Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 b MORGUNBLAÐIÐ LISTIR i RITHÖFUNDURINN Aron og pósturinn Frans. Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. hefur unnið í leikhúsi og sjálf erum við auðvitað á byrjunarreit sem at- vinnuleikarar," segir Egill Heiðar og bendir á nafna sinn Egil Ingi- bergsson ijósameistara. „Hann er auðvitað margreyndur leikhúsmað- ur sem allir héma reiða sig á.“ „Sig- urður Bjóla sér um tónlistina og hann er einnig með langa leikhús- reynslu," bætir Nanna Kristín við. „Okkur langaði að reyna eitthvað nýtt. Petta er svo falleg saga og á alltaf við,“ segir Jóhanna Vigdís. „Sagan um manninn sem er sannur og hreinn og beinn en er traðkaður í svaðið. Enginn skilur hann eða trúir honum og eftir situr litla fólkið með draumana sem aldrei rætast og horfir á eftir eina manninum sem sagði satt,“ segir Rúnar Freyr án þess að hika. „Frans er maðurinn sem þú sérð þegar þú horfir í spegil en þorir ekki að horfast í augu við,“ segir Stefán Karl um persónuna sem um ræðir og hann leikur. Leikritið ger- ist í gömlu húsi á norðurhjara án þess að staðurinn sé nánar tiltekinn. Þarna búa átta ungar manneskjur sem allar hafa sínar væntingar um framtíðina. Þau eru istmálari, bók- menntafræðingur, rithöfundur, póstburðarmaður, leikkona, lög- fræðinemi, geðlæknir og húsvörður sem er af suður-evrópsku bergi brotinn. Með sterkan hreim. „Við reynum að skapa mjög sterkar persónur og Hilmir Snær er sífellt að ýta okkur lengra í per- sónusköpuninni," segir Rúnar. „Galdurinn er að halda samt í ein- lægnina svo þetta verði ekki innan- tómar fígúrur,“ segir Laufey Brá. Þau eru sammála um að leikritið hafí verið krefjandi og skemmtilegt viðfangsefni. Þau lýsa því þannig að fyrri hlutinn sé gamansamur en smám saman þyngist undiraldan þar til í lokin að í ljós kemur að harmleikur hefur átt sér stað. O: .ViAV. „DRAUMHEIMUR leikhússins heillar," segir Einar Örn Gunn- arsson rithöfundur. hlutskipti listamanna koma fram í máli persónanna en Einar Örn verst fimlega spumingunni hvort hann sé að lýsa eigin reynslu, m.a. af bók- menntafræðingum. „Það verða samt áreiðanlega einhverjir sem túlka þetta svo að höfundurinn sé að nota tækifærið til að senda frá sér skila- boð til kvenbókmenntafræðinga í landinu. Það er nú öðru nær.“ „Þetta leikrit er pantað af hópn- um,“ segir Einar Öm. „ Hilmir Snær hafði samband við mig í haust og spurði hvort ég væri til í þetta og eftir að hafa játað því hófst ég handa og skrifaði verkið nánast í striklotu. Frá því ég skilaði handritinu í byrj- un febrúar hefur hópurinn tekið virkan þátt í að skerpa ýmsar per- sónur og þróa verkið. Fyrsta rennsli reyndist vera rúmir fjórir klukku- tímar þannig að við hjálpuðumst að við að stytta það. Mér hefur fundist gríðarlega mikils virði að hafa þá Hilmi og Egil með mér því þeir þekkja innviði leikhússins og hafa bent á ýmsar lausnir sem ég hafði ekki hugmynd um að væru mögu- legar.“ Einar Öm segir að leikritaskrif eigi mjög vel við sig. „Þetta hefur verið afskaplega lærdómsríkt og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að skrifa leiktexta og fengið hann birtan. Það er svo mikils virði að sjá textann lifna við og vita af því meðan á skriftunum stendur að textinn verður ömgglega sviðsettur. Ég gæti vel hugsað mér að helga mig nokkur ár því að skrifa leikrit. Þessi draumheimur leikhúss- ins heillar mig svo. Ég hef óskap- lega gaman af því að skrifa samtöl og búa til uppákomur á milli per- sóna. Ég hef mestan áhuga á fólki og sérstaklega því skringilega í fari fólks. Vinnubrögðin í leikhúsinu eiga einnig mjög vel við mig. Hópurinn hefur verið svo samstilltur og allir hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Ein- ar Öm Gunnarsson sem fær sitt fyrsta leikrit frumsýnt í Nemenda- leikhúsinu í kvöld. LEIKKONAN, málarinn, bókmenntafræðingurinn, geðlæknirinn og pósturinn. Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hinrik Hoe Haraldsson og Stefán Karl Stefánsson. Galdur að halda í einlægnina Nemendaleikhúsið í Lindarbæ frumsýnir í kvöld Krákuhöllina, nýtt leikrit eftir Einar Örn Gunnarsson. Hávar Sigurjónsson leit inn á æfíngu í Nemendaleikhúsinu þegar allt var í fullum gangi rétt fyrir frumsýningu og ræddi við hópinn sem útskrifast í vor úr Leiklistarskóla Islands. LINDARBÆR síðustu dag- ana fyrir fmmsýningu í Nemendaleikhúsinu er engu líkur. Leikhús, smíðaverkstæði, saumastofa og alls- herjar samastaðar útskriftarhóps Leiklistarskólans sem hefur unnið sleitulaust í tvo mánuði að uppsetn- ingu Krákuhallarinnar eftir Einar Öm Gunnarsson. Þannig hefur þetta verið í Lindarbæ á hverjum vetri í 24 ár en nú er breytinga að vænta, Lindarbær hefur fengið nýtt hlutverk, verður skjalageymsla Hagstofu íslands, og Nemendaleik- húsið hverfur á braut og haslar sér völl annars staðar næsta vetur. Hópurinn sem skipar Nemenda- leikhúsið í vetur em Egill Heiðar Anton Pálsson, Hnrik Hoe Haralds- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Páls- dóttir, Nanna Kristín Magnúsdótt- ir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Ekki er laust við að nokkurs saknaðar gæti hjá hópn- um um örlög leikhússins þeirra í Lindarbæ, en þau hafa staðið sig vel í vetur og boðið yfirvaldinu birginn. „Eftir að sýningum á ívanov lauk fyrir jólin áttum við ekki að fá að sýna hér meira en tókst að fá frest- un til vors,“ segir Stefán Öm Stef- ánsson. „Hingað og lengra seinna, sögðum við af hörku," bætir Hinrik við og þau brosa við. „Við emm samt stolt af því að hafa spomað á móti og fengið okkar fram að nokkra leyti,“ segir María. Og greinilegt er að þeim verður ekki til setunnar boðið því þegar era hafnar breytingar á húsnæðinu sem þó koma ekki niður á sýningaraðstöð- unni sjálfri heldur aðstöðunni bak- sviðs. „Við búum nánast í fataheng- inu með allt okkar hafurtask fram að framsýningu,“ segja þau. Framsýningarskjálftinn leynir sér ekki í hópnum. „Við erum líka að taka margfalda áhættu með þessari sýningu," segja þau. „Höf- undurinn hefur aldrei áður skrifað fyrir leiksvið, leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason er að leikstýra í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi, leik- myndina og búningana hannar Jór- unn Ragnarsdóttir sem aldrei áður EG VISSI nákvæmlega frá upphafi hvemig leikritið átti að enda en á tímabili var ég í vandræðum með að komast á leiðarenda,“ segir Einar Öm um Krákuhöllina, leikritið sem hann skrifaði sérstaklega fyrir Nemendaleikhúsið og frumsýnt verður í kvöld. „Saga bréfberans Frans er meg- insagan og hana hafði ég mjög skýrt í huga allan tímann. Þetta er auðvit- að sígilt minni um sakleysingjann og fómarlambið sem haft er fyrir rangri sök. Það sem vakti fyrir mér var að skrifa leikrit um hvemig sannleikurinn er tekinn af lífi. Hing- að til hef ég verið að skrifa um sann- leikann og blekkinguna og þetta leikrit fylgir þeirri hugsun. Þetta er sígilt viðfangsefni sem margir rit- höfundar - kannski flestir - leggja fyrir sig.“ Leikritið ber keim af bók- um mínum hvað stíl og byggingu varðar. Framan af verkinu er stíll- inn á léttum nótum en smám saman þyngist róðurinn og alvaran nær yf- irhöndinni. Þetta er kannski mín leið til að segja sögu.“ Eftir Éinar Öm liggja nú þegar fjórar skáldsögur, Næðingur, Benjamín, Draugasinfónían og Tár paradísarfuglsins. „Þetta er fyrsta leikritið mitt. Ég hef þó skrifað leiktexta áður en aldrei boðið hann neinum.“ Einar Öm tekur undir það sjónar- mið að í vissum skilningi sé erfitt að Hef mestan áhuga á fólki Einar Örn Gunnarsson stígur fram á sviðið sem leikritahöfundur í Nemenda- leikhúsinu í kvöld. Hávar Sigurjónsson ræddi við Einar Örn um reynsluna ____af leikritaskrifum og vinnunni_ í leikhúsinu. skrifa fyrir Nemendaleikhúsið. „Maður þarf sífellt að hafa huga ákveðið jafnræði á milli persónanna. Ég reyndi að leysa þetta þannig að allar persónumar era kynntar jafnt til sögunnar í upphafi og fyrrihluti verksins snýst eiginlega að mestu leyti um lýsingu á persónunum, inn- byrðis tengslunum á milli þeirra og andrúmsloftinu í húsinu og að undir- byggja seinni hlutann. Mér fannst skipta mjög miklu máli að ná rétta andrúmsloftinu í Krákuhöllinni, hús- inu sem persónumar búa í.“ Krákuhöllin er að sögn Einars fengin úr eigin reynslu að því leyti að fyrir nokkram áram bjó hann í niðumíddri villu ásamt fleira fólki í Björgvin í Noregi. „Villan hét Ki'ákeslottet svo tengslin eru aug- ljós en að Öðra leyti á sú reynsla lítið skylt við atburðarás leikritsins. Per- sónumar eiga sér heldur ekki nein- ar beinar fyrirmyndir en eru sam- settai' úr ýmsum áttum.“ Persón- umar era átta og þar á meðal era misheppnaður listmálari, lítilsigldur rithöfundur, hæfileikalítil leikkona og illa innrættur bókmenntafræð- ingur. Ymis sjónamið um listina og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.