Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 21 VIÐSKIPTI Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá CL-Ráðgjöf hf. á morgunverðarfundi FVH Breytingum oft illa stýrt í fyrirtækjum Morgunblaðið/Golli OFT er auðveldara að vinna að breytingum í stórum fyrirtækjum en smærri, segir Bjarni Snæbjörn Jónsson. BREYTINGAFERLI í fyrirtækj- um verður að stjórna af öryggi til að hjálpa starfsfólki að gera þær breytingar á vinnuferli og öðru sem ætlunin er að stefna að. Til að hægt sé að koma á breytingum verða aðilar máls að vera óánægðir með núverandi ástand og þeir verða að hafa sömu fyrirmynd eða framtíðarsýn að leiðarljósi, en það er oftast í næsta atriði, sem felst í að stýra sjálfum breytingunum í heila höfn, sem skórinn kreppir. „Stjómendur fyrirtækja vanmeta oft þörfina á að stjórna þessu ferli. Þeir vanmeta ástandið sem skapast hjá fólki þegar það þarf að hætta að gera eitthvað sem það þekkir, og þarf að fara að gera eitthvað allt annað.“ Þetta kom meðal annars fram í máli Bjarna Snæbjamar Jónssonar hjá CL-Ráðgjöf hf. í er- indi sem hann hélt á morgunverð- arfundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga í gærmorgun. Mismunur ungra og gamalla fyrirtækja í umhverfi sem einkennist af stöðugum breytingum í rekstrar- umhvei'fi fyrirtækja er nauðsyn- legt að fyrirtæki séu hæf til að gera breytingar á rekstrarfyrir- komulagi sínu til að fylgja breyttu umhverfi. Bjai-ni sagði í erindi sínu að fyrirtæki væm misjafnlega í stakk búin til að vinna nauðsynleg- um breytingum brautargengi. Ung fyrirtæki væru oft sveigjanlegri og auðveldara að vinna að breytingum í þeim en í eldri fyrirtækjum og fonnfastari þar sem allar breyting- ar væra erfiðari, að því er Bjarni sagði. Skilgreiningin ung og gömul fyr- irtæki á þó ekki endilega við um lífaldur fyrirtækja. Hér getur frek- ar verið vísað í þá menningu og þann hugsunarhátt sem stjórnend- ur og starfsfólk hefur tamið sér. Mikilvægi skipulegs breytingaferlis Á breytingum era þó fleiri hlið- ar. Bjarni segir að grundvöllur ákvarðanatöku sé sá að fólk með mismunandi viðhorf sé tilbúið að hlýða hvert á annað og bera virð- ingu fyrir skoðunum hinna. „Mis- munandi skoðanir styrkja ákvarð- anatökuna,“ segir Bjarni. En breytingarnar frá núverandi ástandi mála til þeirrar tilhögunar sem ætlað er að ná, getur verið erf- ið og til að breytingarnar gerist með hagfelldum hætti þarf skipu- lagt breytingarferli. „Það er oft þar sem skórinn kreppir. Menn skortir sjálfsaga til að stunda skipuleg vinnubrögð og gera raun- veralegar áætlanir um hvernig eigi að standa að framkvæmd breyting- anna. Einnig þarf að gera fólki ljóst að það er óhætt að eyða tíma í breytingarnar. Það þarf að vera svöran fyrir hendi, þannig að fólk finni hvort það er að gera rétt eða ekki og einnig er mjög mikilvægt að þjálfa upp fólk til að stýra breytingunum í heila höfn. það síð- astnefnda er mjög mikilvægt atriði og jafnframt mjög vanrækt atriði. Það þarf að kenna fólki, því það er breytingin á fólkinu sem breytir fyrirtækinu en ekkert annað,“ seg- ir Bjarni Snæbjöm. Upplýsingagjöf 10% af þörf Hvað algengustu mistökin, sem menn gera þegar reynt er að koma á breytingum hjá fyrirtækjum, varðar segir Bjarni að þar séu átta atriði til athugunar. Sagði hann að stundum væri látið undir höfuð leggjast að skapa samstöðu um breytingarnar, ekki væri mynduð nægilega sterk forysta, skortur væri á skýrri framtíðarsýn eða, væri hún fyrir hendi, að ekki væri nægileg upplýsingagjöf til starfs- manna. „Menn hafa talið sig hafa komist að því að upplýsingamiðlun um þessa hluti til starfsmanna sé svona að meðaltali 10% af því sem hún þyrfti að vera,“ segir Bjarni. Hann segir einnig að hindranir, sem oft era fyi-ir hendi gegn breytingum innan fyrirtækis, væra ekki fjarlægðar, ekki væra dregin fram jákvæð skammtímaá- hrif til að hvetja starfsfólk áfram, menn lýstu yfir sigri of fljótt og að síðustu að breytingar væra ekki festar í sessi í menningu fyrirtæk- isins. Gjaldeyris- forðinn 32,6 mitij- arðar GJALDEYRISFORÐI Seðla- banka Islands nam 32,6 milljörðum króna í lok mars og jókst hann um 3,4 milljarða i marsmánuði. Er- lendar skammtímaskuldir bankans námu 100 milljónum króna í lok mars og höfðu lækkað um 3,8 millj- arða króna í mánuðinum. I fréttatilkynningu frá Seðla- banka Islands kemur fram að á millibankamarkaði með gjaldeyri vora bókfærð gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans í mars jákvæð um 7,2 milljarða króna. Gengi krón- unnar, mælt með vísitölu gengis- skráningar, hækkaði í mánuðinum um 0,2%. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum nam 9,6 milljörðum króna í marslok miðað við markaðsverð og jókst um 500 milljónir króna í mánuðinum. Grunnfé bankans 29 milljarðar króna Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir breyttust afar lítið og námu þær 12,5 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir drógust saman um 2,2 milljarða króna og voru já- kvæðar um 2 milljarða í lok mars. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 3,2 milljarða króna og voru jákvæðar um 2 milljarða króna í lok mars. Grannfé bankans jókst um 9,9 milljarða króna í mánuðinum og nam 29 milljörðum króna í lok haris.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.