Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 52
&2 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ólöf Bjarnadótt-
ir fæddist í
Reykjavík 11. nóv-
ember 1919. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum 31. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
liennar voru hjónin
séra Bjarni Jónsson
dómkirkjuprestur
og vígslubiskup, f. í
Reykjavík 21. októ-
ber 1881, d. 19. nóv-
-vember 1965, og Ás-
laug Ágústsdóttir, f.
á Isafirði 1. febrúar
1893, d. 7. febrúar
1982. Ólöf átti tvö systkini,
Ágúst, f. 30. apríl 1918, d. 22.
júlí 1994, og Onnu, f. 23. júlí
1927.
Ólöf giftist 29. janúar 1944
Agnari Klemens Jónssyni,
sendiherra og ráðuneytisstjóra,
f. í Reykjavík 13. október 1909,
d. 14. febrúar 1984. Foreldrar
hans voru hjónin Klemens Jóns-
son landritari, f. 27. ágúst 1862,
d. 20. júlí 1930, og Anna María
Schiöth, f. 1. júní 1879, d. 8. nóv-
ember 1961. Börn Ólafar og
Agnars eru: 1) Bjarni, f. 26. nóv-
ember 1945, d. 24. mars 1946. 2)
Anna sagnfræðingur, f. 14. maí
1947. Maki hennar er Ragnar
Árnason hagfræðingur. Dætur
þeirra eru: Ásgerður og Anna
Elsku amma. Núna þegar þú ert
farin frá okkur og hefur fengið lang-
þráða hvíld þá rifjast upp margar
góðar minningar. Okkar fyrstu
minningar tengjast Tjamargötunni
og því hversu gott var að koma
— þangað að heimsækja þig. Þau eru
öteljandi fjölskylduboðin þegar við
hittumst hjá þér en sérstaklega
munum við eftir aðfangadagskvöld-
unum þar sem við slógumst um
möndluna, opnuðum gjafirnar og
söfnuðumst svo öll saman í kringum
píanóið þar sem þú spilaðir jólalögin.
En það var ekki bara við veislu-
höld sem við komum til þín. Það var
alltaf spennandi að fá að gista og
sofa í stóra rúminu uppi á lofti og þú
sagðir okkur sögur um hana Maggý
og baðst með okkur bænimar. Ekki
fækkaði heimsóknunum þótt við yrð-
um eldri, við gátum setið lengi og
talað um allt sem okkur datt í hug.
Það var alltaf gaman að fara eitthvað
með þér, við vorum ætíð jafn undr-
^úndi hversu marga þú þekktir og við
vorum stolt að eiga svona glæsilega
ömmu eins og þig.
Þrátt fyrir veikindi þín síðustu ár-
in hélst þú alltaf andlegri reisn þinni
og þótt þú gætir ekki tekið beinan
þátt I samræðunum, hlustaðir þú
alltaf á okkur af skilningi. En það
sem mun ætíð sitja eftir er hlýja
brosið þitt sem gladdi okkur alltaf
jafn mikið.
Elsku amma, takk fyrir allt, við
vitum að þér líður vel núna og að afi
hefur tekið vel á móti þér. Við viljum
kveðja þig með bæninni sem þú
baðst með okkur fyrir svefninn:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
—y í frelsarans Jesú nafni.
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Fyrir hönd barnabarnanna,
Ólöf, Agnar og Ásgerður.
Það var á kyrru vetrarkvöldi fyrir
næstum tuttugu árum að ég hitti þau
Ólöfu og Agnar Klemens, tilvonandi
tengdaforeldra mína, í fyrsta sinn.
Mig minnir hálfvegis að ég hafi verið
dálítið kvíðinn að stíga inn í þetta
stóra og virðulega hús fjöskyldunnar
TÖð Tjörnina. En sá ótti reyndist auð-
vitað ástæðulaus og þegar Áslaug
hafði kynnt mig fyrir foreldrum sín-
um þóttist ég fljótt skynja að hér
yrði mér alltaf vel tekið. Og sú varð
raunin á - og nú þegar ég lít til baka
sé ég hvað það er dýrmætt að hafa
kynnst fólki eins og þeim hjónum,
Ólöfu og Agnari.
Ég man að þetta kvöld sátum við
Guðrún. 3) Áslaug
bókavörður, f. 9.
maí 1949. Fyrri
maki hennar var
Viktor Maslennikov.
Dóttir þeirra er
Ólöf. Þau skildu.
Maki hennar er
Óskar Árni Óskars-
son, skáld og bóka-
vörður. Dætur
þeirra eru: Álfrún
og Nína. 4) Bjarni
Agnar læknir, f. 5.
ágúst 1952. Maki
hans er Sigríður
Jónsdóttir meina-
tæknir. Börn þeirra eru Agnar,
Ólöf og Kjartan Jón.
Ólöf varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1938.
Eftir að hún gifti sig dvaldist
hún lengi erlendis vegna starfa
eiginmanns síns í utanríkisþjón-
ustunni og var sendiherrafrú í
London, París, Ósló og Kaup-
mannahöfn. Eftir að Ólöf fluttist
heim var hún um árabil sjálf-
boðaliði á bókasafni Rauða
kross fslands á Landspítalanum.
Árið 1996 veiktist Ólöf og naut
umönnunar á hjúkrunarheimil-
inu Droplaugarstöðum síðustu
tvö ár ævinnar.
Útför Ólafar Bjarnadóttur fer
fram frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
og spjölluðum í bókastofunni þar
sem allir veggir voru þakktir bókum
og að fyrir utan gluggann féll snjór á
ísilagða Tjömina. Mig minnir að
fljótlega hafi talið borist að bókum
og rithöfundum, en bæði voru þau
Olöf og Agnar víðlesin og gagn-
menntuð. Hugur Ólafar hneigðist
einkum að fagurbókmenntum, hvort
sem það var íslensk skáldsagnagerð
eða frönsk nútímaljóðlist, en Ólöf
hafði yndi af Ijóðum. Þama í bóka-
skápunum mátti m.a. sjá afbragðs-
gott safn af íslenskum þjóðsögum og
sagnfræðiritum, erlendar ferðabæk-
ur Islandsfara, myndlistarbækur,
Laxness og þórberg og ljóðabækur
Tómasar og Sigfúsar Daðasonar. Og
ekki má gleyma frönsku hillunum
hennar Ólafar, en frönsku hélt hún
meira upp á en önnur útlend mál. Já,
það var menning í Tjamargötu 22,
og ekki aðeins í bókmenntum, mynd-
list og tónlist, heldur bar allt viðmót
og heimilishald með sér mikinn og
góðan menningarbrag, jafnt í stóru
sem smáu. Ólöf fylgdist náið með
bamabörnum sínum og fyrir dætur
okkar Áslaugar var ekki ónýtt að
eiga ömmu sem bjó við sjálfa Tjörn-
ina í Reykjavík; eiga þar athvarf í
garðinum á heitum sumardögum og
koma rauðnefjaður af skautum á vet-
uma inn í hlýjuna til ömmu Ólafar
og setjast í eldhúskrókinn og fá heitt
kakó í bolla.
Öðru fremur finnst mér það hafa
verið heiðarleiki, hlýja og glaðværð
sem einkenndi allt fas og athafnir
tengdamóður minnar Ólafar Bjarna-
dóttur. Og nú þegar hún er horfin
frá okkur eftir langvinn og erfið
veikindi, kveð ég hana með söknuði,
en mun ávallt minnast hennar með
gleði og þakklæti.
Óskar Árni Óskarsson.
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
nú kvatt þennan heim eftir nærri
þriggja ára erfið veikindi og langar
mig að minnast hennar með
nokkrum orðum.
Er ég kynntist tengdaforeldrum
mínum voru þeir búsettir í Ósló
vegna starfa Agnai-s í utanríkisþjón-
ustu íslands. Samverustundimar
vom því fremur fáar fyrstu árin en
ég komst þó fljótt að því að Ólöf
tengdamóðir mín ver vel gefin kona,
traust og viljasterk. Meðal minna
bestu minninga eru heimsóknir til
þeirra hjóna erlendis, fyrst í Ósló og
síðan í Kaupmannahöfn. Ólöf studdi
mann sinn dyggilega í störfum hans
og voru það ófáir sem nutu gestrisni
þeirra bæði heima og erlendis. Ég
minnist þess með þakklæti þegar
Ólöf kom í heimsókn til íslands
stuttu eftir andlát móður minnar
1975 og var mér þá mikill styrkur.
Eftir að Ólöf og Agnar fluttust
heim til Islands urðu samverustund-
irnar fleiri og varð þá heimili þeirra í
Tjarnargötu nokkurs konar mið-
punktur stórfjölskyldunnar þai’ sem
fjölskylduböndin voru treyst. Gott
var þá að geta leitað til Ólafar með
hin margvíslegustu mál, smá og stór.
Fyrir nokkrum árum, eftir að
Agnar lést, fórum við Ólöf tvær sam-
an til London. Þar áttum við saman
góðar stundir enda gaman að vera
með henni þar því hún þekkti borg-
ina vel frá þeim tíma er hún bjó þar.
Mér leið ávallt vel í návist tengda-
móður minnar enda var hún
skemmtileg kona sem gaf mikið af
sér og reyndist mér alltaf vel.
Fyrir tæplega þremur árum veikt-
ist Ólöf skyndilpga og náði ekki
heilsu eftir það. Á þessum tíma hafa
börnin og barnabörnin staðið við hlið
hennar og stutt hana eftir bestu
getu. Síðastliðin tvö ár hefur Ólöf
dvalið á Droplaugarstöðum og notið
þar frábærrar aðhlynningar og á
starfsfólkið þar miklar þakkir skild-
ar fyrir það.
Ég kveð Ólöfu með söknuði og
þakka fyrir þær stundir sem ég átti
með henni.
Sigríður Jónsdóttir.
Þann 31. mars lést sæmdarkonan
Ólöf Bjarnadóttir, bernskuvinkona
mín og náfrænka.
Minningamar eru margar og ljúf-
ar frá nær átta áratuga samleið.
Æskuheimili mitt og fæðingarstað-
ur, Thorvaldsenstræti 2 (Sjálfstæðis-
húsið), var aðeins steinsnar frá
æskuheimili hennar í Lækjargötu
12b. Áslaug Ágústsdóttir, móðir
Ólafar, og ég vorum bræðradætur og
faðir minn var svaramaður Áslaugar
þegar hún giftist séra Bjama. Það
voru mörg prestsverkin sem séra
Bjami gerði á heimili mínu og Gunn-
ars, mannsins míns, og það brást
ekki að hann rifjaði það upp að hinn
10. nóvember hefði Hallgrímur
Benediktsson hringt í sig og sagt að
hann hefði eignast dóttur en næsta
morgun, hinn 11., gat séra Bjarni
hringt til baka og sagt hróðugur að
hann ætti líka dóttur.
Bernskuár hjá Ólöfu vinkonu vom
ljúf. Hún ólst upp í kristilegu og
kærleiksríku andrúmslofti á heimili
foreldra sinna með Ágúst eldri bróð-
ur sínum og Önnu yngri systur sinni.
Á heimilinu dvöldu einnig amma
Anna og amma Ólöf að ógleymdri
Guðríði og undu þvi þrír ættliðir þar
glaðir við sitt undir sama þaki.
Árin liðu í vináttu og kærleika og
árið 1938 urðum við stúdentar 42 að
tölu sem enn í dag halda vináttu-
böndum.
Ólöf var góðum gáfum gædd og
nýtti þær vel enda varð hún dúx
máladeildar með glæsibrag. Ekki
var síður um vert hversu næm hún
var og háttvís og hversu lagið henni
var að gefa fólki sem á vegi hennar
varð tækifæri til að njóta sín. Átti
það jafnt við um olnbogabörn þjóðfé-
lagsins og þá sem hærra vom settir.
Árin liðu í gleði og ánægju með
bekkjarfélögum og góðum vinum.
Hinn 29. janúar 1944 giftist hún
Agnari Kl. Jónssyni. Þar fóru hjón
sem ræktuðu jarðveg sinn vel. Álin
upp á líkan hátt þar sem skylda,
ræktarsemi og ást réðu ríkjum.
Minnist ég þess að á sjálfan brúð-
kaupsdaginn tilkynnti utanríkisráð-
herra að hann hefði verið skipaður
ráðuneytisstjóri. Seinna fylgdu önn-
ur störf, sendiherra í London, París
og Ósló. Starfsferil sinn endaði hann
svo sem sendiherra í Kaupmanna-
höfn þar sem hann hafði hafið hann
sem fulltrúi í dönsku utanríkisþjón-
ustunni fjörutíu árum fyrr.
Öll þessi ár stóð Ólöf vinkona
sterk og hjálpfús við hlið eiginmanns
síns. Þau voru frumkvöðlar í utanrík-
isþjónustunni og ræktu starf sitt þar
með heiðri og sóma.
Hinn 26. nóvember 1945 eignuðust
þau fyrsta barn sitt og er mér minn-
isstæð skírnarveislan þegar afi
Bjarni skírði litla Bjarna. Hamingj-
an blasti við ungu hjónunum en það
stóð ekki lengi.
Hinn 24. mars 1946 misstu þau
Bjama og fer ekki úr huga mér þeg-
ar við fylgdum litlu kistunni frá
Tjarnargötu 22 í gamla kirkjugarð-
inn. Saman stóðu þau Ólöf og Agnar
í sorginni og með ást og gagnkvæmri
umhyggju tókst þeim að milda sorg-
ina og hugsa til þess sem þau áttu.
Seinna birti og þau eignuðust þrjú
mannvænleg börn, Önnu sagnfræð-
ing, Áslaugu bókavörð og Bjarna
Agnar lækni.
Börnin þrjú ásamt tengdabörnun-
um Ragnari, Óskari og Sigríði og
barnabömunum, veittu þeim
ómælda hamingju og stóðu sem
klettur við hlið þeirra þegar á þurfti
að halda.
Snögg umskipti urðu hjá frænku
minni og vinkonu 14. febrúar 1984
þegar Agnar dó. En þá eins og áður
sinnti hún nánustu fjölskyldu sinni
sem hún elskaði og dáði og náði
einnig til annarra sem þurftu á hjálp
að halda. Systur sinni Önnu og fjöl-
skyldu var hún sérstök.
I maí 1996 veiktist Ólöf fyrirvara-
laust. Lamaðist hún og missti málið
en hélt fullri skynsemi og fylgdist
með gangi mála. Þurfti hún þá enn
að gangast undir stóran uppskurð.
Kjarkur hennar og æðruleysi í öllum
raunum var einstakur.
Vænt þótti mér að fylgjast með
börnum hennar, tengdabörnum og
bamabörnum, hversu þau með
ómældri ást sinni og umhyggju um-
vöfðu hana kærleika og gerðu allt
sem í þeirra valdi stóð til að létta
henni sporin. Hún lést sannkölluð
hetja, sem tók hlutskipti sínu með
æðruleysi og reisn.
Elsku Ólöf mín, ég þakka þér
beint frá hjartanu ómetanlega
trygga vináttu og frændsemi sem
aldrei bar skugga á.
Um leið votta ég Önnu, Áslaugu
og Bjama Agnari og þeirra fjöl-
skyldum og Ónnu systur hennar
innilega samúð við fráfall yndislegr-
ar móður, tengdamóður, ömmu og
systur.
Megi hún gefa þeim styrk og al-
góður Guð og Ijúfar endurminningar
milda sorgina og söknuðinn.
Hugur minn er hjá ykkur úr fjar-
lægð.
Ég fel Ólöfu vinkonu mína og
frænku Guði og þakka fyrir allt.
Ingileif Bryndís Hallgríms-
dóttir (Inga), Brussel.
Það var fyrir tæpum þremur ár-
um, að blessuð Ólöf Bjarnadóttir
missti hæfileikann til að tjá sig á
venjulegan hátt. Þetta var 11. maí
1996. Síðan hefur hún verið á heilsu-
hælum og sjúkrahúsum. Lengi vel
fær um að taka á móti gestum, sem
hún bauð velkomna með augunum
og sínu fallega brosi og með veikum
þrýstingi með vinstri hendi en meira
var það ekki. Þessi viðbrögð voru
dvínandi eftir því sem árin liðu og
henni hrakaði meir og meir uns yfir
lauk.
Mig langar til að minnast Ólafar.
Leiðir okkar lágu svo víða saman,
sérstaklega eftir að þau Agnar, hálf-
bróðir móður minnar, Önnu Guðrún-
ar, og Ólöf höfðu náð saman og
stofnað sitt heimili í Tjarnargötu,
sem hafði um árabil verið annað
heimili okkar systkina í Laufási.
Þarna hafði móðir okkar slitið barns-
skónum hjá fóður sínum. Móðir
hennar, fyrri kona Klemensar, var
dáin. Föðursystir hennar var Guð-
rún Borgfjörð, dóttir Jóns Borgfirð-
ings, er sá um heimilið fram að því
að Klemens gengi í hjónaband við
Önnu Schiöth frá Akureyri, sem við
systkinin þegar fram í sótti kölluðum
ömmu. Guðrún reyndar stóð með
bróður sínum Klemensi fram yfir
fráfall hans. Hún féll frá nokkrum
dögum eftir lát hans. Til þess að lýsa
tengslum okkar við Tjarnargötu-
heimilið, þá er freistandi að skjóta
hér inn frásögn móður okkar um
hversdagslegan atburð árið 1917.
Foreldrar okkar voru flutt frá Hesti
í Borgarfirði í Laufás sunnarlega á
móts við suðurenda Tjarnarinnar,
sem er þá í einu lagi, þ.e. brúin ekki
komin og veglaust. Frásögnina ritar
hún í stílabók 1968, þá 78 ára að
aldri. Þeim hafði verið boðið í heim-
sókn á páskunum í Tjarnargötuna.
Mamma lýsir aðstæðum svona:
„Við vorum boðin í mat með börn-
in þangað, en það var erfið fór í háa
roki og kulda. Þá var brúin ekki
komin, né auðvitað ekki vegur svo
það þurfti að sjálfsögðu að fara norð-
ur fyrir tjörnina. Auðvitað áttum við
alls ekki að fara en jeg var friðlaus.
ÓLÖF
, BJARNADÓTTIR
Skemmst frá að segja að við
komumst við illan leik í Tjarnargöt-
una. Tryggvi mátti selflytja mig og
bömin. Man ég að við komumst að
Fríkirkjunni. Þar húkti jeg með ann-
að barnið meðan hann bar svo hitt
niður að Iðnó í skjól þar og sótti svo
hitt og mig og svo komumst við í
næsta skjól við Bárana og svo síð-
asta áfangann í Tjarnargötu en
hvernig gekk heim er jeg búin að
gleyma.“
Við fluttum í ráðherrahúsið 1927
og vorum þar til 1932. Samgangur
varð þá enn nánari.
Ólöf var fædd 1919, dóttir lands-
frægs manns, séra Bjarna Jónsson-
ar, sem var einn af fremstu kenni-
mönnum kirkjunnar og -frægur
húmoristi. Móðir hennar var Áslaug
Ágústsdóttir, komin af miklu og
merkilegu ‘söngfólki. Systir hennar
var með eina skærustu röddina í
kirkjukór Dómkirkjunnar og sonur
hennai- Kristinn, óperusöngvari.
Ágúst, bróðir Ólafar, var einnig við-
urkenndur söngmaður. Ólöf var
bekkjarsystir Agnars bróður míns.
Háðu þau og fleiri bekkjarsystkini
þeirra í máladeild hins lærða skóla
mikla keppni um efsta sæti á stúd-
entsprófi vorið 1938, sem lauk með
sigri Ólafar.
Agnar frændi var í danskri utan-
ríkisþjónustu frá 1934, fyrst í Dan-
mörku og síðan vestan hafs í Was-
hington. Hann var kominn í þjónustu
við íslenska utanríkisþjónustu frá
upphafi hennar í New York árið
1940. Hann flutti heim árið 1942 í
starf hér í utanríkisráðuneytinu.
Samdráttur Agnars og Ólafar
hófst fljótlega eftir það og þau gefin
saman 29. janúar 1944. Efnt var til
glæsilegs brúðkaups á Hótel íslandi.
Man ég, að sessunautur minn í þeirri
veislu var bekkjarbróðir og æskufé-
lagi, Geir Hallgrímsson, náfrændi
Ólafar, við yngstir veislugesta að því
er mig minnir. Hjónaband þeirra
hélt vel til enda og var hamingju-
samt. Ég var heimilismaður hjá þeim
í sendiráðinu í London í tæpt ár að
Buckinghamgate 17 rétt hjá Kon-
ungshöllinni. Anna og Áslaug, dætur
þeirra, komnar á legg. Þetta var árið
1957 og Agnar kominn í fyrstu sendi-
herrastöðu sína fyrir Island.
Ólöf var glæsilegur fulltrúi á er-
lendum sem innlendum vettvangi.
Framkoma hennar var fáguð og
óþvinguð. Hún var hrífandi og há-
menntuð kona, hleypidómalaus og
gerði sér ekki mannamun, jafnvíg á
öll helstu tungumál og hafði afar
sterkan persónuleika. Upphefðin
steig henni ekki til höfuðs, sem bar
vitni um mannkosti hennar.
Eftir að Agnar frændi var dáinn
reyndi ég að aðstoða Ólöfu við að
halda við hinu gamla glæsilega húsi
sem Klemens afi lét byggja við
Tjarnargötu 22 á Tjamarbakkanum.
Ólöf var staðráðin í að búa áfram í
húsinu og halda því vel við og brúa
það bil sem yrði á því að eitt barna
hennar tæki við. Þetta tókst. Nú er
Bjami Agnar þar búsettur með konu
og börn. Megi þeim, Önnu og Ás-
laugu farnast vel með sínum nán-
ustu.
Fyrir hönd okkar Laufássystkina
og Guðrúnar Steingrímsdóttur,
ekkju Klemensar bróður okkar,
flytjum við þeim okkar hlýjustu sam-
úðarkveðjur. Minning Ólafar verður
okkur einkar kær.
Björn Tryggvason.
Ólöf Bjarnadóttir var föðursystir
mín og þau faðir minn voru mjög ná-
in meðal annars vegna þess að það
var ekki nema rétt um ár á milli
þeirra. Þeim þótti vænt hvoru um
annað og þeim báðum um litlu syst-
ur sína Önnu. Vináttan milli þeii’ra
pabba og Ólafar náði yfir á okkur
börnin þeirra og pabba þótti sannar-
lega alltaf mikið koma til bama syst-
ur sinnar. Á sama hátt urðum við
Bjarni bróðir minn sannarlega vör
við væntumþykju og áhuga Ólafar á
öllu lífi okkar og störfum. Bæði fór-
um við Bjarni í heimsóknir til Ólafar
og barna hennar og voru það ekki
stuttar heimsóknir; Bjarni fór til
London og var svo með þeim í sum-
arleyfi á Isle of White og ég var
send, barnið, alla leið til Parísar og
fór svo með þeim Ólöfu og Agnari og
krökkunum til Suður-Frakklands. I
þeirri ferð kynntist ég Ólöfu föður-