Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 FRETTIR Hálf öld frá komu anna FIMMTÍU ár eru nú liðin síðan á Qórða hundrað þýskra vinnu- kvenna og vinnumanna komu til Islands fyrir tilstilli Búnaðarfé- lags íslands og ríkisstjórnarinn- ar til starfa á bóndabæjum um land allt. Konurnar voru stund- um nefndar Esjustelpurnar, vegna þess að stærsti hluti þeirra kom með strandferða- skipinu Esju til Iandsins. Af þessu tilefni bauð Þýsk-ís- lenska vinafélagið á Suðurlandi, sem á sinum tíma var stofnað til að gæta hagsmuna þeirra úr hópnum sem sest höfðu að í sveitum Suðurlands, til veislu í samkomuhúsinu Básnum í Ölfusi sl. laugardagskvöld. Þýsk kvikmyndagerðarkona, Myriam Halberstam, er nú stödd hér á landi til að gera heimilda- mynd um þessa landa sína fyrir þýska sjónvarpsstöð, og mætti hún til samkomunnar, tók þar upp efni og ræddi við nokkra einstaklinga úr hópnum. Hún verður hér á Iandi næstu daga til að undirbúa kvikmyndatökur sem fram eiga að fara í júní í sumar. Meðal veislugesta á laugar- dagskvöld voru átta úr hópi Þjóðverjanna sem komu fyrir fimmtíu árum, sjö konur og einn karlinaður. Einnig var mættur Karl Helmut Briickner, sem tek- ið hefur sér nafnið Karl Korts- son. Karl kom til íslands árið 1950 og starfaði sem dýralæknir á Hellu. Árið 1954 var honum falið af Konrad Adenauer, kanslara Vestur-Þýskalands, sem hingað kom í stutta heim- sókn, að gæta hagsmuna þýska fólksins sem komið hafði fímm árum fyrr. Karl varð ræðismað- ur Þýskalands á Suðurlandi og gekkst fyrir stofnun Þýsk-ís- lenska vinafélagsins á Suður- landi. Komu Þjóðveijana líkt við Vesturheimsflutningana Fjölmenni var í veislunni enda ljölbreytt dagskrá í boði. Þór- unn Guðmundsdóttir söng þýsk Flugffreyjur ræða inn- _ göngu í RSÍ ÁGREININGUR um félagsaðild flugfreyja hefur orðið til þess að for- ysta Flugfreyjuféiags Islands vill skoða hvort félagið eigi að ganga inn í Raflðnaðarsambandið. Hefur for- ystan átt óformlegar viðræður við Rafiðnaðarsamband íslands í því skyni en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum. Flugfreyjufélagið er eitt þeiira félaga sem á beina aðild að ASÍ, en sú stefna hefur verið mörkuð að slík félög verði fyrir næsta þing ASÍ að hafa sótt um aðild að einhverju landssambanda ASÍ. Anna Dóra Guðmundsdóttir, for- maður Flugfreyjufélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagsgjöld vegna flugfreyja sem störfuðu hjá Atlanta i-ynnu til Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Hún sagði fráleitt að atvinnurekendur réðu því hvert félagsgjöld rynnu en eðilegast hlyti að vera að þau rynnu til stéttarfélags flugfreyja. Hún sagði kjarasamning ekki hafa náðst milli félagsins og Atlanta fyiir hönd flugfreyja þar og virtist henni vilji til þess takmarkaður. Anna Dóra sagði Rafiðnaðarsambandið hafa tekið nokkuð upp hanskann fyrir Flugfreyjufélagið innan ASÍ og því hefðu farið fram óformlegar viðræð- ur milli fulltrúa flugfreyja og RSÍ. I bréfi sem formaður Rafíðnaðar- sambandsins sendi forsetum ASI í vikunni er sneitt að VR. Sagt er að engin athugasemd hafi verið gerð þegar VR gerði samning við stórt brauðgerðarhús um að allir sem þar störfuðu, jafnt iðnaðarmenn, bíl- stjórar sem aðrir yrðu félagsmenn í VR. Hann minnir einnig á að Flug- freyjufélagið hafl staðið í áralöngum deilum við VR um félagsaðild. Fleiri félög huga að stöðu sinni Hervar Gunnarsson, formaður skipulags- og laganefndar ASÍ, sagði að nefndin hefði ekki gert til- lögu um í hvaða landssamband Flugfreyjufélagið ætti að fara, en hins vegar hefði verið óskað eftir til- lögu frá félaginu. Fimmtán félög eiga beina aðild að ASÍ. Meirihluti þeirra eru lítil verkalýðs- og sjómannafélög á landsbyggðinni. Varðandi önnur fé- lög sagði Hervar að laganefnd hefði gert tillögu um að Félag íslenskra hljómlistarmanna færi í Landssam- band verslunarmanna, Flugvirkjafé- lagið og Mjólkurfræðingafélagið færi í Samiðn og Bifreiðastjórafé- Iagið Sleipnir færi í Verkamanna- sambandið. Sleipnir og Félag ís- lenski'a hljómlistarmanna hafa mót- mælt tillögu laganefndar. Andlát MARGRÉT K. JÓNSDÓTTIR MARGRÉT Katrín Jónsdóttir, forstöðu- kona á Löngumýri, Skagafirði, er látin á 63. aldursári. Margrét fæddist 1. febrúar 1937 í Strand- höfn, Vopnafirði, en var alin upp í Reykja- vík frá 14 ára aldri. Foreldrar hennar voru Jón Bjömsson málarameistari og Hrafnhildur Helga- dóttir. Margrét lauk prófi frá Kennaraháskólan- um 1967, með handavinnu sem að- alfag. Áður hafði hún stundað nám við Húsmæðraskólann á Varma- landi 1956-57. Árið 1959 sótti hún námskeið við Indremisjonssel- skapets Bibelskole í Ósló í Noregi og 1961-62 var hún við Telemark Yrkeskole í Noregi með vefnað sem aðal- námsgrein. Sumar- námskeið í vefnaði sótti hún í Stokkhólmi 1970. Árið 1967, að loknu kennaraprófi, gerðist hún kennari við Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skaga- firði og varð fimm ár- um síðar skólastjóri. Veitti Margrét skólan- um forstöðu meðan hann starfaði, eða til 1977. Eftir það var hún forstöðumaður starfseminnar á Löngumýri á vegum þjóðkirkj- unnar. Margrét stóð fyrir fjölbreyttri starfsemi á Löngumýri en þar voru til dæmis reknar orlofsbúðir íyrir aldraða frá 1973. ÞÝSK-íslenska vinafé.agið færði Þjóðveijunum rósir í tilefni dagsins. Á myndinni^SS sem°n Tóh»nn»4f! ftnna L« ^ Jlh,alnS-(I0Jtt'1'’ Gertrud Einarsson, Georg Fransson, Eva María Þórarinsson, Martha Johanna Loftsson, Brunhdd Palsdottir, Helga Pálsdóttir og Gerda Doretz Hermannsdóttir. Fyrir miðiu er Karl Kortsson, sem gekkst fyrir stofnun Þýsk-íslenska vinafélagsins á sínum tíma. en í Þýskalandi hefðu margir búið við skort. Dr. Reinhart Ehni, sendiherra Þýskalands á íslandi, sagði að um Þjóðveijana sem hingað komu hafi myndast eins konar mýta, um það af hverju þeir hefðu kosið að fara frá heima- landi sínu og um hvernig þeir hafi haidið tengslum sínum við það en jafnframt gerst íslend- ingar. Hann sagði að mikill áhugi hafi verið bæði í Þýska- landi og á íslandi á sögu fólksins og reynslu. í því sambandi minntist hann á heimildamynd sem þýskur sjónvarpsmaður gerði fyrir rúmum áratug þar sem hann ræddi við fjórar af konunum sem enn voru búsettar hér á Iandi. Jafnframt minntist hann myndar Einars Heimisson- ar, Maríu, sem byggir á þessum sögulegu atburðum. Þess má geta að þrír íslenskir fræðimenn, félagsfræðingur, mannfræðingur og sagnfræðing- ur, rannsaka nú reynslu Þjóð- verjanna á íslandi og þá atburði sem urðu til þess að þeir komu hingað. Auk þess er í vor stefnt að út- gáfu bókar með viðtölum við fimm þýskar konur sem búsettar eru hér á Iandi, þar á meðal eni einstaklingar úr hópnum sem kom 1949. . „„„„ . „„„ Morgunblaðið/Sigurður Fannar KVIKMYNDAGERÐARKONAN Myriam Halberstam, sem hér ræðir við tvær konur sem settust að hér á landi fyrir fimmtíu árum, ætlar í sumar að taka upp heimildamynd um Þjóðverjana sem komu 1949 fyr- ir sjónvarpsstöð í Norður-Þýskalandi. og íslensk lög og jafnframt söng kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ólafur Stefánsson á Syðri- Reykjum, minntist komu Þjóð- verjanna fyrir hálfri öld, og líkti þeim við Vesturheimsflutninga Islendinga kringum sfðustu aldamót. „f báðum tilfellum var það ill nauðsyn sem reif fólkið úr átthögum sfnum og svo vonin um betri tilveru," sagði hann meðal annars. Hann sagði að koma fólksins hefði verið hagur beggja, þeirra sjálfra og Islend- inga. Fólksflótti hefði verið á þeim tíma úr sveitum Iandsins Esju- stelpn- Rafíðnaðarmenn hætta störfum fyrir ASÍ GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambandsins, full- yrðir í bréfi til forseta ASÍ, að af- greiðsla laga- og skipulagsnefndar ASI á dögunum sé í ósamræmi við fym samþykktir miðstjómar sam- bandsins. í bréflnu er ASÍ tilkynnt um að fulltrúar RSÍ í nefndum og ráðum á vegum ASÍ hafi hætt störf- um. Guðmundur segir í bréfí sem hann hefur sent forseta ASÍ að það sé ekki rétt að ákvörðun skipulags- og laga- nefndar ASÍ frá 21. apríl sl. sé í sam- ræmi við samþykktir miðstjórnar ASI. Hann segir að skipulags- og laganefnd ASÍ hafl margsinnis stað- fest lög og reglugerðir sem gangi þvert á samþykktir nefndarinnar frá 21. aprfl. Þetta hafi komið fram á fundi sem forystumenn RSÍ hafí átt með forsetum ASÍ 22. apríl og þeir hafi ekki mótmælt því á fundinum. í bréfínu er óskað eftir að lögmað- ur ASÍ kanni hvaða þingsamþykktir liggi fyrir um skipulagsmál ASÍ og kynni þær fyrir forsetum sambands- ins og laga- og skipulagsnefnd. I lok bréfs formanns Rafíðnaðar- sambandsins til forseta ASÍ er til- kynnt um að fulltrúar RSÍ í nefndum og stjórnum á vegum ASÍ hafl hætt störfum. Sama á við um fulltrúa RSÍ sem ASÍ hefur tilnefnt í nefndir á vegum hins opinbera. Mælt er með því að varamenn taki við störfum þeiira. Hervar Gunnarsson, formaður laganefndar og 1. varaforseti ASÍ, sagði að það hefði verið mat laga- nefndar að afgreiðsla nefndarinnar á umsókn Matvís og Félags síma- manna um aðild að ASÍ væri í sam- ræmi við núverandi skipulag ASÍ. Hann sagðist hins vegar ekki vilja standa í orðaskaki við samherja sína í ASÍ um þessi mál á opinberum vettvangi. Þessi mál væru til skoðun- ar hjá sambandinu þessa dagana og stefnt væri að því að ná samstöðu innan hreyfingarinnar. Hann sagði ekki hægt að segja fyrir um hvenær samkomulag næðist, en ljóst mætti vera að það þyrfti að verða sem fyrst. Engin lausn væri að bíða með það fram að ASÍ-þingi á næsta ári. Matvís á fundi nieð forsetum ASI Forystumenn ASÍ hafa átt fundi með forystu Matvís, Matvæla- og veitingasamband íslands, um um- sókn sambandsins um aðild að ASI. Níels S. Olgeirsson, formaður Mat- vís, sagði að á fundi í vikunni hefði komið fram hjá forystu ASÍ að af- staða Matvís til ályktunar laga- og skipulagsnefndar ASÍ hefði byggst á misskilningi. Hann sagðist fagna því ef svo væri því þá væri væntanlega enginn ágreiningur í þessu máli og Matvís gæti gengið í ASÍ. Níels sagði að málið þarfnaðist nánari skoðunar og yrði áfram til umfjöllun- ar næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.