Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 59

Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 59 FRÉTTIR ~ Menningar- dagar í Hafnarfirði MENNINGARDAGAR félagsmið- stöðva í Hafnarfirði standa nú yfír og verða til 15. apríl nk. Dagskráin hófst með bílskúrs- bandakvöldi þar sem sjö hafn- firskar hljómsveitir kynntu sig og kepptu sín á milli í flutningi á lagi Bubba Mortens Stál og hnífur. Ljósmyndamaraþon fór fram fimmtudaginn 8. apríl og þann dag hófust einnig smiðjur en í þeim verður margt kennt eins og breik, að nota hjólabretti, fatahönnun og listfórðun. Smiðjurnar verða í fé- lagsmiðstöðvunum alla dagana. Föstudaginn 9. apríl verður reif- ball. Mánudagskvöldið 12. apríl verð- ur leiklistarveisla í félagsmiðstöð- inni Setrinu. Þar munu hafnfirskir unglingar sýna eigið leikrit auk þess mun Hjálmar Hjálmarsson vera með spunakynningu. Lokakvöldið verður fimmtudags- kvöldið 15. apríl í félagsmiðstöðinni Verinu. Þar verður uppskeruhátíð og margt í boði eins og úrslit í ljós- myndamaraþoni, listförðun, fata- hönnunarkeppni, kaffihúsa- stemmning auk annars. --------------- Aprflhelgar- skákmót TR TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir aprílhelgarskákmótinu dag- ana 9.-11. apríl. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár um- ferðirnar eru með 30 mín. umhugs- unartíma en fjórar þær síðari 1Á klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Umferðartafla: 1.-3. umferð: Föstudag 9. apríl kl. 20-23. 4. um- ferð: Laugardag 10. apríl kl. 10-14. 5. umferð: Laugardag 10. apríl kl. 17-21. 6. umferð: Sunnudag 11. aprfl kl. 10:30-14:30. 7. umferð: Sunnudag 11. apríl kl. 17-21. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 12.000 kr., 8.000 kr. og 5.000 kr. Þátttökugjöld eru 1.500 kr. fyrir félagsmenn 16 ára og eldri (2.000 kr. fyrir aðra) og 600 kr. fyr- ir félagsmenn 15 ára yngri (1.000 kr. fyrir aðra). Skráning fer fram á mótsstað fyrir kl. 20.00. Teflt er í félgsheim- ili TR Faxafeni 12. --------------- íslandsmót grunnskóla- sveita í stúlkna- flokki ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita í stúlknaflokki verður haldið sunnu- daginn 11. aprfl nk. í húsakynnum Skáksambands Islands að Faxa- feni 12, Reykjavík. Hver skóli má senda eins marg- ar sveitir og hann vill og getur. Hver sveit er skipuð fjórum kepp- endum (auk varamanna). Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 7 um- ferðir, 2x15 mínútur eftir Monrad kerfi. Ski'áning fer fram hjá Skák- sambandinu frá kl. 10-13 virka daga og á skákstað. --------♦-♦-♦------ Dansleikur fyrir fatlaða FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel stendur fyrir dansleik fyrir fatlaða laugardaginn 10. apríl frá kl. 20-23. Plötusnúðarnir Kristján, Maggi og Jósef halda uppi stuðinu og í hléi spilar svo leynigestur. Að- göngumiðar gilda sem happdrætt- ismiðar en verðið er 400 kr. Opið hús í leikskól- um í Grafarvogi BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 10. aprfl kl. 10-12. Á þessum degi bjóða börnin foreldr- um, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leik- skólanna í heimsókn þennan dag. „Hröð uppbygging hefur verið á leikskólum í Grafarvogi frá því að hverfið byrjaði að byggjast upp. Fyrsti leikskólinn hóf starfsemi sína árið 1986 og nú í haust var opnaður nýjasti leikskólinn, Lyng- heimar við Mururima, og eru skól- arnir nú orðnir ellefu talsins og þeim á eftir að fjölga með nýjum hverfum," segir í fréttatilkynn- ingu. Leikskólarnir eru: Bestibær við Keldnaholt, Brekkuborg við Hlíð- arhús, Engjaborg við Reyrengi, Fífuborg við Fífurima, Foldaborg við Frostafold, Foldakot við Loga- fold, Funaborg við Funafold, Hulduheimar við Vættaborgir, Klettaborg við Dyrhamra, Lauf- skálar við Laufrima og Lyngheim- ar við Mururima. Gæsluleikvellirnir eru við Brekkuhús, Fannafold, Fróðengi og við Hlaðhamra. Smelito á Gagnasaln S tnbi.öj Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið í Gagnasafni Morgunblaðsins. Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi. Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is. Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins frá 1987 fram á þennan dag SaHgMW mpgm - . J í"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.