Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Breytingar á bensínstöð Skoðanakönnun Gallup á Vestfjörðum Lítill munur á stærstu flokkum Kjósendum á kjörskrá hefur Q'ölgað um 5% frá 1995 Kjósendur yfír 200 þúsund í fyrsta sinn KJÓSENDUM á kjörskrá fyrir al- þingiskosningarnar 8. maí hefur fjölgað um 5% frá því í kosningum árið 1995, en nú eru 201.525 kjós- endur á kjörskrá og er það í fyrsta skipti sem kjósendur eru fleiri en 200.000 en í síðustu kosningum voni 191.973 manns á kjörskrá. I fyrstu alþingiskosningunum árið 1874 voru 6.183 kjósendur á kjörskrá, en kjósendur fóru yfír 50.000 árið 1931. í kosningunum árið 1967 voru í fyrsta skipti yfír 100.000 manns á kjörskrá og árið 1983 fór talan í fyrsta skipti yfír 150.000. Kjósendur sem náð hafa 18 ára aldri eftir síðustu kosningar eru 17.668 eða 8,8% kjósenda. Kjósendum erlendis íjölgar um 26% Kjósendum, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um 26%, en þeir eru nú 7.984 eða 4% kjósenda. Af þeim hafa 7.818 verið skemur en 8 ár erlendis, en 166 hafa verið lengur og sóttu um að halda kos- ingarétti sínum. Alls eru 54.700 kjósendur á kjörskrá í Reykjaneskjördæmi og hefur kjósendum þar fjölgað mest frá því í síðustu alþingiskosningum eða um tæp 13%. í Reykjavíkur- kjördæmi eru 82.372 á kjörskrá, sem er fjölgun um 6,2% frá því ár- ið 1995. Mesta fækkunin í V estfj arðakjördæmi I Vestfjarðakjördæmi eru 5.699 kjósendur á kjörskrá og hefur kjósendum þar fækkað um 10% frá því árið 1995, kjósendum í Norðurlandskjördæmi vestra hef- ur fækkað næstmest eða um 4,9%, en þar eru nú 6.846 manns á kjör- skrá. Ormur frá Dallandi hlaut 9,17 GÆÐINGURINN Ormur frá Dallandi hlaut 9,17 í einkunn fyrir hæfileika í kynbótadómi í Gunnarsholti í gær. Er þetta næsthæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið fyrir hæfileika í kynbótadómi. Hlaut hann m.a. 10,0 í ein- kunn fyrir vilja. Ormur varð í 3. sæti A- flokks gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum sl. sumar. Eigendur Orms eru Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðar- dóttir. STARFSMENN Skeljungs voru ekki að hækka bensínverðið eins og hugsanlega hefur hvarflað að einhverjum vegfarendum sem TVO FYRIRTÆKI hafa sótt um hjá heilbrigðisráðuneyti að fá að gera og starfrækja gagnagrunn á heilbrigðissviði en umsóknarfrestur rann út í gær. Fyrirtækin eru Is- lensk erfðagreining og TölvuMynd- ir hf. sem er eitt stærsta hugbúnað- arfyrii-tæki landsins. Heilbrigðisráðuneytið hafði gert ráð fyrir að velja mætti og ræða við allt að þrjá umsækjendur. Farið verður yfir umsóknirnar og ákvörð- un um frekari viðræður teknar á grundvelli þeirra. Friðrik Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda, segir fyrirtækið vel til þess fallið að annast miðlægan gagnagrunn. „Málið snýst í reynd um smíði upplýsingakerfa, gerð hugbúnaðar og rekstur hugbúnað- arkerfa. Undanfarin ár hefur okkur verið treyst fyrir sumum af stærstu tölvukerfum sem hafa verið smíðuð áttu leið fram hjá bensínstöðinni. Verkefni þeirra var einungis að endurnýja tölurnar og hressa stafina við í sumarbyrjun. hérlendis og þegar allt er talið telj- um við okkur hafa mjög góða stöðu til að smíða og reka miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði." TölvuMyndir eru í eigu Friðriks og Burðaráss hf. til helminga. Burðai’ás er í eigu Eimskips hf. Að sögn Friðriks er það ætlun TölvuMynda að smíða og reka gagnagrunninn, eins og kveðið er á um í lýsingu, en vera í samstarfi við aðra um hagnýtingu gagnanna. „TölvuMyndir hafa ekki hugsað sér að byggja upp læknisfræðilega eða erfðafræðilega þekkingu. Þar liggur ekki okkar styrkleiki heldur í smíði og rekstri kerfa,“ segir Friðrik. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnar- formaður TölvuMynda, segir hug- myndir fyrirtækisins um rekstur gagnagrunnsins frábrugðnar hug- myndum íslenskrar erfðagi’eining- ar. „Við hugsum okkur gagna- Frjálslyndi flokk- urinn kæmi ekki að manni LÍTILL munur er á fylgi þriggja stærstu flokkanna á Vestfjörðum samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði dagana 22.-27. apríl fyrir Ríkisútvarpið. Sam- kvæmt könnuninni fengi Sjálfstæð- isflokkur 31,7% og tvo menn kjörna, Framsóknarflokkur fengi 26,8% og einn mann kjörinn, Samfylkingin fengi 25,2% og einn mann kjörinn og Frjálslyndi flokkurinn fengi 9,8% og þyrfti flokkurinn að bæta við sig þriggja prósentustiga fylgi til þess að fá kjördæmakjörinn þingmann. Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 6% og Húmanistaflokkurinn 0,4%. Urtak í könnuninni var 800 manns valið til- viljanakennt úr þjóðskrá og svöruðu 73%, 11,8% voru óákveðnir eða neit- uðu að svara og 9% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Við síðustu alþingiskosningar ár- ið 1995 fékk Framsóknarflokkurinn 19,8% og einn mann kjörinn en Vestfjarðalistinn, sem var klofn- ingsframboð úr Framsóknarflokkn- um, fékk 13,1%, Sjálfstæðisflokkur fékk 32,5% og tvo þingmenn og flokkarnir, sem standa að Samfylk- ingunni fengu. samtals 34,6%, AI- þýðuflokkur einn þingmann og AI- þýðubandalagið einn uppbótarþing- mann. Til samanburðar er fylgi Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í könnuninni nú samtals 31,2%. Efsti maður á Vestfjarðalista við grunninn sem opinn frekar en lok- aðan. Hann verði ekki rekinn af TölvuMyndum heldur af sérstöku félagi, til dæmis þeirra sem hefðu áhuga á að nýta hann. I þessu ligg- ur munurinn á þessari hugmynd okkar og hugmyndum Islenskrar erfðagi’einingar; hún ætlar sjálf að þróa og reka gagnagrunninn." Fleiri til samstarfs Friðrik segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum við ýmsa aðila um sam- starf um nýtingu gagnanna en vill ekki nefna neinn þeirra á nafn. „Við höfum rætt við marga aðila, bæði innanlands og erlendis og höfum satt best að segja hug á því að fá fleiri en einn aðila til samstarfs um hagnýtingu gagnanna.“ Rekstrarleyfi gagnagi’unns á heilbrigðissviði er samkvæmt lögum m.a. háð þeim skilyrðum að gi-unn- kosningarnar 1995 er nú annar maður á lista Frjálslynda flokksins og efsti maður á listanum hefur ver- ið á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá er efsti maður á lista Alþýðubandalags árið 1995, efstur á lista Framsókn- arflokksins. Könnunin sýnir að rúmlega 73% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn fyiir fjórum árum á Vestfjörðum ætla einnig að gera það nú en tæp- lega 9% ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæplega 76% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn ætla að kjósa hann aftur en 10% ætla að kjósa Samfylkinguna. Rúmlega 76% þeirra sem kusu Alþýðuflokkinn ætla að kjósa Samfylkinguna og rösklega 39% þeirra sem kusu Al- þýðubandalagið ætla að kjósa Sam- fylkinguna og er það lægra hlutfall en í flestum öðrum kjördæmum. Tæplega 29% alþýðubandalagskjós- enda ætla að kjósa Vinstrihreyfing- una - grænt framboð, rúmlega 12% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og sama hlutfall Frjálslynda flokk- inn. Lítill munur Samkvæmt könnuninni er lítill munur á fylgi Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks og ekki ljóst hvor flokkurinn fengi annan kjör- dæmakjöma þingmanninn og hvor þriðja. Næsti þingmaður kæmi frá Framsóknarflokki en mjög lítill munur er á honum og öðrum manni Samfylkingar. Miðað við að hlutföll þriggja stærstu flokka breytist ekki þyrfti Frjálslyndi flokkurinn að bæta við sig um þriggja prósentu- stiga fylgi til að fá kjördæmakjörinn þingmann. urinn sé alfarið staðsettur hér á landi, tækni-, öryggis- og skipulags- lýsing uppfylli kröfur tölvunefndar og upplýsingarnar séu unnar með þeim hætti að þær uppfylli þarfir heilbrigðisstofnana fyrir samræmt upplýsingakei’fi og að þær nýtist við vísindarannsóknir. Öryggiskröfur felast m.a. > dulkóðun, aðgangshindmnum og eftirliti. Rekstrarleyfishafi greiði allan kostnað vegna t.d. vinnslu upplýsinga til flutnings í gagna- grunninn og eftirlits með starf- rækslu hans. Samkvæmt áætlun ráðuneytis gæti kostnaður við gerð gagnagrunns verið á bilinu 10-19 milljarðar króna. Friðrik telur að áætlun TölvuMynda um kostnað við gerð gagnagrunnsins sé lægri en reiknað hafi verið með hingað til en vill þó ekki nefna tölur í því sam- bandi. TölvuMyndir hf. sækja um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði Fyrirtækið hefur hug á sam- starfi um nýtingu gagna Sérblöð í dag bæklingi frá Heklu, „Bílaþing Heklu.“ Kynntu þér máltð! BÍLAÞING HEKLU ln««M«tOA Kft W» HOt) Falur Harðarson lítur um öxl að lokinni leiktíð/B2 Ríkharður skoraði sigur- markið á Möltu/B1, B4, B5 1Sl jjl jíi Viðski ptabl lað Morsunblaðsins Sérblcið um v iðskipti/atvinnulíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.