyn að framsóknarmenn hygðust beita sér fyrir niðurfell- ingu skulda í húsnæðislánakerfinu Sfjórnmál Framsóknarmönnum er frjálst að reyna að telja kjósendum trú um, segir Steingrímur J. Sigfússon, að allt hið góða sem gerst hefur sl. 4 ár sé meira og minna þeim að þakka. En undir einu verður þó tæpast setið; fullyrðingum framsóknar- manna um að þeir hafi efnt öll sín hjá fólki í erfiðleikum. Þetta loforð hefur að sjálfsögðu ekki verið efnt og það vantar mikið upp á að fram- ganga framsóknarmanna í hús- næðismálum sé með þeim hætti að þeir geti stært sig af. Eða kannast einhver við að hafa fengið sérstaka niðurfellingu skulda? En það er einnig nauðsynlegt að skoða það sem Framsóknarflokkurinn ekki lofaði, en gerði samt í húsnæðis- málum. Framsóknarflokkurinn lét það aldrei koma fram í stefnu- skrám sínum eða loforðum fyrir síðustu kosningar að hann hygðist leggja niður félagslega íbúðalána- kerfið og markaðsvæða húsnæðis- lán í landinu að fullu. Viðskilnaður framsóknannanna í húsnæðismálum er slíkur að við blasir ófremdarástand t.d. á leigu- markaði, biðraðir hafa myndast o.s.frv. Þessar kerfisbreytingar í húsnæðismálum munu örugglega draga úr framboði á nýju leiguhús; næði á viðráðanlegum kjörum. í það heila tekið er staða tekju- lægstu hópanna til þess að komast í sitt eigið húsnæði eða öruggt hús- næði til muna verri, með því að byggingasjóður verkamanna og fé- lagslega íbúðalánakerfið er lagt niður og tekjulægstu hópum sam- félagsins er att út á markaðinn. Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu Það er fróðlegt að fylgjast með því sem hinn stjómarflokkurinn aðhefst eða öllu heldur ekki að- hefst á sama tíma og Framsóknar- flokkurinn ryðst fram með þessum hætti. Enn sem komið er felst kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins í einu orði, orðinu „góð- æri“. Það er hins vegar nokkuð ör- ugglega Islandsmet og stysta kosningastefnuskrá allra tíma. Hvort hún verður síðan krydduð með fallegum myndum af foringj- anum Davíð úti að ganga með hundinn Tanna eins og síðast vit- um við ekki ennþá. Þeir sjálfstæðismenn hljóta að lesa með nokkurri athygli hvernig samstarfsflokkurinn Framsókn eignar sér hiklaust það sem þeir telja til vinsælda fallið af verkum úr ráðuneytum Sjálfstæðisflokks- ins. Má þar nefna t.d. þær skatt- kerfisbreytingar sem fjármálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa borið ábyrgð á að framkvæma. Látum vera þó eitthvert helminga- félag sé um að skipta hagnaðinum ef menn trúa því að slíku sé til að dreifa. Hitt er öllu merkilegra að þegar það á við þá sverja fram- sóknarmenn með öllu af sér önnur verk ráðherra Sjálfstæðisflokksins og nota það hiklaust sem skýringu á því að þeim hafi ekki tekist að efna einstök kosningaloforð að þeir fari ekki með viðkomandi mál. Þetta á t.d. við um atriði í aug- lýsingu þeirra sem birtist í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag. Þar var, undir liðnum menningarmál, fjallað um það loforð framsóknarmanna að menningarstarfsemi yrði undan- þegin virðisaukaskatti. Utkoman á prófinu var, „ekki efnt“ og skýring; Framsóknarflokkurinn fer hvorki með menningarmál né skattamál í núverandi ríkisstjórn. Sem sagt í því tilviki eru sökudólgarnir menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins en þegar það hentar Framsókn að eigna sér eitthvað sem þeir telja til vinsælda fallið úr viðkomandi ráðu- neytum stendur ekki á því að það góða sé þeim að þakka. Nema þetta sé allt í góðu og birt með leyfi Davíðs og yfirlesið af honum eins og setningarræða for- manns Framsóknarflokksins á flokksþinginu í haust. Höfundur er alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Samfylkingin og samtök launafólks - fyrir fjölskylduna ÞAÐ er stundum sagt að stjómmálum sé ekkert óviðkom- andi, í öllu megi finna pólitík. Samt sem áður er það svo að málefni fjölskyldunnar og bamafólks era ekki þau mál sem helst koma upp í hugann þegar viðfangsefni stjórnmálanna eru skoðuð. Utanríkismál, efnahagsmál, sam- göngumál, byggðamál, menntamál og heil- brigðismál era til að mynda mun oftar til umræðu á pólitískum fundum en réttur fólks til fæðing- arorlofs, fjárhæð barnabóta og réttindi barna. Sem betur fer era áherslur þó óðum að breytast að þessu leyti og fjölskyldumálin svokölluðu era sífellt sett framar á forgangslistann. Breytum áherslunum Samfylkingin vill færa stjórn- málin nær fólkinu og leggja áherslu á að á Islandi verði til sam- félag sem er barnvænt og fjöl- skylduvænt. Hin áratugalöngu áhrif Sjálfstæðisflokksins í gegnum valdatíð hans í ríkisstjórnum hafa verið fjölskyldufólki óhagstæð og í samanburði við nágrannasamfélög okkar mörg, þar sem jafnaðar- menn hafa haft meiri áhrif í gegn- um tíðina, eigum við langt í land. Fæðingarorlof er hér óhemju stutt og greiðslur á tímabilinu lágar, bamabætur eru að fullu tekju- tengdar sem þýðir að þær virka í raun sem láglaunauppbót en ekki sem greiðsla til barnsins. Fá úr- ræði eru til staðar úti í atvinnulíf- inu til að auðvelda fólki að sam- ræma fjölskyldulíf sitt og atvinnu- þátttöku að ekki sé taiað um slakan aðbúnað þeirra sem eiga böm með sérþai-fir eða veik börn. Samstarf við samtök launafólks Það er mikilvægt að gera breyt- ingar á þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir og gera þannig að- búnað bamafjölskyldna betri. Verkalýðshreyfingin hér á landi og í Evrópu hefur þegar lagt tölu- verða vinnu í hugmyndir til að auð- velda fólki atvinnuþátttöku sam- hliða fjölskyldulífi og þær hug- myndir ber að styðja við. Mikil- vægt er að stjórnvöld beiti sér sér- staklega fyrir því að mótuð sé skýr fjölskyldustefna í atvinnulífinu, sjónarmið fjölskyldufólks séu tekin Bryndís Hlöðversdóttir Lágt lyfjaverð getur shipt shöpum... Apwtekið Brautrydjendur að Itegrá lyfjaverði 4 til 6 vikna hóreyðing Páshatilboð One Touch vaxlieki með öllu 1 @4Sl®kr. One Touch vaxfylling, stór S®®kr. One Toueh háreyðingarkrem ineð 20% afshetli Æfgreiðslustaðir Apóteksins: 0 Að Iðufelli 14 við hliðina á ItÓM S Spönginni í Grafarvogi við hliðina á Itónus Að Smiðjuvegi 2 við hliðina á ItÓM S Smáratorgi 1, SMÁRATOKGI Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi við hliðina á ItÓM S FIRÐI, Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði til greina við skipu- lagningu vinnunnar. Vinnutímann þarf að sníða meir að þörfum hvers og eins, auka þarf valfrelsi og gera vinnutímann sveigjan- legri. Þá þarf að leggja áherslu á að stytta vinnutímann hér á landi sem er með því lengsta sem gerist meðal þjóða. Foreldra- orlof er eitt úrræði sem hefur ekki verið mikið í umræðunni hér á landi en um það hafa Evrópusamtök launa- fólks og atvinnurek- anda gert samning. Sá samningur hefur ekki tekið gildi hérlendis en að því þarf að huga hið fyrsta. Stjórnmál Samfylkingin vill færa stjórnmálin nær fólk- inu, segir Bryndfs Hlöðversdóttir, og leggja áherslu á að á * Islandi verði til samfé- lag sem er barnvænt o g fjölskylduvænt. Samvinna stjórnvalda og samtaka launafólks er mikilvæg við endur- uppstokkun leikreglnanna á vinnu- markaði í þessum efnum sem öðr- um en samfylkingarfólk leggur mikla áherslu á gott samstarf við verkalýðshreyfinguna. Breytum rétt Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni veralega uppstokkun á um- hverfi barnafólks á Islandi. Við viljum 12 mánaða fæðingarorlof á fullum launum sem foreldrar skipti með sér og að minnsta kosti 3 mán- aða sjálfstæðan rétt fyrir feður. Breytingar verði gerðar á tekju- tengingu barnabóta þannig að þær nýtist öllum nema þeim allra tekju- hæstu. Við leggjum áherslu á að börnum og unglingum sem stunda nám í grunn- og framhaldsskólum verði tryggð ókeypis sálfræðiþjón- usta sem tengist skólakerfinu. Þá leggjum við áherslu á að réttur barna til samvista við foreldra sína verði tryggður meðal annars með vandaðri skilnaðarráðgjöf, áður en gengið er frá forsjá og umgengni. Samræming fjölskylduþátttöku og atvinnulífs er auk þess forgangs- verkefni sem ábyrg stjórnmála- hreyfing þarf að leggja sérstaka áherslu á og Samfylkingin vill stuðla að slíkri vinnu í nánu sam- starfi við samtök launafólks og at- vinnurekendur. Þannig leggjum við grunn að betra samfélagi fyrir komandi kynslóðir á íslandi. Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkinguna í ltcykjavík. LÍMM1ÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 •O' ''7 Skólavörðustíg 35, sími 552 3621.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.