Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Dómstóll UMSK fellir dóm í „metahöfnunarmáliim“ Arangur Gráblesu ekki staðfestur sem Islandsmet HÉ RAÐSDÓMSTÓLL UMSK hafnar kröfu Hestamannafélagsins Andvara og Sigurfinns Vilmunds- sonar á hendur Landsambandi hestamannafélaga þess efnis að höfnun LH á metumsókn á árangri Gráblesu frá Efstadal og Loga Lax- dal í 150 metra skeiði, 13,72 sekúnd- ur á meistaramóti Andvara, verði dæmd ólögmæt og árangurinn stað- festur sem Islandsmet. Dómstóllinn hafnar einnig varakröfu sömu aðila. Það er því ljóst að enn um sinn stendur fimmtán ára gamalt Is- landsmet Leists frá Keldudal 13,8 sek. I máli þessu var deilt um hvort rétt var staðið að ræsingu á um- ræddum kappreiðum. í greinargerð kærenda kom fram að ræsir hafi ræst með því að styðja á hnappinn sem opnaði rásbásana en aðstoðar- maður hans látið flaggið falla. Þá segir ennfremur að af tæknilegum ástæðum hafi verið ómögulegt fyrir ræsi að styðja á hnappinn og láta flaggið falla samtímis en tímaverðir ræsa klukkurnar þegar flaggið fell- ur. I 13. grein kappreiðareglna seg- ir að ræsir skuli ræsa hestana með því að kalla einungis „fram“ og gefa rásmerki með símhringingu eða veifu. Þá segir að ræsir megi hafa sér til aðstoðar einn til tvo aðstoðar- menn til að halda uppi reglu á rá- slínu en beri sjálfum að sjá um ræs- ingu. Segir í áliti dómsins að þessi aðferð hafi ekki verið viðhöfð og því um brot á 13. grein að ræða. Jafn- framt segir að venja sem hafi skap- ast um aðra aðferð geti engu breytt þar um. Dómstóllinn átelur hinsveg- ar LH fyrir að hafa ekki fullmótað- ar reglur um útbúnað rásbása og ræsingu úr þeim um leið og gert er að skyldu að nota rásbása í öllum hlaupagreinum á bæði lands- og fjórðungsmótum. Athygli vekur að skömmu áður en metumsókn Andvara var hafnað hafði annarri metumsókn frá Fáki verið hafnað. Þar var viðhöfð sama aðferð við ræsingu og á meistara- móti Andvara. Þeirri umsókn var hafnað á þeirri forsendu að ekki var vindmælir á staðnum en ekki gerð athugasemd við ræsinguna. Vaknar sú spuming hvort ekki hefði verið eðlilegt að fram hefði komið að met- umsókn Fáks væri hafnað á tveimur forsendum. Þessi staðfesting dóms- ins á höfnun LH á staðfestingu á meti gefur til kynna að breyta verði fyrirkomulagi ræsingar ef rásbásar eru notaðir á sumri komandi. Hnappurinn sem styðja þarf á til að opna básana er áfastur básagrind- inni og því þarf ræsir að standa fast upp við básana en venjan er að ræs- ir standi nokkra metra frá ráslínu þar sem tímaverðir sjá flaggið og ræsir hefur yfirsýn yfir stöðu hest- anna. Hefði því aðeins þurft fram- lengingu til að ræsir gæti bæði haldið á flaggi og opnað básana. Báðir málsaðilar og dómstóllinn voru sammála um að reglur LH um notkun rásbása séu afar fátæklegar. Þær raddir gerast nokkuð há- værar nú þegar kappreiðar eru að ganga í endumýjun lífdaganna að settar verði reglur á þá leið að ef staðfesta eigi Islandsmet í framtíð- inni verði gerðar kröfur um rásbása með rafrænni ræsingu. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að fella ætti þá öll núverandi íslands- met úr gildi og byrja með hreint borð. Sllkt er talið hleypa enn meira lífi og spennu í kappreiðarn- ar og myndi styrkja enn frekar þann vaxtarbrodd sem örlaði á á síðasta ári. En ljóst er að á kappreiðum líð- andi árs verða menn að notast við mjög fátæklegar reglur um notkun rásbása eða þá að sleppa þeim. Ætla má að þeir aðilar sem halda kappreiðar í sumar hugsi sig tvisvar um áður en þeir fara að leigja þá einu rásbása sem til era í landinu meðan ekki er á hreinu hvemig standa skal að verki þegar þeir era notaðir. Búið að flylja tæplega 500 hross út á árinu ALLS höfðu 470 hross verið flutt út frá Islandi 24. mars síðastlið- inn. Er það einungis 61 hrossi fleiri en sama dag í fyrra þrátt fyrir að þá hafi útflutningur legið niðri í einn mánuð. Nokkuð stór hópur hrossa verð- ur fluttur út á sunnudaginn og verður fjöldi útfluttra hrossa um næstu mánaðamót því eflaust kominn eitthvað yfir 500. A sama tíma í fyrra höfðu hross einungis verið flutt út til átta landa en nú dreifist útflutningurinn á fjórtán lönd. Flest hross hafa verið flutt út til Þýskalands á þessu ári eða 150, en á sama tíma í fyrra vor þau 139. Næst flest hafa farið til Svíþjóðar eða 135, en í fyrra hafði 141 hross farið þangað á þessum tíma og varð útflutningur mestur til Sví- þjóðar allt síðasta ár. Fimmtíu og fimm hross hafa farið til Sviss, en voru 38 á sama tíma í fyrra og 46 til Danmerkur á móti 56 í fyrra. Ekkert hross hafði farið á þessum tíma í fyrra til Kanada og Banda- ríkjanna en nú hafa 17 farið til Kanada og 15 til Bandaríkjanna. Til Finnlands og Noregs hafa ver- ið flutt 13 hross nú en á sama tíma í fyrra höfðu 5 farið til Finnlands og 12 til Noregs. Til Hollands hafa farið 12 hross á móti 10 í fyrra og eitt til Austurríkis á móti 8 í fyrra. Til Frakklands hafa farið 2 hross, 7 til Bretlands, 3 til Ítalíu og 1 til Slóveníu, en á þessum tíma í fyrra höfðu engin hross verið flutt til þessara landa. Að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá Bændasamtökunum er þetta ágæt byrjun og er hægt að merkja aukningu hægt og sígandi. Það vekur athygli hve mikill fjöldi hrossa hafði verið fluttur út á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að út- flutningsbannið hafi staðið yfir í mánuð. Hallveig sagði að það skýrðist af því að útflutningurinn fór óvenju vel af stað í fyrra og hafði líklega verið besta byrjun frá upphafi útflutnings á íslensk- um hestum þegar hitasóttin skall á. FERMINGARTILBOÐ HESTAMANNSINS! Hraffn hnakkur rn/öllu kr.79.800,- áðurJaS2SQv Sleipnir hnakkur m/öllu kr. 89.990,- áður kM-OTrSOÖ Horfca sléttar skóbuxur kr. 14.900.- áður Horfca flauel skóbuxur kr. 13.900 áður kx-l&SuO Mikið úrwal af heislum á fermingatilboði frá kr. 3.990.- Casco reið- hjálmarnir vinsælu með 15% afslætti. MUNID GJAI-AKORYIN ÁnmUt 38,108 Beyh jmrik, Sfcnfe 588 f8 18 Sendum í p&etkrHfu um altt Jand! 4 Hryssur Vitað um Héldu Ekki Andvari frá Ey 15 14 11 3 = 78% Ögri frá Háholti 9 9 7 2 = 77% Hrynjandi frá Hrepphólum 18 15 11 4 = 73% Hilmir frá Sauðárkróki 13 9 6 3 = 66% Númi frá Þóroddsstöðum 10 9 5 4 = 55% Toppur frá Eyjólfsstöðum 4 4 2 2 = 50% Ófeigur frá Flugumýri 28 20 8 12 = 40% Víkingur frá Voðmúlastöðum 6 5 1 4 = 20% Feykir frá Hafsteinsstöðum 1 1 0 1 - Stóðhestar í sæðingum í HESTAÞÆTTI þar sem sagt var frá vígslu sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti nýlega féll út tafla yfir útkomu þeirra níu stóðhesta sem tekið var sæði úr og sætt með á síðasta ári. Þar segir að þrír af þessum níu hestum hafi verið með lélegt sæði, tveir með meðalgott sæði en aðeins ein hryssa var sædd með sæði úr öðram og fjórir hestar með gott upp í mjög gott sæði. Fangprósenta hestanna var í fullu samræmi við sæðisgæði. En niðurstaðan var sem hér segir: Sjá töflu. Rétt er að taka það fram að niðurstaðan hjá Víkingi er ekki marktæk þar sem fjórar af þeim sex hryssum sem sæddar vora með sæði úr honum voru hryssur með fyljunarvandamál sem erfiðlega eða ekki hafði tekist að fylja fyrr. Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Afram lágt verð Opnunartímar ____ kl. 8-18virka daga kl. 10 -14 laugardaga MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 »Fax: 5401120 Avallt í leiðinni ogferðarvirði Engin niðurstaða í tolla- málinu ENGIN ákvörðun hefur verið tekin vegna tillögu Norðmanna um að fella niður innflutningstolla af 200 íslenskum hestum gegn því að felldir verði tollar af kartöfluflög- um og osti til iðnaðar frá Noregi. Umræddur tollur nemur um 50.000 íslenskum krónum á hvern hest. „Það hefur lengi verið unnið að því að reyna að fá þessa tolla af hestum fellda niður,“ sagði Bjöm Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. „Norð- menn vilja fá niðurfellda tolla af sínum vörum í staðinn. Fyrst kom upp hugmynd um að felldir yrðu niður tollar af súkkulaði frá Nor- egi. Síðan kom tillaga frá Norð- mönnunum um að felldur yrði nið- ur hluti af tollinum á 150 íslensk- um hestum á ári á móti því að felldur yrði niður tollur af 25 tonn- um af kartöfluflögum og 10 tonn- um af osti til iðnaðar. Við vildum ekki sætta okkur við það og lögð- um til á móti að tollar yrðu alveg felldir niður af 200 hrossum og lít- ur tillagan þannig út núna.“ Bjöm sagði að fulltrúar frá landbúnaðarráðuneytinu og iðnað- arráðuneytinu hafi verið i viðræð- um við Norðmenn en það sé utan- ríkisráðuneytisins að taka ákvörð- un. Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Is- lands sagði að málið hefði borið á góma hjá samtökunum. „Landbún- aðarráðuneytið hefur rætt þetta mál við okkur og nú er í athugun hvort ekki megi finna einhverja lausn í málinu sem allir geti sætt sig við,“ sagði hann. Á nettölti Góðar upp- lýsingar hjá Bretum ÍSLANDSHESTAFÉLAGIÐ á Stóra-Bretlandi opnaði nýlega heimasíðu á Netinu. Þar er að flnna góðar upplýsingar á fal- legri síðu. ALLAR upplýsingar eru settar fram að aðgengilegan hátt og er margar ágæstis myndir að finna á heimasiðunni. Hægt er að smella á málaflokkana og er fyrst að nefna upplýsingar um félagið, Icelandic Horse Society of Great- Britain, sem stofnað var árið 1986. Einnig eru upplýsingar um fslenska hestakynið og hvað gerir íslenska hestinn sérstakann. Þar segir meðal annars að hann hafi tvær sérstakar gangtegundir, tölt og skeið, auk fets, brokks og stökks. Auk þess sé hann hrein- ræktaðasta hestakyn í heimi. Hestarnir séu hestar en ekki smá- hestar og henta jafnt börnum sem fullorðnum, en í Bretlandi hefur einmitt reynst erfitt að má smáhestastimpilinn af íslenska hestinum og fá fullorðið fólk til að trúa því að því sé óhætt að ríða íslenskum hestum eins og stórum. Þá er lögð áhcrsla á fjöl- hæfni hestsins og að hann þoli vel langferðir og þolreiðar, sé viljug- ur en jafnframt öruggur. Auk þessa má finna á síðunni sögu islenskra hesta á Bretlandi og viðburðaskrá félagsins í ár. Tengill er yfir á síðu FEIF og nokkurra annarra. Það er alveg þess virði að kikja á þessa sfðu á slóðinni: www.ihsgb.freeserve.co.uk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.