Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 12

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heildarafli á næsta fískveiðiári ákveðinn í gær 3 milljarða samdráttur í útflutningsverðmæti RÍKISSTJÓRN íslands ákvað í gær leyfilegan heildarafla fyrir næsta fískveiðiár í kjölfar veiðiráð- gjafar Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var sl. laugardag. Er um að ræða samdrátt í flestum tegundum frá_ yfirstandandi fisk- veiðiári. Utflutningsverðmæti sjávarafurða dregst saman um 3% frá yfirstandandi fiskveiðiári að mati Þjóðhagsstofnunar. Það sam- svarar um 3 milljarða króna sam- drætti eða um 0,5% af landsfram- leiðslu. í reglugerð um leyfilegan heild- arafla á fiskveiðiárinu 1999/2000 sem Davíð Oddsson, starfandi sjávarútvegsráðherra, gaf út í gær er að mestu farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Þó er þorskafli aukinn um 3.000 tonn frá því sem tillögurnar kváðu á um, eða í 250.000 tonn sem er sami þorskafli og á yfirstandandi fisk- veiðiári. Ennfremur er leyfilegur heildarafli í ufsa aukinn um 5.000 tonn frá tillögum Hafrannsókna- stofnunar eða í 30.000 tonn. Akvörðun um leyfilegan heildar- afla fyrir úthafsrækju og innfjarð- ari-ækju verður endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum Hafrann- sóknastofnunar. í útreikningum Þjóðhagsstofn- unar er ekki gert ráð fyrir verð- breytingum og stuðst við sama verð á yfirstandandi fiskveiðiári. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að í út- reikningum stofnunarinnar sé gengið út frá ákveðnum forsend- um, meðal annars að loðnukvótinn verði aukinn í áætlaða lokastöðu. Ennfremur sé í útreikningum gætt hóflegrar bjartsýni hvað varði frystingu á loðnu og gengið út frá því að hún verði töluvert skárri en hún var í vetur. Þá sé miðað við að rækjuafli verði sá sami og á yfir- standandi fiskveiðiári. Sama eigi við um úthafskarfaaflann þó búast megi við að hann verði nokkuð minni vegna ráðgjafar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Friðrik segir að þrátt fyrir sam- drátt megi sjá ýmsa ljósa punkta í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. „Samdrátturinn er nánast einvörð- ungu í botnfísktegundum en þar hefur verðlag haldist mjög gott. Það eru ekki sjáanleg frekari áföll í uppsjávarfiskum en þar hefur verðlag lækkað mikið undanfarnar vikur og mánuði," segir Friðrik Már. Verndunin litlu skilað Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, segir ráðgöf Haf- rannsóknastofnunar vissulega valda töluverðum vonbrigðum. Undanfarin ár hafi mörgum orðið tíðrætt um markvissa og vísinda- lega uppbyggingu þorskstofnsins og sumir talað um besta fiskveiði- stjórnunarkerfi í heimi. Hann seg- ist hinsvegar enga uppbyggingu sjá í ráðgjöfinni nú. „Það er sam- dráttur í flestum almennum botn- fisktegundum. Eins er enga upp- byggingu að sjá í grálúðu, þó veiði á sóknareiningu hafi aukist til muna, bæði í fyrra og það sem af er þessu ári. Það sýnir að mínu mati að Hafrannsóknastofnunin fylgist ekki nægilega vel með því sem er að gerast. Sjómenn hafa viljað veiða meira á undanförnum árum, enda hefur að þeirra mati uppsveiflunni í þorskstofninum ekki verið fylgt eftir. Það var hins- vegar ákveðið að láta af þeirri gagnrýni í bili og sjá til með hvort að úr rættist með ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. Ég get hins- vegar ekki séð að það skili okkur neinu sérstöku.“ Guðjón segir þessar niðurstöður Hafrannsóknastofnunar hljóta að vekja upp ýmsar spurningar. „Menn hljóta að spyrja sig hvort verið sé að gera rétt eða hvort standa eigi öðruvísi að málum. Það vantar að taka hegðunarmynstur fisktegundanna inn í þessa líf- fræði, hvort fiskurinn hefur nægi- legt æti, hvernig hitafarið er, hvort fiskurinn er í göngu eða ekki og svo framvegis. Það er einnig áhyggjuefni að fiskurinn er að létt- ast. Menn hafa varað við því áður, meðal annars sjómenn úr Breiða- firði og frá Vestfjörðum í fyrra. Það var lítið gert úr þeim ummæl- um þá,“ segir Guðjón. Röng hugmyndafræði Jón Kristjánsson fiskifræðingur segist ekki hafa kynnt sér ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar ítarlega en sér sýnist uppbygging fiski- stofnanna, einkum þorskstofnsins, ganga hægt. „í fyrra töluðu marg- ir hátt um að nú væri uppbygging þorskstofnsins í góðu lagi. En nú virðist vélin hinsvegar hiksta og engin skýring gefin á því. Mín skoðun er að sú hugmyndafræði sem byggt er á, það er að hægt sé að geyma fisk í sjónum, láta hann stækka þar og veiða hann seinna, gangi ekki upp. Nú kemur líka í ljós að þorskurinn er farinn að horast og fæðugrundvöllurinn brostinn," segir Jón. Ekki stuðst við fagleg sjónarmið Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri Gunnólfs hf. á Bakkafirði, segir þorskstofninn á Vestfjarðamiðum og fyrir Norður- landi hafa verið ofverndaðan á und- anförnum árum. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af lækkandi kyn- þroskaaldri þorsks. „Árgangurinn frá árinu 1993 fór einhverra hluta vegna einu ári of snemma suður fyrir land til hrygningar. Það bend- ir til þess að þéttleiki fisksins hafi verið of mikill. Það segir mér að of lítið hefur verið veitt úr þessum ár- Morgunblaðið/RAX gangi. Afleiðingarnar eru að vaxt- arhraðinn minnkaði, kynþroskaald- urinn féll og rækjan var étin upp. Vaxtarhraði og kynþroskaaldur hefur áður fallið þegar reynt er að þvinga fram uppbyggingu í stofnin- um í stað eðlilegrar veiði. Það er áratuga reynsla af því að stunda eðlilega veiði og það hefur aldrei reynst hættulegt þó að kæmu léleg aflaár.“ Kristinn segir þá sem tali um ár- angur í uppbyggingu þorskstofns- ins tala út frá allt öðrum sjónar- miðum en faglegum. Hann segir þau vísindi sem veiðiráðgjöfin byggi á vera tilbúning og hættuleg afkomu þjóðarinnar. „Þessir svokölluðu vísindamenn hafa stjórnað allri umræðu um þessi mál og meðal annars notað fjöl- miðla til að stilla stjórnmálamönn- um upp við vegg og hótað þeim að þeir verði gerðir ábyrgir ef ekki er í einu og öllu farið eftir tillögum vísindamannanna. Veiðiráðgjöfin er því orðin einskonar yfirstjórn efnahags- og sjávarútvegsmála á Islandi. Önnur sjónarmið og skoð- anir eru virtar að vettugi og um- ræðan þess vegna verið nánast frosin í hartnær tvo áratugi. Mér finnst að umræðan í dag ætti að snúast um frjálsar veiðar á þorski sem leið til að reyna að koma í veg fyrir hrun stofnsins, svo vísað sé til reynslu frá Kanada, Vestur- Grænlandi og nú síðast úr Barentshafmu," segir Kristinn. Skynsamleg ákvörðun í flestum tegundum Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist í megindráttum sátt- ur við ákvörðun um heildarafla og hún sé í flestum tilfellum skynsam- leg. Hann segir ákvörðun um 250 þúsund tonna þorskafla þannig skynsamlega, og betur horfi nú með ýsustofninn en áður, sam- dráttur í karfaveiðum sé í sam- ræmi við tækniframfarir í bæði veiðum og veiðarfærum. Eins telur Kristján eðlilegt að ufsaaflinn sé hækkaður umfram tillögur Haf- rannsóknastofnunar, enda sé um flökkustofn að ræða. „Ég hefði hinsvegar talið æskilegt að auka við grálúðuna, enda eru aflabrögð mjög góð. Við höfum skorið grá- lúðuveiðar mikið niður á meðan ná- grannar okkar, Grænlendingar og Færeyingar, hafa aukið sinn afla úr sama stofni. Við munum þannig lenda í vandræðum þegar kemur að pólítískri skiptingu stofnsins, enda eru þeir með meiri afla úr stofninum en við.“ Kristján segir ánægjulegt að sjá á ný aukningu á sfldaraflanum. Eins sé humarstofninn á réttri leið þótt ekki verði um aukningu að ræða á næsta ári. „Rækjuaflinn er hinsvegar aðeins þriðjungur af því sem lagt var upp með í fyrra. Ég vona hinsvegar að þetta sé ekki endanleg niðurstaða vegna þeirra útgerða og sjávarplássa sem byggja mikið á rækjunni. Eins er gefið til kynna að úthafskarfaaflinn verði skorinn niður í 85 þúsund tonn, vegna þess að ekki hafl náðst að veiða 153 þúsund tonna leyfileg- an heildarafla. Við höfum hinsveg- ar alltaf náð að veiða okkar 45 þús- und tonn þótt aðrir hafi ekki veitt sinn skammt. Það stafar aðeins af minni sókn þeirra og vegna þess að karfinn hefur haldið sig í íslenskri lögsögu. Það styrkir okkar kröfu um hærri kvóta og góð veiði okkar ætti þessvegna að leiða til upp- skipta,“ segir Kristján. í samræmi við áætlanir Jóhann Sigurjónsson, forstóri Hafrannsóknastofnunar, vísar því á bug að ekki sé sjáanlegur árang- ur af uppbyggingu þorskstofnsins hér við land og bendir á að frá fisk- veiðiárinu 1995/1996 hafi heildar- aflamark verið aukið úr 155 þúsund tonnum í 250 þúsund tonn. Tillaga stofnunarinnar um þorskafla á næsta fiskveiðiári sé ennfremur í fullu samræmi við fyrri áætlanir, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir aukningu á næsta fiskveiðiári. „Við fiskverndunina hafa einstaklingar í þorskstofninum náð að vaxa og bæta við sig þyngd. Aukningin á undanförnum árum felst í þessu en ekki vegna fleiri einstaklinga í stofninum. Vissulega sjáum við merki þess að þorskurinn sé rýrari en á undanförnum árum en það er ekkert sem við þurfum að hafa verulegar áhyggjur af á þessum tímapunkti en engu að síður full ástæða til að fylgjast vel með þessu og það höfum við gert mjög ná- kvæmlega. Það er hinsvegar ekki ástæða til að ætla að þorskurinn sé að éta sig út á gaddinn." Jóhann segir góðu tíðindin vera þau að árgangar frá árunum 1997 og 1998 ættu að verða gott efni í aukningu aflaheimilda á komandi árum. Eins líti vel út með síldar- og loðnustofnana, humarstofninn sé að rétta úr kútnum og það sama eigi við um steinbítinn. Eins sé góð nýliðun í karfastofnunum, bæði gullkarfa og djúpkarfa, þó enn eigi þeir eftir að ná sér fyllilega á strik. „Hinsvegar eru horfurnar ekki góðar í rækjustofninum þótt það komi ekki á óvart. Það helgast einna helst af stækkandi þorsk- stofni. Ennfremur er ekki gott útlit í skarkola á Faxaflóa sem kannski fyrst og fremst má rekja til mikill- ar sóknar. Eflaust spilar sýking í stofninum þar einnig eitthvað inn í. Eins eru blikur á lofti í út- hafskarfastofninum þó svo ekki sé þar komin fram nein ráðgjöf. Við teljum mikilvægt að veiðum á út- hafskarfa verði stýrt þannig að um tvo stofna sé að ræða, þó svo að þar liggi ekki fyrir óyggjandi gögn,“ segir Jóhann. Landspítali fær fjölsneiðatæki RÖNTGENDEILD Landspítalans hefur keypt nýtt og afar tæknivætt sneiðmyndatæki. Tækið kostar rúma 91 milljón króna og er keypt af Heklu hf. Tækið er af gerðinni Lightspeed Qxi og er framleitt af General Elect- ric í Bandaríkjunum. I fréttatilkynningu frá Ríkisspítöl- um segir að þetta sé fjölsneiðatæki, það fullkomnasta sem völ er á. Tækið kom á markað í fyrrahaust og eru mörg slík komin nú þegar á sjúkra- hús beggja vegna Atlantshafsins. Nýja tækið er margfalt hraðvirkara en sneiðmyndatækin sem nú eru not- uð. Sá mikli hraði og aukin myndgæði sem tækið gefur eiga eftir að hafa mikil áhrif í rannsóknum og lækning- um á spítalanum. Rannsóknartími styttist og auðveldara verður að tryggja betri skoðun á bráðveikum sjúklingum, slösuðum, gjörgæslu- sjúklingum og börnum. ------........— Afsala sér launahækkun Á FUNDI i bæjarstjóm Árborgar 12. mai síðastliðinn var ákveðið að bæjai'- fulltrúar tækju ekki þá tæplega 30% hækkun launa sem þeim hefði staðið til boða ef haldið hefði verið áfram að miða laun bæjai-fulltrúa við þingfar- arkaup. Var ákveðið að afnema þessa viðmiðun. Karl Bjömsson, bæjarstjóri í Ár- borg, sagði laun bæjarfulltrúa og ým- is nefndalaun hafa verið ákveðið hluL fall af þingfararkaupi en ekki langt síðan að launakerfi bæjarins var end- urskoðað að þessu leyti. Hann sagði bæjarfufltrúa hafa ákveðið að afnema tengingu launa sinna við þingfarar- kaupið þegar ljóst varð að það myndi hækka um tæplega 30% með síðustu ákvörðun Kjaradóms 8. maí síðastlið- inn. Laun bæjarstjóra hafa ekki mið- ast við þingfararkaup. -------♦ ♦♦----- Brotist inn í Videohöllina BROTIST var inn á skrifstofu mynd- bandaleigunnar Videohallarinnar við Lágmúla 7 um klukkan tvö aðfara- nótt mánudags og stolið þaðan tæp- um 1,9 milljónum króna í peningum, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Þóroddur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Videohallarinnar og Bónusvídeós, kvað það ekki vera rétt að stolið hefði verið 1,9 milljónum króna og sagðist undrandi á því að lögreglan skyldi láta í té slíkar upp- lýsingar, því að hans mati virki það mjög „innbrotshvetjandi" á þjófa að vita hversu miklir fjármunir væru geymdir á hinum og þessum stöðum. Hann sagði það vera íyrir öllu að eng- inn skyldi hafa staðið þjófana að verki því þá hefði getað farið verr, þ.e. ein- hver hefði getað meiðst. Videohöllin rekur einnig Bónusvid- eóleigumar, en alls rekur fyrirtækið 12 myndbandaleigur á höfuðborgar- svæðinu og var upphæðin, sem stolið var af skrifstofunni, komin frá mörg- um leigum. Þóroddur sagði að þessi atburður kæmi ekki tfl með að hafa nein veruleg áhrif á rekstur mynd- bandaleiganna, því aðeins væri um litla upphæð að ræða samanborið við veltu fyrirtækisins. Að sögn lögreglu hefur enginn ver- ið handtekinn en rannsókn á málinu stendm- yfir. ------♦♦♦------- Tíkin Tína fundin TÍKIN Tína lifði ekki veturinn og fannst hún dauð við Hafravatn á laug- ardaginn. Tína týndist 5. janúar við Ásbúð í Mosfellsbæ og var lengi leit- að að henni þar í nágrenninu. Tíkin fannst dauð í skurði við Hafravatn og var hún enn klædd bláu kápunni sinni og með rúllur í feldin- um. Tína, sem var þriggja ára gömul, var af Yorkshire terrier-kyni og var sérstaklega flutt inn til landsins til að efla ræktun kynsins hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.