Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Þökkum af alhug auösýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR LAUFEYJAR ÁRNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr-
unarheimillnu Seli fyrir frábæra umönnun og
félögum í Gamla Geysi fyrir söng við útförina.
Kári S. Johansen,
Gunnar Kárason, Svana Þorgeirsdóttir,
Gréta Aðalsteinsdóttir,
Kári Árnason Johansen, Herborg Árnadóttir Johansen,
og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN RÖGNVALDSSON
skipstjóri og hafnarvörður,
Hávegi 58,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstu-
daginn 30. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast Kristjáns, er bent á Minningarsjóð um drukkn-
aða sjómenn frá Siglufirði.
Lilja Jóelsdóttir,
Marteinn Kristjánsson, Ásta Óla Halldórsdóttir,
Jóel Kristjánsson,
Helga Bergsdóttir,
Bryndís Kristjánsdóttir, Þórólfur Tómasson,
Kristján Kristjánsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Guðni Kristjánsson, Kristbjörg Kemp,
Jónína Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússson,
Hildur María Pedersen, Guðmundur Ármann Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug vegna veikinda,
andláts og útfarar
GUÐBJARGAR VILBORGAR
STEFÁNSDÓTTUR,
Sólheimum 30,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær söfnuðurinn í Fíladelfíu og
starfsfólk á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild A-7,
spítalans.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján R. Kristjánsson,
Stefán R. Kristjánsson, Þorvaldur Kristjánsson,
Sóley B. Kjartansdóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug við andlát og aðstoðuðu
okkur við útför föður okkar, tengdaföður og
afa,
BENÓNÝS FRIÐRIKS FÆRSETH
skipstjóra,
Keflavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Gísli Benónýsson.
og kvennadeild Land-
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför
SIGURÐAR H. GUÐMUNDSSONAR
flugvirkja,
Ásgarði 77.
Elísabet Marfa Víglundsdóttir,
Ásdís Sigurðardóttir,
Víglundur Sigurðsson,
Margrét Rósa Sigurðardóttir,
Þórhildur Sigurðardóttir,
Guðmundur Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðarson,
Halldór Sigurðsson,
Gfsli Geir Jónsson,
Ólafur Viðar Birgisson,
Kolbrún S. Jóhannesdóttir,
Guðmundur Þorkelsson,
Eyrún Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Arína Margrét
Sigurðardóttir,
húsfreyja og versl-
unarmaður, fæddist
í Enni í Refsborgar-
sveit í Engihlíðar-
hreppi í A-Húna-
vatnssýslu hinn 10.
september 1919.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 16.
apríl síðastliðinn. A.
Margrét ólst upp í
Enni og bjó þar til
19 ára aldurs þegar
hún fluttist til
Reykjavíkur þar sem hún bjó
síðan alla tíð til dauðadags. For-
eldrar hennar voru Halldóra
Sigríður Ingimundardóttir, hús-
freyja í Enni, f. 15.5. 1896, d.
23.11.1967, og Sigurður Sveins-
son, bóndi í Enni, f. 2.12. 1883,
en hann drukknaði í Blöndu
25.2. 1924. Seinni
maður Halldóru Sig-
ríðar og stjúpfaðir A.
Margrétar var Guð-
mundur Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi í
Enni, f. 1.3. 1901, d.
7.1. 1967. A. Margrét
var fjórða í röð fimm
alsystkina. Elstur og
yngstur þeirra systk-
ina voru þeir bræður
Sveinn Helgi og Ingi-
mar Sigurberg er
dóu sem kornabörn.
Auk A. Margrétar
komust á legg Hólmfríður Krist-
ín, húsmæðrakennari, Preston,
Englandi, f. 20.9. 1916, d. 4.7.
1995, og Sveinn Helgi, húsgagna-
smiður, Reykjavík, f. 7.6. 1918, d.
10.10. 1970. Hálfsystkini A. Mar-
grétar eru: Elsa Guðbjörg, f. 3.5.
1930, húsfreyja og vefnaðarkenn-
ari, Ketilsstöðum, Vallahreppi í
S-Múlasýslu, Sigurður Heiðar,
f. 14.6. 1934, viðgerðarmaður,
Blönduósi, og Ingimundur Æv-
ar Þorsteinsson, f. 1.3. 1937,
bóndi í Enni.
Hinn 21. febrúar 1948 giftist
A. Margrét Hálfdani Helgasyni,
stórkaupmanni, f. 24. mars
1908, d. 25. janúar 1972. For-
eldrar hans voru Helgi Jónsson,
kaupfélagssljóri á Eyrarbakka,
f. 16.12. 1868, d. 24.3. 1950, og
Guðrún Torfadóttir, húsfreyja,
f. 23.10. 1869, d. 3.5. 1950. Þau
A. Margrét og Hálfdan eignuð-
ust tvo syni og eru þeir: 1) Sig-
urður, verslunarmaður. Dætur
hans eru Margrét, lögfræðing-
ur, og Gunnþórunn, læknanemi.
2) Gunnar Helgi, rekstrarhag-
fræðingur og forsljóri, kvæntur
Gunnhildi J. Lýðsdóttur, við-
skiptafræðingi. Synir þeirra
eru: Hálfdan Guðni, vélaverk-
fræðingur, Lýður Heiðar, fram-
haldsskólanemi, og Helgi Már.
Utför A. Margrétar fór fram í
kyrrþey 23. apríl, að ósk henn-
ar sjálfrar.
ARÍNA MARGRÉT
SIG URÐARDÓTTIR
Með þessum fáu orðum langar mig
til að minnast elskulegrar tengda-
móður minnar sem nú er látin.
Margrét var ein af þessum sterku
konum sem ávallt hélt fullri reisn
þrátt fyrir ágjöf í lífsins ólgusjó.
Margrét var dæmi um þolgóðan
einstakling sem nýtti mótbyr til
þess að draga lærdóm af og þannig
efla sjálfa sig og þá sem lögðu við
hlustir þegar hún miðlaði af reynslu
sinni á sinn hæverska hátt.
Margrét ólst upp við erfiðar að-
stæður eins og ekki var ótítt á þeim
dögum. Hún missti ung föður sinn
sem drukknaði í Blöndu þegar hún
var fimm ára. Óhætt er að fullyrða
að sú reynsla markaði djúp spor í lif
þeirra systkina en hún minntist eitt
sinn á við mig það hræðilega ástand
sem ríkti á meðan leitin að föður
hennar stóð yfir. A árunum á eftir
reyndi mjög á móður hennar og
systkini við búreksturinn þegar
styðjast þurfti við hjálp vina og mis-
áreiðanlegs lausafólks. Breyting
varð þó hér á þegar Guðmundur
Þorsteinn, síðar stjúpi Margrétar,
réðst sem ráðsmaður til móður
hennar haustið 1925 en hann átti
eftir að reynast þeim vel.
A æskuárunum starfaði Margrét
í Enni við alhliða sveitastörf og að-
stoðaði móður sína við rekstur
heimilisíns og uppeldi þriggja hálf-
systkina sinna. Aisystkini hennar
fóru ung að heiman og það féll því
snemma í hlut Margrétar að tengja
saman eldri og nýja tíma á heimil-
inu. Hugur Mai-grétar stóð til náms,
t.d. í Verslunarskólanum eða í
hjúkrun, en ekki varð úr þeim
áformum. Hún sótti þó Húsmæðra-
skólann á Blönduósi í tvo vetur,
1936-38. Margrét fluttist 19 ára
gömul til Reykjavíkur þar sem hún
vann ýmis störf, s.s. á bókbands-
stofu og við saumskap, þar til hún
giftist Hálfdani Helgasyni í febrúar
1948. Eftir 1961 starfaði hún sleitu-
laust við hlið manns síns við rekstur
heildverslunar sem hún þurfti oft að
axla ábyrgð á vegna erfiðrar heilsu
Hálfdanar. Eftir andlát Hálfdanar
1972 starfaði Margrét áfram við
heildverslun þeirra hjóna til ársins
1991 þegar hún dró sig í hlé.
Margrét var ávallt vinmörg og
vel liðin. Þess ber merki stór hópur
vina sem hún myndaði sterk tengsl
við á hinum ólíku æviskeiðum. Hún
var í eðli sínu dul kona sem hafði þó
til hins síðasta skýra hugsun sem
elli kerling hafði á engan hátt náð
að vinna á. Hún hafði einlægan
áhuga á öðrum, spurði margs og var
góður hlustandi, sem vinir hennar
kunnu að meta. Hún var dugleg að
heimsækja vini og ijölskyldu á litla
bílnum sínum sem hún ók til hinsta
dags. Hún naut þess að vera innan
um strákana okkar Gunnars Helga
ög sýndi mikinn áhuga á þvi sem
þeir höfðu fyrir stafni hverju sinni.
Sex vikum fyrir andlátt sitt varð
Margrét fyrir því að missa svilkonu
sína, Hönnu Helgason, en þær
höfðu verið samferða í yfir 50 ár og
bjuggu hlið við hlið síðustu sjö árin
á Aflagrandanum. Við fundum það
glöggt að hún saknaði hennar sárt.
Haustið 1995 fékk Margrét svo
slæmt hjartaáfail að henni var ekki
hugað líf. I stað þess að óska eftir
hjálp tók hún sig upp og hélt á fund
heimilislæknis síns. Eftir heimilis-
t
Ástkær móðir. okkar,
AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTR
frá Hjaitabakka,
síðar húsmóðir á Ytra-Ósi,
Steingrímsfirði,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þóra Magnúsdóttir,
Marta Magnúsdóttir,
Nanna Magnúsdóttir,
Þórarinn Magnússon.
t
Elsku drengurinn okkar, ástkær bróðir okkar
og barnabarn,
VILHJÁLMUR GÍSLASON,
lést á Landspítalanum mánudaginn 26. apríl.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 3. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Barnaspítala Hringsins.
Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson,
Anna Ýr Gfsladóttir,
Sindri Freyr Gíslason,
Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason,
Nanna Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gíslason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ARÍNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 16. apríl. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát hennar.
Gunnar Helgi Hálfdanarson, Gunnhildur J. Lýðsdóttir,
Sigurður Hálfdanarson,
barnabörn og makar.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
HÖNNU ANDERSEN,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-
32-A, Landspítalans.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Kristjánsdóttir,
Ágústa Þ. Kristjánsdóttir.