Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 36

Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrlmur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐSTOÐ YIÐ LESBLINDA ÍSLENZKA skólakerfið hefur langt því frá tekið með skipuleg- um og eðlilegum hætti á vanda þeirra nemenda, sem eiga við les- blindu að stríða og veldur einstaklingunum oft miklum erfiðleik- um og þjáningum. Lesblinda (dyslexía) getur birzt í ýmsum myndum, m.a. í erfiðleikum í lestri og skrift, skorti á einbeit- ingu, ofvirkni og ósamhæfðum hreyfingum. Kynslóð eftir kyn- slóð hafa örugglega margir nemendur hrakizt frá námi vegna lesblindu og með þann stimpil á bakinu, að þeir gætu ekki lært og væru treggáfaðir. Nú í lok tuttugustu aldar er sú hætta enn raunveruleg, að þetta hendi nemendur vegna lesblindu. Astæðan er þekkingarskortur foreldra og kennara á þeirri skyntruflun, sem lesblindan er, svo og vegna þess, að úrræði skólanna til að aðstoða þessa nemendur eru alltof fá, m.a. sökum fjárskorts. í umfjöllun um lesblindu á menntasíðum Morgunblaðsins var m.a. rætt við Hannes Hilmarsson, kennara og félagsráðgjafa, sem hefur unnið að markvissum úrræðum og stuðningi við les- blinda nemendur. Hannes er ómyrkur í máli, þegar hann lýsir ástandinu í þessum efnum í íslenzku skólakerfi. „Við erum langt á eftir mörgum öðrúm þjóðum í því að styðja nemendur með dyslexíu og skólaganga þeirra er oft erfið. Það skortir að kynna dyslexíu í skólum og að byggja upp stuðning. Að mínu mati hef- ur verið framið mannréttindabrot á þessum nemendum," segir hann og bætir því við, að nemendur eigi rétt á námi við hæfi, svo að harkaleg framkoma við þá stangist bæði á við stjórnarskrána og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt vitnar Hann- es í ákvæði aðalnámskrár grunnskóla frá 1989 en þar segir: „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.“ Aður hefur komið fram í Morgunblaðinu, að skólar fá enga peninga til að starfa sérstaklega með lesblindum nemendum. Hversu umfangsmikið vandamálið er má ráða af því, að hjá greiningarstöð fyrir lesblinda við Kennaraháskólann voru 60 grunnskólanemendur á biðlista nýlega og 45 framhaldsskóla- nemendur. Að lokinni greiningu er það undir skóla nemandans komið, hvort hann fær einhverja hjálp eða ekki. Þetta ástand er ekki viðunandi. Vafalaust eru margir nemend- ur við nám, sem þjást af lesblindu, en hvorki þeir, foreldrar né kennarar hafa áttað sig á henni. Fyrsta skrefið er að fá grein- ingu á vandanum. I framhaldi af því ber skólayfirvöldum skylda til að beita nauðsynlegum úrræðum til aðstoðar. Velferð þessara ungmenna er í húfi. STAÐAN í KOSNINGA- BARÁTTUNNI NÚ ÞEGAR ein og hálf vika er til kjördags er lítið um tíðindi í kosningabaráttunni vegna alþingiskosninganna, sem fram fara annan laugardag. Telja má víst, að síendurteknar skoðanakann- anir gefí nokkuð örugga vísbendingu um hug og afstöðu kjós- enda. I stórum dráttum er vígstaða stjórnarflokkanna sterk, þótt augljóst sé að Framsóknarflokkurinn eigi í erfiðleikum í einstökum kjördæmum. I þeim efnum hefur vakið mesta athygli niðurstaða skoðanakönnunar Gallup í Austurlandskjördæmi, sem bendir til þess, að mikið fylgishrun hafí orðið hjá Fram- sóknarflokknum í kjördæminu. Þær vísbendingar eru áfall fyrir flokkinn og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Þótt líklegt megi telja, að breytingar verði á þessu fram að kosningum er augljóst, að það er erfitt að samræma erilsamt starf utanríkis- ráðherra þingmennsku í stóru landsbyggðarkjördæmi. I könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, vekur einna mesta athygli, að einungis helmingur kjósenda, sem kusu Alþýðuflokk og Alþýðubandalag í síðustu kosningum ætla að kjósa Samfylkinguna. Út af fyrir sig kemur það ekki á óvart að því er Alþýðubandalagið varðar, sem klofnaði í átökunum um stofnun Samfylkingarinnar en meiri athygli vekur, að Samfylkj ingunni skuli ekki haldast betur á kjósendum Alþýðuflokksins. I því sambandi má minna á þau sjónarmið, sem Morgunblaðið lýsti í forystugreinum á síðasta ári, að Samfylkingin yrði til þess, að töluverður hópur kjósenda Alþýðuflokksins mundi snúast til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn, ef af sameiginlegu framboði yrði. Sú virðist verða raunin því að 14% þeirra, sem kusu Alþýðu- flokkinn fyrir fjórum árum hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Þegar á heildina er litið gefa kannanir til kynna, að mest kjöl- festa sé í fylgi Sjálfstæðisflokksins og að flokkurinn sé að styrkja stöðu sína meðal þeirra hópa, sem fyrri kannanir höfðu bent til að mundu ekki styðja flokkinn í sama mæli og áður. Á það ekki sízt við um aldursflokkinn 60 ára og eldri en þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt stöðu sína verulega frá könnun Fé- lagsvísindastofnunar í marz. Enn sem komið er hafa því engar vísbendingar komið fram um óvænt úrslit í komandi þingkosn- ingum. Lagt til að milljarði króna verði varið í að efla tungutg Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis- ins hefur skoðað stöðu tungutækni hérlendis og telur hana slæma. Islendingar séu aftar- lega á merinni á þessu sviði. Þegar niðurstöður hennar voru kynntar í gær kom fram að mikil þörf er talin vera á átaki til að efla greinina og er þar m.a. horft til orðabóka í tölvutæku formi og forrita sem leiðrétta málfræði- og stafsetningarvillur. RÖGNVALDUR Ólafsson, formaður starfshóps um tungutækni. Vantar tæki, hugbúnað og fólk Morgunblaðið/Sverrir STARFSHÓPUR menntamálaráðuneytisins telur meðferð tungumálsins í tölvum og hugbúnaði hérlendis hafa hrakað síðan upplýsingatækniöld hófst hér fyrir rúmum tveimur áratugum. STARFSHÓPUR um tungu- tækni, þ.e. meðferð tungu- málsins í tölvum og hugbún- aði, á vegum menntamála- ráðuneytisins hefur skilað af sér skýrslu um stöðu greinarinnar og möguleika. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi í gær sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra setti og gerði ráðherra grein fyrir því að niðurstöður nefndarinnar verða athugaðar grannt í ráðuneyt- inu og á vegum ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytið hafí ekki tekið afstöðu til málsins, en ljóst sé að hans mati að þörf sé á áliti sérfræðinga og fræði- manna úr háskólasamfélaginu og einkageiranum, auk þess sem leita þyrfti eftir liðsinni slílu-a aðila vegna framhalds málsins. Hann minnti fundargesti á að um væri að ræða mjög mikilvægt verk- efni í þágu íslenskrar tungu og opna þyrfti augu manna íyrir því hversu brýnt erindi það eigi. „Ljóst er að þetta er fjárfesting sem skilar okkur í senn miklum árangri og arði,“ sagði ráðherra. Nefndin, sem skipuð er þeim Rögnvaldi Ólafssyni, eðlisfræðingi og dósent við HI, Eiríki Rögnvalds- syni, prófessor við HÍ, og Þorgeiri Sigurðssyni, rafmagnsverkfræðingi og íslenskufræðingi, leggur til að allt að einum milljarði króna verði varið á næstu fjórum árum til að verulegur árangur náist á sviði tungutækni hérlendis. Slíkt átak myndi styrkja hugbúnaðariðnaðinn og gæti leitt til útflutnings á þekkingu og búnaði. Mikið verk óunnið Rögnvaldur Ólafsson, formaður starfshópsins, segir mikið verk óunn- ið. Islensk upplýsingatækni sé vel þróuð miðað við önnur málssvæði en Islendingar séu skammt á veg komn- ir með að gera tæknina hæfa til nota íslenskuna. Þetta sé í ósamræmi við hinn almenna áhuga á tungunni hér- lendis og það starf sem unnið hafí verið í til dæmis nýyrðasmíði. Is- lenskan ætti samkvæmt öllum lög- málum að vera útdautt tungumál en í reynd sé hún virk þjóðtunga sem notuð er í öllum samskiptum og við- skiptum þjóðarinnar. Rögnvaldur bendir á að nýyrðasmíði byggist á ís- lenskri hefð og þátttöku fólks sem hugsar um tunguna frá öðru sjónar- miði en margir þeir sem hafa starfað í tölvuheiminum. ,Að mörgu leyti hafa þetta verið tveir heimar og tölvufólk hefur beint sjónum að öðru en að hugsa um tungumálið. Við eigum langa hefð fyrir vönduðu máli en hún hefur ekki tengst tækninni nægjanlega mikið. Þessu þarf að breyta því þegar málin eni skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að við eigum ekki einföldustu leið- réttingarforrit fýrir málfræði og stafsetningu sem notuð eru í allri vinnu. Slík forrit eru grunnurinn fyr- ir flóknari verkefni á sviðinu. Þau verkfæri sem þarf fyrir ritað mál eru einnig grunnurinn að hinu talaða máli, en á meðan við eigum ekki ein- földu hlutina sem aðrar þjóðir eru farnir að líta á sem sjálfsagða hluti, getum við lítið gert,“ segir Rögnvald- ur. „Þetta er vandamál nútímans en ekki einhverrar fjarlægrar framtíð- ar.“ Hann kveðst þeirrar skoðunar að sum vandamál tungutækni muni væntanlega leysast sjálfkrafa vegna öflugri tækni og breyttrar stefnu framleiðenda gagnvart erlendum mörkuðum, en önnur verði íslend- ingar að leysa sjálfir. Ganga þurfí hart fram í að koma íslensku inn í al- þjóðlega staðla og á öllum sviðum þarf að vera tekið tillit til íslenskrar tungu og sérkenna hennar, strax við framleiðslu viðkomandi búnaðar. Hann segir tal vera eitt helsta for- gangsmálið, enda sé svo komið að ýmiss konar tölvubúnaður sé farinn að vera raddstýrður eða þannig gerður að hann skilur ensku og nokkur tungumál önnur. „Þarna þurfa menn að fylgjast með og þróa forrit sem skilja íslenskt talmál," segh' hann. „Það er mjög brýnt að ná því sam- an sem þó er til og gera það aðgengi- legt fyrir þá sem vilja búa til búnað í þágu tungutækninnar. Akveðin starfsemi í þessa veru er í burðar- liðnum og hjá ESB er að finna nýja áætlun sem hægt er að sækja í þekk- ingu, auk þess sem sambönd og sam- vinna geta orðið að veruleika,“ segir Rögnvaldur. Hann bendir á að markaðurinn hérlendis hafí verið mjög erfiður viðureignar og hafi gagnleg verkefni dagað uppi þar sem fyrirsjáanlegt hafí verið að þau myndu ekki bera sig. Ekki bæti úr skák að hugbúnaði sé hnuplað í talsverðum mæli hér- lendis, þannig að útgáfa á íslenskum forritum sem tengjast tungutækni þm'fí að kljást við ólögmæta fjölfóld- un. „Væri hægt að losna við þjófnað- inn eða minnka hann að minnsta kosti verulega, þannig að menn selji tvö eintök af sínu forriti í stað eins, myndi það gera markaðinn öflugii og bæta málin verulega. Sama máli gild- ir t.d. um leturgerðir iyrir tölvur og setningarvélar, en fólk gerir sér ekki alltaf gi-ein fyrir að letur sé eitthvað sem menn hafi lagt peninga í og eigi rétt á greiðslum fyrir.“ Þörf á tölvutækum málgrunni Hann kveðst telja þörf á sameigin- legum málgrunni sem margir gætu lagt efni í og geyma myndi t.d. dag- legt mál, mál tengt íþróttum, mál tengt viðskiptum, mál tengt tölvúm o.s.frv. Útgefendur, þýðingarmið- stöðvar, ríkisstofnanir og margvís- legir aðrir aðilar myndu leggja slík- um grunni lið. Starfshópurinn telur stöðu tungu- tækni hérlendis hafa hrakað síðan upplýsingatækniöld hófst hér fyrir rúmum tveimur áratugum. Nýlegur samningur við Microsoft-fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.