Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 70
70 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HVBhl/EZ lASTplU WM SK/L/}- ... * Hvseju/n PEG/SÍ£>-‘ \AST/i 44M/1/OA Grettir Hundalíf BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tólf til þrettán milljarðar greiddir fynr Frá Guðvarði Jónssyni: í DEGI 17. mars sl. er talið að það myndi kosta ríkið 12-13 milljarða að afnema tekjutengingu lífeyris. Sé það svo, að ríkið láti Trygginga- stofnun draga með reiknikúnstum milljarða úr launaumslagi vinnandi maka lífeyrisþega, tel ég nauðsyn- legt að tryggingaráðherra upplýsi hve mikil þessi tilfærsla er til lækk- unar á tekjutryggingu. I Degi var heilbrigðisráðherra varkár í yfirlýs- ingum um þetta atriði, en lét þó í það skína að ekki væri svigrúm til frekari breytinga á þessum þætti en þegar væri búið að gera. Varafor- maður heilbrigðisnefndar Alþingis taldi afnám tekjutengingar lífeyris ekki framkvæmanlega nema í áföng- um. Þeim fínnst sem sagt sjálfsagt að launþegar greiði áfram milljarða í lífeyri íyrir ríkið. Þó veit ég ekki til þess að sett hafi verið lög sem skylda launþega sem giftast lífeyris- þegum tO þess að taka á sig hluta af lífeyrisgreiðslum ríkisins til lífeyris- þegans. Heldur séu hér notaðar vinnureglur Tryggingastofnunar ríkisins, til þess að sækja peninga til launþegans án þess að hafa lagalega heimild fyrir því að mega lækka ráð- stöfunartekjur hans með þessum hætti. Varaformaðurinn taldi nær að huga að aðstoð við bamafólk með því að afnema tekjutengingu bama- bóta, heldur en aftengja elli- eða ör- orkulífeyri. Heldur er þetta kulda- leg kosningakveðja tO lífeyrisþega og vanhugsuð að mínu mati. Rétt er að hafa í huga, að helsta ástæðan fyrir því að barnafólk getur ekki framfleytt sér af fullum vinnudegi, er sú skaðlega láglaunastefna sem atvinnurekendur og ríkisvaldið reka. Það er ekki stónnannlegt að láta þá stefnu hindra að gerð sé lag- færing á ellilífeyri þeirra sem era að ríkið berjast fyrir bættum kjömm síðustu 5-10 ára ævinnar, eftir að hafa unn- ið ötullega að uppbyggingu velferð- arþjóðfélags, sem stjórnsýslufulltrú- ar nútímans eru að breyta yfir í pen- ingavaldsþjóðfélag, á kostnað undir- okaðra. Allir flokkar hafa alla tíð verið yf- irlýsingaglaðir íyrir kosningar, en forsendur allar breyst svo eftir kosn- ingar, að lítið hefur orðið um efndir nema á mjög breyttum forsendum. Það em allar líkur á því að eftir kosningamar í vor verði margar blikur á lofti um minnkandi hagvöxt, verðbólguhættu og öll fyrirtæki á vonarvöl, svo lítið verði til lagfæring- ar á ellilífeyri, því það em kjara- samningar framundan. Þess vegna er rétt að líta á þrjár hlutfallstölur í launaþróun. Ef við tökum dæmi um þúsund menn sem hafa eina milljón hver á mánuði, þá hefðu þeir 12 milljarða samanlagt á ári, tvö þúsund menn með fimm hundmð þúsund hver á mánuði, hefðu einnig 12 mOljarða á ári. Það þyrfti aftur á móti fjórtán þúsund manna hóp með sjötíuþús- und á mánuði hver, tO þess að launa- kostnaðurinn yrði 12 milljarðar á ári. Það sem er athyglisverðast við þetta er það, að skoðun margra þing- manna og ýmissa fulltrúa í fomstu atvinnurekenda er, að laun þessa 14 þúsund manna hóps séu það há, að teflt sé á tæpasta vaðið að atvinnu- vegimir þoli slíkan launakostnað. Aftur á móti telja sömu aðilar, að 24 milljarðar til þrjú þúsund manna hópsins sé það lág upphæð, að tæp- lega sé bjóðandi góðum mönnum. Menn geta svo velt því íyrir sér hvað veldur þessum mun á verðgildi manna í þágu þjóðfélagsins. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Hvar er vonarneisti? Frá Eggerti E. Laxdal: NÚ göngum við íslendingar til Al- þingiskosninga, frambjóðendur keppast við að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum og tekst misjafnlega. Loforðin dynja yfir þjóðina. Einn frambjóðandi segir, að kaupmáttur aldraðra, fatlaðra og at- vinnulausra hafi aukist gífurlega á síðustu áram, en það er regin mis- skilningur, það hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina hjá þesr.u fólki síðustu 5-10 árin, og nú era margir komnir í örþrot. Annar mektaiTnaður lofar bót og betran í þessum málaflokki, en segir ekki hve mikið hann vilji bæta kjör þessara hópa, kannski um nokkur prósent, en það dugar ekki. Greiðsl- ur til sjúkra, aldraðra og atvinnu- lausra þurfa að nema 105.000 kr. á mánuði og vasapeningafólkið á að frá 25.000 kr. og ekkert mirina. Sambýlisfólk á að fá þessa upphæð óskerta, þótt maki kunni að hafa eitthvað meira og það hvort fyrir sig. Það hefur sýnt sig að það gefst ekki vel að hafa forríkt fólk sem aldrei hefur difið hendi sinni í kalt vatn í forystu fyrir velferðarmálun- um í landinu. Þar á að vera fólk úr alþýðustétt sem menntað er í rétt- læti og kærleika og þekkir kjör þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Þetta fólk þarf ekki að vera úr röðum alþingismanna, en hafa rétt til þingsetu þegar það vill og atkvæðisrétt. Þeir, sem stjórnað hafa þessum málum á undanförnum áram, segja að þeim sé treystandi til þess að leysa þau farsællega, en reynslan sýnir annað. Það er of mikið af atvinnupóli- tíkusum í landinu sem hugsa um það eitt að skara eld að sinni köku, en hugsjónamennirnir eru færri sem hafa fullan hug á því að gæta hags- muna hinna smáu í þessu landi, en þjóna ekki vafasömum tölvuguðum, þessum hjartalausu tækjum sem hvergi finna til og hafa ekkert vit á pólitík. EGGERT E. LAXDAL, Framskógum 1, Hveragerði. Já, kennari, ritgerðin ínín er næst- Eins og kannski tíu ár ... um tilbúin ... ég þarf bara svolftið meiri tíma ... Ef ég beygi mig niður, kennari, þá geturðu kastað strokleðrinu í hana... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.