Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Arkitekt ___ Samfylkingarinniar Sighvatur Björgvinsson T&yiúND- ER það nú mont, það hefði nú ekki verið svona uppi á honum tippið ef hann hefði ekki notað Viagra, Dabbi minn. Rjúkandi pylsur úr reykofninum STARFSFÓLK Sláturfélags Suðurlands frá Selfossi virtist kunna vel að meta heitar vín- arpylsur beint úr reykofninum þegar það heimsótti kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Sláturfélagið er með starfsemi á Hvolsvelli, Selfossi og í Reykjavík og í við- horfskönnun sem gerð var inn- an fyrirtækisins kom í ljós að starfsfólkið þekkti lítið til starf- seminnar í öðrum starfsstöðv- um. Við þessu hefur verið brugðist með því að bjóða fólk- inu í heimsóknir milli staða og hefur það gengið vel að sögn Jóns Gunnars Jónssonar, fram- leiðslusljóra SS. Myndin var tekin þegar hóp- ur fólks úr sláturhúsinu á Sel- fossi kynnti sér pylsugerðina á Hvolsvelli og fékk að bragða á framleiðslunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menntaþing féiagasamtaka og opinberra aðila V ettvangur frítíma ungmenna AMORGUN verður haldið Menntaþing frjálsra félagasam- taka og opinberra aðila sem starfa fyrir böm, unglinga og ungt fólk á vettvangi frítímans. Þing- ið stendur einn dag, frá klukkan níu árdegis til klukkan 18. Þar verða 18 stuttir fyrirlestrar og pallborðsumræður' að þeim loknum þar sem fyr- irspurnum verður svarað. Framkvæmdastjóri Menntaþings er Hermann Níelsson. Hvers vegna er þetta þing haldið? - Það er haldið vegna þess að mikil þörf er á að safna upplýsingum um allt það fræðslustarf sem fram fer hjá frjálsum félögum, svo það liggi fyrir hvað er í boði og hvað fer fram á þeim vettvangi til þess að hægt sé að samræma það og samnýta þá reynslu og þekkingu sem til er í landinu. Meginmálið er það að öll þessi félög hafa verið að búa til námsefni, koma sér upp kenn- urum og námskrám, en starfið vill verða misöflugt vegna þess að ör skipti eru á félagsforystu, þá er of oft byrjað upp á nýtt í stað þess að byggja á fyrri reynslu og þannig „hjakkað í sama farinu“, í stað þess að eðlileg framþróun eigi sér stað. - Um hvað fjalla erindin á Menntaþinginu helst? - Með þessu þingi ætlum við líka að leita svara við ákveðnum grundvallarspurningum. I fyrsta lagi hvaða kröfur við viljum gera til þeirra sem vinna með ung- mennum okkar á vettvangi frí- tímans. í öðru lagi hvernig leið- beinendur og leiðtogar eru best þjálfaðir og menntaðir til að standast þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. I þriðja lagi að reyna að finna út hvaða áhrif virk þátttaka í æskulýðs- og íþrótta- starfi hefur fyrir einstaklinginn í að þroska með sér leiðtogahæfi- lelka og takast á við krefjandi samfélagsleg verkefni. I öllu þessu félagsstarfi fer í raun fram kennsla í lýðræði. - Hvað er helst í boði fyrir börn og unglinga? - Flóran er mjög fjölbreytt og fé- lög og félagasamtök sem bjóða ungu fólki upp á heilbrigð við- fangsefni munu á Menntaþingi kynna sitt starf. - Hverjir eru fyrirlesarar? - Til þess að nálgast þessi við- fangsefni höfum við reynt að velja fólk sem getur rætt um þau frá sem flestum hliðum. Þórhild- ur Líndal, umboðsmaður barna, talar fyrir hönd barnanna. Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla, talar um óskir og kröfur foreldra. Heiða Kristín Helga- dóttir, fulltrúi unglinga í félagsmiðstöðvum, og Eyrún Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskóla- nema, fjalla um óskir og vænting- ar ungmenna til þess æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarfs sem í boði er fyrir þennan aldurshóp. Þá munu fulltrúar félagasamtaka, Helgi Grímsson og Þráinn Hall- grímsson, ræða um væntingar fé- laga og félagasamtaka til menntakerfisins og stjómvalda. Þeir munu einnig setja fram hug- myndir um möguleika á sam- vinnu félagasamtaka að fræðslu- Hermann Níelsson ►Hermann Níelsson fæddist á Isafirði árið 1948. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum á ísafirði 1968 og frá fþróttaskóla íslands árið 1969. Hann var í framhalds- námi í Danmörku 1974 til 1975 í íþróttafræðum og í Svíþjóð árin 1981 og 1982 í tómstundafræð- um við Fritidslederskólann í Bosun. Einnig stundaði hann nám við GIH-íþróttakennara- skólann í Svíþjóð í íþróttafræð- um. Hermann hóf nám 1997 við framhaldsdeild Kennaraháskól- ans í uppeldis- og kennslufræði með leiðtogamenntun sem sér- grein. Hann hefur starfað við íþróttakennslu og félagsmála- ráðgjöf við Alþýðuskólann á Eiðum, Menntaskólann á Egils- stöðum og Bændaskólann á Hvanneyri. Hann hefur einnig haldið fjölmörg námskeið fyrir leiðbeinendur í íþróttum og fé- lagsstarfi. Núna er Hermann framkvæmdastjóri fyrir menntaþing frjálsra félagasam- taka og opinberra aðila sem starfa fyrir böm, unglinga og ungt fólk á vettvangi frítímans. Sambýliskona Hermanns er Ingibjörg Ingadóttir og eiga þau eina dóttur, einnig á Hermann tvo syni af fyrra hjónabandi. Mikil þörf er á að safna upplýsingum málum í framtíðinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, talar um skyldur þeirra við æsku landsins og kröfur til félagasam- taka. Gísli Árni Eggertsson, að- stoðarframkvæmdastjóri ITR, fjallar einnig um ábyrgð og hlut- verk sveitarfélaga á vettvangi frí- tíma barna. Menntamálaráðherra Bjöm Bjarnason, Erlingur Jó- hannsson, skólastjóri Iþrótta- skóla KHÍ, og Óttar Ólafsson, kennslustjóri Borgarholtsskóla, fjalla um það hvernig háskólar og fram- haldsskólar sinna menntun þeirra sem vinna á vettvangi frí- tímans með bömum og ungu fólki. Einnig fjalla þeir um framtíðarsýn menntayfir- valda og skólafólks í þessum efn- um. Auk þessa em á Mennta- þingi fyrirlesarar sem koma úr atvinnulífi og hafa yfirsýn yfir hliðstæða starfsemi á erlendum vettvangi. Þess má geta að Vanda Sigurgeirsdóttir knatt- spyrnuþjálfari mun fjalla um þann mun sem er á körlum og konum í hlutverki stjómanda og leiðtoga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.