Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 67
FÓLK í FRÉTTUM
Barneignir 1. janúar árið 2000
hefst í dag áb Malarhöfða 8
BARNAFATNAÐUR
DÖMUFATNAÐUR
HERRAFATNAÐUR
NÆRFÖT
GLERVARA o.fl.
Opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16
ATH. útsölunni lýkur 17. apríl
BUXNADAGAR
Eyrna-
stórir
yrð-
lingar
GÆSLUKONAN Shona
Wessely faðmar nýfæddan
yrðling í Dýragarði Sydney í
Astralíu. Þrír wðlingar af
refategundinni fennec fædd-
ust fyrir átta vikum en for-
eldrar þeirra eru refimir
Emi og Tokar sem voru flutt-
ir til Astralíu frá eyðimerkur-
garði í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. Fennec refir eru
smæsta refategundin, með
löng og oddmjó eyru og lifa
villttr í Sahara eyðimörkinni í
Norður-Afn'ku.
Kringlunni - Laugavegi
Hringlar í
eggjastokkum
víða um heim
SVMUMþykiv
„sva.lt" acl
Janúar árið 200(f“‘ISt harn
að breyta tíðahringnum og
aðrar reyna að koma sér vel við
lækni sem viljugur væri að
hjálpa þeim að ná takmarkinu.
Samt má ráða af umræðum á
Netinu að mörgum hafi snúist
hugur vegna yfirvofandi hættu á
hruni tölvukerfa jafnt á sjúkra-
húsum sem annars staðar. Frú
Nashif er ein þeirra og hefur hún
í samráði við eiginmanninn
ákveðið að reyna fremur getnað
þriðja barnsins í maí. Þau hjónin
eru kaþólskrar trúar og taka
undir með páfanum í Róm, sem
hefur lýst árið
2000 sérstakt há-
tíðarár, ineð aðal-
áherslu á fyrir-
gefningu, sátt,
breytingu og
syndabót.
Liz Haddon lét
segjast að áeggjan
eiginmanns síns,
tölvufræðings, sem
sér fyrir ýmis
vandamál í tengslum
við tölvukerfi í upp-
hafi næsta árs. Hún
segir að sér sé að
meinalausu að hætta við fyrirætl-
an sína um að eignast barn 1.
janúar árið 2000. „... enda bara
tískubóla og fyrir þá sem hafa
þörf fyrir að vera miðpunktur at-
hyglinnar í fimmtán mínútur,"
segir hún og lætur sér nú fátt um
finnast. Oðru máli gegnir um frú
House, sem heldur fast við áform
sitt um að takast á við móður-
hlutverkið við upphaf nýs árþús-
unds. „Vá - það verður æðis-
legt,“ er haft eftir frúnni í San
Franscico Chronicle.
ÞRÁTT fyrir hrakspár margra
spakra manna um afleiðingar
2000-vandans eru dæmi um að
konur vinni að því öllum árum að
fæða barn 1. janúar árið 2000. Á
netútgáfu San Francisco Chron-
icle segir að líkurnar á að þeim
takist ætlunarverkið séu mestar
ef getnaður verður í dag, 9. apr-
fl. Bara lfluir, árétta læknar og
segja getnað í dag alls ekki
tryggja fæðingu barns á nýárs-
dag. Auk þess finnst þeim var-
hugavert að þjóna duttlungum
væntanlegra foreldra með því að
grípa inn í náttúrulegt ferli og
flýta fyrir fæðingum.
Fortölur læknanna og sá
möguleiki að tölvukerfi spítal-
anna hrynji, þegar nýtt árþúsund
gengur í garð, virðast ekki hafa
mikil áhrif. Sumir eru harðá-
kveðnir í að reyna allt hvað af
tekur að eignast barn á þessum
tímamótum. Líkt og Cameron
House, rannsóknarmaður í
Texas, telja þeir að nýtt árþús-
und boði betri tíð með blóm í
haga. „Allt breytist og kaflaskil
verða í lífi okkar,“ segir frú Hou-
se, en hún og eiginmaður hennar
hyggjast geta barn fyrstu vikuna
í aprfl. Gangi getnaður með
gamla laginu ekki eftir ætla þau
að reyna gervifrjóvgun í vikunni
á eftir.
Hvergi bangin
Gagnstætt þeim sem lítt hugn-
ast spítalavist í janúar vegna ótta
um að allt fari úrskeiðis í tækja-
búnaði, eru House-hjónin hvergi
bangin. Þau eru þó ekki ein um
að vilja gleðjast yfir foreldra-
hlutverkinu um leið og nýju ár-
þúsundi. Fleiram finnst tilhugs-
unin þekkileg og hafa lagt.orð í
umræðuna í San Francisco
Clironicle og öðrum bandarísk-
um fiölmiðlum. Frú ein í Kali-
forníu sagði að sjálfa langaði sig
einfaldlega að eignast barn en
stefndi þó að fæðingu þess 1. jan-
úar árið 2000 vegna þess að
manninum sínum þætti það svo
„svalt“.
Lögmál markaðarins koma að
venju við sögu í margvíslegum
myndum. Á heimasiðu í San
Francisco er t.d. boðið upp á
hjálpartæki til getnaðar á 49,99
dollara. Búnaðurinn sam-
anstendur af leiðbeiningarbæk-
lingi um frjósemi, tækjum til að
spá fyrir um egglos, öðram til
að gera þungunarpróf, nuddol-
íu og kertum. Fyrirtæki í
Nýja-Sjálandi kostar keppni
þar sem þátttakendur giska á
kyn og þyngd fyrsta barns
landsins árið 2000. Af öðrum
sem gera út á barn ársins
2000 má nefna breska sjón-
varpsstöð, sem kallaði yfir
sig reiði kaþólsku kirkjunn-
ar vegna heimildarþátta
um hjón í sömu hugleiðing-
um og House-hjónin.
Fæðingarlæknar eru heldur
ekki yfir sig hrifnir af írafárinu
kringum barn nýja árþúsundsins.
Sérstaklega líst þeim illa á að
barnshafandi konur fái hjálp til
að flýta fyrir för barnsins í heim-
inn rétt fyrir miðnætti aðfara-
nótt 31. desember. Þeir vara við
og segja slíkt auka bæði áhættu
og kostnað. „Þótt fólk setji sér
alls konar brjálæðisleg takmörk
er ekki við hæfi að læknavísindin
hjálpi því við að ná þeim,“ segir
kvensjúkdómafræðingur í Atl-
anta.
Innan við 1% líkur
Konur geta farið í glasafrjóvg-
anir og ýmsar Iæknismeðferðir á
tilteknum tíma án þess að auka
líkurnar á að fæða barn á fyrir-
fram ákveðnum degi. Jafnvel
þær sem samkvæmt læknisráði
þurfa að gangast undir keisara-
skurð geta ekki reitt sig á að
læknarair sinni öðru en brýnustu
tilfellum 1. janúar, sem er laug-
ardagur. „Möguleikar á getnaði
eru 20%, enda frjósemisskeið
fiestra kvenna óreglulegt. Lík-
urnar á að mök í byijun næsta
mánaðar leiði til fæðingar á ný-
ársdag era innan við 1%. Öllu lík-
legra er að fæðingin verði ein-
hvern timann á allt að sex vikna
tímabili sitt hvora megin við
áætlaðan fæðingardag," segir
kvensjúkdómafræðingurinn í Atl-
anta.
Þessar staðreyndir hindra þær
gallhörðustu ekki í ákvörðun
sinni um að eignast barn á nýárs-
dag. Sumar ganga jafnvel svo
langt að taka inn frjósemislyf til
*