Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 23 ERLENT Viðræður hafnar um myndun nýrrar rfkisstjórnar í Finnlandi Lipponen vill sömu stjórn Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands og leiðtogi jafnað- armanna, fékk í gær umboð til að mynda nýja ríkisstjórn með aðild sömu flokka og voru í síðustu stjórn. Þetta þýðir að Miðflokknum tókst ekki að tryggja sér aðild að næstu stjórn þrátt fyrir sigur hans í síðustu kosningum. Esko Aho, leiðtogi Miðflokksins, lýsti því yfír í gær að könnunarvið- ræður Lipponens, sem höfðu staðið í viku, hefðu verið tímasóun því stjórnarflokkarnir hefðu alltaf ver- ið staðráðnir í að halda stjórnar- samstarfinu áfram. Aho og Bjarne Kallis, formaður Kristilega flokksins, sögðust líta svo á að niðurstöður kosninganna hefðu ekki verið virtai’ með því að veita Lipponen umboð til stjórnar- myndunar. Kristilegi flokkurinn vann hlutfallslega mestan sigur í kosningunum þótt hann sé enn mjög lítill. Miðflokkurinn vann einnig á í kosningunum. Lipponen sagði að auk Hægri- flokksins væri stefnt að samstarfi við þrjá minni flokka, Vinstra- bandalagið, Sænska þjóðarflokkinn og Græningja, en þeir voru í síð- ustu stjórn. Jafnaðarmenn töpuðu miklu fylgi í kosningunum 21. mars en héldu þó stöðu sinni sem stærsti flokkurinn. Hafa þeir nú 51 þing- mann, Miðflokkurinn 48 og Hægri- flokkurinn 46. Samstarf þeirra Lipponens og Sauli Niinistö, leiðtoga Hægri- flokksins og fjármálaráðhen-a í síð- ustu stjórn, þótti vera gott en Ni- inistö er samt eini flokksformaður- inn, sem hefur gagnrýnt Lipponen og jafnaðarmenn eftir kosningarn- ar. Segir hann þá hafa sveigt til vinstri vegna kosningaósigursins og hyggist láta meira eftir verka- lýðsfélögunum en hægrimenn telji ráðlegt. Þrátt fyrir það hallast flestir að því, að þeir muni ná saman um nýja stjórn. Fráfarandi stjórn þeirra gat sér fyrst og fremst orð fyrir að vera hlynnt atvinnulíflnu og fyrir aðhald í opinberum rekstri. iiADVlFÍUR Burt með raka og lykt! Útsogsviftur í úrvali. Vandaðar, hljóðlótar, auðveld uppsetning. Verð frá aðeins kr. 3.290. við Fetlsmúfa, sími S88 7332. Opið 9-18, laugardaga 10-14. Palestína Sjálfstæðis- yfírlýsingu hugsanlega slegið á frest Tókýd. Reuters. YÁSSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, gaf í skyn í opinberri heimsókn sinni tfl Japans í gær að til greina kæmi að fresta sjálf- stæðisyfirlýsingu Palestínumanna. Haft var eftir japönskum stjórn- arerindreka í gær að Arafat hefði sagt Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, að yfirvöld í Banda- ríkjunum, Rússlandi og aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hefðu lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Palestínu. Arafat sagði þau hins vegar hafa hvatt til þess að Palestína lýsti ekki yfir sjálfstæði fyrr en eftir kosningarnar í Israel 17. maí næstkomandi. Obuchi sagði, í samtali við Ara- fat, japönsku ríkisstjórnina vera sama sinnis og hinar þjóðirnar og sagði ennfremur að Japan myndi halda áfram stuðningi sínum við palestínsk stjórnvöld í friðarferl- inu í Mið-Austurlöndum. Arafat sagðist ekki muna taka ákvörðun um málið fyrr en palest- ínska ráðið kæmi saman 27. apríl en sagði „afstöðu Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins (ESB) og Japans vega þungt í ákvarðanatöku palestínskra yfir- valda.“ Japanskir stjórnarerindrekar sögðu ummæli Ai-afats mega túlka sem svo að hann muni ekki lýsa yf- ir sjálfstæði palestínsks ríkis 4. maí næstkomandi, en þá rennur út samningur sem stjóm Palestínu gerði við Israelsstjórn um bráða- birgða sjálfstjórn landsins. Ekki er hægt að segja fyrir um ákvörðun Arafats, en hann hefur sjálfur ítrekað rétt Palestínu til að lýsa yfir sjálfstæði í maí. ------+++------- Mahathir á sjúkrahúsi Kuala Lumpur. Reuters. MAHATHIR Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu, hefur legið á sjúkrahúsi vegna lungnakvefs í sex daga. Hann kom fram í sjón- varpi í gær í því skyni að reyna að slá á pólitískan óstöðugleika í landinu sem sjúkrahússlega hans hefur orsakað. ■ Sagðist hann hafa náð sér að mestu og hann vonaðist til að geta mætt aftur til vinnu fljótlega. Mahathir, sem nú er 73 ára, var lagður inn á sjúkrahús sl. föstu- dag. Talsmenn stjórnvalda segja að hann sé á batavegi, en skyndi- legt brotthvarf hans af opinberum vettvangi hefur m.a. valdið titringi á fjármálamörkuðum Malasíu. imu tast amerisKu bbKiA rumin á amerísku í Hagkaupi. Queen 153x203 King 193x203 Miilistíf 59.900 kr. 79.900 kr. Mjúk 65.900 kr. 89.900 kr. Rúmin eru seld á grind en án gafla. Skeifan • Smáratorg • Akureyri • Kringlan 2. hæð HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.