Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 64
64 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Lög Marlene Dietrich í Kaffileikhúsinu annað kvöld •NV.W • ' . W. t Söng á Islandi á stríðsárunum Morgunblaðið/Kristinn SIF Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich í Kaffileikhúsinu á föstudagskvöld. SÖNGKONAN þýska Marlene Dietrich söng fyrir banda- ríska hermenn í seinni heims- styrjöldinni og blés eflaust mörg- um þeirra eldmóð í brjóst. Annað kvöld astlar Sif Ragnhildardóttir að syngja lög Marlene og inn á milli segir Arthur Björgvin Bollason frá ferli hennar og hvernig lögin urðu til. „Eg átti heima í Pýskalandi í mörg ár og er þar enn með annan fótinn,“ svarar Arthur spurður um einlægan áhuga á söngkonunni. „Eg hef alltaf haft gaman af Mar- lene Dietrich og hef t.d. gert um hana útvarpsþætti." Ferill hennar var um margt merkilegur, ekki síst vegna þess að hún var venjuleg stúlka frá Berlín sem sigraði hug og hjörtu fólks um heim allan á erfíðum tímum í ver- aldarsögunni. „Hún varð í raun fræg fyrir röð tilviljana. Við upphaf ferilsins valdi hinn virti leikstjóri Steinberg hana til að leika í þýsku kvikmyndinni „Bláa englinum“. Hann hafði séð hana á sviði í Berlín og heillast af henni. En hún sýndi þessu lítinn áhuga og hélt því fram að hún væri ekki rétta manneskjan í hlutverkið. Hún var mjög hógvær og dró úr öllum þeim kostum sem leikstjórinn sagði hana hafa til að bera,“ segir Arthur. Marlene var alla tíð mikil huldu- mær, sveipuð dulúð og þótti leynd- ardómsfull. I seinni heimsstyrjöld- inni tók hún sér það óvenjulega verkefni fyrir hendur að ferðast á milli bandarískra herstöðva og syngja íyrir bandamenn því sjálf var hún Þjóðverji. „Fyrir það fékk hún bágt heima fyrir og allt til dauðadags vildu margir Þjóðverjar Einstakt á íslandi! Öll verd í okkar búdum frá kr. 198 til 998 VILT ÞÚ GRÆÐA! SKOÐAÐU ÞÁ OKKAR VERÐ Otrúlega búöin Laugavegi 118, sími 511 4141 Kringlunni, sími 588 1010 Keflavík, sími 421 1736 ÁBREIÐUR FYRIR STRAUBORÐ 100% cotone með svampi. Okkar verð kr. 398. Almennt verð kr. 690. LAKKAÐAR BASTKÖRFUR 3 STK. í EININGU Stærð 28 cm Dýpt 10 cm. Stærð 26 cm Dýpt 8,5 cm. Stærð 23 cm Dýpt 7,0 cm. Okkar verð kr. 690. Almennt verð kr. 990. FERÐAHITA- BRÚSI ÚR RYÐFRÍU ÞÝSKU STÁLI 1L Óbrjótanlegur með ól og handfangi. Okkar verð kr. 998. Almennt verð kr. 2.890. TVEGGJA BLAÐA RAKVÉL 20 STK. í EININGU Okkar verð kr. 298. Almennt verð kr. 580. Einblaða kr. 198. Almennt verð 358. EUROPA STRAUBORÐ Stærð 110x32 cm. Okkar verð kr. 998. Almennt verð kr. 2.990. GEISLADISKA STANDUR FYRIR 60 DISKA úr lökkuðu járni og við. Okkar verð kr. 998. Almennt ve kr. 1.800. ekki fyrirgefa henni að hafa gengið í lið með óvinun- um,“ segir Arthur. Marlene kom til Islands í stríðinu og söng í Trípólíleikhúsinu þar sem fyrirmenn þjóð- arinnar, þar á meðal sjálfur Sveinn Björns- son forseti, hlýddu á söng hennar. Hún flutti ung til New York þar sem hún lést árið 1992. Síðustu árin lokaði hún sig af og vildi ekki sýna sig á almannafæri því hún var mjög viðkvæm fyrir áliti fólks og hvernig hún leit út. „Hún kom fram sjónvarpsviðtali nokkrum árum áður en hún dó og viðtalið var allt kvikmynd að yfír öxlina á henni því hún vildi að heim- urinn minntist sín sem ungrar og fallegrar konu,“ seg- ir Arthur en hann ætlar að segja áheyrend- um Kaffi- leikhússins annað kvöld frek- ari deili á söngkon- unni og spinna saman sannleika og slúður að eigin sögn. ◄ MARLENE var mjög falleg kona og vildi ekki sýna sig op- inberlega á efri árum. 1 ISSS Aður kr. 4.990 Bh 1 St. 28-45 Litur: Dökkblár Nú kr. 2.990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.