Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 15

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 15 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BORGIN séð með augum barna er yfirskrift Ijósmyndasýningar í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Borgin séð með augum barna Egilsstaðir - Ljósmyndasýning er nú í Safnahúsi Austurlands á Egilsstöðum. Sýningin ber yfir- skriftina Borgin séð með augum barna. Höfundar myndanna eru ungir að árum, 5 og 6 ára leikskóla- börn úr Ægisborg og Vestur- borg. Þau fengu kennslu í að nota myndavélar og síðan það viðfangsefni að mynda það sem fyrir augu bæri á ferð sinni um Reykjavíkurborg. Myndimar vom síðan framkallaðar og sett- ar á stór spjöld. Myndirnar era hengdar upp í augnhæð barna. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 9-13. Sýningin er farandsýning og verður sýnd víðar um land. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson . • v i mr p iM VI . SJÖ ára börn úr Húnavallaskóla og grunnskóla Blönduóss með nýju hjálmana sína. Flutti pistilinn 98 ára gömul Hvammstanga - Uppstigningar- dagur er tileinkaður eldri borgur- um á Islandi. Þá taka þeir gjaman þátt í helgihaldinu með lestri og söng. Að þessu sinni var guðs- þjónustan á Hvammstanga í Sjúkrahúsinu. Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, fékk til liðs við sig aldraða konu, Herdísi Bjarnadóttur, og las hún pistil. Það væri ekki í frásögur fær- andi, nema vegna þess að Herdís er níutíu og átta ára gömul en afar skýr í hugsun. í messulok spjallaði prestur nokkuð við Dísu, eins og hún er ávallt kölluð, og sagði hún nokkuð frá fermingu sinni, sem var í Breiðabólstaðarkirkju í Vestur- hópi. Geta má þess, að áhugavert samtal við Dísu er skráð í Húna, árgang 1998, en hann er væntan- legur á markað á næstu dögum. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Morgunblaðið/Ingimundur FRÁ afhendingu styrks SparisjóÖs Mýrasýslu til UMSB og Umf. Skallagríms. F.v. Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður UMSB, Gísli Kjartansson sparisjóðssljóri, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, skrifstofusljóri SM, og Jófríður Anna Sigfúsdóttir, formaður Skallagríms. UMSB og Skallagrímur hljóta styrk frá Sparisjóðnum Borgarnesi - Sparisjóður Mýrasýslu úthlutaði fyrir skömmu styrkjum til Ungmennasambands Borgarfjarðar og Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi. Fór afhendingin fram í húsi Skallagríms við íþróttamiðstöð- ina í Borgarnesi. Við það tækifæri sagði Gísli Kjart- ansson sparisjóðsstjóri að forráða- menn Sparisjóðs Mýrasýslu vildu styðja við bakið á þessum félagasam- tökum sem vinna markvisst að æskulýðs- og íþróttamálum. Hefur Sparisjóðurinn styrkt þessi félaga- samtök undanfarin ár og sagði Gísli að hugmyndin væri að gera slíkt í náinni framtíð. Styrkur til hvors að- ila var að upphæð 800 þús. krónur. Viðstaddir afhendinguna voru stjórnarmenn í Umf. Skallagrími, formaður UMSB, auk fréttamanna. Sjö ára börn fá reið- hjólahjálma Blönduósi - 011 sjö ára böm í grunnskólanum á Blönduósi og Húnavallaskóla fengu afhenta reiðhjólahjálma og veifur fyrir skömmu. Það var kvenfélagið Vaka á Blönduósi og Kiwanisklúbbur- inn Drangey á Sauðárkróki sem stóðu fyrir þessu átaki. Verkefni þetta var stutt af ís- landsbanka og Tryggingamið- stöðinni. Áður en börnin fengu hjálm- ana hlýddu þau á leiðbeiningar um notkun þeirra, bára fram fyrirspurnir og sögðu lífs- reynslusögur úr umferðinni. Að lokinni hjálmaafhendingu var haldin grillveisla fyrir krakk- ana og aðstandendur þeirra. Að sögn forsvarsmanna gef- enda verður það árviss við- burður héðan í frá að sjö ára börn á þessu skólasvæði fái hjálma. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fólk við vorstörfín Stykkishólmi - Bæjarstarfmenn í Stykkishólmi eru farnir að sinna vorstörfunum. Eitt af því sem ligg- ur fyrir að gera er að merkja gangbrautir, því allar merkingar eru löngu horfnar eftir umferð vetrarins. Þeir eru komnir með sópinn og hvítu málningarrúlluna Davíð Hafsteinsson og Kári Hjaltalín og bæjai-verkstjórinn Högni Bæringsson tekur út verk- ið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.