Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Blóðbaðið í framhaldsskóla í Colorado
Hugsanleg'ir
vitorðsmenn
yfirheyrðir
Golden, Littleton. AP, Reuters.
LÖGREGLUMENN, sem rann-
saka fjöldamorðin í skóla í Colorado
í Bandaríkjunum í síðustu viku, eru
nú að kanna hvort þrír unglingar,
sem voru handteknir rétt eftir
morðin, hafi ætlað að taka þátt í
ódæðinu. Við handtökuna voru þeir
í hermannaklæðnaði og sögðust
hafa flýtt sér á vettvang er þeir
heyrðu sagt frá atburðinum í út-
varpi. Þá voru útvarpsstöðvarnar
þó ekki búnar að segja frá voða-
verkunum. Þá er einnig verið að yf-
irheyra 18 ára gamla stúlku, sem
keypti tvö vopnanna, sem notuð
voru.
John P. Stone, lögreglustjóri í
Jefferson-sýslu þar sem rannsóknin
fer fram, sagði, að ungu mennirnir
þrír væru að svo komnu ekki grun-
aðir um aðild að morðunum en þeir
voru handteknir við skólann meðan
á þeim stóð. Vora þeir óvopnaðir en
hafa allir verið orðaðir við
„Frakkamafíuna" svokölluðu, fé-
lagsskap, sem morðingjarnir tveir,
Eric Harris, 18 ára, og Dylan Kle-
bold, 17 ára, vora í. Þeir myrtu 12
skólafélaga sína og einn kennara
áður en þeir sviptu sig lífi.
Jim Parr, talsmaður lögreglu-
stjórans, sagði raunar á þriðjudag,
að unglingamir þrír hefðu verið
hreinsaðir af allri sök og stangast
Lögregla
talin viðriðin
íkveikju
RÍKISSTJÓRN Frakklands
beið álitshnekki í vikunni er
þrír lögreglumenn vora kallað-
ir til Frakklands eftir að hafa
setið í varðhaldi á Korsíku
vegna grans um aðild þeirra að
brana sem varð í veitingahúsi á
eyjunni. Aðskilnaðarsinnar á
Korsíku halda því fram að lög-
reglan hafi staðið að baki
íkveikjunni í því augnamiði að
skella skuldinni á skæraliða-
sveitir sem starfræktar hafa
verið á eyjunni. Lögreglu-
mennimir komu til Parísar í
fyrradag, en gert er ráð fyrir
að mál þeirra verði tekið fýrir
hjá dómara á næstu dögum.
Prefect Claude Bonnet,
stjómarerindreki franska ríkis-
ins á eyjunni, hefur einnig verið
kallaður til Frakklands til
skrafs og ráðagerða, að sögn
talsmanna ríkisstjómarinnar,
en hann er þó ekki talinn hafa
átt þátt í íkveikjunni. Talsmaður
Jacques Chirac, forseta Frakk-
lands, sagði Chirac hafa lagt til
að rannsókn á málinu hæfist hið
fyrsta, en atvik þetta er talið
vera mikið reiðarslag fyrir
frönsku stjómina sem haldið
hefur á lofti áætlunum um að
koma á lög og reglu á eyjunni
eftir að fyrirrennari Bonnets
var myrtur þar fyrir 15 mánuð-
um.
það á við yfirlýsingar Stones og
saksóknarans Dave Thomas einnig.
Hann telur, að ungu mennirnir hafi
frá einhverju að segja og bendir á,
að það sé ekki rétt, að þeir hafi
heyrt sagt frá atburðunum í skólan-
um í útvarpi og auk þess hafi þeir
getað nefnt ódæðismennina með
nafni áður en búið var að upplýsa
um það.
Reyndu að flýja
Stone segir, að þeir Klebold og
Harris hafi reynt að flýja út úr skól-
anum en svipt sig lífi þegar þeir sáu
að hann var umkringdur. í dagbók
EKKERT hefur enn komið fram,
sem bendir til þess hver hafi myrt
bresku sjónvarpskonuna Jill Dando,
en lögreglan vinnur með ýmsar
kenningar. Ein er sú, að morðinginn
sé geðtraflaður maður, sem hafi
fengið Dando „á heilann"; að um
hafi verið að ræða misheppnað rán
annars þeirra kemur fram, að þeir
hafi hugsað sér að flýja land, til
Mexíkó eða eitthvað annað, eða
ræna flugvél og steypa henni til
jarðar í New York.
Eftirlitsmyndavélar í skólanum
tóku upp allt blóðbaðið. Þær sýna
þegar Klebold kastaði frá sér
heimatilbúnum sprengjum og skaut
á skelfingu lostna nemendurna.
Réðust þeir fyrst inn í mötuneytið
og hlupu þaðan inn á bókasafnið þar
sem margir vora við lestur. Síðan
fóra þeir í skiifstofumar og skutu
þar allt í sundur þótt enginn væri
þar staddur.
og nú síðast, að serbneskir öfga-
menn hafi verið að verki.
Breska dagblaðið The Daily
Mail birti í gær forsíðufrétt undir
fyrirsögninni „Myrti Serbi Jill?“
og lögreglan er nú að kanna hvort
hugsanlegt sé, að serbneskir öfga-
menn hafi myrt Dando til að hefna
Lögreglan er nú að yfirheyra Ro-
byn Anderson, 18 ára gamla vin-
stúlku Klebolds, en sannað er, að
hún keypti „að minnsta kosti“ tvær
byssnanna, sem notaðar vora við
manndrápin. Þótt hún hafi ekki tek-
ið þátt í þeim þá vill lögreglan kom-
ast að því hvort hún hafi vitað til
hvers átti að nota vopnin.
Herinn hafnaði Harris
Dagblaðið The New York Times
sagði í gær, að Eric Harris hefði
viljað komast í bandaríska land-
gönguliðið en verið visað frá aðeins
fimm dögum áður en þeir Klebold
réðust inn í skólann. Atti hann
fyrst símaviðtal við starfsmann
hersins og hitti hann síðan augliti
til auglitis og gekk það allt vel. Atti
fulltrúi hersins síðan fund með
Harris og foreldrum hans á heimil
þeirra og þá sögðu þeir frá því, að
sonur þeirra væri á geðlyfjum. Var
honum þá hafnað sem landgöngu-
liða.
Denverbúar minntust hinna látnu
með þagnarstund á þriðjudag og út-
sendingum útvarps og sjónvarps
var hætt á meðan. Lauk henni með
því, að kirkjuklukkum var hringt 15
sinnum, einu sinni f'yrir hvern nem-
anda, kennarann og ógæfumennina
ungu.
árásar NATO-flugvéla á serbneska
sjónvarpsstöð í síðustu viku. Tals-
menn lögreglunnar leggja mikla
áherslu á, að þetta sé þó bara ein
hugmynd af mörgum, sem verið sé
að rannsaka. í blaðinu sagði, að
Dando hefði ef til vill verið valin
sem fulltrúi bresks sjónvarps og
vegna þess, að hún hefði gert
hörmungum flóttafólksins frá
Kosovo mikil skil.
Dagblaðið Mirror hélt líka þess-
ari kenningu á loft en í The Daily
Telegraph sagði, að lögreglan teldi
morðið líkjast mest verki geðtrafl-
aðs manns. Varð hún fyrir ásókn
slíks manns á síðasta ári og var um
tíma farin að óttast um öryggi sitt.
Unnið að tölvumynd
Að minnsta kosti sjö manns sáu
morðingjann og er honum lýst sem
hvítum karlmanni, 35 til 40 ára,
snyrtilega klæddum og með farsíma
í hendi. Er nú verið að setja saman
tölvumynd af honum samkvæmt
lýsingunni. Það er 10 ára gamall
drengur, sem sá hann einna best, en
móðir hans var að aka honum í
skóla er hann sá „undarlegan"
mann á vappi fyrir framan heimili
Dando.
Elísabet drottning, Tony Blair
forsætisráðherra og hundruð þús-
unda Breta hafa vottað ættingjum
Dando samúð sína og gatan fyrir
framan heimili hennar er þakin
blómum.
Halonen
fer fram
TARJA Halonen, utanríkis-
ráðherra Finnlands, tilkynnti í
gær að að hún myndi gefa kost
á sér sem
forsetaefni í
forkosningu
innan Jafn-
aðaimanna-
flokksins.
Kom yfir-
lýsing
hennar í
kjölfar yfir-
lýsingar
Martti Aht-
isaari, forseta Finnlands, um
að hann muni ekki bjóða sig
fram í forskosningunum innan
flokksins, þótt hann hafi ekki
beinlínis útflokað framboð.
Paavo Lipponen forsætisráð-
herra sagði í gær að frambjóð-
andi jafnaðarmanna yrði sá er
sigraði í forkosningunum og
var hann með því talinn útiloka
að Ahtisaari yrði frambjóðandi
flokksins. Forsetinn gæti boðið
fram óháð flokknum en ólík-
legt er talið að af því verði.
Tillögum
SÞ hafnað
LEIÐTOGI vopnaðra her-
sveita á Austur-Tímor, sem
berjast gegn aðskilnaði frá
Indónesiu, lýsti því yfir að
menn hans myndu ekki sam-
þykkja tillögur Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) um að kosið
yrði um sjálfstjórn Austur-
Tímor 8. ágúst næstkomandi.
„Við munum berjast í önnur
23 ár... jafnvel lengur, gerist
þess þörf,“ sagði hann.
Sprengja
verður konu
að bana
KONA lést og karlmaður
slasaðist alvarlega er
sprengja sprakk á Athens
Intercontinental hótelinu í
Aþenu í gær. Lýsti skæruliða-
hreyfingin Byltingarkjarninn
sig ábyrgt fyrir tilræðinu og
sagði ódæðisverkið hafa verið
framið til að mótmæla loft-
árásum Atlantshafsbanda-
lagsins á Júgóslavíu.
Kólerufarald-
ur í Sómalíu
SKÆÐUR kólerafaraldur
hefur leitt a.m.k. 240 manns
til dauða í Suður-Sómalíu á sl.
vikum og eykst fjöldi sjúkra á
degi hverjum, af því.er íbúar í
bænum Dinsor sögðu frá í
gær. Heilbrigðisyfirvöld
segja viðbrögð hjálparsam-
taka ekki hafa verið nægiiega
góð til að spoma gegn hraðri
útbreiðslu faraldsins, auk
þess sem skortur á sóttvarn-
araðstöðu væri ríkjandi.
Lestarslys í
Indlandi
AÐ MINNSTA kosti 39
manns létu lífið og 35 slösuð-
ust alvarlega er lest skall á
rútu, sem var yfirfull af far-
þegum, í Uttar Pradesh í
norðurhluta Indlands í vik-
unni. Áreksturinn varð er rút-
an, með 74 farþegum innan-
borðs, var að keyrði yfir
gatnamót þar sem jámbrauta-
teinar og akvegur skerast. Or-
sakir slyssins era raktar til
þess að við gatnamótin var
ekkert umferðarhlið.
finndu frelsið í fordfiesta
á aðeins miiljón og tólf
www.brimborg.is
Morðið á bresku sjónvarpskonunni Jill Dando
Reuters
TÆKNIMENN bresku lögreglunnar hafa fínkembt svæðið fyrir framan heimili Dando í von um að finna ein-
hverjar vísbendingar. Hér er verið að flytja burt bflinn hennar til rannsóknar.
Voru serbneskir
öfgamenn að verki?
London. Reuters.
Tarja
Halonen
I
I
,
I
1