Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 49" + MORGUNBLAÐIÐ I 1 I 1 24. mars 1999 FRÉTTIR ríkis- sjónvarpsins þetta kvöld hefðu átt að vekja alla Islendinga til umhugsunar. Greint var frá því að NATO hefði nú ráðist í fyrsta sinn með her- valdi inn í fullvalda evrópskt ríki. Kynnt var hugmyndafræðin að baki og rætt við oddvita ríkisstjórnar- flokkanna, sem hvor um sig taldi þessar að- gerðir óumflýjanlegar þar sem allt annað væri fullreynt. Þessu hefur verið haldið að þjóðinni, sem og því að nauðsyn- legt sé að bjarga Kosovo-Albönum sem sæta ofsóknum af hendi Serba. Þetta sama kvöld greindi ríkis- sjónvarpið frá því að undanfarið hefði komið í ljós gífurleg aukning í hvítblæði hjá börnum í írak. At- huganir sérfræðinga benda helst til þess að rekja megi þetta til loft- árása Bandaríkjamanna á landið á undanförnum áratug. Ekki tengdu fréttamenn þessar tvær fréttir saman á einn eða annan hátt, en almenningur gerði það. I ofanálag bættist við þriðja frétt þessa kvölds. Kynning Mar- grétar Frímannsdóttur á stefnuyf- irlýsingu Samfylkingarinnar. Þar er sú stefna mörkuð að utanríkis- mál verði ekki kosningamál í kom- andi alþingiskosningum. Og mig setti hljóðan. I áratug hefur almannafé aðild- arlanda NATO, en þó einkum bandarískum dollurum verið varið til þess að reyna að hafa áhrif á innanríkismál í fyi-rverandi Jú- góslavíu. Einkum hefur verið reynt að hafa áhrif á Milosevic Serbíuforseta og því smám saman verið komið inn hjá almenningi í vestrænum ríkjum að hann sé annar Hitler. Minna hefur verið fjallað um hreinsanir á Serbum, sem áttu sér stað í Króatíu árið 1995, sem þó mun hafa verið stjórnað af fyrrverandi hershöfð- ingjum úr bandaríska hernum. Okkur hefur ekki verið kynnt milliliðalaust hver bakgrunnur borgarastyrjaldarinnar í Jú- góslavíu er. Hvers vegna þjóðar- brot berjast hvert við annað. Okk- ur hefur verið kynnt að NATO hafi gripið inn í stríðið á mannúð- legum forsendum vegna þarfar hins minni máttar. Ef mannúð stýrir aðgerðum NATO, hvers vegna hefur þá ekki verið gripið inn í svæðisbundin átök annars staðar, þar sem þau eni mun al- varlegri, t.d. í Súdan? Borgara- styrjöldin þar er mjög grimmileg og tíu sinnum fleiri hafa fallið, verið pyntaðir og stökkt á flótta frá heimkynnum sínum. I Súdan eru engir eða litlir hagsmunir bandarískra stórfyrirtækja og þar eru heldur litlir hernaðarlegir hagsmunir fyrir NATO með tilliti til skiptingar heimsins í hernaðar- leg yfirráðasvæði. Öðru máli gegnir um fyrrverandi Júgóslavíu sem og önnur fyi’rverandi aðildar- ríki Varsjárbandalagsins. Eftir fall kommúnismans keppa auð- hringir og stórfyrirtæki um mark- aðinn í Austur-Evrópu og NATO innlimar hvert ríkið á fætur öðru til þess að auka hernaðarlegt vægi sitt. Yfirleitt með fullu samþykki stjórnvalda viðkomandi landa. Enginn hernaður og því hægt að kalla NATO friðarbandalag. Meira að segja íslenskir ráðamenn tala um NATO sem friðarbanda- lag. Nú liggjum við laglega í því. Þátttakendur í stríði, sem aðrir stjórna og draga okkur með inn í. Þúsundir falla, mannvirkjum er eytt og engu hlíft á byggðu bóli. Ofyrirséðar afleiðingar í formi sjúkdóma, örkumlunar og haturs blasa við í framtíðinni. Ef þá verð- ur einhver framtíð fyrir íbúa fyrrverandi Júgóslavíu. Engin afsökun er til fyrir því, að þeim milljörðum og aftur milljörðum dollara, sem eytt hefur verið í hernað og í pólitískum tilgangi í fyrrverandi Júgóslavíu, skyldi ekki hafa verið varið til efnahagslegrar að- stoðar og uppbygg- ingar. Hefði mann- réttindi og mannúð verið leiðarljós þeirra, sem undanfarin tíu ár hafa reynt að hafa áhrif á innanríkismál í Júgóslavíu, hefði það innbyrðis hatur, sem einkennt hefur borgarastyrjöldina Hernaður Veita hefði átt þessum milljörðum dollara til efnahagslegrar aðstoð- ar og uppbyggingar, segir Sigtryggur Jóns- son, í stað pólitísks áróðurs og innrásar. líklega aldrei náð sér á strik. Hat- ur, sem einkennst hefur af mis- munandi aðstöðu þjóðarbrota. Efnahagsleg lyftistöng, þar sem allar billjónirnar af dollurum hefðu verið veittar til uppbygging- ar og aðstoðar við að viðhalda menningu og nauðsynleg tækni- væðing gerð möguleg, hefði verið mannúðlegri og mannlegri. Borg- arastyrjöld hefði heldur ekki get- að þrifist við slíkar aðstæður. Stríð hefur aldrei og mun aldrei stöðva hatur og óeiningu. Islendingar eiga ekki að taka þátt í eða vera aðilar að hernaði. Við eigum þvert á móti að taka okkur stöðu á alþjóðavettvangi sem boðberar friðar, mannúðar og mannkærleika. Því eigum við að segja okkur úr NATO og segja upp samningnum um herstöð í landinu, en hann rennur út árið 2001 og er því til endurskoðunar á næsta ári. Utanríkismál eru kosn- ingamál og við eigum öll að taka afstöðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem tekur afstöðu gegn veru íslands í hernaðarbandalögum. Höfundur er sálfræðingur og í öðru sæti á frnmboðsIisUi Vinstrihrcyf- ingarinnar - græns framboðs í Reykjan eskjördæmi. 1969-1999 30 ára reynsla Hljóð- einangrunar- gler || GLERVERKSMIÐJAN wLÆÍSamvehk Eyjasandur 2 • 850 Hella « 487 5888 • Fax 487 5907 Sigtryggur Jónsson r NOl SIRJUS Verðum við verslun KA Selfossi Laugardaginn fidSPlTtl 989 GOTT UTVAflP Bylgjan FM 97.9 og 109.0 gott útvarp 6 Suöurlandi Colgate í i i I I i 1 í i i I I I I I I \ l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.