Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 72
ThinkPad
Aðsendar greinar á Netinu
MeHseldo og vetölauimðo
laitölva iheimimim
<0> NÝHERJI
S: 569 7700
#mb l.is
ALLTAf= eiTTH\SAÐ A/YT7
MOROUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Um 1200 litrar af áfengi fundust í Hvítanesinu í Hafnarfírði
Ellefu handteknir
vegna smyglmáls
TOLLGÆSLAN í Hafnarfirði, rík-
istollstjóri, Tollgæslan í Reykjavík
og lögreglan í Hafnarfírði yinna að
rannsókn máls sem tengist innflutn-
ingi á um 1200 lítrum af sterku
áfengi sem flutt var til landsins í
fíutningaskipinu Hvítanesi. Ellefu
manns voru handteknir í gær og yf-
irheyrðir vegna málsins, þar af níu
manna áhöfn skipsins.
Tollgæslan í Hafnarfírði hafði
fylgst með skipinu frá því að það
kom til landsins á mánudag og lét
til skarar skríða snemma í gær-
morgun.
Um 1200 lítrar af áfengi fundust
um borð, en skipið, sem er í eigu
SÍF, var að koma frá Torrevie á
Spani.
I áhöfn skipsins eru Pólverjar og
Islendingar og voru skipverjar færð-
ir til yfirheyrslu til lögreglunnar í
Hafnarfirði. Búist var við að yfir-
heyrslur stæðu yfír fram eftir nóttu.
Að sögn lögreglunnar í Hafnarfírði
hafa tveir menn auk áhafnarinnar
verið handteknir vegna málsins og
voru þeir einnig yfirheyrðir í gær.
Grunsemdir um smygl
um nokkurt skeið
Að sögn tollgæslunnar hafði hún
haft vissar grunsemdir um nokkurt
skeið um að smygl væri um borð og
lét til skarar skríða í morgunsárið í
gær þegar verið var að lesta skipið
til brottfarar. Leit var hætt að sinni
um borð í skipinu skömmu fyrir
klukkan 22 í gærkvöldi.
Síðustu tvær viðkomuhafnir
skipsins áður en það kom til íslands
voru á Spáni, en skipið sinnir eink-
um saltútflutningi til Spánar og
Portúgals.
Rúmar sjö vikur eru síðan stórt
smyglmál kom upp í Reykjavík þeg-
ar um 700 lítrar af áfengi fundust í
Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins,
auk bjórs og vindlinga. Pað mál er
enn í rannsókn lögreglunnar í
Reykjavík.
Mj altavélmenni
í íslensk fjós
NÝ TÆKNI í mjöltum gæti á
næstu árum gjörbreytt vinnu
kúabænda. Hópur Islendinga
kynnti sér þessa nýju tækni,
mjaltavélmenni, í Hollandi í
síðasta mánuði. Þóroddur
Sveinsson, forstöðumaður Til-
raunabúsins á Möðruvöllum,
hefur kynnt mjaltavélmennin í
Eyjafirði að undanförnu og
segir hann áhugann mikinn.
Búnaðurinn með öllu tekur
um 15 fermetra gólfpláss. Eitt
tæki annar um 60 mjólkandi
kúm sem að meðaltali eru
mjólkaðar þrisvar á dag. Arm-
ur tækisins fer undir kúna og
þvottabúnaður strýkur af
spenanum, þá setur armurinn
hylki á spenana, en sérstakur
geislaskynjari finnur þá.
Vinnusparnaður er veruleg-
ur með þessari mjaltatækni og
vinnutími frjálsari, þar sem
bændur eru ekki bundnir föst-
um mjaltatímum. Eftirlit og
skráning á upplýsingum er vel
skipulagt, kýrnar hafa sérstök
merki um hálsinn sem gerir
tækinu kleift að þekkja hvaða
kýr er að koma til mjalta
hveiju sinni. Hollenskur
mjaltabúnaður af þessari gerð
kostar um 12 milljónir króna.
Allt stefnir í að fyrstu tækin
komi hingað á næsta ári.
Benedikt Hjaltason, bóndi á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit,
var með í Hollandsferðinni og
sagðist hann hafa mikinn
áhuga á að kaupa mjaltavél-
menni. „Eg er að at.huga mál-
ið, þetta kostar mikið,“ sagði
Benedikt.
Faghópur heilbrigðis-
ráðuneytis
Tillaga um
að leggja
niður
stjórnir
í SKÝRSLU faghóps heilbrigðis-
ráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa
er því varpað fram hvort nauðsyn-
legt sé að sjúkrastofnanir hafí sér-
staka stjórn, hvort ekki sé nægilegt
að forstjóri og framkvæmdastjómir
beri fulla ábyrgð á rekstrinum gagn-
vart eiganda.
Davíð A. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði
þessa hugmynd hafa komið nokkrum
sinnum til umræðu og ætti hún við
um stjórnir í fyrirtækjum ríkisins al-
mennt en ekki aðeins sjúkrastofnan-
ir. Taldi hann nokkuð skiptar skoð-
anir um þessa hugmynd og sagði
þetta atriði vera til skoðunar um
þessar mundir, eins og önnur atriði
skýrslunnar.
Faghópurinn tók til athugunar
fjölmörg atriði varðandi fjárveiting-
ar til sjúkrahúsa, rekstraráætlanir,
þjónustusamninga og verkaskipt-
ingu. í kafla um skipulag og stjórnun
er lagt til að lög um heilbrigðisþjón-
ustu verði endurskoðuð meðal ann-
ars með tilliti til skipunar og hlut-
verks stjóma og flokkunar sjúkra-
húsa eftir tegund og þeirri þjónustu
sem þeim er ætlað að veita.
Bent er á að sjúkrastofnanir
landsins séu fjölmargar og að eðli-
legt þyki að heilbrigðisráðherra
skipi meirihluta stjórnarmanna og
fylgi seta stjórnarmanna starfstíma
ráðherra. Síðan segir í skýrslunni:
„Vaxandi efasemdir em um hvort
að hlutverk þeirra við núverandi
kringumstæður sé raunhæft og er
stjórnarmönnum í raun gert erfitt
fyrir að sinna hlutverkum sínum sem
skyldi. Alþingi skipar fulltrúa í
stjórn ríkisspítala en á jafnframt að
gegna eftirlitshlutverki um rekstur
spítalans. Eiga sveitai’félögin að
skipa í stjórn sjúkrastofnana á veg-
um ríkisins? Er nauðsynlegt að hafa
þennan millilið, er ekki nægilegt og
jafnvel nauðsynlegt að forstjóri og
framkvæmdastjórnir stofnananna
beri fulla fjárhagslega og faglega
ábyrgð á rekstrinum gagnvart eig-
endum stofnananna?“
Morgunblaðið/Ásdís
TOLLGÆSLAN leitaði í Hvítanesi í Hafnarfjarðarhöfn fram til klukkan 22 í gærkvöldi. Ellefu manns voru handteknir vegna smyglmálsins í gær.
*
Urvalsvisitala aðallista Verðbréfaþings lækkaði um 2,73%
Bréf í 21 hlutafélagi
lækkaði í verði í gær
Varnarliðsflutningar
Útboð
innan tíu
daga
VONIR standa til að útboð
vegna vamarliðsflutninganna
verði eftir tíu daga eða jafnvel
skemur, að sögn Williams
Merrigan, lögfræðings hjá flutn-
ingadeUd bandaríska hersins.
I viðtali í gær við Stefán
Kjæmested, framkvæmdastjóra
Atlantsskipa ehf., kom fram að
flutningadeild Bandaríkjahers
hefði ákveðið að fresta útboði
þar tU deUur íslensku skipafé-
laganna hefðu verið leystar.
Merrigan var ósammála þeirri
skoðun Stefáns Kjæmesteds að
útboðið gæti hugsanlega dregist
í nokkur ár.
■ Útboð/C4
ÚRVALSVÍSITALA aðallista Verð-
bréfaþings íslands lækkaði um
2,73% í gær, sem er næstmesta
lækkun sem átt hefur sér stað á ein-
um viðskiptadegi frá því að þingið
tók til starfa. Mesta lækkunin átti
sér stað á síðasta ári, er vísitalan
lækkaði um 2,76%.
Á aðallista lækkaði gengi bréfa í
21 hlutafélagi í gær en fjögur stóðu í
stað. Einungis tvö félög hækkuðu í
verði, Opin kerfi um 1,0% og Búnað-
arbanki Islands um 0,3%. Hlutabréf
Baugs voru skráð á aðallista Verð-
bréfaþings í gær. Viðskipti með bréf
félagsins námu tæplega 12 mUljón-
um króna. Engin breyting varð á
markaðsvirði Baugs sem endaði í
genginu 10.
„Andrúmsloft á hlutabréfamörk-
uðum hefur breyst mjög á skömmum
tíma. Fyrir tveimur til þremur vik-
um voru allir reiðubúnir að kaupa,
en núna er mikið framboð af bréfum
á markaðnum og fæiri sem bera sig
eftir þeim sem leiðir til verðlækkun-
ar,“ segir Almar Guðmundsson hjá
markaðsviðskiptum Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins. Lækkun úr-
valsvísitölu Verðbréfaþings Islands
nemur 4,1% á tólf daga tímabili frá
16. apríl til 28. apríl. Frá byrjun jan-
úar á þessu ári til 16. apríl hafði úr-
valsvísitalan hækkað um 10,7%.
Tryggvi Tryggvason, forstöðu-
maður markaðsviðskipta hjá við-
skiptastofu Landsbankans, segist
telja að þessi þróun til lækkunar
hlutabréfaverðs geti jafnvel haldið
áfram næstu vikur og mánuði.
„Ef milliuppgjör fyrirtækja gefa
tilefni til bjartsýni gæti það eitthvað
breyst, en að óbreyttu finnst mér
fleira benda til þess að þetta haldi
áfram heldur en að þróunin snúist
við. En hér er ég að tala um markað-
inn í heild þótt ég sé einna svartsýn-
astur á sjávarútvegsfyrirtækin,"
sagði hann.
■ Ástæðan/C2