Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 43
nemendum til að meta hve mikla
stærðfræði þeir hafa þörf fyrir, en
það treystir nemendum t.d. ekki til
að ákveða þörf sína fyrir tungu-
málanám. Með því að minnka vægi
stærðfræði í kjarna bóknáms-
brauta fá nemendur þau skilaboð
að stærðfræðin sé gjörsamlega
óþörf aukagrein fyrir nemendur á
félagsfræða- og málabrautum og
lítt þörf nemendum á náttúru-
fræðabraut. Það er ekki nýtt að
kvartað sé undan því að stærðfræði
sé erfíð; sagnir herma að AJexand-
er mikli hafi líka kvartað. Fyrir
marga nemendur verða þetta því
kærkomin skilaboð. Kannanir hafa
sýnt að margir nemendur vinna
með námi. Það hlýtur því að verða
freisting fyrir nemendur að velja
auðveldustu leiðina og sleppa
stærðfræðinni.
Ahrifín.
Það er gott að læra af mistökum
sínum, enn betra er samt að læra
af mistökum annarra. í Danmörku
hefur þeim fækkað sem sækja
verkfræðinám. I Svíþjóð hefur
stærðfræðikunnáttu nýnema í
raunvísindum og verkfræði hrakað
mikið á allra síðustu árum (sbr.
nýja skýrslu Högskoleverket).
Sömu sögu er að segja frá Bret-
landi, (sbr. skýrslu þriggja fagfé-
laga frá 1995). Minnkandi stærð-
fræðikunnátta nýnema við háskóla
er víða vandamál og er ástæðan
ónóg áhersla á stærðfræði á öðrum
skólastigum. Hér á landi hefur
fjöldi nema í verkfræði og raunvís-
indum svo til staðið í stað síðustu
ár þrátt fyrir mikla fjölgun þeirra
sem stunda nám á háskólastigi. Til-
fínnanlega vantar hæfa kennara í
raungreinum og stærðfræði í
grunn- og framhaldsskóla, og
ónógt framboð er af verkfræðing-
um, tölvunarfræðingum og líffræð-
ingum. Gott væri ef menntamála-
ráðuneytið bæri nú gæfu til að
læra af reynslu annarra þjóða og
leggja aukna áherslu á stærðfræði
á öllum skólastigum.
HöfumUir er lektor í stærðfræði við
Háskdla ísiands.
Meira um heilbrigðis-
málaályktun landsfundar
yrði mest á það sem nærtækast er,
en víst er þó að óskir um valfrelsi
og jafnrétti mundu koma fram á
einn eða annan hátt í æði mörgum
svörum.
Hvað vilja
heilbrigðisstarfsmenn?
í GREIN undin'it-
aðs í Morgunblaðinu
25. mars sl. var tekin
upp umræða um heil-
brigðismálaályktun
landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins. Þar koma
fyrir hugtökin jafnrétti
og valfrelsi. Spyrja má
hvort þarna sé ekki
eingöngu verið að
nefna það sem sjálf-
sagt er. Heilbrigðis-
þjónusta á Islandi
byggii' þegar á jafn-
réttishugsjón, á þeirri
hugsjón að þegnarnir
eigi rétt á þeirri heil-
brigðisþjónustu sem
tök eru á að veita til að varðveita
heilsu þeirra og koma í veg íyrir
eða lækna sjúkdóma. Þá hefur
einnig þegar verið gert ráð fyrir
því að einstaklingar hafi valfrelsi,
að þeir megi leggja sitthvað til
málanna þegar tekin er ákvörðun
sem snertir heilsu hvers og eins, til
dæmis ákvörðun um rannsóknir og
meðferð sjúkdóma. í lögum um
heilbrigðisþjónustu nr. 97 frá 1997
er ótvírætt tekið fram að sjúkling-
ur eigi rétt á læknisfræðilegum
upplýsingum um heilsufarsástand
sitt, fyrirhugaða meðferð, bata-
horfur, önnur hugsanleg úrræði og
um möguleika á að leita álits ann-
ars læknis. Jafn ótvírætt er tekið
fram að sjúklingur eigi rétt á að
þiggja ekki slíkar upplýsingar og
að þiggja ekki þá meðferð sem boð-
in er.
Hvers vegna?
Hvers vegna er þá verið að
leggja sérstaka áherslu á hugtökin
jafnrétti og valfrelsi í landsfundar-
ályktun Sjálfstæðisflokksins um
heilbrigðismál? Hluti
svarsins felst í orðum
sem finna má í stjóm-
málayfirlýsingu sama
landsfundar:
„E instaklingsfr elsi
og athafnafrelsi ásamt
samkeppni og jafn-
ræði“ -
„Virðing fyrir frelsi
einstaklingsins og
rétti hans“ -
„Sj álfstæðisflokkur-
inn ber samfélagslega
ábyrgð gagnvart öllum
Islendingum“ -
„Heilbrigð sam-
keppni, ábyrgð og
aukið frjálsræði í at-
vinnulífinu“ -
„Aukin þekking og fagmennska
hjá starfsfólki og stjórnendum fyr-
irtækja í öllum greinum" - og
„Markmiðið er að öllum lands-
mönnum verði búin nútíma lífsskil-
yrði.“
Þessi setningabrot eru ekki inn-
antóm slagorð heldur mikilvægir
þættir í stefnuyfirlýsingu stærsta
stjórnmálaflokks landsins. Það er
meðal annars með þessi orð að
leiðarljósi sem Sjálfstæðisflokkur-
inn gengur fram til kosningabar-
áttu. Það er til þeirra sem starfs-
menn í heilbrigðiskerfinu munu
horfa eftir kosningar og það eru
vonandi þessi orð sem sjúklingar
munu geta rifjað upp með ánægju
þegar þeir leita þjónustu í heil-
brigðiskerfinu eftir kosningar. Af-
staða Sjálfstæðisflokksins til heil-
brigðisþjónustunnar er skýr, eins
og fram kemur í stjórnmálayfírlýs-
ingunni:
„Sjálfstæðisflokkurinn mun
stuðla að áframhaldandi uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustunnar og
Heilbrigðisþjónusta
Fjöldi heilbrigðisstarfs-
manna er reiðubúinn að
leggja fram krafta sína,
segir Jóhann Heiðar
Jóhannsson, og taka
þátt í uppbyggingu
heilbrigðisþj ónust-
unnar með Sjálf-
stæðisflokknum.
leggja sérstaka áherslu á nýjar
leiðir til þess að nýta framtak ein-
staklinga, fyrirtækja og félagasam-
taka þannig að unnt verði að bjóða
fram betri þjónustu fyrir lægri
kostnað.“
Hvað þarf að
byggja upp?
Þessari spurningu er ekki unnt
að svara í stuttri blaðagrein. Það
gæti hins vegar verið gaman að fá
að heyra hver yrðu svör almenn-
ings. Vafalaust yrði beðið um fleiri
heilsugæslulækna á landsbyggð-
inni og greiðari aðgang að ýmiss
konar þjónustu á höfuðborgar-
svæðinu. Vafalaust yrði beðið um
styttingu á bið eftir aðgerðum og
vafalaust einnig um ýmiss konar
þjónustu og stuðning við þá sem
eiga við langvarandi heilbrigðis-
vandamál að stríða. Óskalistinn
gæti orðið langur, en margir svár-
enda mundu um leið gera sér grein
fyrir því að góð heilbrigðisþjónusta
er ein af undirstöðum nútíma lífs-
skilyrða. Líklegt er að áherslan
Gaman væri einnig að heyra
svör heilbrigðisstarfsmanna við
þessari spurningu. Margir myndu
biðja um betri starfsaðstöðu fyrir
sína starfsgrein og meiri mögu-
leika á því að veita skjólstæðing-
um sínum þá bestu þjónustu sem
hver starfsmaður getur veitt.
Margir myndu óska eftir minna
vinnuálagi og margir myndu biðja
um hærri laun. Fleiri óskir mundu
koma fram, en ekki er ólíklegt að í
mörgum svörunum yrði falin ósk
um virðingu fyrir starfinu og
starfsmanninum, ósk um olnboga-
rými, ósk um einstaklingsfrelsi og
ósk um að hið frjálsa framtak
hvers starfsmanns fái að njóta sín.
Allar óskir um úrbætur fela ekki
síður í sér virðingu fyrir sjúkling-
unum, þá virðingu að þeim verði
aðeins boðið það besta sem völ er
á og að þeir njóti jafnréttis og val-
frelsis.
Hvað vill
Sjálfstæðisflokkurinn?
Landsfundurinn hvatti til þess
að Sjálfstæðisflokkurinn legði
verulega aukna áherslu á heil-
brigðismál og að hann tæki nú að
sér ráðuneyti heilbrigðismála. Nú
er lag, því að fjöldi heilbrigðis-
starfsmanna er reiðubúinn að
leggja fram krafta sína og taka
þátt í uppbyggingu heilbrigðis-
þjónustunnai- með Sjálfstæðis-
flokknum, með þær hugsjónir að
leiðarljósi „að taka mið af hags-
munum skjólstæðinga sinna á
hverjum stað“ og „að einstaklings-
framtak heilbrigðisstarfsmanna,
samtaka áhugamanna og fólksins í
landinu fái að njóta sín til fulln-
ustu“.
Höfundur er læknir á Ríkisspítölum.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
sögu; söm virðist trúin á mátt
sprengjunnar í innstu búðum Atl-
antshafsbandalagsins.
Til varnar mannréttindum?
Hinn 31. mars sl. birtist í Morg-
unblaðinu viðtal við Halldór Ás-
gn'msson utanríkisráðherra um „hið
nýja Nató“. Blaðamaður lagði fyrir
spurningu eftir gamalkunnum nót-
um um trúverðugleika bandalagsins
sem væri í húfi í deilunni um
Kosovo. Ráðherra svaraði: „Banda-
lagið er búið að vekja vonir þessa
fólks“ [Kosovobúa] - Milosevic neit-
aði að gefa eftir og bandalagið átti
engan annan kost en að standa við
orð sín.“ Ekki sá blaðamaður
ástæðu til að inna ráðherra eftir því
hvort hann áliti sprengjuárásirnar
þjóna hagsmunum Kosovóbúa eða
eftir hverju bandalagið færi yfirleitt
þegar það veldi sér skjólstæðinga
meðal hinna mörgu „þjóðernis-
minnihluta" í fullvalda ríkjum sem
sæta ofsóknum stjórnvalda. Eðli-
legt væri t.d. að spyrja í þessu sam-
bandi hvers vegna bandalagið hefur
lengi horft aðgerðarlaust upp á að
tyrknesk stjórnvöld beita Kúrda
innan landamæra Tyi-klands of-
sóknum og útrýmingarhernaði. Er
kannski svo að skilja að val banda-
lagsins á skjólstæðingum ráðist
ekki svo mjög af mannréttindasjón-
armiðum sem hagsmunum þeirra
stórvelda sem ráða lögum og lofum í
Nató? Ekki megi styggja banda-
manninn tyrkneska af ótta við að
hann kynni að linast í samstöðunni
gegn írak?
Við lifum á-svokölluðum upplýs-
ingatímum sem ættu frekar að
stuðla að víðsýni en herða menn í
svart-hvítum hugsunarhætti í stíl
kalda stríðsins. Því hryggilegra er
að verða þessa dagana vitni að for-
hertri þröngsýni sem villir sýn og
elur á ofstæki.
Höfundur er prófessor í sagnfræði
við Háskóln Islands.
„EF EINHVERJA
olíu væri að finna í Jú-
góslavíu væru Banda-
ríkin búin að gi'ípa í
taumana þar.“ Þessa
fullyrðingu heyrði ég
ósjaldan þegar Flóa-
bardagi stóð yfir. Full-
yrðingin kom frá þeim
sem töldu Bandaríkin
og bandamenn þeii'ra
ekki hafa áhuga á
mannréttindavernd
heldur hagsmuna-
vemd. Þessa kenningu
notuðu þeir svo til þess
að mótmæla hernaðar-
aðgerðum gegn glæpa-
manninum Saddam
Hussein. Þeir töldu að þar sem
Bandaríkjastjórn léti stjórnast af
græðgi væru Kuweitbúar orðnir
réttlausir og réttdræpir.
Það er nú orðið ljóst að þeir
höfðu rangt fyrir sér. NATO hefur
nú, með Bandaríkin í broddi fylk-
ingar, skorist í leikinn á
Balkanskaganum, þrátt fyrir enga
olíu.
En andstæðingar NATO, svo-
kallaðir friðarsinnar, era samt viss-
ir um að réttur Kosovo Albana til
lífs sé ekki ástæða aðgerðanna
gegn Milosevic þessa dagana og
benda á að ef NATO væri annt um
minnihlutahópa hefði bandalagið
gert eitthvað í málefnum Kúrda.
Aðgerðarleysi NATO í því tilfelli er
sem sagt notað sem rökstuðningur
fýrir því að NATO eigi aldrei að
bregðast við mannréttindabrotum.
„Friðarsinnarnir“, einnig nefnd-
ir herstöðvaandstæð-
ingar hér á landi, hafa
haldið því fram að
undanfömu að loft-
árásimar á Serba geri
einungis illt verra. Of-
sóknir gegn Albönum
aukist fyrir vikið.
Þetta sama fólk hefur
einnig hingað til lýst
sig andsnúið við-
skiptabönnum.
Nú stendur yfir
fjöldamorð á Kosovo-
Albönum. Ungir menn
era skotnir, konum
nauðgað og fjölskyld-
ur hraktar burt af
heimilum sínum. En
til þess að auka ekki ófriðinn vilja
„friðai'sinnarnir“ gæta hlutleysis-
stefnunnar og sitja hjá. „Ofbeldi
tryggir ekki frið“, segja þeir. Per-
sónulega er ég nokkuð sammála
þeim þarna. Eg held að árásir
NATO gegn Serbum muni ekki
tryggja frið á næstu vikum, og
þeim er heldur ekki ætlað að
tryggja slíkan frið, heldur réttlæti.
Auðvitað tryggðu aðgerðir
bandamanna gegn nazistum í byrj-
un seinni heimstyrjaldar ekki frið,
þverf á móti efldust aðgerðir
nazista gegn gyðingum um allan
helming og mesti ófriður mann-
kynssögunnar braust út. En við
eigum að vera stolt af bandamönn-
um. Þeir tryggðu réttlætið. Þeir
tóku afstöðu gegn ranglætinu og
með réttlætinu og réðust með
vopnavaldi gegn nazistum og
glæpamanninum Adolf Hitler.
Balkanskagastríðið
Þessa dagana vonar
Slobodan Milosevic að
öllum líkindum, að mati
Hafsteins Þdrs Hauks-
sonar, að sem allra
flestir Vesturlandabúar
gerist „friðarsinnar“ og
styðji aðgerðarleysi
gagnvart fjöldamorðun-
um sem hann skipu-
leggur nú af meiri móð
en nokkru sinni áður.
„Friðarsinnarnir“ hefðu senni-
lega talið að hernaðaraðgerðir
myndu einungis valda enn harðari
ofsóknum gegn gyðingum, og því
kosið að sitja hjá, gæta hlutleysis.
Viðskiptabönn myndu að þeirra
mati einungis tryggja einræðis-
herra eins og Adolf Hitler í sessi
og því ætti ekki að beita þeim. Með
öðrum orðum, á altari hlutleysis og
friðar hefðu þeir fómað gyðingum.
Siðlausir einræðisherrar ógna
heimsfriðnum. Og það má vel vera
að þeir eigi sterka bandamenn hér
og þar sem gætu stutt þá í stríði.
En ef mannkynssagan hefur kennt
okkur eitthvað þá hefur hún kennt
okkur það að við eigum að berjast
gegn glæpamönnum eins og Adolf
Hitler og Milosevic frá fyrsta degi.
Við eigum að afvopna þá og hrekja
frá völdum jafnvel þó að það þýði
ófrið. Réttlæti er nefnilega mikil-
vægara en friður. Það ríkti kannski
mikill friður í gasklefum nazista.
En frekar viljum við sigur eftir
ófrið heldur en ósigur og óréttlæti
án stríðs.
Þessa dagana vonar Slobodan
Milosevic að öllum líkindum að sem
allra flestir Vesturlandabúar gerist
„friðarsinnar" og styðji aðgerðar-
leysi gagnvart fjöldamorðunum
sem hann skipuleggur nú af meiri
móð en nokkra sinni áður. Við
skulum hins vegar ekki gerast
bandamenn hans, heldur skulum
við ganga í bandalag með því fólki
sem hann ofsækir og berjast gegn
honum af fullum þunga. Það kostar
kannski enn harðari deilur, en hjá
slíkum deilum verður ekki komist
eigi réttlætið að sigra.
Höfundur er nemi við HL
freejvimz
Vor- og sumarlistinn 1999
er kominn út!
Tt 565 3900
„Friðarsinninn“
og NATO
Hafsteinn Þór
Hauksson