Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Umhverfísverkefni ungmenna vekur athygli í Þorlákshöfn
Jón H. Sigurmundsson
HLUTI hópsins við skilti sem sett var upp við íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.
vinna hefði farið að mestu leyti
fram í myndmenntatímum hjá
Þórhildi Helgu síðan hlupu þær á
brott til að festa upp fleiri spjöld.
Þeir Finnur og Stefán sem voru
á fullu að hjálpa smíðakennaran-
um að festa upp spjöld, sögðu að
upphaflega hefði verið ákveðið að
búa til 8 spjöld en þegar búið var
að selja þau upp hefðu komið ósk-
ir frá atvinnurekendum um önnur
8 þannig að þeir héldu að nú væri
búið að búa til 16 spjöid. Þeir
sögðu að áróðurinn hefði greini-
lega góð áhrif því nú sæist varla
nokkur bíll í lausagangi fyrir utan
verslanir og fyrirtæki, og allir töl-
uðu um þetta átak á jákvæðan
hátt.
Dagur umhverfisins
Skólanefnd Grunnskólans í Þor-
lákshöfn samþykkti á fundi ný-
lega að skora á alla Þorlákshafn-
arbúa að leggja bflum sínum og
ganga eða hjóla síðasta sunnudag
á degi umhverfisins. Með þessu
vildi skólanefndin sýna nemend-
um 9. bekkjar Grunnskólans í
Þorlákshöfn stuðning í verkefni
og viðleitni til að sporna gegn
óþarfa mengun. Auk þess að
vekja fólk til aukinnar umhugsun-
ar um umhverfi sitt.
Þorlákshöfn - Undanfarnar vikur
hafa nemendur 9. bekkjar
Grunnskólans í Þorlákshöfn unn-
ið að verkefni sem miðar að því
að draga úr óþarfa mengun af
völdum bfla sem ganga lausa-
gang. Hugmyndin er að vekja
bæjarbúa til umhugsunar um
umhverfi sitt og ekki væri verra
ef áhrifin næðu út fyrir bæjarfé-
lagið.
Markmiði sínu hyggjast börnin
ná með því að setja upp vegg-
spjöld á verslanir og önnur fyrir-
tæki víða um bæinn og hvetja bif-
reiðaeigendur til að drepa á bfl-
um sínum. „Umræðan hófst í tíma
hjá umsjónarkennara okkar,
henni Ástu Júlíu,“ sögðu þeir
Brynjólfur, Ævar og Svanur þeg-
ar fréttaritari tók þá tali. „Skóla-
stofan okkar snýr út að bflastæð-
unum og í hægri norðanátt leggur
mengunarfýluna inn um opna
glugga.“
Strákarnir sögðu að fljótlega
hefði komið upp sú hugmynd að
búa til áróðursspjöld til að festa
upp víða um bæinn. Krakkarnir
heimsóttu vinnustaði og kynntu
átak sitt. Atvinnurekendur tóku
yfirleitt vel í hugmyndina og
pöntuðu sumir tvö spjöld á sitt
húsnæði að sögn strákanna.
Varla nokk-
ur bíll í
lausagangi
lengur
Samstarf þriggja fagkennara
„Umsjónarkennarinn okkar
fékk smíða- og myndmenntakenn-
ara skólans til að vinna með okk-
ur,“ sögðu þær Eva Dögg, Mar-
grét og Eva Rún. Þær sögðu að
verkefnið hefði verið mjög
skemmtilegt og fræðandi, auk
þess væri greinilegt að það skilaði
jákvæðum árangri. í upphafi fór
fram hugstormun í íslenskutíma
um slagorð, sum var hægt að nota
beint, önnur varð að laga til og
nokkrum var steypt saman í eitt. I
smíðatimum voru búin til spjöld
úr krossviði, söguð og slípuð.
Myndir og textar voru ýmist
hannaðir í tölvu eða á blaði. Síðan
var útkoman brennd á glærur og
varpað með myndvarpa á spjöld-
in. Stúlkurnar sögðu að þessi
Félag skógarbænda
á Vesturlandi heldur aðalfund
Tíu bændur
eru byrjaðir að
rækta skóg
Reykholti - Um 45 manns mættu á
annan aðalfund Félags skógai’bænda
á Vesturlandi sem haldinn var í
Reykholti. Félagið er nú tæplega
tveggja ára gamalt og hefur vaxið
ört á þeim tíma, og nú eru í því lið-
lega 90 eigendur eða ábúendur lög-
býla.
Sigvaldi Ásgeirsson, formaður fé-
lagsins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tíu bændur á Vesturlandi
væru þegai- byrjaðir að rækta skóg.
Þetta er síðasti landsfjói'ðungurinn
til að hrinda í framkvæmd þessu
verkefni og byggir því á reynslu
hinna þriggja, og mun bændur fyrst
og fremst fara í smiðju til Suður-
landsskóga með framtíðaráform.
Sigvaldi starfar sem skógfræðing-
ur hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá,
en er jafnframt skógarbóndi á Vil-
mundarstöðum í Reykholtsdal þar
sem hann hóf ræktun á skógi fyrir
fimm árum. Hann segir að skilyi-ðin
á Vesturlandi séu talin best í innan-
verðum Hvalfirðinum og í suðurdöl-
um Borgarfjarðar. Unnið er með
ýmsar trjátegundir en mest áhersla
er lögð á ræktun sitkagrenis og
stafafuru.
Reiknað með 20-30 ársverkum
innan nokkurra ára
Tímamót urðu í starfsemi félags-
ins um miðjan mánuð þegar Guð-
mundur Bjarnason landbúnaðarráð-
herra skipaði þriggja manna starfs-
hóp til að undirbúa Vesturlands-
skóga. En Sigvaldi segir að verið sé
að leita fjármagns til að gera fram-
tíðaráætlanir raunhæfar. „Það hefur
staðið nokkuð í vegi fyrir okkur að
úttekt á landi er ekki frágengin fyrir
þetta svæði, og því þurfum við að
taka mið af 25 ára gamalli úttekt á
skógræktarskilyrðum. Á aðalfundin-
um var samþykkt samhljóða ályktun
um úttekt á skilyrðum til skógrækt-
ar þar sem skorað er á alþingi að
tryggja fé til að ljúka landsúttekt á
næstu tveimur árum.
Ræktun nytjaskóga í þessari
mynd fjölgar störfum og styrkii'
^ Morgunblaðið/Sigríður
SIGVALDI Ásgeirsson á Vil-
mundarstöðum við lundinn.
byggð í dreifbýli, en við væntum
þess að á fimm árum vaxi umfang
verkefnisins og nái allt að 20-30 árs-
verkum í heildina, sem dreifast muni
á margfalt fleiri aðila. Þetta getur
því orðið heppileg viðbót íyrir bænd-
ur með kvótalitlar jarðii'."
Á fundinum var einnig samþykkt
samhljóða ályktun um mikilvægi
skógræktai- í bindingu koltvísýrings,
þar sem fundurinn „telur mikilvægt
að íslendingar skrifi undii’ og full-
gildi Kyoto-samninginn um varnir
gegn loftslagsbreytingum af manna-
völdum, svo að íslendingar megi
verða fullgildir þátttakendur í loka-
ferli samningsins, þar sem m.a. verð-
ur tekist á um nánari útfærslu á
þætti skógræktar í kolefnisbindingu
og umbun greinarinnar fyrir þetta
mikilvæga hlutverk sitt“. Að auki var
ályktað um gjald á jarðefnaeldsneyti
og sérstakt mer.gunargjald á stór-
iðjuver.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
KRAKKAR úr Flúðaskóla héldu tombólu til að (jármagna Eyjaferð.
Tombóla til styrkt-
ar tónleikaferð
Opið hús hjá Samvinnuháskólanum á Bifröst
Morgunblaðið/Sigríður
SKRIFAÐ undir afsal við afhendingu sumarhúss fyrrverandi nem-
enda: Sigrún Jóhannesdóttir, Vilhjálmur Þór yilhjálmsson, formaður
skólafélagsins, Árni Geir Þórmarsson og Ágúst Jónatansson.
Hrunamannahreppi - Krakkar úr
Flúðaskóla seldu blóm og héldu
tombólu við verslunina Grund á
Flúðum einn góðviðrisdaginn fyrir
skemmstu. Börnin voru að safna
fyrir Vestmannaeyjaferð og söfn-
uðu vel en einstaklingar og fyrir-
tæki í sveitinni styrkja einnig
ferðina. Þangað ætla þau að fara
1. maí og gista í heimahúsum eina
nótt.
Það eru þriðja til áttunda bekkja
nemendur sem fara í ferðina, alls
45. Þetta er barnakór og nemendur
úr Flúðadeild Tónleikaskóla Ár-
nesinga, með þeim verða í fórinni 7
fullorðnir. Sóknarnefnd og barna-
kór Landakirkju taka á móti kóm-
um. Bamakórinn syngur við messu
í Landakirkju kl. 14 á sunnudaginn
og heldur tónleika kl. 15. Þá er
meðal annars á dagskránni að
kíkja á Keikó og líta á hvernig
hann hefur það í kví sinni. Er mikil
tilhlökkun meðal bamanna að sjá
þennan heimsfræga hval.
Skóflu-
stunga tek-
in að sund-
laugarsvæði
Reykholti-Á árlegum kynningar-
degi Samvinnuháskólans á Bifröst
um helgina var tekin fyrsta
skóflustungan að nýju sundlaugar-
svæði sem á að hefja framkvæmdir
við á næstunni. Árni Geir Þórmars-
son, fyrrverandi formaður nem-
endasambandsins, tók skóflustung-
una, en reiknað er með að fyrsta
áfanga framkvæmdanna, setlaug
og vaðlaug, verði lokið fyi’ir sumar-
ið, með tengingu við búningsklefa
sem fyrir em í húsnæði skólans. I
framhaldi af því verður svo byggð
sundlaug.
Hugmyndir hafa verið uppi í all-
mörg ár um sundlaug og útivistar-
svæði og hafa fyrrverandi og nú-
verandi nemendur við skólann
safnað fé til þessara framkvæmda,
en háskólinn hefur átt mjög gott
og vaxandi samstarf við eldri nem-
endur. Við þetta tækifæri afhenti
Sigrún Jóhannesdóttir, formaður
Nemendasambands Samvinnu-
skólans og Samvinnuháskólans -
Hollvinasamtaka, lykla að sumar-
húsi sem verið hefur í eigu sam-
takanna, en ætlunin er að andvirði
hússins renni í byggingu sundlaug-
arinnar.
Til sýnis á þessum degi voru
einnig nýir kennarabústaðir sem
verið er að taka í notkun, en um er
að ræða fjórar 3^4 herbergja fjöl-
skylduíbúðir í raðhúsi.
!
í
\
|