Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 64
I 64 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 FRÉTTIR I DAG MORGUNBLAÐIÐ Leikskólabörnum boðið á tónleika SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands bauð elstu bömunum í leikskólum Reykjavíkurborgar, 2.846 að tölu, á tónleika 16. til 18. mars. Efnisskráin, Þrumur og eldingar eftir Johann Strauss og Tobbi túba eftir George Kleinsinger, var valin sérstaklega fyrir þennan aldurshóp. Hljómsveit- arstjóri var Bernharður Wilkinsson. „Það er árviss viðburður að Sinfón- íuhljómsveitin bjóði leikskólabömum I Reykjavík upp á tónleika og upp úr áramótum bíða þau spennt eftir að fá að heyra í stóra hljómsveitinni í Há- skólabíói. Starfsmenn leikskólanna segja að bömunum þyki mjög gaman að fara á sinfóníutónleika, enda hafi verið mjög vel mætt. Margrét Bogadóttir, starfs- maður leikskólans Arborgar, sem fór á tónleikana með bömunum, segh’ að þau hafi horft og hlustað heilluð á hin ýmsu hljóðfæri. Guðrún Stephensen, sem var sögumaður, hafi einnig náð mjög vel til bamanna þar sem sagan og tónlistin rannu saman í eitt,“ segir í fréttatilkynningu þar sem bætt er við að Dagvist barna þakki Sinfóníu- hljómsveit Islands þetta framtak fyrir yngstu borgarana. 1 jr 3 Vinningaskrá 45. útdráttur 8. apríl 1999. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 42594 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 14024 24200 38784 52592 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 16447 30138 46816 52584 64070 73828 25920 46745 48645 60063 66361 79291 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 263 10821 22787 33654 43150 51454 64854 74573 1861 12414 23057 35425 43486 53723 65787 75132 2231 13057 23863 35622 44001 55622 66119 75147 2338 14666 24287 38204 44328 55&40 67014 75900 2373 15575 25196 38405 44903 56755 67461 75904 2865 16291 25262 39058 45279 58287 68137 76272 5883 16561 27085 39692 46214 58697 68178 76527 6181 17615 28543 39866 46995 59020 68553 76652 6923 17890 28557 40527 47776 59585 68976 76669 8407 18456 28878 41258 48830 60551 70984 8674 19480 31529 41564 49105 62972 72854 9059 20816 31727 41872 49553 63953 73163 9297 21740 32442 41908 50971 64425 73956 nuauunauai viuiiiiigui Kr. 5.000 Kr, 10.000 (tvöfaldur) 44 8609 16944 26559 36802 48377 58864 68456 114 9217 17304 26731 37044 48441 58881 68544 148 9417 17395 26830 38054 48470 59076 68708 167 9620 17869 27064 38387 48555 59145 69535 266 9728 18030 27074 38418 48618 59248 69924 323 9831 18334 27255 38577 49046 59771 69981 407 9868 18390 27410 38590 49456 60104 70115 499 9876 18402 27887 38791 49706 60225 70463 605 9892 18556 27936 39483 49754 60278 70476 1160 9929 18614 28090 40027 49994 60589 70624 1224 10029 18709 28187 40312 50079 60698 70907 1345 10054 19268 28375 40475 50161 60762 71029 1497 10072 19469 28413 40814 50513 60814 71427 2107 10180 19630 28828 41077 50957 60965 71474 2268 10478 19729 28951 41175 50999 61282 71535 2423 10675 20120 29331 41337 51419 61634 71971 2596 10924 20136 29350 41761 51949 61671 72299 2852 10926 20293 29368 42297 52111 61758 72318 3294 10944 20375 29482 42523 52205 61784 72342 3336 11014 20456 29542 42854 52562 61979 72982 3358 11453 20595 29770 42938 52601 62045 73028 3476 11747 20645 30084 43066 52627 62564 73233 3670 12026 20793 30240 43584 52752 62614 73391 3791 12056 20887 30273 43629 53241 62762 73494 4004 12166 20924 30312 43800 53249 63006 73799 4417 12578 21446 30390 44016 53891 63319 73877 4563 12747 21913 30563 44119 54226 63395 74348 4584 12995 22337 30832 44255 54242 63833 74408 4949 13005 22350 31051 44435 54560 63849 74926 5228 13222 22504 31428 44512 55163 63870 75170 5498 13699 22631 31454 44613 55292 64227 75532 5636 13881 22670 31618 44760 55507 64253 76387 5732 13979 23383 32307 45078 55576 64423 76431 5814 13982 23428 32526 45116 56249 64694 76645 5818 13996 23474 32680 45378 56253 65128 76780 5839 14286 23578 32767 45429 56411 65487 76927 5939 14789 23989 32885 45668 56461 65912 77124 6486 14814 24194 33049 45786 56503 65947 77281 6505 15121 24476 33088 45874 56689 66144 77482 6565 15464 24604 33115 46048 57052 66599 77881 6839 15623 24729 34263 46174 57087 66837 77890 7103 15640 24839 35077 46310 57848 66997 77944 7267 15655 24870 35079 46383 57872 67087 77997 7321 16009 25420 35176 46739 57934 67131 78152 7481 16065 25478 35955 46830 58147 67258 78313 7986 16298 25517 36129 46833 58153 67299 78338 8005 16377 25716 36231 47169 58226 67890 78429 8020 16402 25746 36591 47508 58414 68188 78558 8063 16848 25927 36725 47890 58751 68240 78939 8401 16867 26554 36765 48072 58762 68441 79417 Næslu útdræltir fara fram 15. 22. & 29. april Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Þakklæti! ÉG las það í Mogganum og heyrði í sjónvarpsfrétt- um að ríkisstjórnin ætlaði að hækka ellilífeyrinn minn við næstu útborgun, hvað annað, það líður óð- fluga að kosningum og nauðsynlegt að hafa mig í þakkarskuld við ríkis- stjórnina svo ég kjósi nú rétt. Og svo beið ég í eftir- væntingu eftir mánaða- mótunum mars-apríl, hvað mun nú þessi blessaða hækkun verða mikil? Svo barst mér frá Tryggingastofnun Ríkis- ins greiðsluseðillinn. Jú, það kom hækkun, heilar 1.019 kr., eitt þúsund og nítján kr. Nú jæja, það voru þá þær þúsund krón- urnar, en ég varð nú samt fyrir vonbrigðum. En svo varð mér litið neðar á seð- ilinn, þar sem stóð stað- greiðsla skatta, ég hafði áður greitt í skatt af elli- laununum 3.809 kr. Nú á ég að greiða 4.442 kr., sem sagt, skatturinn hækkaði um 633 kr. og ef ég dreg þær frá hækkuninni, þá verða eftir 382 kr. Hvað get ég nú gert við alla þessa hækkun, jú, ef ég bæti við hana 118 krónum, þá gæti ég keypt einn miða í Víkingalottóinu einu sinni í mánuði. Og ef ég skyldi verða það lán- samur að fá stóra vinning- inn, segjum eina milljón eða kannski hundrað millj- ónir, þá myndi ég kjósa Davíð og hans sálufélaga til eilífðarnóns. En meðal annarra orða - kunna þessir menn ekki að skammast sín? Sofus Berthelsen eldri. Hjá hveijum er góðærlð? MIG langar að benda þing- mönnum á að þessi mikla 700 króna hækkun til ör- yrkja getur veitt þeim þá ánægju að geta keypt einu oststykkinu meira á mán- uði. Hvað skyldu þing- menn geta keypt sér mörg oststykki fyrir sína hækk- un? Og hversu mörg pró- sent af þjóðinni njóta góð- ærisins? Hildur Embla Ragnheiðardóttir. Góð þjónusta hjá Fönix MARGRÉT Matthíasdótt- ir hringdi í Velvakanda og vill koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks Fönix fyrir frábæra afgreiðslu. Hún fór þangað með bilaða handryksugu og eftir klukkutíma var komið með hana heim til hennar í heilu lagi. Sérstaklega vili hún þakka manninum á verkstæðinu. Mansjúríu sveppur óskast MANSJÚRÍU sveppur óskast. Upplýsingar í síma 562 6755. Tapað/fundið Gleraugu fundust GRÁSVÖRT gleraugu með svokölluðu „kisulagi" fundust á kvennaklósttinu í Smáranum fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 562 3770. Brúnt seðlaveski BRÚNT peningaveski tapaðist í eða við líkam- ræktarstöðina Þokkabót sl. miðvikudag. Eigandi er í síma 898 3315. Fund- arlaun. Canon IXUS myndavél CANON IXUS myndavél fannst í Þórshöll fyrir ein- hverjum vikum. Eigandi er vinsamlega beðinn um að hafa samband við Inga Þór í Þórshöll í síma 511 1919 eða 6961919. Einnig er Minolta-myndavél í óskil- um síðan í vetur. Dýrahald Kettlingar fást gefíns FALLEGIR kettlingar fást gefins. Þeir era 7 vikna og kassavanir. Upp- lýsingar í síma 587 0343. Artemis er týnd BRÖNDÓTTUR kettling- ur, fjögurra mánaða læða, tapaðist frá heimili sínu í Kúrlandi í Fossvoginum sl. þriðjudag. Hún svarar nafninu Artemis. Ef ein- hver veit um kisu er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 553 9484. SKAK llm.vjón Margcir l’étursNon STAÐAN kom upp á opnu móti í Lugano í Sviss í mars. Skák- in var úrslitaskák í síðustu umferð mótsins. Ian Rogers (2.615), Ástralíu, var með hvítt, en Englend- ingurinn Joe Gallagher (2.515) hafði svart og átti leik. 28. - Rxf3+H 29. gxf3 - Bd4+ 30. Khl (Eða 30,- Kg2 - Hxf3! 31. KxS - Dxh3+ 32. Kf4 - Dg4 mát) 30. - Hxf3 31. Bfl - De4 32. Kh2 - Hef7 33. Dg2 - HÍ2 34. Khl - Hxg2 35. Bxg2 - Hf3 og Rogers gafst upp. Með sigrinum tryggði Gallagher sér sigur á mótinu. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI þetóa esz/ /n<//2eJ>r af •fyrnrerCWci/ dómurur». Víkveiji skrifar... YÍKVERJI er að lesa forvitni- lega bók, Kynþáttahyggju eftir Jóhann M. Hauksson stjórnmála- fræðing, sem út kom á dögunum. Gerir höfundur þar grein fyrir kyn- þáttahyggju, segir sögu hennar og skýrir frá rannsóknum á fyrii’bær- inu og kenningum um það, auk þess að velta vöngum vítt og breitt. í bókinni fjallar Jóhann meðal annars um kenningar Bandaríkja- mannanna Charles Murrays, sem er blaðamaður, og Richards J. Herrnsteins, sem er félagsvísinda- maður, og settar voru fram í bók- inni The Bell Curve árið 1994. Greind er miðlæg í kenningum þessum og leggja höfundarnir út af því að svart fólk fær að jafnaði tíu til fimmtán stigum minna á greind- arprófum en hvítt fólk. Vegna þess að greind erfist, segja höfundarnir, og að hún tengist ríkidæmi og fá- tækt órjúfanlegum böndum, þá er ekki að undra að svörtum gangi yf- irleitt verr en hvítum í samfélaginu. Vegna arfgengis greindar er síðan tilgangslaust að ætla að bæta að- búnað þeirra með ríkislöggjöf og aðstoð yfirvalda. Slíkt breytir ekki erfðum. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Víkverji heyrir röksemdir af þessu tagi, að svarti maðurinn sé dæmdur til örbirgðar og vesældar í lífinu vegna kynþáttar síns, að hann sé einfaldlega ekki eins vel skapað- ur og sá hvíti. Þessar röksemdh’ eru jafn vitlausar fyrir það. Jóhann gef- ur enda lítið fyrir kenningar þeirra Murrays og Herrnsteins og bendir á að nú hafi komið í ljós að svörtum innflytjendum í Bandaríkjunum vegnar áberandi betur - eru betur stæðir - en innfæddum blökku- mönnum. Eru þeir þó af sama kyn- stofni. Við samanburð á meðaltekj- um þeldökkra í Bandaríkjunum kemur fram greinilegur munur á gengi hópa eftir fæðingarlandi þeirra. Innflytjendur frá Afríku, Tiínidad og Tóbagó og frá Jamaíka, sem gengur best, hafa um þriðjungi hærri tekjur en svartir fæddir í Bandaríkjunum, hvort sem litið er til einstaklings- eða heimilistekna. Munurinn á tekjum hópanna, segir Jóhann, kemur fram í fátækt, því stærra hlutfall innfæddra blökku- manna lifir undir fátæktarmörkum en nokkurs hóps svartra innflytj- enda, að fólki frá Dóminíska lýð- veldinu frátöldu. Röksemdir Murrays og Herrn- steins bíða frekari hnekki við sam- anburð á innflytjendahópum frá öll- um heimshornum. Þá kemur í ljós að Indverjar og Filippseyingar þéna langbest, þá Japanir og Af- ríkubúar fylgja fast eftir. Þar á eftir koma innflytjendur frá Evrópu, vel að merkja, og Rússar reka lestina. Væri einföldun - og einfeldni -í þeirra Herrnsteins og Murrays,: heldur Jóhann áfram, notuð til að túlka þessar tölur, væru Indverjar manná greindastir en Rússar hvað verst gefnir. Svartir frá Afríku væru ögn greindari en hvítir Evr- ópubúar. Takið eftir því. Kallast þetta ekki að falla á eigin bragði? xxx > .. AOÐRUM stað í bókinni víkur Jóhann að þeim vana að kalla einstaklinga sem fæðast með ákveðna vansköpun „mongólíta". Um miðja síðustu öld tók læknir að nafni John Langdon Down eftir því að margir þessara „fæddu fávita“ líktust dæmigerðum mongólum - gulu fólki - í útliti. Af því dró hann þá ályktun að þessir einstaklingar hefðu ekki komist yfir mongólastig fósturskeiðsins og því fæðst sem gult fólk. Hegðun þeirra helgaðist af því. Ástæðu þessarar stöðnunar á fósturskeiði taldi hann vera að for- eldrar barnanna hefðu verið með berkla. Nú er vitað að fötlun þessi stafar af því að 21. litningurinn er þrefald- ur og finnst mörgum nafnið „mongólismi" ógeðfellt vegna sögu þess og kynþáttahyggjunnar sem því tengist og nefna sjúkdóminn eft- ir Down lækni: Down’s syndrome, eða „sjúkdómsmynd Downs“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.