Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
LISTIR
Morgunblaðið býður þér að fá blaðið þitt
sérpakkað og merkt á sölustað nálægt
sumarleyfisstaðnum þínum hér á landi.
Sendum blaðið í a.m.k. 4 daga samfleytt,
pöntun þarf að berast fyrir kl. 16.00.
Nýttu þér þjónustu Morgunblaðsins
og fylgstu með.
Hringdu í áskriftardeildina í síma
fáðu nánari upplýsingar
MORGUNBLAÐIÐ
Gömul en
„nv“ tónlist
TÖMLIST
Langholtskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Musica Antiqua Köln flutti tónlist eft-
ir 17. og 18. aldar tónskáld Stjórn-
andi Reinhard Goebel. Sunnudagur-
inn 23. maí, 1999.
ÞAÐ er mikilvægt fyrir tónlistar-
lífið í landinu, að erlendir tónlistar-
menn heimsæki ísland og kynni það
sem efst er á baugi, t.d. í Evrópu,
sem enn er stórsmiðja nýjunganna,
hvort sem horft er til nýsmíða eða
flutnings á gamalli tónlist. Vel má
ætla að heimsókn tónlistarmanna,
eins og Musica Antiqua Köln, muni
hafa mikil áhrif á þá sem áhuga
hafa á gamalli tónlist. Það hefur oft
vafist fyrir fræðimönnum, hvers
vegna nútíminn hefur svo mikinn
áhuga á því sem gamalt er en marg-
ir telja skýringuna þá, að nútíma-
sköpun fúllnægi ekki fagurþörf nú-
tímans. Þá ber að hafa í huga, að
með tilkomu tónflutningstækja,
varð mögulegt að hlusta á tónlist frá
öllum tímum og má segja, að fjöl-
miðlunartækni nútímans hafi opnað
almynd tónlistarinnar, svo að fólk í
dag, fyrst kynslóða, hefur mögu-
leika á að kynnast fyrirhafnarlítið
tónlist frá öllum tímum og þá um
leið uppgötvað listina (hjólið) að
nýju.
Það er ekki aðeins að félagarnir í
Musica Antiqua Köln séu frábærir
tónlistarmenn, heldur flytja þeir
sína tónhst á sérlega lifandi máta,
þótt efast megi um að tónlistar-
menn á 17. og 18. öld hafi almennt
verið svo teknískir, sem þeir. Tón-
leikarnir hófust á sjö radda fantasíu
eftir ókunnan höfund, frá um það bil
1645, úr handriti fundnu í Stokk-
hólmi. Sagnfræðingar hafa bent á
að Stokkhólmur, Kaupmannahöfn
og borgir í Norður-Þýskalandi, sér-
staklega Lubeck og Hamborg, hafi í
raun verið eitt menningarsvæði á
17. og 18. öld og gæti þetta verk þá
bæði verið norrænt og eða samið
sunnar í Evrópu, enda ekta
„snemmbarokk“ verk í raddferli og
hljómskipan.
Sami einfaldleiki einkenndi næsta
verk, sinfóníu á „fyrsta tóni“, eftir
Vincenzo Albrici (1631-96). Bróðir
hans, Bartolomeo (1641-80),var
einnig hljómborðsleikari og starfaði
í London. Vincenzo lærði hjá
Carissimi og starfaði í Róm, einnig
um tíma hjá Kristínu drottningu í
Stokkhólmi, var síðan kapelmeistari
við ensku hirðina í Dresden, þá org-
elleikari við Tómasarkirkjuna i
Leipzig og starfaði síðast í Prag,
þar sem hann lést. Eftir hann liggja
mótettur, kantötur og cansónur fyr-
ir hljóðfæri, sem hann nefndi bæði
sinfóníur og sónötur og voru þessi
verk stundum með „improvisator-
isku“ innslagi, sem Mattheson,
fyrsti tónlistargagnrýnandi sögunn-
ar, kallaði „stile fantastico". Sinfóní-
an eftir Albrici er að formi til sam-
bland af svítu eða tilbrigðaverki,
þar sem skemmtilega er skipt um
hljóðfæri og jafnvel að sembalinn
hafði sérhlutverk, enda var Albricti
mbl.is
aðallega þekktur sem hljómborðs-
leikari.
Annað viðfangsefnið var sónata í
g-moll, eftir Dietrich Becker (1623-
79), þýskan fiðlusnilling, stjórnanda
hirðhljómsveitarinnar í Hamborg.
Hann gaf út safnrit með eigin verk-
um, sem hann nefndi Músicalische
Fruhlings-Frúchte (1668), sem inni-
heldur sónötur og svítur fyrir þrjú
til fimm hljófæri með „continuo".
Sónata þessi er skýrt afmörkuð í
fjóra mishraða kafla. Fyrstu tón-
arnir í þessu skemmtilega verki eru
næstum þeir sömu og í íslenska
þjóðlaginu Sofðu unga ástin mín.
Þriðja viðfangsefnið var Pavane
og svíta í C, eftir Thomas Baltzar
(1630-63), þýskan fíðluleikara, er
starfaði í Stokkhólmi en frá 1661
með enskum, í einkahljómsveit kon-
ungs og hafði mikil áhrif á fiðlu-
tækni Englendinga, í meðferð fjöl-
gripa, yfirgripsmikillar tækni og
notkun hásviðs fiðlunnar. Sagn-
fræðingurinn Anthony Wodd (1632-
95) ritar „að Baltzar hafi kunnað að
hlaupa með ótrúlegum hraða, enda
á milli fingraborsðins".
Fjórða verkið, Sónata í d-moll, er
eftir danska tónskáldið Andreas
Kirchoff en tónverk eftir hann eru
varðveitt í háskólasafninu í Uppsöl-
um, þar á meðal sónötur fyrir fjóra
til sex flytjendur. Þetta er skemmti-
leg tónlist með ótal víxlleiki hljóð-
færanna, sérstaklega í hröðu köfl-
unum.
Eftir hlé var fyrst leikið sérlega
skemmtilegt verk eftir Johann Va-
lentin Meder (1649-1719) þýskan
söngvara, er starfaði í Póllandi.
Verkið nefnir hann Der Polnische
Pracher (sóðalegi betlarinn) en þar
getur að heyra hraða kafla, sem eru
unnir yfir einn hljóm en hægu þætt-
imir eru byggðir á skemmtilegum
hljómskiptum og dansandi hryn.
Johann Fischer (1646-1716) átti
næstsíðasta verkið en það var kór-
alútsetning á sálminum Herzlichst
tut mich verlangen. Þar gat að
heyra sérlega fallega unninn
kontrapunkt. Þessi Fischer (ekki sá
sem J.S. Bach þekkti) var fiðluleik-
ari og starfaði m.a. í París, sem af-
ritari hjá Lully og var eftir það á
flækingi og kom víða við, t.d. í Dan-
mörku og Svíþjóð og endaði sem
kapelmeistari hjá markgreifanum
af Schwedt. Lokaverk tónleikanna
var pólskur konsert eftir meistara
Telemann. Glæsilegur strengja-
konsert, sem var glæsilega fluttur.
Það er ekki aðeins að gestirnir frá
Köln lékju skemmtilega og lítt
kunna tónlist, sem mikið nýnæmi
var í að heyra, heldur var leikur
þeirra aldeilis frábær. Samleikur
fiðluleikaranna, Florian Deuter,
stjómandans Reinherd Goebel og
Isabel Schau, var ótrúlega góður,
svo og einleikur hvers og eins í sóló-
þáttum, eins og t.d. í tilbrigðunum
hjá Albrici og í Kirchoff sónötunni.
Þá var samleikur gambaleikarans,
Anke Böttger og sellistans Markus
Möllenbeck fábær og hljómmikill.
Sembalistinn, Christian Rieger,
sem virtist kunna sitt utan að, átti
skemmtileg sólótilþrif í verki Al-
brici og víóluleikaramir, Wolfgang
von Kesinger og Volker Möller, áttu
og mikinn þátt í þessum afburða-
flutningi.
Öll verkin voru mjög vel leikin en
þó reis flutningurinn hæst og blátt
áfram blómstraði í meistaraverki
Telemanns. Þrátt fyrir að leikið
væri á gömul qg nýsmíðaðar eftir-
líkingar hljóðfæranna, var ekki gerð
tilraun til að eltast svo við óvissar
hugmyndir um eldri flutningsmáta,
að gamalsvipur væri á flutningnum,
heldur var tónlistin látin ráða, leikið
af lífi og sál, svo að í leik félaganna
varð tónlistin sem ný og tónleikarn-
ir í heild einstaklega skemmtilegir.
I-
[
r
.tis nvaxoi