Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A Vilberg Magni Oskarsson stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni um ferðina til Makedóníu MIKIÐ var um að vera á flugvellinum í Skopje og flugvélar frá ýmsum löndum þar á ferð. Hér sést flugvél frá þýsku strandgæslunni. Ekki spenn- andi að gista í Skopje „PAÐ tók okkur ekki nema klukku- stund að afferma vélina í Skopje og síðan gera hana klára til heimferðar með flóttamenn. Þá tók við löng bið, aðallega eftir því að fá að vita hvort hægt yrði að fá flóttamennina flutta til okkar,“ sagði Vilberg Magni Óskarsson, en hann var yfirstýri- maður Landhelgisgæsluflugvélar- innar í ferðinni til Makedónóíu. Með honum var einnig Páll Geirdal stýiá- maður. Vilberg Magni sagði mikið um að vera á flugvellinum í Skopje. Hann kvaðst hafa séð rússneskar Ant- onov-flutningavélar sem flutt hefðu hjálpargögn til landsins, mikjl um- svif væru af hálfu NATO-herjanna og þeir hefðu til dæmis séð þegar hinar mannlausu njósnavélar voru sendar á löft. Segir hann þær heldur minni en litlar einkaflugvélar. „Þarna var órólegt og okkur fannst þetta ekki tryggur staður," sagði hann, „og það var ekki spennandi kostur að þurfa hugsanlega að gista í Skopje.“ Áhöfn Landhelgisgæsluvélarinnar hélt sig að mestu í vélinni en þeim var þó frjálst að fara um allt á flug- vellinum og skoða sig um. Á meðan var Gréta Gunnarsdóttir, sendifull- trúi í utanríkisráðuneytinu, að graf- ast fyrir um hvort og hvaða flótta- menn kæmu hugsanlega með til Is- lands og sagði Magni áhöfnina hafa fylgst með gangi mála með því að líta til hennar öðru hverju í flug- stöðvarbygginguna. Þegar langt var liðið á daginn fékkst vitneskja um að tekist hefði að fá rútu til að flytja flóttamennina frá búðunum á flug- völlinn sem var um klukkustundar akstur og var síðan haldið af stað til Korfú eins og þegar er komið fram. Nokkurn tíma tók að fá leyfi hjá grískum yfirvöldum til þess að fara með fólkið inn í flugstöðina en ræð- ismaður íslands i Grikklandi, Con- stantin J. Lyberopoulus gekk m.a. í málið, að beiðni utanríkisráðuneytis- ins. Þegar það var fengið gat áhöfn- in komið sér fyrir á hóteli og sagði Magni alla hafa verið fegna að taka á sig náðir. Svefninn varð þó ekki nema fáar stundir því haldið var af stað í býtið og stefnan tekin á Island með viðkomu í Maastricht í Hol- landi. Fengu ekki að fara út í Maastricht í Maastricht fékkst ekki leyfi til að hleypa farþegunum frá borði meðan eldsneyti var sett á vélina og hlaust af því nokkur töf. Sagði Magni hafa verið brugðið á það ráð að fá slökkvibíl til að vera við vélina meðan eldsneytinu var dælt á. Þar fékkst einnig matur um borð fyrir farþegana og þar sem ekki var fall- ist á að taka hann út í reikning greiddi Magni hann með greiðslu- korti sínu. AIls var flugtíminn frá Korfú rúmir 10 tímar og var lent var í Reykjavík kl. 20.30. Áhöfn Landhelgisgæsluvélarinnar fær þó ekki langa hvíld því strax á hádegi í dag fara þyrlusveitir Gæsl- unnar til Skotlands í reglulega upp- rifjun sem fram fer annað hvert ár og munu sömu flugstjórarnir, þeir Tómas Helgason og Sigurjón Sverr- isson, fljúga Fokker-vélinni út. Námskeiðið verður haldið á laugar- dag og snúa Landhelgisgæslumenn til baka á laugardagskvöld. Fimmti maður í áhöfn flugvélar- innar var Hilmar Þórarinsson flug- virki og sagði Magni alla hafa haft nóg að gera, hvern á sínu sviði. Hann sagði aðspurður þá vera reynslunni ríkari eftir þessa ferð. Óljóst væri hvort önnur slík yrði far- in en færi svo þá vissu menn hvaða þættir þyrftu meiri undirbúnings við, en unnt var að viðhafa í þessari för. insælasta listasaga í heimi Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helstað vera til á hverju heimili." Morgunblaðið I N I Mál og mennlng Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Kristinn TIU börn eru í hópi flóttamannanna sem komu til landsins frá Makedóníu í gær. HÉR eru flóttamennirnir að stíga um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar f Skopje í fyrrakvöld. Flóttafólkið hefur þjáðst mikið GRÉTA Gunnarsdóttir, sem fór sem fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins með flugvél Landhelgisgæsl- unnar til Makedóníu, segir að greinilega sjáist á flóttafólkinu að það hafi þjáðst mikið. Það hafði verið í 5-6 daga undir berum himni áður en því var hleypt yfir landamærin til Makedóníu og loks var það í Nato-flóttamannabúðun- um í um tvo daga. „Það hefur samt verið einstak- lega gott að umgangast fólkið, engin vandamál hafa komið upp í samskiptunum. Fjölskylduböndin eru greinilega mjög sterk, en jafn- framt gott samband á milli fjöl- skyldnanna. Það hefur gengið ótnílega vel með börnin, þau hafa verið alveg til fyrirmyndar," segir Gréta. Hún segir að í raun hafi ekki orðið fullljóst að flóttafólk myndi koma með til íslands fyrr en það mætti út á flugvöllinn. Gréta var í stöðugu sambandi við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna í Genf og síðan við makedónísk yfirvöld vegna skipu- lagningarinnar. Mikil umferð um flugvöllinn í Skopje „Það gekk mjög fljótt að koma hjálpargögnunum úr vélinni á flugvellinum í Skopje, en annað tók lengri tíma. Stöðug umferð var um flugvöllinn, hundruð flótta- manna á leið til Þýskalands voru að stíga upp í flugvélar og vélar frá mörgum löndum, meðal annars Spáni, Grikklandi, Kúveit og Þýskalandi voru að koma með hjálpargögn. Þarna voru líka margir sjónvarpsmenn að fylgjast með, bæði frá makedóníska sjón- varpinu og þýskum stöðvum." Gréta segir að vegna anna hafi tekið lengri tíma að útvega flutn- ing fyrir fólkið að flugvellinum heldur en gert hafði verið ráð fyr- ir. Þegar fólkið loksins kom fór það fljótlega um borð í vélina. Gréta sagði því þá lítillega frá ís- landi, en svo var haldið af stað til Korfú. Sváfu í flugstöðinni í Kerkýra Vegna tafanna varð að bíða yflr nótt á flugvellinum í Kerkýra á Korfú. „Við reyndum að fá leyfi til að fara með þau inn í borgina en það fékkst ekki og við urðum því að dvelja á flugvellinum. Flug- málayfirvöld voru mjög almenni- leg við okkur, létu okkur hafa vatn og appelsínusafa, brauð, kex og annan mat og settu hitann á í byggingunni, en aðstaðan sem við höfðum var bara stólar, nema hvað börnin gátu lagst í sófa.“ Um nóttina veiktist ein úr hópn- um, Zejnie Haziri, fimmtug fjög- urra barna móðir, og í ljós kom að hún hafði fengið snert af hjartaá- falli. Að ráði lækna var hún flutt á sjúkrahús. Dóttir hennar, Valjbo- ne, sem er menntaður hjúki-unar- fræðingur, fylgdi henni á spítalann og einnig Gréta og túlkurinn Al- bert Ugeson, því fáir í hópnum tala nokkuð annað en albönsku. „Að lokinni rannsókn sögðu lækn- arnir á sjúkrahúsinu að þeir vildu halda henni þar í tvo daga og ekki væri ráðlegt að fljúga með hana. Við skildum hana því eftir ásamt dóttur sinni og Albert. Þau koma síðan heim þegar þetta er búið, vonandi strax að loknum þessum tveimur dögum," segir Gréta. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, bæði eru þau hrædd um líf móður- innar, en líka er erfitt að vera að- skilin við svona kringumstæður.“ Margir allslausir og án skilríkja Flóttamennirnir eru nánast alls- lausir, margir þeiiTa hafa engin skilríki, sumir reyndar vegabréf. „Þau eiga fötin sem þau eru í og nokkrir eru með litlar töskur sem aðallega eru í vatnsflöskur. Við verðum að sjá um þau frá a til ö,“ segir Gréta. „Ég hef af ásettu ráði ekki rætt nákvæmlega við þau um hvað þau hafa gengið í gegnum. Ég held að fagfólk þurfi að fara í gegnum þetta með þeim. Það þarf sjálfsagt að kljást við ýmsar tilfinningar í leiðinni. Við eigum mjög erfitt með að ímynda okkur hvað þetta fólk hefur gengið í gegnum.“ Eiginmaðurinn kom ekki með einni fjölskyldunni. Að sögn Grétu er talið að hann sé í Kosovo ennþá, en ekki vitað hvar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.