Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
MINNINGAR
+ Margrét Jó-
hannesdóttir
fæddist á Hlíð í
Álftafirði 9. septem-
ber 1912. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 28. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hannes Einar Gunn-
laugsson smiður og
bóndi, f. 27.5. 1882,
d. 2.4. 1942, og Mál-
. fríður Sigríður Sig-
urðardóttir hús-
móðir, f. 15.5. 1885,
d. 5.5. 1956. Systk-
ini Margrétar eru Agnes, f.
30.8. 1907, d. 21.4. 1932, Hel-
ena, f. 22.12. 1908, d. 2.11. 1987,
Jónína, f. 18.3. 1910, d. 31.5.
1969, Daniela, f. 14.2. 1914, d.
8.3. 1981, Kristbjörg, f. 26.5.
1915, Gabriela, f. 17.7. 1916, d.
2.10. 1975, Gunnlaugur, f.
24.12. 1917, d. 3.9. 1980, Einar,
f. 23.6. 1919, d. 5.5. 1988, Aðal-
heiður, f. 10.9. 1922, d. 23.3.
1984, og Elí f. 19.10. 1925. Fóst-
urforeldrar Margrétar voru
föðurbróðir hennar, Gunnlaug-
Þegar löngum ævidegi lýkur er
þreyttum sælt að sofna og vakna
aftur í heimi hins eilífa ljóss. Við
sem eftir lifum hryggjumst um
stund, en ljúfu minningarnar
koma fram úr fylgsnum hugans og
allar gleðistundirnar renna hjá
líkc og myndir á tjaldi. Foreldrar
mínir fluttust til Reykjavíkur árið
1936 í leit að betri lífskjörum og
réðst faðir minn sem háseti á tog-
ara og var því langtímum saman
* fjarri heimili sínu. Starf sjó-
mannskonunnar verður seint met-
ið að verðleikum. Hún var dugleg
og kraftmikil kona og af ákveðni
og festu ól hún okkur systkinin
ur Gunnlaugsson, og
Jónína Jónsdóttir.
Hinn 13. maí 1937
giftist Margrét Jóni
E. Helgasyni frá fsa-
firði, sjómanni og síð-
ar deildarstjóra hjá
Fiskmati ríkisins, f.
15.7. 1912, d. 2.2.
1998. Foreldrar hans
voru Helgi Finnboga-
son og Sigurrós Finn-
bogadóttir, bæði ætt-
uð frá Kvíum. Mar-
grét og Jón bjuggu
lengst af á Hörpu-
götu 7 í Reykjavík.
Börn þeirra eru 1) Sigurrós
Helga Jónsdóttir lyfjatæknir, f.
30.10. 1937, gift Páli V. Jónssyni
vélfræðingi og eiga þau tvær
dætur: A) Margréti Áuði, gift
Birni St. Haraldssyni endurskoð-
anda og eiga þau tvö börn, Har-
ald Orra og Helgu Bryndísi. B)
Fanneyju Höllu, fráskilin, og á
hún tvo syni, Pál Viggó og Sigurð
Hauk Bjarnasyni. 2) Gunnlaugur,
f. 9.1. 1943, kvæntist Margréti
Kristinsdóttur, þau slitu samvist-
um, börn þeirra eru: A) Jónína
upp, hún var mér í senn móðir og
félagi.
Einn af hennar sterkustu þátt-
um var frændræknin, svo og hvað
hún var elsk að börnum. Sterk
bönd tengdu hana við skyldmenni
sín og fátt gladdi hana meira en að
fá ættmenni og vini í heimsókn.
Foreldrar mínir ferðuðust mikið
um landið sitt og þekktu það vel og
gaman var að heyra frásagnir
þeirra í ferðalok. Flóra landsins
var móður minni hugleikin og
kunni hún á flestu skil til yndis og
nytja.
Hún hafði mikið yndi af garðin-
um sínum og kunni best við sig
Hulda, sambýlismaður hennar
er Steinn Þórarinsson, börn
hennar eru Rut Margrét, Arn-
leif Margrét og Kristín Dagmar
Friðriksdætur og Gunnlaugur
Steinn Steinsson. B) Jón Elías,
hans sambýliskona er Þórhildur
Rúnarsdóttir. Með sambýlis-
konu sinni, Auði Strandberg,
átti Gunnlaugur: A) Guðrúnu
Erlu, hennar maður er Bragi
Páll Sigurðsson, börn þeirra
eru Sigurður Sævar, Rebekka
Sól, Friðþjófur Helgi og Hrafn-
hildur Björg. Með Ónnu Soffíu
Óskarsdóttur _ á Gunnlaugur
eina dóttur, Ósk. 3) Jóhannes
flugvirki, f. 19.2. 1945, kvæntur
Ingigerði Sigurðardóttur leik-
skólakennara, sonur þeirra er
Guðmundur Ingi. 4) Magnús, f.
17.12. 1949, kvæntur Sigrúnu
Knútsdóttur sjúkraþjálfara og
eiga þau tvo syni,_ Svein Hauk,
unnusta hans er Ásta Guðjóns-
dóttir, og Baldur Örn.
Með húsmóðurstarfinu vann
Margrét hin ýmsu hlutastörf.
Hún hnýtti net fyrir Hampiðj-
una, starfaði um langt árabil í
mötuneyti Flugfélags Islands
og síðustu starfsárin vann hún
við ræstingar í Tryggingastofn-
un ríkisins.
Útför Margrétar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
með hendumar í moldinni. Hún
ræktaði mikið grænmeti svo og
jarðarber, sem bæði fuglum og
börnum þótti gott að seilast í.
Á meðan foreldrum mínum ent-
ist heilsa héldu þau fjölskyldu sinni
vel saman. Á Hörpugötunni hitt-
umst við í sunnudagskaffi og á há-
tíðum og tyllidögum. Þar var mið-
stöð sláturgerðar og laufabrauðs-
baksturs.
Hún var gjöful og ævinlega bar
hún hag sinna fyrir brjósti og
krafðist einskis til handa sjálfri
sér.
Síðustu árin hefur hún notið frá-
bærrar umönnunar á sjúkradeild
3-B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það
var gott að vita af henni í góðum
höndum.
Þakka þér, móðir mín, fyrir gleð-
ina sem þú gafst mér, sem varpar
nú birtu á liðna tíð.
Vertu kært kvödd.
Sigurrós.
Hver minning dýrmæt perla aS liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Þessar ljóðlínur koma upp í hug-
ann þegar ég nú kveð hana tengda-
móður mína, Margréti Jóhannes-
dóttur, í hinsta sinn.
Minningarnar um Möggu eru
nátengdar Nonna, Jóni Helgasyni,
manni hennar sem lést fyrir einu
ári, og Hörpugötu 7, þar sem þau
bjuggu sér og fjölskyldu sinni
notalegt heimili en á Hörpugötunni
bjuggu þau lengst af. Fjölskyldan
og heimilið var Möggu allt.
Magga var að mörgu leyti
óvenjuleg kona. Hún var lítil og
nett en þessi litla kona bjó yfir at-
orku, krafti og ákveðni sem ekki
var í neinu samræmi við stærðina.
Hún geislaði ennfremur af hjarta-
hlýju, velvild og mikilli gestrisni.
Þannig var heimilið á Hörpugöt-
unni alltaf opið fjölskyldu og vinum
hvort sem komið var til lengri eða
skemmri dvalar. Var því oft margt
um manninn á Hörpugötunni.
Þegar gesti bar að garði var
kaffiborðið orðið drekkhlaðið fyrr
en varði. Sjaldan sá ég Möggu setj-
ast til borðs með gestum heldur
rétt tyllti hún sér niður milli þess
sem hún var á þönum í eldhúsinu.
Eldhúsið var hennar staður og þar
leið henni best.
Hún naut þess einnig að dvelja í
sumarhúsinu sem þau Nonni reistu
sér við Þingvöll og var gestum
ávallt fagnað þar á sama hátt og á
Hörpugötunni.
Magga vann alltaf hörðum hönd-
um, hvort sem var innan eða utan
heimilis. Hún var natin og atorku-
söm í garðinum sínum þar sem þau
Nonni ræktuðu m.a. kartöflur,
rabarbara og rifsber í stórum stíl.
Ailt sem hún tók sér fyrir hendur
vann hún af atorku og miklum
krafti. Magga var hæglát kona en
hún vissi alltaf hvað hún vildi og lét
ekki segja sér fýrir verkum. Hún
var ákveðin og fékk sínum vilja
framgengt en þó ávallt með hæg-
læti og prúðmennsku.
Magga var alltaf boðin og búin
að hjálpa og sinna öðrum og þótti
henni svo sjálfsagt að rétta öðrum
hjálparhönd að slíkt þurfti aldrei
að þakka í hennar huga. Var þar
líkt komið með þeim hjónum.
Hún var einstaklega barngóð og
nutu barnabörnin þess í ríkum
mæli. Hún tók þeim ávallt fagnandi
og vildi allt fyrir þau gera. Eldri
sonur okkar Magga, Sveinn Hauk-
ur, átti því láni að fagna að vera
mikið hjá ömmu sinni fyrstu æviár-
in sín og var hún besta dagmamma
sem hægt er að hugsa sér. Tengd-
ust þau nánum böndum sem aldrei
rofnuðu.
Magga og Nonni voru samhent
hjón og umgengust þau hvort ann-
að af hlýju og nærgætni. Eftir að
heilsu Möggu hrakaði fyrir
nokkrum árum urðu þau að yfir-
gefa heimili sitt á Höí'pugötunni og
bjuggu þau síðustu árin á Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Nonni sinnti
Möggu áfram af stakri hlýju og
nærgætni allt þar til hann féll frá
fyrir rúmu ári. Hún naut þess að fá
að halda í hendi hans svolitla stund
dag hvem og finna hlýhug hans til
sín. Nú er mál að þau haldist í
hendur á ný.
Það er sælt að sofna inn í vorið
og seiðandi tóna njóta
er vaknar andinn upp til nýja dagsins
við endurminningu um fegurð sólarlagsins.
(R.S.G.)
Ég þakka viðkynningu við góða
konu - það er gjöf sem gleymist
eigi.
Sigrún Knútsdóttir.
MARGRÉT
JÓHANNESDÓTTIR
+ Jóhanna Ingi-
björg Kristins-
dóttir fæddist í
Grímsey 20. apríl
t, 1911. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 1. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Krist-
inn Kristmundsson
sjómaður og Sigur-
borg Sigurðardóttir
húsmóðir. Þeim
varð fjögurra barna
auðið og var Jó-
hanna annað barn
þeirra.
Eiginmaður Jóhönnu var
Guðmundur Magnússon vél-
stjóri, d. 21. desember 1978.
Börn þeirra eru Hanna, f. 24.1.
1943, Sigurður Örn, f. 3.11.
* 1944, og Asdís, f. 7.11. 1949.
Jóhanna hlaut barnaskóla-
menntun í Grímsey, lærði því
næst hannyrðir á Húsavík og
hlaut síðan Húsmæðraskóla-
menntun á Isafirði. Þá lá leið
Elskuleg amma okkar er látin,
en hún lifir áfram í hjörtum okkar.
Þó hún sé farin frá okkur þá eigum
við ótal margar yndislegar minn-
ingar um hana. Hún var einstök
manneskja á allan hátt. Líklega er
fyrstu minningar okkar allra
r B>lómabú5in >
Garðshom
. v/ FossvogsUirUjwqarð j
Símii 554 0500
hennar til Kaup-
mannahafnar þar
sem hún lagði stund
á tungumál, ásamt
leiklist og tónlistar-
námi til að byrja
með, en síðar kjóla-
saum ásamt líf-
stykkjagerð. Þegar
Jóhanna kom til
baka til íslands
stofnaði hún ásamt
vinkonu sinni Ingi-
björgu Bjarnadótt-
ur undirfata- og líf-
stykkjagerð. 1939
keyptu Jóhanna og
Guðmundur hús í Laugardaln-
um í Reykjavík og hélt Jóhanna
starfsemi sinni áfram þar til
fyrsta barnið fæddist. Þegar
börnin voru komin á legg settist
Jóhanna aftur á skólabekk og
lagði nú stund á myndlistar-
nám.
_ títför Jóhönnu fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
barnabarnanna þær að við skriðum
upp í rúm til hennar á morgnana
þegar að við gistum hjá henni eða
hún hjá okkur og þetta gerðum við
eins lengi eins og pláss var fyrir
okkur í ráminu hennar, þ.e. fram á
unglingsár. Þessar morgunstundir
okkar saman notaði amma til að
kenna okkur bænir og ljóð.
Amma sagði okkur margar sögur
frá æskustöðvum sínum í Grímsey
og þó að ekkert okkar hafi komið
þangað, þá er samt eins og að við
þekkjum eyna út ,og inn. Hún talaði
allaf um að fara með okkur út í
Grímsey, en því miður gafst aldrei
tími til þess. Sköpunargleði ömmu
var óþrjótandi. Á sumrin eyddi hún
nánast öllum stundum í garðinum,
sem var hennar líf og yndi. Oft
þegar við komu í heimsókn til
ömmu á sumrin stóð húsið galopið,
en þrátt fyrir leit og köll um allt
hús fannst amma ekki innandyra.
Þá lá leiðin alltaf niður í garðinn
þar sem við fundum hana inn á
milli trjánna. Á veturnar þegar
garðurinn var undir snjó beindist
sköpunargleði ömmu að málaralist-
inni og margvíslegri annarri hand-
iðn. Einnig reyndi hún alltaf að ýta
undir sköpunargáfuna hjá okkur
barnabömunum og hvatti okkur
alltaf til dáða í því sem að við tók-
um okkur fyrir hendur.
Ævi ömmu var mjög viðburða-
rík. Hún ferðaðist nánast um allan
heim og alls staðar þar sem hún
kom keypti hún eitthvað til minn-
ingar, sem hún tók með heim. Okk-
ur bamabörnunum sagði hún síðan
sögur af þessum ferðalögum og
fyrir okkur var þetta eins og að
hlusta á sögur úr 1001 nótt.
Glaðlegt skaplyndi ömmu snerti
alla í kringum hana og kímnigáfa
hennar var einstök og alltaf kom
maður frá henni með bros á vör.
Þó að sjónin færi að gefa sig og
kraftarnir þrytu hin síðustu ár og
amma gæti ekki stundað málara-
listina eða garðvinnuna eins og áð-
ur, var kímnigáfa hennar til staðar
fram á hinstu stund.
Elsku amma, þakka þér fyrir að
hafa verið hluti af lífi okkar. Við
kveðjum þig með bæninni sem þú
fórst alltaf með fyrir okkur áður en
við fómm að sofa:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kristín, Guðmundur,
Jóhanna og Tinna.
Þegar vinir kveðja þennan heim,
finnur maður hve mikið er að
þakka. Vinkona mín Jóhanna
Kristinsdóttir Magnússon er látin
87 ára að aldri.
Ég kynntist þeim hjónum Guð-
mundi Magnússyni vélstjóra og
Hönnu árið 1952 og alla tíð síðan
voru þau ein af mínum bestu vin-
um. Éinnig er ég svo lánsöm að
hafa öðlast vináttu barna þeirra,
Hönnu yngri, Sigga og Ásdísar.
Heimilið á Sunnuveginum var al-
veg sérstakt. Þegar þau Guðmund-
ur keyptu eignina, var þar gamalt
býli fyrir utan Reykjavík. Frændi
Hönnu Eiríkur Hjartarson hafði
bent þeim á staðinn. Eiríkur og
Hanna áttu það sameiginlegt að
hafa yndi aðf ræktun trjáa og
blóma.
Guðmundur var langtímum
saman að heiman, svo gott var
fyrir Hönnu að hafa garðinn að
vinna í. Guðmundur var vélstjóri
á skipum Eimskips meðan
starfsævin entist. Þau hjón
bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í
Kaupmannahöfn, því þar áttu
skipin lengri stans en hér heima. I
Kaupmannahöfn notaði Hanna
tímann vel, lærði lífstykkjasaum
(m.a. fyrir sjúka) og rak hún sína
eigin saumastofu, er heim kom.
Heimilið á Sunnuveginum var al-
veg einstakt. Ef ég kom í heim-
sókn, án þess að hringja áður, gat
ég verið góða stund að finna
Hönnu, því hún gat verið einhvers
staðar í sínum stóra garði að hlúa
að gróðrinum. Hanna ræktaði allt
vel - vináttu - skrautjurtir og tré.
Garðurinn á Sunnuveginum var
með fegurstu skrúðgörðum í
Reykjavík. Neðst í Garðinum á
Sunnuveginum voru hlöðurústir,
sem flestir hefðu trúlega látið rífa
- en ekki þau Hanna og Guðmund-
ur. Þau settu þak yfir og bjuggu
út hlóðir inni og var gott að sitja
þarna í kyrrðinni. Einu sinni sem
oftar kom ég í heimsókn á Sunnu-
veginn og var Hanna þá búin að
mála myndir á veggina í hlöðunni.
Veggirnir voru hlaðnir úr grjóti.
Það var mjög gaman að spá í
þessar myndir.
Hugmyndaflugið var svo mikið.
Hanna málaði einnig margar fal-
legar myndir, sem prýða heimili
bama hennai- og barnabarna.
Hanna talaði mikið um æsku-
heimili sitt í Grímsey, þar sem hún
var fædd. Foreldrar hennar höfðu
keypt gamla prestsetrið á staðn-
um. Það var mjög stórt hús og þar
höfðu farið fram leikæfingar og
menningarstundir, sem örugglega
hafa verið ungum sem öldnum lífs-
fylling. Þarna í Norðrinu þar sem
„Nóttlaus voraldar veröld verður
ógleymanleg" leitaði hugur Hönnu
oft. Seinna tóku þau Guðmundur
og Hanna foreldra hennar til sín og
varð heimilið ennþá hlýrra við
komu þeirra.
Hanna er horfin, en eftir standa
verkin hennar í garðinum og börn-
in þeirra Guðmundar og barna-
börnin bera þeim fagurt vitni - um
góðsemd og hlýhug, sem vermir.
Guð blessi vinkonu mína Hönnu og
mann hennar Guðmund.
Gígja Snæbjarnardóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
JÓHANNA INGIBJÖRG
KRISTINSDÓTTIR