Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 34

Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Gítartónleikar í L augarne skirkj u GÍTARLEIKARINN Kristinn H. Árnason heldur tónleika í Laug- arneskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 17. Kristinn hélt tónleika í síðustu viku í Salnum í Kópa- vogi og verður leikin sama efnis- skrá á þessum tónleikum þ.e.a.s. verk eftir Sor, Bach, Jón Ásgeir- son, Turina og Albeniz. Kristinn lauk burtfararprófi árið 1983 og BM-prófí frá Man- hattan School of Music árið 1987, auk þess stundaði hann fram- haldsnám á Spáni og í Bretlandi. Hann hefur haldið tónleika m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Italíu auk tónleika hérlendis. I næstu viku leggur Kristinn land undir fót og leikur á tónleikum á Norðurlöndum og í Hollandi. Þrjár geislaplötur hafa komið út með leik Kristins á vegum Arsis-útgáfunnar og hlaut plata hans með verkum eftir Sor og Ponce Islensku tónlistarverð- iaunin sem klassísk geislaplata ársins 1996, segir í fréttatilkynn- ingu. I kjallaran- um, KyiKMYNDIR Háskólabfó, Laugarásbfó BLAST FROM THE PAST irk Leikstjóri Hugh Wilson. Handritshöf- undur Bill Kelly. Kvikmyndatöku- sljóri José Louis Alcaine. Tónskáld Steve Dorff. Aðalleikendur Brendan Fraser, Alicia Silverstone, Christoph- er Walken, Sissy Spacek, David Foley. 110 mín. Bandarísk. New Line Cinema, 1998. KALDA stríðið er í algleymingi þegar myndin hefst, árið 1962, á heimili vísindamannsins Calvins (Christopher Walken) og Helenar konu hans (Sissy Spacek). Calvin er bölsýnismaður og kommahatari sem reiknar með kjarnorkuárás frá óvin- inum á hverri stundu. Á þessum ótryggu ái'um byggðu menn sér gjarnan kjarnorkubyrgi, stærð þeirra fór eftir efnum og ástæðum, Sýning og fyrirlestur um Púshkin í TILEFNI 200 ára afmælis rússneska þjóðskáldsins Alex- anders S. Púshkins nú í vor verður opnuð sýning í MIR- salnum, Vatnsstíg 10, laugar- daginn 10. apríl kl. 15. Þá flytur Árni Bergmann rithöfundur er- indi um skáldið og sýnd verður kvikmynd. Á sýningunni í MÍR-salnum verður ýmiskonar efni sem tengist skáldinu og verkum þess s.s. ljósmyndir, teikningar, bókaskreytingar og bækur. Sendiherra Rússlands á Islandi, Anatólí Zaitsév, mun opna sýn- inguna formlega en síðan flytur Árni Bergmann erindi sem hann nefnir „Hvers vegna er Púshkin þjóðskáld?" Kvikmyndin sem sýnd verður síðar um daginn er Áleko, göm- ul rússnesk óperumynd gerð eftir samnefndri óperu Sergeis Rachmaninovs. Texta óperunn- ar samdi rússneski leiklistar- frömuðurinn Nemirovits-Dant- senko og byggði á Ijóði Púshk- ins, Sígaunanum. Með opnun Púshkin-sýning- arinnar í MIR-salnum hefst samfelld kynning á skáldinu og verkum hans mánuðina aprfl og maí. dúa Calvin hefur örugglega komið sér upp því fullkomnasta á jarðríki. Það kemur sér vel þegar Kennedy for- seti birtist óforvarendis á skjánum til að tilkynna landsmönnum um Rauðu hættuna sem magnast hefur um allan helming þar sem Kúbudeil- an er í algleymingi. Hjónin forða sér niður og sjálfvirkur læsingarútbún- aður, sem opnast ekki fyrr en geisla- virknin á að vera á bak og burt - eft- ir 35 ár, hrekkur í gang því herþota hrapar á húsið. Skömmu síðar kem- ur í heiminn umfjöllunarefni þessar- ar myndar, einkasonurinn Adam (Brendan Fraser). Það sem á eftir fylgir er ekki eins þaulhugsað. Strákurinn fær góða en gloppótta undirstöðumenntun í kjallaranum, er því talsvert á skjön við mannlífið í Los Angeles þegar byi'gið loks opnast 1997. Ekki bætir úr skák að hverfíð þeirra er nú kom- ið í niðurníðslu, athvarf vændiskvenna, klámhunda og dóp- mangara. Enda er Calvin þess full- viss að kjarnorkustríð hafi stökk- breytt mannkyninu í sora eftir stutta heimsókn upp á yfírborðið. Sendir þó Adam í leiðangur eftir nauðþurftum til næstu 35 ára - og kvonfangi. Það sem komið er er mjög góður inngangur að tímaskekkjumynd, en því miður er allur vindur úr handrits- höfundi þegar grínið ætti að hefjast fyrir alvöru. Viðskipti Adams við gjörsamlega íramandi veröld uppi á yfirborðinu eru ótrúlega ófyndin og hversdagsleg þrátt fyrir alla mögu- leikana. Sem þar að auki hafa verið undirbúnir svo listilega. Efth' að Adam kynnist Evu (Alicia Silversto- ne) breytist myndin í ósköp venju- lega rómantíska gamanmynd um hæggeng ástamál algjörra and- stæðna; veraldarvanrar borgarstúlku og nördsins. Sem gæti ekki verið að koma úr ævilangri einangrun undir- heimanna heldur ofan úr Montana, í mesta lagi. Auk þess verður A Blast From the Past vellusúpa því Adam reynist náttúrlega einstakt valmenni, forríkt kvennagull, afburða dansari, o.s.fí-v., o.s.fí-v. Semsagt kunnugleg Hollywoodlumma af Öskubuskuætt- um. Þvílíkir möguleikar sem fara til spillis! Fraser er í ágætu lagi, góður gamanleikari í hlutverkum sem þessu, og Silverstone er falleg og frambærileg leikkona. Walken og Spacek eru snilldarvel valin sem staðnaðir oddvitar sjöunda áratug- arins en Foley er ömurlegur sem einhvers konar heimilishommi. Blast From the Past fer rakleiðis í glatkistuna sem mynd hinna glötuðu tækifæra. Sæbjörn Valdimarsson Samfylkingin boðar miklar skattahækkanir í NÝLEGU viðtali á Stöð 2 sagði Margrét Frímannsdóttir að kæmist Samfylkingin til valda að loknum kosningum yrðu skatt- ar hækkaðir. I einu stuttu viðtali tókst henni að nefna a.m.k. fimm ólíkar skatta- hækkanir sem Sam- fylkingin boðar: 1. Hærra tryggingar- gjald á fyrirtækin. 2. Sérstakur umhverf- is- og mengunarskatt- ur. 3. Auðlindaskattur. 4. Hærri fjármagns- tekjuskattur. 5. Hærri tekjuskattur hjá tekju- hærri einstaklingum. Kaupmáttaraukningin afturkölluð Akvarðanir ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokks um að lækka skatta á fyrirtækin hafa ýtt undir það að fyrirtækin hafa getað staðið undir mestu kaup- máttaraukningu sem nokkru sinni hefur orðið á Islandi. Þessa kaup- máttaraukingu vill Samfylkingin taka aftur frá fólkinu í landinu. Ljóst er að verði hugmyndir Sam- fylkingarinnar að veruleika mun skattheimtan lama rekstur fjöl- margra fyrirtækja í landinu, ekki síst sjávarútvegsfyrirtækja. Aukin skattheimta myndi draga mjög úr þrótti ein- staklinga, ekki síst þeirra sem vinna mik- ið, t.d. vegna húsnæð- iskaupa. Þar að auki myndi flókið marg- þrepa skattkerfi Sam- fylkmgarinnar stuðla að skattsvikum. Skatt- heimtan yrði rothögg á spamað landsmanna og hún myndi draga mjög úr sjálfsbjargar- viðleitni einstakling- anna. V axtahækkanir bitna á fjölskyldum í húsnæðiskaupum Talsmaður Samfylkingarinnar sagði í umræddum sjónvarpsþætti að þessum skattahækkunum myndu fylgja vaxtahækkanir. Mar- grét Frímannsdóttir gerir lítið úr því að slíkar vaxtahækkanir bitna einna mest á þeim sem minnst mega sín. Þær myndu meðal ann- ars leiða til þess að fjölskyldur með mikla greiðslubyrði þyrftu að greiða enn hærri afborganir af lán- um sínum. Stöðugleikanum kollvai'pað Talsmaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega um þann stöð- ugleika sem íslendingar nú búa við vegna stjórnarhátta Sjálfstæðis- flokksins á undanfömum tveimur kjörtímabilum. Margrét Frímanns- dóttir virðist hins vegar ekki gera Stjórnmál Skattahækkanir Samfylkingarinnar, segir Ásdís Halla Bragadóttir, munu kollvarpa stöðug- leikanum. sér grein fyi'ir því að skatta- og vaxtahækkanir Samfylkingarinnar myndu kollvarpa þeim stöðugleika. Sú stefna sem Samfylkingin hef- ur nú boðað mun augljóslega leiða til rýrnandi kaupmáttar einstak- linganna, verri afkomu fyrirtækj- anna, aukins atvinnuleysis og þyngri greiðslubyrði fjölskyldna. Munurinn er skýr Töluverð umræða hefur verið um það á undanförnum misserum að munur á stjórnmálaflokkum sé að hverfa. Kjósendur hér á landi þui'fa ekki að kvarta yfir því. Mun- urinn er skýr. I alþingiskosningun- um hinn 8. maí næstkomandi stendur valið á milli Samfylkingar- innar, sem boðar efnahagslegt öng- þveiti, og Sjálfstæðisflokksins, sem tryggir áframhaldandi árangur fyrir alla. Höfundur er formaður Sambands ungra sjalfstæðismanna. Ásdís Halla Bragadóttir MENNT - Sam- starfsvettvangur at- vinnulífs og skóla held- ur sitt fyrsta Stefnu- þing 12. aprfl næst- komandi og er ástæða til að hvetja alla áhuga- sama til að mæta þar. Meginhlutverk MENNTAR er að vera samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla á sviði menntunar og þjóna þannig fyrir- tækjum, félögum, skól- um og fræðslustofnun- um. MENNT annast söfnun og miðlun upp- lýsinga um þekkingu og framboð á menntun fyrir at- vinnulífið og vinnur að gagnkvæmri yfirfærslu þekkingar og færni milli atvinnulífs og skóla. MENNT tekur þátt í innlendum og erlendum sam- starfsáætlunum og aðstoðar og skipuleggur verkefni einstakra hópa. Ný tækifæri - nýtt skref Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um samstarf atvinnulífs og skóla. Ekki er alltaf ljóst hvert inntak þessa samstarfs hefur verið og vissulega líta skólar og atvinnu- líf þetta silfur sínu auga. Samstarf atvinnulífs og skóla er samt ekki aðeins fallegt orðalag heldur blá- kaldur veruleiki sem bæði atvinnu- lífið og skólasamfélagið þurfa á hverjum tíma að taka heils hugar þátt í. Enn eitt skrefið var tekið til að efla umrætt samstarf atvinnulífs og skóla þegar MENNT - Samstarfs- vettvangi atvinnulífs og skóla var komið á fót í nóvember síðastliðn- um. Félagar í MENNT eru heildar- samtök atvinnurekenda, launafólks og samtök skóla á framhaldsskóla- og háskólastigi ásamt einstökum fyrirtækjum og félaga- samtökum. MENNT byggir tilvist sína á tvenns konar eldra samstarfi sem hefur formlega verið lagt af: Starfsmenntafélaginu og Sammennt. MENNT hefur víðari skírskotun en eldri fé- lögin tvö sem sést meðal annars af því að háskólastigið kemur nú í heild að samstarf- inu gegnum Sam- starfsnefnd háskóla- stigsins. Markmið MENNT- AJR er m.a. að nýta áð- ur ónýtta möguleika til samstarfs um að efla samkeppnishæfni og framleiðni fyrirtækja og efla hæfni starfsmanna og treysta stöðu þeirra á vinnumai'kaði. Þessir Samstarf MENNT er ætlað, segir Ingi Bogi Boga- son, að mynda brú milli fræðslustofnana og atvinnulífs. möguleikar liggja í ört breyttum vinnumarkaði, auknum erlendum samskiptum og ekki síst í nýjum lögum um skólastigin hér á landi. Einhver kann að spyi'ja hvort ekki sé komið nóg af öllu hugsan- legu samstarfi í menntamálum. Einfalt svar við þessari spurningu er: Ekki meðan ný tækifæri gefast. Benda má á að MENNT er ekki á neinn hátt ætlað að koma í stað margbreytilegs samstarfs um menntamál sem nú þegar er til staðar. MENNT er þvert á móti ætlað að mynda nýja brú eða teng- ingu milli fræðslustofnana og at- vinnulífs. MENNT er ætlað að vinna að því að benda á nýjar leiðir til að nýta betur samvinnu skóla og atvinnulífs sem nú þegar er fyrir hendi. MENNT þjónar hugsjóninni um aukið samstarf atvinnulífs og skóla en er ekki neinn allshei'jar samræmingaraðili á núverandi samstarfi á þessu sviði. Einstakir stofnfélagar MENNTAR eru um 60 talsins og byggist rekstur félagsins á félags- gjöldum. MENNT hefur víða skírskotun og því er viðbúið að mörg félagasamtök hafi áhuga á að gerast félagar og taka þátt í því fjölbreytilega samstarfi sem MENNT býður upp á. Fram- kvæmdastjóri MENNTAR er Hrönn Pétursdóttir, samskipta- fræðingur, og er skrifstofa félags- ins til húsa á Laugavegi 51. Áhuga- samir eru hvattir til að hafa sam- band við skrifstofuna. Ekki skortur á verkefnum MENNT mun ekki líða skort á verkefnum. Margar breytingar í menntamálum hér á landi undan- farin missiri hafa skapað skilyrði fyrir auknu samstarfi atvinnulífs og skóla. Meðal þess sem nefna má eru framhaldsskólalög frá 1996, aukin áhersla atvinnulífsins á menntun við hæfi starfsfólks og fyrirtækja og ekki síst aukið erlent samstarf á sviði menntamála. MENNT er kjörinn vettvangur fyrir ólíka aðila sem hafa hug á því að þróa ákveðið samstarf um menntamál til framdráttar einstak- lingum og fyrirtækjum. Allir sem áhuga hafa, jafnt fulltrúar ein- stakra fyrirtækja, félaga og stjórn- valda, eru því hvattir til að mæta á Stefnuþing MENNTAR sem hefst kl. 9 árdegis mánudaginn 12. aprfl á Hótel Sögu. Frekari upplýsingar gefur skrif- stofa MENNTAR, Laugavegi 51, menntÉmennt.is. Höfundur cr formaður MENNTAR og menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins. Stefnuþing MENNTAR Ingi Bogi Bogason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.