Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 37

Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 37 ekni hérlendis um að þýða Windows-stýrikerfið á ís- lensku sé hins vegar skref í rétta átt. „Hópurinn álítur að næsta skref hljóti að vera að búa til tól til þess að leiðrétta ritað íslenskt mál og að því verki eigi að hraða. Hann vill vara við því að grunnurinn er ótraustari en margir kunna að álíta að óathug- uðu máli og því er hér mikið verk óunnið. Vegna fámennis er markaður hér lítill og því skipta aðgerðir og skilningur stjórnvalda meiru hér á landi en í öðrum löndum,“ segir í skýrslunni. Hópurinn álítur að í kjölfar samn- ingsins við Microsoft eigi að hvetja til þess að útbúin verði ýmiss konar „tungutæknitól“ sem vinni með ís- lenskan texta og auðveldi notkun ís- lensku í upplýsingaþjóðféláginu. Með þessu er meðal annars átt við að gerð verði tól til að leiðrétta stafsetningu og málfræði og skipta orðum milli lína svo eitthvað sé nefnt. Einnig er horft til að samin verði rafræn ís- lensk orðabók og samheitaorðabók sem séu öllum aðgengilegar, að upp- lýsingar um beygingar orða verði í hverri tölvu og annað sem tengist meðferð tungumálsins. Stígi þjóðin ekki slíkt skref, sé hætt við að erfitt verði að nota íslenska tungu í upplýs- ingaþjóðfélaginu. „Sum vandamál tungutækninnar munu væntanlega leysast sjálfkrafa vegna öflugri tækni og breyttrar stefnu framleiðenda gagnvart er- lendum mörkuðum, en önnur verða Islendingar að leysa sjálfir. Hér skiptir höfuðmáli að reyna að tryggja að á öllum sviðum sé tekið tillit til ís- lenskrar tungu og sérkenna hennar strax við framleiðslu búnaðar. Einnig þarf að ganga hart fram í að koma íslensku inn í alþjóðlega staðla. Almennt þarf að nota altækar lausnir í stað sértækra. Þetta er eina stefnan sem getur tryggt að íslenska sé not- hæf í upplýsingatækni í framtíðinni. Sérlausnir eru dýrar, þær hafa stutt- an endingartíma og eru mjög erfiðar og mannfrekar í viðhaldi og þeim ætti ekki að beita nema í brýnustu neyð.“ Smár markaður til trafala Nefndin telur markað fyrir tungu- tækni á Islandi ekki nægjanlega stóran til þess að hann geti staðið undir þeirri þróunarvinnu sem þurfi til þess að tryggja stöðu íslenskrar tungu í upplýsingasamfélaginu. Þjóð- in muni hins vegar væntanlega smám saman greiða þann kostnað sem hlýst af því að íslenska upplýs- ingatæknina og vera tilbúin að greiða fyrir það efni hærra verði, enda efnið á íslensku. Þó sé þörf á átaki til að koma tungutækni á fæt- uma og það verði ekki gert án stuðn- ings hins opinbera. Nefndin álítur að slíkt átak muni borga sig til lengri tíma litið. Mai'kmiðið með slíku átaki ætti að vera að styrkja sameiginleg- an grunn tungutækninnar og söfnun hráefnis fyrir tól tungutækninnar og að hvetja fyrirtæki til að þróa slík tól, meðal annars með því að nýta hráefnissafnið. „Á þennan hátt gæti skapast nýr iðnaður í tungutækni og sá sem þeg- ar er fyrir hendi mun styrkjast. Með þessu er átt við ýmsan iðnað tengdan útgáfu og meðferð tungumálsins, svo sem útgáfu á orðabókum og orða- söfnum, hugbúnað til leiðréttinga á stafsetningu og málfari, ýmis hjálp- arforrit við textasmíð, talgervla og hljóðtól. Vænta má, ogýta ætti und- ir, að slíkur iðnaður á Islandi mundi nýta þekkingu sína og færni til þess að sækja inn á erlenda markaði, en þar munu vafalaust bjóðast ýmis tækifæri á næstu árum og áratug- um,“ segii' í skýrslunni. Ekki undan glímunni vikist Rögnvaldur kveðst telja brýnt að veita beina styrki til hagnýtra rann- sókna í greininni og einnig til fyrir- tækja sem þróa myndu ákveðnar af- urðir tengdar tungutækni. „Einnig vantar okkur fólk, bæði þá sem hafa dýpri fræðilega þekkingu á málvís- indum og einnig á tölvumálum, svo sem gervigreind. Þjóðin okkar er svo fámenn að það er við ýmsa erfiðleika að etja, en við getum ekki vikist und- an þessari glímu.“ Afanganiðurstöður könnunar á stöðu grunnrannsókna hérlendis kynntar Islenskir fræðimenn standa framarlega ISLENSKIR fræðimenn standa framarlega og koma vel út í samanburði við erlenda starfs- bræður sína, þegar tekið er til- lit til afkasta þeirra, áhrifa og birt- inga á greinum og rannsóknum, svo eitthvað sé nefnt. Ekki síst á þetta við um lyfjafræði, læknisfræði og jarðfræði, en staða annarra greina er einnig með ágætum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Þórlindssonar prófess- ors og Ingu Dóru Sigfúsdóttur á árs- fundi Rannsóknarráðs íslands á þriðjuag, þar sem þau kynntu áfanga- niðurstöður könnunar á stöðu grunn- rannsókna hérlendis. Inga Dóra segir að eitt af því sem taka verði tillit til eru þeir mæli- kvarðar sem notaðir eru til að ákvarða stöðu grunnrannsókna hér- lendis. Mat á vísindastarfi sé flókið, ekki síst vegna þess hversu erfitt er að skilgreina eða afmarka viðfangs- efnið. Skilin milli hagnýtra rann- sókna og grunnrannsókna séu ekki skýr og verði stöðugt óljósari og megi sömu sögu segja varðandi ýmis önnur hefðbundin skil í vfsindastarfi. Mannauður í vísindum „Þegar litið er á tengslin á milli raunvísinda og hagnýtra vísinda, kemur í ljós að skilin eru ekki skörp. Það er hins vegar ljóst að í grunnvís- indum er unnið með nokkuð öðrum hætti, þar sem einstaklingurinn ákveður sjálfur hvað hann ætlar að rannsaka og hefur frelsi til að gera það á grundvelli stöðunnar í sinni fræðigi'ein. Þannig er sköpunarmátt- ur og frumkvæði einstaklingsins virkjað og í því liggur kannski helst mannauður okkar í vísindum. Áður töldu menn að það sem gerðist síðar og væri í beinu framhaldi, væri að menn tækju þessa þekkingu og hag- nýttu hana. Nú vitum við að þetta er ekki svo, tengsl grunnvísinda og hag- nýtra eru flókin og margþætt og erfitt að greina á milli,“ segir Þórólf- ur. „Við getum í því sambandi tekið dæmi af stóru vinningunum sem ís- lenskir fræðimenn eru að fá, og sumir þeirra eru mjög stórir, og þá kemur í ljós að þeir eru yfirleitt að fá þessa vinninga vegna rannsókna sem þeir unnu sjálfir. Þeir ákváðu sjálfir hvaða viðfangsefni þeir ætluðu að fást við, hvernig þeir ætluðu að nálgast það og hvaða skref þeir tækju næst í þekk- ingarleitinni. Þegai' hraðinn og breyt- ingarnar verða jafn mikil í þjóðfélag- inu og raun ber vitni vilja stórfyrir- tækin í vaxandi mæli kaupa hug- myndir og einstaklinga á þessu sviði. Því má segja að grunnvísindin í dag séu fjölþættari en áður og að þau séu byggð á fleiri hlutum." Inga Dóra segir að spyrja megi hvort þeir mælikvarðar sem notaðir voru gefi raunsanna mynd af árangri vísindamanna á mismunandi sviðum með tilliti til ólíkra birtingarhefða. Hún benti á að við útkomu prófessora við mat kjaranefndar, en þar voru sömu mælikvarðar notaðir og þau studdust við, hafi komið í ljós gott samræmi í meðaltali rannsóknarstiga milli sviða. „Þannig er meðaltal rannsóknar- stiga meðal prófessora á félagsvís- indasviði tæplega 446 stig, á verk- fræði- og raunvísindasviði tæplega 516 stig, á hugvísindasviði tæplega 501 stig og hæst á heilbrigðissviði eða 597 stig. Af þessu að dæma endur- spegla mælikvarðamh' mismunandi birtingarhefðir milli sviða,“ sagði Inga Dóra. Mælikvarðar hefðbundnir Hún sagði að draga mætti þá ályktanir að vísindasamfélagið byggi enn á hinum hefðbundnu mælikvörð- um. Þannig veljist menn til forystu innan alþjóðlegs vísindasamfélags meira og minna á grundvelli rann- sókna sinna, eins og þær birtast í við- urkenndum tímaritum á alþjóðavett- vangi. „Vísindamenn virðast þannig ekki velja á milli þess að stunda rannsókn- ir eða þjóna vísindasamfélaginu á annan hátt. Þeir sem birta mest velj- ast einnig til annarra verkefna. Þetta virðist vera meginreglan í heilbrigð- isvísindum, félagsvísindum og raun- vísindum.“ Um áfanganiðurstöður er að ræða og er búist við að í haust verði gefin út skýrsla með niðurstöðum könnun- arinnar á grunnrannsóknum og mál- þing haldið í kjölfarið. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs Is- lands, sagði í ræðu sinni á ársfundin- um að árangur íslenskra vísinda- manna hafi ekki verið kynntur sem skyldi. „Það eru ævintýri að gerast í rannsóknum hér á landi, ekki síður en í heimi popptónlistar,“ sagði Vil- hjálmur. Hann benti þó einnig á veikleika í því umhverfi sem vísindasamfélagið stai-far í og beindi sjónum í því sam- bandi að skipulagi og starfsháttum hins mikla fjölda smáiTa rannsóknar- eininga hér á landi og hlutfallslega minnkandi getu íslendinga til að fjár- magna langtímarannsóknir. Einnig sagði hann stöðu þeirra einstaklinga sem vilja helga sig grunnrannsóknum vera erfiða. Grunnrannsóknir flöskuháls? „Með ört vaxandi hlut fyrirtækja í rannsóknum en stöðnuðum fjárveit- ingum til Vísindasjóðs og Tæknisjóðs hefur dregið úr vægi langtímarann- sókna í landinu. Nú er svo komið að Vísindasjóður getur ekki stutt nema hluta þeirra umsókna sem fá framúr- skarandi einkunn fagráða. Umsóknir hækka en meðalupphæð styrkja stendur í stað og er undir 800 þúsund krónum. Það þykir varla nægja fyrir tveggja mánaða launum starfsmanns í upplýsingageiranum," sagði Vil- hjálmur. Hann kvaðst telja verulega hættu á að langtímarannsóknir eða gi'unn- rannsóknir til uppbyggingai- á þekk- ingu og færni verði á næstunni einn helsti flöskuhálsinn í nýsköpun á ís- landi. Af þeim sökum muni RANNÍS leggja á það áherslu við stjórnvöld að mæta þuifi aukinni fjárþörf til verk- efna á því sviði með auknum framlög- um til sjóða ráðsins, sérstaklega Vís- indasjóðs. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra benti m.a. á í ávarpi sinu á fundinum að í háskóla starfa menn ekki í vernduðu samfélagi heldur í harðri samkeppni. Þar skipti ekki síð- ur máli en á öðrum vettvangi að fyrir- komulag og stjórnarhættir tryggi að kraftar allra nýtist sem best, jafnt nemenda sem kennara. „Þeir tapa sem hræðast breytingar í stað þess að grípa tækifærin sem í þeim felast,“ sagði Björn. Hann vitnaði í orð forsætisráð- herra við afhendingu nýsköpunar- verðlauna Rannsóknarráðs og Út- flutningsráðs 3. mars síðastliðinn, þar sem forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að rekstur stofnana á borð við Byggðastofnun, Nýsköpun- arsjóð Útflutningsráð, Rannsóknar- ráðs, rannsóknastofnanir, fjárfest- ingaskrifstofur og Ferðamálaráð væri ekki endilega sjálfgefinn í óbreyttri mynd. Hann væri þeirrar skoðunar að fara þyrfti fram endur- mat á næstu misserum í þessum efn- um. Björn varpaði fram ýmsum spurningum í sambandi við þetta sjónarmið og m.a. hvort Islendingar verðu of miklu af takmörkuðu rann- sóknafé í stjórnun og yfirbyggingu, mat og eftirlit. Breytingar koma til greina „Ég tek heilshugar undir með for- sætisráðherra, þegar hann segir að hinu opinbera kerfi megi breyta, ef við teljum okkur geta nýtt takmarkað fé okkar betur og haft umgjörðina hagkvæmari og einfaldari. Raunar eigum við að breyta þessu keifi, ef við teljum okkur ekki ná þeim ár- angri, sem að er stefnt. Markmið okkar er ekki að reka opinberar rannsóknastofnanir þeirra sjálfra vegna heldur að beina opinberu fjár- magni til rannsókna og þróunar," sagði Bjöm. Hann benti á að keppni um rann- sóknafé hefur aukist jafnt og þétt og leita beri því allra leiða til að stækka þá sjóði sem styrkja rannsóknir og þróun. „I því efni á bæði að huga að nýjum tekjustofnum og einnig að ráð- stöfun á fjármunum, sem era fyrir hendi. Forgangsröðun í þágu rann- sókna felst ekki einungis í því að auka útgjöld ríkissjóðs heldur einnig hinu að ráðstafa fé á annan hátt en nú er gert,“ sagði ráðherra. Ferðamálaráð og RANNÍS semja um rannsóknir í ferðaþjónustu FERÐAMÁLARÁÐ íslands og Rannsóknarráð íslands gerðu á þriðjudag með sér samning um rannsóknir á sviði ferðaþjónustu. Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, segir samninginn endurspegla vilja beggja ráðanna til að efla rannsóknir og þróunar- starf í ferðamálum og að með hon- um eigi að ýta undir slíkt starf. „Það er gert ráð fyrir að Rann- sóknarráðið komi sér upp sér- fræðiþekkingu á málefnum ferða- þjónustunnar innan ráðsins og meti á faglegan hátt bæði þörfina fyrir rannsóknir innan atvinnu- greinarinnar og gildi einstakra umsókna um rannsóknarverkefni. Ráðið skuldbindur sig til að koma upp faglegri þekkingu í þessum efnum,“ segir Tómas Ingi. Hann segir að írar séu senni- lega sú þjóð sem hafi fengið hæstu framlög frá Evrópusambandinu til að stunda rannsóknir og þróunar- starf í ferðaþjónustu og hafi þau Rannsóknir og þróunarstarf eflt stuðlað að því að ferðaþjónusta er orðin ein kröftugasta og stærsta atvinnugrein Irlands. „Kannanir í ferðaþjónustu taka til mjög margra sviða, t.d. er um að ræða markaðskannanir sem sýna hvaða markaðir henta okkur best og á hvaða mörkuðum lsland hafi slagkraft. Einnig rná sjá fyrir rannsóknir á sérstöðu íslands sem ferðaþjónustulands og möguleik- um þess. Enn fremur verður að skoða hvort að áherslurnar sem við leggjum nú séu réttar eða ekki og hvort að við eigum að beina at- liygli erlendra ferðamanna frekar að íslensku samfélagi og menn- ingu en náttúru landsins. Niður- stöður í þessum efnum hafa grundvallaráhrif á hvernig við þróum þessa grein í framtíð- inni. Fjárfesting- in í atvinnu- greininni er injög mikil en arðsemin ekki sem skyldi og við þurfum líka að rannsaka hvernig á því stendur.“ Tómas Ingi bendir á að atvinnu- greinar á borð við sjávarútveg, Ttímas Ingi Olrich landbúnað og iðnað styðjast við rannsóknarstofnanir, sem efli mjög rannsóknir á þeirra atvinnu- sviði og sé um bæði grunnrann- sóknir og hagnýtar rannsóknir að ræða. Hafi möguleiki þessara greina til að þróast og marka stefnu verið í samræmi við skrið- þunga á því sviði. Þetta hafi ekki gilt um þá atvinnugrein sem er orðin ein stærsta atvinnugrein á íslandi, þ.e. ferðaþjónusta. „Með tillöguflutningi á Alþingi og stefnumótun samgönguráð- herra í þessum efnum hefur verið reynt að taka á þessu og með nýj- um lögum, sem voru samþykkt í vor, heyra rannsóknir í ferðamál- um og kannamr nú undir Ferða- málaráð. Við höfum þegar gert einn samning við Háskólann á Akureyri um rannsóknir og með þessum samningi við Rannsóknar- ráð höldum við áfram á þessari braut. Það er mikið fagnaðar- efni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.