Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 51
MINNINGAR
LOFTUR
JÓNSSON
+ Loftur Jónsson
fæddist í
Reykjavík hinn 10.
aprfl 1937. Hann
lést á Landspítalan-
um hinn 21. aprfl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Sigurður Lofts-
son, forstjóri, f. 11.
desember 1881, d.
nóvember 1958, og
Brynhildur Þórar-
insdóttir, húsmóðir,
f. 14. maí 1905, d.
ágúst 1994. Systkini
hans eru Ingibjörg,
látin, eiginmaður Arni Björns-
son, látinn, Sigríður, eiginmað-
ur Ásgeir Guðmundsson,
Katrín, Gunnhildur, eiginmaður
Gunnar Hansson, og Þórarinn,
eiginkona Anna Þórðardóttir.
Loftur var kvæntur Ástu Mar-
gréti Hávarðardóttur, f. 27.
ágúst 1936. Foreldrar hennar
voru Hávarður Valdemarsson,
stórkaupmaður, f. 23. ágúst
1905, d. ágúst 1993, og Ingi-
björg Kjartansdóttir, húsmóðir,
f. 24. desember
1913, d. febrúar
1986. Börn Lofts og
Ástu Margrétar
eru: 1) Jón Sigurð-
ur, framkvæmda-
stjóri, f. 1963 og 2)
Ingibjörg, sjúkra-
þjálfari, f. 1964; eig-
inmaður Ágúst
Guðjón Arason,
kerfisfræðingur, f.
1960. Börn þeirra
eru Sonja Hrund, f.
1988, og Ásta
Karen f. 1992.
Loftur ólst upp í
Vesturbænum í Reykjavík.
Hann lauk Verslunarskólaprófi
1955, stundaði síðan nám í versl-
unarháskóla í Leeds í Englandi.
Hann tók við fyrirtæki föður
síns, Jóni Loftssyni hf., árið
1958 og var forstjóri þess þar til
í maí 1998 að hann varð að láta
af störfum vegna veikinda.
Útför Lofts fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Nú sit ég hér þinn dánarbeð við,
og bíð þess að Herrann þig leiði á æðra svið.
Guð minn, hjálp mér sterk að vera,
er sorgaröldur mig með sér bera.
Mannanna sorg mikil ætíð verið hefur,
er sálin sitt musteri yfirgefur.
En huggun og kærleikur Guðs um mig
flæðir,
því ég veit að Kristur þig engilskarti klæðir.
(Arason Inga)
Elsku pabbi. Þá er samfylgd okk-
ar hér á jörðinni lokið. Þú átt æðra
verk fyrir höndum þar sem hæfi-
ieikar þính- og tní munu nýtast vel.
Eftir sitjum við hin með dýrmætar
minningar sem munu koma til með
að lýsa okkur á dimmum sorgar-
stundum. Þú varst mín stoð og
stytta í gegnum allt mitt líf. Þitt
trausta handtak og hlýja faðmlag
veittu mér meir en nokkur orð.
Krossmarkið á ennið, sem var þín
sérstæða kveðja, verndaði mig í
lífsins ólgu sjó.
Þakka þér fyrir ómetanlegar
stundir á Hnausum þegar við
ræddum tilgang lífsins með fegurð
Snæfellsness sem undirspil. Þar
varst þú konungur í ríki þínu, þar
varst þú sæll. Þakka þér fyrir allan
stuðninginn, alla væntumþykjuna,
alla viskuna og heilræðin.
Það er ekki efi í mínum huga að í
dag er hátíð í himnaríki.
Þln dóttir
Ingibjörg.
Það var um haust árið 1980 að ég
hitti Loft í fyrsta skipti. Við höfð-
um verið að draga okkur saman, ég
og dóttir hans, Ingibjörg, í nokkrar
vikur. Það var ekki annað hægt en
að bera virðingu fyrir þessum há-
vaxna og glæsilega manni. Þá, að-
eins tvítugum að aldri, fannst mér
Loftur heldur strangur á dóttur
sína en í dag er ég þakklátur fyrir
að hafa kynnst hernaðarlist hans í
að vernda einkadóttur sína fyrir
ágengum aðdáanda. Ég mun án efa
koma til með að ganga í þann
viskubrunn þegar kemur að því að
vernda mínar eigin dætur. Það var
svo ekki fyrr en við Ingibjörg trú-
lofuðumst ári síðar að Loftur tók
mig í sátt, þá loks sannfærður um
heiðai-legan ásetning minn. En þá
eignaðist ég líka traustan vin sem
gott var að leita til með hin ýmsu
vandamál.
Þær eru ógleymanlegar hinar
ófáu ferðir sem voru farnar til
Hnausa og þá ekki síst þegar við
skutumst bara tveir að veti-arlagi.
Tímanum var þá varið í að dytta að
húsinu en ekki síst í að deila draum-
um okkar og innstu hugsunum. Það
var svo nú einu sinni þannig með
Loft að hann var heldur dulur og
sparsamur á að láta tilfinningar sín-
ar í ljós, en á Hnausum varð hann
oft annar maður og við þróuðum
með okkur trausta vináttu. Það var
ýmislegt sem var rætt á þeim
stundum en ekki síst velt 'fyrir sér
tilgangi lífsins og guðstra sem var
hans uppáhalds umræðuefni og þar
var ekki aldeilis komið að tómum
kofunum hjá Lofti. Þessar samveru-
stundir voru mér ómetanlegar og
kenndu mér margt um tilgang lífs-
ins auk þess sem þá var oft slegið á
létta strengi.
Fráfáll Lofts varð mér þung-
bært, ekki síst vegna þess að að-
stæður höguðu því þannig að ég var
víðs fjarri þegar hann kvaddi þenn-
an heim. Ég hafði nú samt kvatt
hann hinstu kveðju í huga mínum
um jólin þegar vitað var hvert
stefndi.
Ég er þakkklátur fyrir að Loftur
fékk að halda reisn sinni og dvelja á
heimili sínu fram að síðustu dögum
þar sem hann naut kærleiksríkrar
umönnunar tengdamóður minnar.
Minningarnar um Loft mun ég
geyma um aldur og ævi.
Ágúst Arason.
Ég var ekki oft hjá honum af því að
ég bý í Ameríku en þegar ég kom
til hans var mjög gaman. Sérstak-
lega var gaman að vera með afa á
Hnausum. Þar fannst honum afa
svo^ gaman að tína bláber.
Ég gleymi því aldrei hvað afi var
gjafmildur. I fyrrasumar sátum við
tvö fyrh’ utan söluskála í Borgar-
nesi á leið til Hnausa. Hann gaf
mér pening og ég var svo leið að ég
hafði ekkert að gefa honum svo að
ég sagði honum að ég ætlaði að
gefa honum ástina mína. Mér líður
vel núna að vita að ég hafi sagt
þetta við hann af því að amma segir
að hann hafi aldrei gleymt því.
Elsku afi, ég mun alltaf muna
hvað þú varst góður við mig og hve
trúaður þú varst. Þú kvaddir mig
alltaf með krossmaríd og nú er ég
að kveðja þig með krossmarki líka.
Takk fyrir allar góðu stundirnar.
Þín
Sonja Hrund Ágústsdóttir.
Mágur minn, Loftur Jónsson,
andaðist á Landspítalanum síðasta
vetrardag eftir langa og harða bar-
áttu við erfiða sjúkdóma. Hinn 10.
apríl sl. varð hann 62 ára og áttum
við systkini hans og makar þá
ánægjulega stund á yndislegu
heimili þeirra Ástu í Blikanesi 19 í
Garðabæ. Umræðurnar fóru vítt
um svið, við ræddum stjórnmál,
ástandið í fyrrverandi Júgóslavíu
og atburði í fjölskyldunni og tók
Loftur þátt í þeim umræðum með
svipbrigðum sem sýndu að hann
fylgdist vel með þjóðmálum og því
sem hæst bar í heimsfréttunum
þótt ekki gæti hann tjáð sig með
orðum. Á þeirri stundu datt engum
í hug að hann yrði kallaður til ann-
arra heima aðeins nokkrum dögum
síðar.
Það eru um 45 ár síðan ég sá
hann fyrst. Loftur var 13 ára, hár og
grannur unglingur með bjartan svip
og glettni í augum. UndÚTÍtaður
gerðist á þeim árum tíður gestur á
Hávallagötu 13, aðeins fjóram áram
eldri en unglingurinn. Loftur var
þriðja barn heiðurshjónanna Bryn-
hildar Þórarinsdóttur og Jóns Lofts-
sonar, stórkaupmanns, stofnanda og
eiganda Jóns Loftssonar hf. Jón var,
eins og eldri menn muna, þjóðkunn-
ur athafnamaður og brautryðjandi á
sviði byggingariðnaðar og verslun-
ar. Heimilið á Hávallagötu, þar sem
Brynhildur réð ríkjum, var hinn
trausti heimur elsku og atlætis á
uppvaxtai’áram systkinanna sex
sem ólust þai- upp í einstakri um-
hyggju Brynhildar og Jóns.
Leið Lofts lá í Verslunarskólann
og á sumrin vann hann í fyrirtæki
föður síns þar sem við áttum sam-
leið um skeið. Ég man eftir honum
sem sendisveini, í byggingarvinnu, í
afgreiðslu, á skrifstofunni og á stóra
Mack International, sem var einn
glæsilegasti vörabíll þess tíma. Á
honum lá leiðin á Snæfellsnesið að
vorlagi til að flytja vikurinn úr fjall-
inu og ekki ósennilegt að þá hafi
tryggð hans við landið undh- Jökli
mótast.
En skjótt skipast veður í lofti. Jón
Loftsson andaðist árið 1958 og var
ljóst að Loftur myndi taka við stjórn
fyrirtækisins, enda hafði hann síð-
ustu árin verið við hlið föður síns við
stjórn þess. Mikil ábyrgð var því
lögð á herðar hins unga manns er
hann á vegum fjölskyldunnar tók
við viðamiklum rekstri eins af
stærstu fyrirtækjum landsins.
Loftur var gæddur athafnaþrá
og dugnaði föður síns og lagði á
næstu árum í ýmsar nýjungar í
verslunarrekstri. Má þar til nefna
tilraunir hans með að veiða ál í
gildrar og koma honum með flugi á
markað í Hollandi. Jafnframt flutti
hann til landsins með sama hætti
ferska ávexti, sem var nýjung hér á
landi. Viðamesta verk hans var þó
uppbygging vöruhúss í stórhýsi
Jóns Loftssonar við Hringbraut
121 sem opnað var 1972. JL-húsið
skyldi það heita í minningu Jóns en
það hafði eimitt verið draumur
hans að koma á fót alhliða vöruhúsi
með byggingaivörar og húsbúnað.
Tengsl Lofts við Snæfellsnesið
áttu eftir að verða varanleg því þar
byggði fjölskyldan glæsilegt hús í
landi Hnausa þar sem Snæfellsjök-
ull blasti við. Varð það allt til síð-
ustu missera hinn eftirsótti griða-
staður til hvfldar og uppbyggingar
og átti fjölskyldan þar óteljandi
ánægjustundir í stórþrotnu en um
leið friðsömu umhvei’fí. Það er í
fersku minni er við Sirrý komum
fyrst í heimsókn og Loftur sýndi
okkur landið, ræddi um umhverfið
og kraftinn frá jöklinum. Um
kvöldið sátum við í turnherberginu
og heilluðumst af tign landsins.
I mörg ár átti Loftur við erfiða
sjúkdóma að stríða og vakti Ásta
yfir hverju hans fótmáli til hinstu
stundar af ást og kærleika með að-
stoð barnanna Jóns og Ingibjargar
og systkina Lofts. Ingibjörg, Ágúst
og börnin tvö hafa dvalið erlendis
um nokkurra ára skeið við nám og
störf en á síðustu jólum var fjöl-
skyldan sameinuð í síðasta skipti og
nutu börn, tengdasonur og barna-
börnin samverunnar í ríkum mæli,
því einmitt í faðmi fjölskyldunnar
átti Loftur sínar bestu stundir.
Barnabörnin Sonja Hrund og Ásta
Karen voru í miklu uppáhaldi, enda
elskuðu þær afa sinn og gerðu sitt
til að stytta honum stundirnar og
hjálpa honum til að ná heilsunni
aftur.
Lofts er sárt saknað af fjöl-
skyldu, systkinum og mökum
þeirra, venslafólki og fjölmörgum
samstarfsmönnum í gegnum árin.
Margir þeirra minnast hans fyrir
örlæti og hjálpsemi en einmitt
þessa eiginleika áttu foreldrai’ hans
í ríkum mæli.
Loftur var trámaður mikill og
iðkaði trá sína af einlægni og sann-
færingu um langt skeið. í söfnuði
kirkjunnar vora þau Ásta aufúsu-
gestir og Biblían þeirra stoð og
styrkur. Loftur vissi að hverju
stefndi og kveið ekki förinni yfir
móðuna miklu og var friður og ró yf-
ir hægu andláti hans á Landspítal-
anum í návist fjölskyldu og systkina.
Elsku Ásta og fjölskylda. Við
Sirrý og börn okkar sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningin um elskulegan eigin-
mann, föður, tengdaföður og afa
ylja ykkur um hjartarætur á
ókomnum áram.
Blessuð sé minning hans.
Ásgeir Guðmundsson.
Hann afi var alltaf mjög góður.
Það eru ekki margir dagar síðan
nánasta fjölskylda Lofts var saman
komin í Blikanesinu til að halda upp
á 62. afmælisdag hans. Það var
óvenjulega bjart yfir honum þenn-
an dag þar sem hann sat í stól sín-
um og hlustaði og fylgdist með því
sem fram fór. Sjúkdómurinn sem á
hann herjaði gerði það að verkum
að hann var frekar áheyrandi en
þátttakandi, en stutt var í brosið ef
umræðumar gáfu tilefni til þess.
Þegar hugsað er til baka þá eru
vafalaust allmörg ár síðan hrörnun-
arsjúkdómur sá sem lagði hann að
velli gerði fyrst vart við sig. Hægt
og bítandi náði hann yfirhendinni á
þessum sterka manni. Það var ekki
fyrr en síðustu tvö árin sem maður
gerði sér raunverulega gi-ein fyrir
því að hann gekk ekki heill til skóg-
ar.
Það var á árinu 1965 sem ég
kynntist Lofti fyrst en á því ári
steig ég stærsta gæfuspor lífs míns
er yngsta systir hans, Gunnhildur,
og ég trúlofuðum okkur. Strax
gerði ég mér grein fyrir því að
verðandi mágur minn var sérstakur
maður, dulur og alls ekki allra. En
hjartahlýjan var ekki langt undan
og þau tvö næstu sumur er ég varð
þeimar gæfu aðnjótandi að vinna
fyrir hann kynntist ég harðdugleg-
um og framsýnum athafnamanni,
eiginleikar sem hann átti ekki langt
að sækja til föður síns. Þessir eigin-
leikar komu sér vel er hann mjög
ungur tók við fyrirtæki föður síns
að honum látnum.
Það kom m.a. í minn hlut að selja
notaða bfla, en Loftur hafði verið
framkvöðull í því að taka bfla upp í
nýja, sem nú er talinn sjálfsagður
viðskiptamáti. Hann lagði allt kapp
á að hafa umgjörð bílasölunnar að-
laðandi og man ég vel eftir því að
fólk hafði oft á orði að þarna fyndist
því það vera komið inn í alvöra,
traustvekjandi bflasölu. Og við-
skiptin vora eftir því.
Annað verkefni er mér mjög
hugleikið en Loftur taldi mikla
möguleika í rekstri bílaleigu sem
byði upp á ameríska bíla. Var hann
búinn að gera góða samninga við
bílaframleiðendur þá sem hann var
umboðsmaður fyrir. Var mér falið
að annast allan undirbúning að
gangsetningu þessarar hliðarbú-
greinar sem átti mjög vel heima
með þeim rekstri sem fyrir var.
Ég man eftir því að stuttu eftir að
ég hafði látið prenta bæklinga til
dreifingar hérlendis og erlendis og
allur undirbúningur á lokastigi
kom Loftur til mín og tjáði mér að
hann þyrfti þvf miður að hætta við
allt saman þar sem leigubflstjórar,
sem voru þá stórir viðskiptavinir
Jóns Loftssonar hf., kröfðust þess
að hann hætti við þessi áform sín
þar sem slík bílaleiga myndi hafa
veruleg áhrif á þein-a viðskipti.
Þetta eru aðeins dæmi um fram-
sýni Lofts. Margar nýjungar sem
mörkuðu tímamót kom hann með í
tímans rás en aðrir kunna betri
skil á þeim en ég.
Ásta mín, Jón, Ingibjörg, Ágúst,
hnáturnar tvær sem og Sirrý, Kata,
Gulla og Þórarinn. Eg bið góðan
Guð að styrkja ykkur og blessa í
ykkar miklu sorg. Eftir lifir minn-
ingin um góðan dreng.
Gunnar M. Hansson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON,
Víðivöllum 14,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju á morgun,
föstudaginn 30. apríl, kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Kristrún Hjörleifsdóttir.
t
Hjartans þakkir færi ég frændum og vinum,
venslafólki, kunningjum, nemendum, félögum
og fyrirtækjum fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför
INGVARS KRISTINS ÞÓRARINSSONAR.
Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki sjúkra-
hússins á Húsavík fyrir einstaka hlýju og um-
önnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Björg Friðriksdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför föður
míns, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR H. SIGURÐSSONAR,
Hólmagrund 13,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild
5 við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki fyrir
góða umönnun og vinsemd.
Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Unnur Elfa Guðmundsdóttir, Jón Viðar Magnússon,
Alfa Lára Guðmundsdóttir,
Guðmundur Víðir Guðmundsson,
Sigurlaug Rún Jónsdóttir.