Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hræringar hjá sölufyrirtækjum sjávarafurða hérlendis „Ekki um neina SH- blokk að ræða lenffur“ Gunnar Svavarsson, forstjóri SH: Fyrirtækið vill í krafti stöðu sinnar á markaði, vinna vel með hérlendum framleiðendum. SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna hf. á ekki lengur hlutabréf í öðrum fyrirtækjum, eftir að dótt- urfélagið Jöklar hf. seldi öll bréf í eigu sinni, fyrir 1.500 milljónir króna, á föstudaginn. Stærstan hlut seldu Jöklar í Útgerðarfélagi Akureyringa, 10,5%, og Sölusam- bandi íslenskra fískframleiðenda, tæplega 9%. Kaupandi allra bréf- anna var Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að salan hafí ekki komið sér á óvart, enda hafi legið fyrir stjómarsamþykkt hjá Sölumiðstöðinni um að selja ætti bréfín. Hann segir söluna á engan hátt vera áfall fyrir ÚA, eða hafi nokkur áhrif á starfsemi félagsins, en ÚA er í samstarfi við SH, sem selur afurðir fyrirtækisins. „Enda á Útgerðarfélag Akureyringa stór- an hlut í Sölumiðstöðinni, 15,6%,“ segir hann. Því séu enn mjög sterk tengsl milli fyrirtækjanna. Salan hefur ekki áhrif á stöðu SÍF Fnðrik Pálsson, stjórnarformað- ur SÍF, segir einnig að salan hafi ekki komið á óvart. „Sölumiðstöðin keypti þessi bréf á meðan ég var þar við stjórnvölinn, á góðu gengi, vegna þess að við höfðum trú á rekstri fyrirtækisins og væntanlegri arðsemi," segir hann. Hann segir tilgang SH einnig hafa verið að komast til áhrifa í fyrirtæki sem hefði með saltfiskviðskipti að gera. „Nýir stjórnendur í SH hafa greini- lega valið þann kostinn að innleysa söluhagnaðinn." Friðrik segir þessa sölu ekki hafa nein áhrif á stöðu SÍF. „Fjárfest- ingabanki atvinnulífsins er ágætur fjárfestir og ég get ekki ímyndað mér annað en þetta styrki stöðu SÍF, að svo stór fjárfestir sjái ástæðu til að kaupa bréfin. Við hljótum bara að fagna því.“ Burðarás hefur ekki ákveðið hlutabréfakaup Hörður Sigurgestsson, forstjóri TEKJUR ríkissjóðs af sölu hluta- bréfa í fyrirtækjum í eigu ríkisins námu 7.847,7 milljónum króna á ár- unum 1996-1999, eða á kjörtímabili seinustu ríkisstjómar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, sem ber heitið „Einkavæðing 1996- 1999“. Samtals voru seld hlutabréf í níu fyrirtækjum, en seldir voru mis- munandi stórir hlutir í þeim eins og sést í töflu. I inngangi skýrslunnar segir meðal annars: „Arangur í einkavæðingu á kjörtímabilinu hvíl- ir m.a. á breyttum aðstæðum í fjár- málaheiminum og breyttum áhersl- um í ríkisrekstri. Islendingar hafa á undanfömum ámm búið við sífellt öflugri fjármagnsmarkað, m.a. vegna endurskipulagningar í bankakerfmu og tilkomu virks Eimskips, vill aðspurður ekki við- urkenna að eignarhaldsfélagið Burðarás, sem er í eigu Eimskips, ætli sér að kaupa hlutabréfin sem Jöklar hf. seldu FBA. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það. Við emm stór eigandi í ÚA og höfum áhuga á að fylgja því fyrir- tæki eftir og sjá það dafna,“ segir Hörður. Ef Burðarás keypti um- rædd hlutabréf í ÚA færi eignar- hlutur félagsins upp í 41,5%. SH og Eimskip hafa átt samstarf og gjarnan hefur verið talað um þessa tvo aðila sem aðra „blokk- ina“ í sjávarafurðasölu og -flutn- ingum. Hin blokkin samanstandi af Islenskum sjávarafurðum og Sam- skipum. „Ég veit ekki til þess að þessi viðskipti tengist neinum blokkum. Við eram bara með flutn- hlutabréfamarkaðar á Verðbréfa- þingi íslands. Hlutdeild almenn- ings í hlutabréfakaupum á Islandi hefur aukist veralega á undanförn- um áram og á sér nú fáar hliðstæð- ur meðal annarra þjóða. Þá hefur fjöldi fyrirtækja á almennum hluta- bréfamarkaði margfaldast. Ríkis- sjóður hefur notið góðs af þessari þróun þegar um umfangsmikla einkavæðingu hefur verið að ræða, en ríkissjóður hefur einnig haft áhrif á þróun markaðarins. Þannig hefur þátttaka almennings í hluta- bréfaútboðum verið mest þegar ríkissjóður hefur komið að málum.“ I skýrslunni segir einnig að ár- angur í átt til frjálsræðis á markaði hafi ekki síður byggst á breyttum áherslum í ríkisrekstri en umbótum á fjármagnsmarkaði. Þannig lagði ríkisstjómin línurnar um nýskipun ingasamning við SH og Samskip við ÍS. Ég sé ekki að þetta breyti neinu í því sambandi," segir hann og bætir við að salan hafi, svo hann viti, ekki nein áhrif á starfsemi Eimskipafélagsins. Viðskiptahagsmunir ráða Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, segir að fyrrnefndar „blokkir" séu ef til vill eilítið að gliðna. „Ég held að þróunin sé í þá átt og kannski má segja að þessi viðskipti séu þáttur í henni. Samband Sölu- miðstöðvarinnar við markaðinn hér á landi er að verða í auknum mæli á viðskiptalegum granni. Það er í raun ekki um neina „SH-blokk“ að ræða lengur, heldur vill fyrirtækið, í krafti stöðu sinnar á markaði, ríkisrekstrar í upphafi seinasta kjörtímabils, þar sem samhliða markvissri einkavæðingu var lögð áhersla á hagræðingu innan ríkis- geirans, m.a. með því að beita út- boðum, gefa einkaaðilum tækifæri til að veita opinbera þjónustu og draga úr afskiptum af fyrirtækjum ríkisins sem rekin vora í sam- keppnisumhverfi. Uppbygging skýrslunnar er með þeim hætti, að fyrsti kaflinn fjallar um þá stefnumörkun sem einka- væðingarstarf ríkisstjórnarinnar hvílir á og birt er tafla yfir þau fyr- irtæki sem unnin vora á tímabilinu. vinna vel með hérlendum framleið- endum. Þeir geta komið hvaðan sem er og era velkomnir,“ segir hann. Síðasta haust fóra fram viðræð- ur um hugsanlega sameiningu IS og SH, en að sögn Gunnars leiddu þær ekki til neins. „Ekkert fram- hald hefur orðið þar á.“ Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá Islandsbanka, segir hlutabréfasölu Jökla að sínu mati hafa verið mjög eðlilega. „Enda er hlutabréfaverð hátt um þessar mundir og vandséð að eignarhlutir í framleiðslufyrirtækjum samrým- ist rekstrinum eftir að SH var breytt úr sölusamlagi í hlutafélag. Islenskur hlutabréfamarkaður er einstakur hvað varðar seljanleika, en veltuhraði er ekki nema 5-10% árlega. Það verður því að teljast gott að geta selt allt þetta magn bréfa á einu bretti." Tæpur þriðjungur bréfa I SÍF til sölu Heiðar segir að sem dæmi megi nefna að SIF hafi nú hlutafjárút- boð upp á 165 milljónir króna í undirbúningi, en því til viðbótar sé til sölu nokkur hluti þeirra bréfa sem hluthafar Islandssíldar fengu við sameiningu við SIF, tæplega 90 milljónir að nafnvirði. „Með þeim hluta, sem áður tilheyrði SH en er nú til sölu, era því allt að 325 millj- ónir króna að nafnvirði boðnar á markaði. Það gerir ríflega 30% í fé- laginu,“ segir hann. Heiðar segir að framtíðin, ekki fortíðin, skipti mestu máli í rekstri fyrirtækja. „SH er að mínum dómi að laga sig að breyttum aðstæðum og það mun nýtast félaginu þegar frá líður. SH er einnig að aðlagast þeim breytingum sem hafa orðið á framleiðendum, en þeir hafa orðið færri og stærri. Framleiðendur eru nú almennt fjárhagslega sterkir; era sjálfir farnir að sinna vöraþró- un og hafa jafnvel bundist sölu- samningum beint við erlendar verslunarkeðjur. Þörfin fyrir þjón- ustu hefur því breyst veralega," segir Heiðar. í öðrum kafla er fjallað um ýmis at- riði sem varða umgjörð einkavæð- ingarstarfsins, svo sem undirbún- ing að sölu fyrirtækja, söluaðferðir, kynningu og síðast en ekki síst þær ítarlegu verklagsreglur sem fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu hefur starfað eftir. I þriðja kafla skýrslunnar er greint ítarlega frá einstökum einkavæðingarverkefn- um, og fjórði kafli er framlag nefndarinnar til þeirrar umræðu sem óhjákvæmilega verður um fyr- irkomulag einkavæðingarstarfs á núverandi kjörtímabili. Skýrslan er 84 blaðsíður að lengd. STUTTFRÉTTIR Auglýsing Morgun- blaðsins verðlaunuð • MORGUNBLAÐIÐ hlaut fyrstu verð- laun í auglýsingasamkeppni á vegum alþjóðasamtaka markaðsfólks á dag- blöðum, INMA, og tímaritsins Editor & Publisher. Margrét Kr. Siguröardótt- ir, markaðsstjóri Morgunblaðsins, tók á móti verðlaununum í gærkvöldi á heimsþingi INMA, sem haldið er í Mi- ami í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru veitt fyrir sjónvarps- auglýsinguna „mbl.is - alltaf eitthvað nýtt“ sem sýnd var í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Auglýsingastofan Gott fólk hafði umsjón meö gerð aug- lýsingarinnar en um framleiösluna sá GusGus. Tæplega 2.000 innsendingar voru í keppnina frá dagblööum um allan heim og sigraði auglýsing Morgun- blaðsins í flokki sjónvarpsauglýsinga fyrir dagblöð með upplag 50.000- 100.000 eintök. Hlutabréfasj óður- inn Auðlind Hagnaður nam 161 milljón króna • HLUTABRÉFASJÓÐURINN Auðlind hagnaðist um 161 milljón króna rekstraráriö 1. maí 1998 til 30. aprfl 1999. Ef tekið er tillit til óinnleysts gengishagnaðar nam heildarhagn- aður félagsins á rekstrarárinu 224 milljónum króna, að því er fram kemur f fréttatil- kynningu. Heildareignir sjóösins 30. apríl 1999 námu 4.385 milljónum króna. Þar af nam innlend hlutabréfaeign 2.418 milljón- um króna eða 55% af heildareignum. Eignir í erlendum gjaldmiðlum námu 849 milljónum króna eða 19% af heildareignum og skuldabréfaeign man 805 milljónum króna eða 18% af heildareignum. Innborgað hlutafé félagsins var 1.566 milljónir króna 30. apríl síð- astliðinn, en til viöbótar átti félagið eigin bréf að fjárhæð 11 milljónir. Eigiö fé 30. apríl nam 3.687 milljón- um króna en var 3.448 milljónir árið áður. Innra virði var því 2,35 í lok rekstrarárs. Hluthafar hlutabréfasjóðsins Auö- lindar hf. voru 9.373 talsins hinn 30. apríl síðastliðinn, en þeir voru 8.698 árið áöur. Nafnávöxtun sjóðsins var 7,7% að teknu tilliti til arðs, en sjóð- urinn greiddi 7% arð á síöasta rekstr- arári. Aöalfundur félagsins verður haldinn 1. júní nk. Landsbankinn kaupir The Change Group lceland • LANDSBANKI íslands hf. hefur keypt allt hlutafé í The Change Group-lceland ehf. af The Change Group International plc. The Change Group lceland ehf. hefur annast kaup og sölu gjaldeyris í Lelfsstöð á Kefla- víkurflugvelli og á tveimur stöðum í Reykjavík. I tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að The Change Group lceland ehf. verði áfram rekiö sem sjálfstæð eining þótt það verði dóttur- félag bankans og mun María Guð- mundsdóttir áfram gegna stöðu fram- kvæmdastjóra hjá félaginu. Tekjur ríkisins af sölu hlutabréfa í ríkisfyrirtækjum Voru 7.848 millj- ónir á árunum 1996-1999 SALA Á HLUTABREFUM RÍKISSJÓÐS 1996-1999 Fyrirtæki Söluár Hlutur ríkisins Söluverð millj. kr. Jarðboranir hf. 1996 28,5% 211,0 Skýrr hf. 1997-8 50,0% 221,6 Bifreiðaskoðun hf. 1997 50,0% 91,1 íslenska járnbfendiféiagið hf. 1998 26,5% 1.033,0 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 1998 49,0% 4.664,8 ísienskur markaður hf. 1998 54,6% 90,3 íslenskir aðalverktakar hf. 1998 12,1% 266,3 Stofnfiskur hf. 1999 19,0% 12,6 Áburðarverksmiðjan hf. 1999 100,0% 1.257,0 Söluverö samt. 7.847,7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.