Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 11
Ásdís sagði að starfsfólkið hefði
barist á móti sameiningunni því það
hefði óttast það sem nú er orðið að
veruleika. „Við vissum að þetta færi
svona enda hef ég geymt yfirlýsing-
amar frá 1996. En þetta eru svo
sem ekki endalok. Við höfum áður
upplifað atvinnuleysi en aldrei lengi
í einu, kannski tvo mánuði. Rúm-
lega 70 manns fengu útborgað síð-
astliðinn föstudag en þeir verða
mun færri í haust. Þá er líka
daufasti tíminn en það er engin
lausn að ganga í störf sem útlend-
ingar gegna. En ég ætla að sjá til
með framhaldið og láta uppsagnar-
frestinn líða.“
Ekki sammála mömmu
Mæðgurnar Guðrún Helga Jó-
hannesdóttir og Jóhanna Guð-
mundsdóttir vinna hjá Vinnslustöð-
inni. „Hún segir að næga vinnu sé
að fá hérna en ég er ekki sammála,“
sagði sú síðarnefnda. Sonur hennar,
Guðmundur Bjarnason, er 12 ára og
búa mæðginin hjá Guðrúnu Helgu.
Hann var að ljúka námi í 6. bekk
grunnskólans, er í skátafélaginu
Mel og vonast til að komast á lands-
mótið í sumar. Hins vegar segist Jó-
hanna hvorki eiga sumarfrí né
vinnu í vændum.
„Ég er alveg eyðilögð," sagði hún.
„Ég hafði heyrt ýmislegt en bjóst
ekki við að þetta færi svona illa. Ég
geri ekki ráð fyrir að halda vinnunni
og það hefur mikil áhrif. Ég má
ekki vinna allan daginn og erfitt
verður að fá annað starf héma. Eins
þýðir varla að fara í bæinn því leiga
hefur hækkað svo mikið. Þess
vegna er þetta mikill skellur.“
Jóhanna sagðist ætla að bíða og
sjá til. „Vonandi fæ ég eitthvað að
gera en það er allt fullt hjá öðrum
fyrirtækjum í fiskvinnslunni. Ég veit
ekki hvað ég á að gera en þetta verð-
ur að bjargast einhvem veginn."
Sár og súr
Mæðgumar Sigríður Ái-nadóttir
og Guðný Jónsdóttir vinna líka hjá
fyrirtækinu. „Ég er voðalega sár og
súr,“ sagði Sigríður. „Ég er líka
mjög reið og þori varla að tala um
þetta því ég óttast að tala af mér, er
hrædd um að ég segi eitthvað sem
ég á ekki að segja. En það er alveg
ljóst að mikil óvissa er framundan
og uppsagnirnar setja örugglega
strik í reikninginn hjá mörgum.
Fólk er í fjárfestingum og gerir ráð
fyrir að fá launin reglulega."
Hún sagðist samt ekki ætla að
gefast upp og bætti við að eiginmað-
urinn, Jón Baldursson, væri í góðri
vinnu hjá Skipaþjónustu Suður-
lands. „Við fiytjum ekki og ef í
harðbakkann slær er ekki málið að
sækja vinnu héðan til Reykjavíkur.
Það er líka gott að búa í Þorláks-
höfn.“
Kvótinn er farinn
Erfitt reyndist að fá viðbrögð
karlmannanna. Mátti skilja að lík-
legra væri að þeir héldu vinnunni og
var eins og þeir óttuðust eitthvað.
Sumir sögðu að nú væri komið að
stjórnmálamönnum að sýna viljann
í verki en aðeins einn karlmaður
vildi koma fram undir nafni.
Þorsteinn Gunnarsson býr á Kot-
strönd í Ölfusi en hefur unnið hjá
Vinnslustöðinni í Þorlákshöfn í 39
ár. „Mér skilst að 15 til 20 starfs-
menn verði áfram en ég reikna al-
veg eins með því að verða sagt upp
og verð þá að fara að leita mér að
annarri vinnu,“ sagði lyftaramaður-
inn. „Þetta kom mjög fljótt upp og
ég trúði því varla að það yrði lokað
en þess vegna hef ég ekki kannað
hvort hægt sé að fá annað starf. Þó
oft hafi verið talað um að loka hefur
þessi eining gengið vel og því mátti
halda að henni yrði haldið áfram.
Með góðum fiski má reka fyrirtækið
hér með hagnaði en kvótinn er far-
inn.“
Vonleysi hjá ungu stúlkunum
Guðrún Eva Jónsdóttir og Guðný
Jónsdóttir, sem verða 17 ára síð-
sumars og í haust, heimsóttu Hörpu
Lind Pálmarsdóttur, sem verður
tvítug í ágúst, eftir fundinn í gær en
hún hætti hjá Vinnslustöðinni fyrir
tveimur árum og starfar hjá mynd-
bandaleigunni Tojyimyndir og Kaffi
FRETTIR
Yfírlýsingar vegna Vinnslustöðvarinnar og Meitilsins 1996
Minnst 4000 þorskígildi
verði unnin í Þorlákshöfn
Rún. Stúlkurnar sögðu að svo væri
sem fótunum hefði verið kippt und-
an þeim og mikil óvissa væri
framundan.
„Ég vann hjá Vinnslustöðinni í
fyrrasumar, um jólin og um pásk-
ana, er nýbyrjuð aftur og treysti á
þessa vinnu í sumar; hafði síðan
hugsað mér að fara í bæinn og læra
fórðun en nú veit ég ekki hvað ég á
að gera,“ sagði Guðný, sem starfar
við hlið móður sinnar, Sigríðar
Árnadóttur. „Hér er búið að ráða í
öll störf. Ég er áhyggjufull því ég
finn ekki aðra vinnu.“
Guðrún tók í sama streng. „Það
er talað um að starfsleyfi útlending-
anna hjá Ámesi og Portlandi verði
ekki endurnýjuð þegar þau renna út
í haust en ekki er hægt að bíða
þangað til auk þess sem við höfum
ekkert á móti útlendingunum. Ég
byrjaði að vinna hjá Vinnslustöðinni
fyrir ári vegna þess að þetta var
eina starfið sem mér líkaði héma en
nú er það farið. Ég var að hugsa um
að fara aftur í skóla en ég geri ráð
fyrir að flytja í bæinn þar sem ég
vona að ég fái vinnu hjá 10-11.“
Eins og hjá öðmm viðmælendum
var stutt í reiðina hjá stúlkunum.
„Þó allir tali um að þetta hafi legið í
loftinu frá sameiningunni var alltaf
sagt að það yrði örugglega ekki lok-
að fyrr en í haust og því byrjaði ég
aftur héma en svo er allt í einu allt
búið,“ sagði Guðný. „Þetta er allt
sameiningunni að kenna,“ sagði
Guðrún og bætti við að ástandið
gæti verið betra. Talað hefur verið
um að opna hérna pappírsverk-
smiðju og hvernig væri að gera eitt-
hvað í því.“
STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf.
og stjórn Meitilsins hf. gerðu með
sér eftirfarandi viljayfirlýsingu í
september 1996:
.,1. gr.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. og
stjóm Meitilsins hf. gera með sér
samkomulag um að vinna að sam-
einingu félaganna tveggja miðað við
1. september 1996. Munu félögin
vinna sameiginlega að gerð sam-
runaáætlunar fyrir félögin og gerð
sameiginlegs upphafsefnahags-
reiknings, sem síðan verður lögð
fyrir stjórn til ákvörðunartöku.
2. gr.
Sammninn fari fram með þeim
hætti að Vinnslustöðin hf. taki við
öllum réttindum og skyldum
Meitilsins hf. og skulu hluthafar
Meitilsins hf. fá hlutabréf í Vinnslu-
stöðinni hf. sem gagngjald fyrir
hlutafé sitt.
3. gr.
Markmiðið með sameiningunni er
að auka arðsemi rekstrareininganna
og ná betri árangri í veiðum og
vinnslu ásamt þvi að auka fram-
leiðslu á fullunnum afurðum. Þannig
verði stefnt að því að við sameining-
una verði ekki fækkun á störfum í
vinnslu á hvomm stað fyrir sig.
4. gr.
Stefnt skal að því að fiskveiði-
heimildir sem nú em á skipum
Meitilsins verði áfram á skipum,
sem skráð verða í Þorlákshöfn.
5. gr.
Skipaður verður vinnuhópur til
að vinna að framgangi sameiningar-
innar. í þeim vinnuhópi verða Guð-
mundur Baldursson, Gunnar Birg-
isson og Sighvatur Bjarnason, auk
fulltrúa tilnefndum af Ölfushreppi.
Reykjavík, 30. september 1996.“
Undir viljayfirlýsinguna rituðu
þeir, sem þá sátu í stjóm Vinnslu-
stöðvarinnar annars vegar og
Meitilsins hins vegar.
Rúmum tveimur mánuðum síðar
skrifuðu fulltrúar hluthafanna Olíu-
félagsins, íslenskra sjávarafurða,
Vátryggingafélags íslands og Út-
sams undir eftirfarandi yfirlýsingu:
„I tilefni af fyrirhugaðri samein-
ingu Meitilsins hf. og Vinnslustöðv-
arinnar hf. staðfesta undirritaðir
hluthafar stefnu sína á nýtingu
eigna Meitilsins hf. í Þorlákshöfn.
afleiðingar. „Til að byrja með verð-
ur trúlega mikið atvinnuleysi en
erfitt er að spá í framhaldið. Ekki
er um marga aðra vinnustaði að
ræða og þeir em vel mannaðir. Því
óttast ég að atvinnuleysi geti kom-
ið til eftir að uppsagnirnar- taka
gildi, sérstaklega hjá konum, því
þægilegra er fyrir karlmennina að
fara á milli staða.“
Víða heyrist að útlendingar í
Þorlákshöfn verði að víkja fyrir
innlendum heimamönnum. „Hér er
hópur með atvinnuleyfi þar til í
október eða nóvember í haust og
það verður ekki endumýjað miðað
við óbreytt ástand. Það hefur líka
mikil margfeldisáhrif ef öll löndun
stoppar héma, ef fiskurinn hættir
að fara í gegnum staðinn. Þótt það
sé ekki endilega afráðið era mestar
líkur á að þessi skip komi ekki
hingað inn til löndunar en gáma-
fiski má landa hér eins og annars
staðar auk þess sem hér em tveir
fiskmarkaðir.“
Þórður sagði að málið væri alfar-
ið í höndum fyrirtækisins. „Ég legg
áherslu á og vona að þeir sem em
við stjórnvölinn taki réttar ákvarð-
anir fyrir fyrirtækið og aðra sem
hlut eiga að máli. Sjáanlegt var að
allt stefndi beint niður á við, því
miður. Menn urðu að setjast niður
og skoða málið þegar fyrirtækið
tapaði 100 milljónum á mánuði.
Hins vegar legg ég ríka áherslu á
að fólk fyllist ekki svartsýni. Það er
bjart yfir staðnum og flest ef ekki
allt jákvætt við hann. Við höfum
fengið slæm ár áður og svartsýni,
bölmóður eða æsingur laga ekk-
ert.“
Geir Magnússon
stjórnarformaður
Vinnslustöðvarinnar
„Sárt að þurfa
að segja upp
fólki“
„ÞAÐ tekur okkur mjög sárt að
þurfa að segja fólki upp, en við ger-
um þetta til að reyna að byggja
fyrirtækið upp með hagsmuni eig-
enda og þar með fólksins að leiðar-
ljósi. Það skapar atvinnutækifæri
að ná tökum á þessu í framtíðinni,“
segir Geir Magnússon, stjórnarfor-
Þessi yfirlýsing byggir á þeirri for-
sendu að ekki verði verulegar
breytingar á rekstrammhverfi sjáv-
arútvegs, markaðsaðstæðum, fram-
leiðslu eða veiðiaðferðum.
Framleiðsla:
I Þorlákshöfn verði að lágmarki
unninn afli sem nemur þeirri afla-
hlutdeild sem skráð er á skip
Meitilsins hf. í dag. í dag er afla:
hlutdeildin um 4.000 þorskígildi. í
framtíðinni mun aflahlutdeildin
fylgja þeim breytingum sem yfir-
völd ákvarða á hverjum tíma. Vægi
tegunda mun fara eftir hagkvæmni
og markaðsaðstæðum hverju sinni.
Það er jafnframt stefna okkar að
auka þennan afla eins og kostur er á
næstu ámm.
Þá verður stefnt að því að vöru-
þróun á sjávarafurðum fari einnig
fram í Þorlákshöfn.
Utgerð:
Það er stefna okkar að hluti af
fiskiskipaflota sameinaðs fyrirtækis
verði skráður í Þorlákshöfn. Á þann
flota verða skráðar þær aflahlut-
deildir sem nú tilheyra skipum
Meitilsins hf.
Reykjavík, 6. desember 1996.“
maður Vinnslustöðvarinnar, í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Við bemm fyrst og fremst
ábyrgð á fyrirtækinu sem slíku
gagnvart eigendum. Fyrirtækið er
svo starfsfólki lítils virði, ef það er
keyrt í þrot. Við eram því að skera
af okkur það sem við erum að tapa
á, það sem við höfum ekki náð ár-
angri í miðað við aðra. Náttúru-
hamfarir í loðnu og hrun á mjöl-
og lýsismörkuðum og gengistap,
er á hinn bóginn almenn staða í
rekstrarskilyrðum greinarinnar.
Landvinnslan hefur verið okkar
vandamál og við erum að taka á
henni. Við eram að skera af okkur
þann kostnað, sem hefur verið of
þungur til að sjá hvaða tækifæri
við höfum til að byggja upp frá þvi
á eftir. Það hefur verið gerð grein
fyrir því að undanförnum aðal-
fundum Vinnslustöðvarinnar að
landvinnslan hefur verið okkur
þung og við höfum ekki náð þeim
árangri, sem að hefur verið stefnt
og því ætti þetta ekki að koma á
óvart.“
Kemur til greina að hefja land-
vinnslu að nýju í haust?
„Það kemur eiginlega í stöðunni
allt til greina, sem er arðbært. En
hvað það verður vitum við ekki
núna.“
Munu þessar aðgerðir duga til
að stöðva taprekstur félagsins?
„Það er mikið mál að tala um að
stöðva taprekstur í sjálfu sér, þeg-
ar greinin öll er mjög illa sett í
uppsjávarfiskinum. En að þessu
leyti teljum við okkur ná utanum
það, sem hefur valdið tapinu í land-
vinnslu á bolfiski. Sá þáttur er tek-
inn tökum, sem við teljum að muni
duga. Hvernig almenn rekstrar-
skilyrði verða að öðra leyti, fjár-
magnskostnaður og markaður fyrir
afurðir úr uppsjávarfiski, getur svo
ráðið úrslitum, en verði þau eins og
á síðustu vertíð, verður erfitt að
þrauka. Við skulum vona að nú sé
botninum náð þar og afurðaverð
fari hækkandi á ný. Vinnslustöðin
er mjög vel undir það búin að vinna
uppsjávarfisk. Það dæmi hefur
gengið mjög vel. Við emm nú að
salta með ágætum árangri í Vest-
mannaeyjum, útgerðin er eins og
gengur, eftir því hvernig árar. Við
erum með skip, sem henta kvóta
okkar, en þau em kannski flest
eldri en menn vildu hafa þau, en
það er bara eins og hjá öðrum í
landinu, hvorki betra né verra,“
.segirUejj- MggpvífiSQn,^,^ ( ,
Sesselja
Jónsdóttir
Geir
Magnússon
Þórður
Ólafsson
Sesselja Jónsdóttir
bæjarstjóri Ölfuss
Uppsagn-
irnar svik
við okkur
„ÞAÐ er rosalega þungt í okkur og
þetta var það versta sem maður
gat ímyndað sér,“ sagði Sesselja
Jónsdóttir, bæjarstjóri Olfuss, þeg-
ar hún var spurð hvernig uppsagn-
ir hjá Vinnslustöðinni horfðu við
bæjarstjórninni. Sagt verður upp
45 starfsmönnum í landvinnslunni
þar.
„Við lítum á yfirlýsingu stjórnar,
sem gefin var vegna uppsagnanna,
sem svik við okkur. Þegar Meitill-
inn og Vinnslustöðin vora samein-
uð vora gefin þau loforð af hálfu
stjórnar og aðalhluthafa Vinnslu-
stöðvarinnar að það yrði bæði út-
gerð og landvinnsla hér í Þorláks-
höfn. Þess vegna er yfirlýsingin nú
svik,“ sagði bæjarstjórinn. Hún
bendir jafnframt á að forsenda áð-
urgreindra loforða hefði verið sú að
ekki yi'ðu vemlegar breytingar á
rekstraramhverfi sj ávarútvegsins.
Engar slíkar breytingar hefðu orð-
ið og því stæðu forsendumar enn-
þá.
Sesselja segir Vinnslustöðina og
áður Meitilinn hafa verið öflugan
atvinnurekanda til margra ára og
margir hafi byggt afkomu sína á
staríi þess. Hún sagði atvinnu hafa
verið næga og góða í Þorlákshöfn
og þar væri talsvert af eriendu
vinnuafli en það ætti eftir að koma
í ljós hver áhrif uppsagnanna yrðu.
Bæjaryfirvöld ætla að fylgjast með
hvemig þeim sem sagt verður upp
gengur að fá önnur störf. „Þetta er
fólkið okkar,“ sagði Sesselja.
„Skoðun heimamanna hefur ver-
ið sú að frystihúsið hér væri hag-
kvæm eining. Ef því hefði verið
stýrt rétt þannig að hráefni hefði
alltaf verið tryggt hefði það skilað
góðum hagnaði. Þetta er skoðun
okkar heimamanna og því eram við
mjög ókát með þessa þróun mála.“
Þórður Ólafsson for-
maður Verkalýðsfé-
lagsins Boðans
Svartsýni
lagar ekkert
„ÞETTA er slæm frétt en hún hef-
ur samt haft sinn aðdraganda,“
sagði Þórður Olafsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Boðans, við
Morgunblaðið um uppsagnirnar
hjá Vinnslustöðinni. Hann var að
vinna við uppskipun úr Jóni
Vídalín ÁR á um 90 tonnum af
þorski fyrir Vinnslustöðina sem
stakk í stúf við ástandið í Þorláks-
höfn í gær.
„Þegar sex mánaða uppgjör
Vinnslustöðvarinnar lá fyrir var
ljóst að eitthvað stórkostlegt var að
og þá fór ég að hugsa um málið.
Menn urðu að bregðast við og von-
andi era þetta réttar aðgerðir sem
koma fyrirtækinu á heilbrigðan
rekstargrandvöll." Hann sagði að
uppsagnirnar gætu haft alvarieg^r