Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 LISTIR Morgunblaðið býður þér að fá blaðið þitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum þínum hér á landi. Sendum blaðið í a.m.k. 4 daga samfleytt, pöntun þarf að berast fyrir kl. 16.00. Nýttu þér þjónustu Morgunblaðsins og fylgstu með. Hringdu í áskriftardeildina í síma fáðu nánari upplýsingar MORGUNBLAÐIÐ Gömul en „nv“ tónlist TÖMLIST Langholtskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Musica Antiqua Köln flutti tónlist eft- ir 17. og 18. aldar tónskáld Stjórn- andi Reinhard Goebel. Sunnudagur- inn 23. maí, 1999. ÞAÐ er mikilvægt fyrir tónlistar- lífið í landinu, að erlendir tónlistar- menn heimsæki ísland og kynni það sem efst er á baugi, t.d. í Evrópu, sem enn er stórsmiðja nýjunganna, hvort sem horft er til nýsmíða eða flutnings á gamalli tónlist. Vel má ætla að heimsókn tónlistarmanna, eins og Musica Antiqua Köln, muni hafa mikil áhrif á þá sem áhuga hafa á gamalli tónlist. Það hefur oft vafist fyrir fræðimönnum, hvers vegna nútíminn hefur svo mikinn áhuga á því sem gamalt er en marg- ir telja skýringuna þá, að nútíma- sköpun fúllnægi ekki fagurþörf nú- tímans. Þá ber að hafa í huga, að með tilkomu tónflutningstækja, varð mögulegt að hlusta á tónlist frá öllum tímum og má segja, að fjöl- miðlunartækni nútímans hafi opnað almynd tónlistarinnar, svo að fólk í dag, fyrst kynslóða, hefur mögu- leika á að kynnast fyrirhafnarlítið tónlist frá öllum tímum og þá um leið uppgötvað listina (hjólið) að nýju. Það er ekki aðeins að félagarnir í Musica Antiqua Köln séu frábærir tónlistarmenn, heldur flytja þeir sína tónhst á sérlega lifandi máta, þótt efast megi um að tónlistar- menn á 17. og 18. öld hafi almennt verið svo teknískir, sem þeir. Tón- leikarnir hófust á sjö radda fantasíu eftir ókunnan höfund, frá um það bil 1645, úr handriti fundnu í Stokk- hólmi. Sagnfræðingar hafa bent á að Stokkhólmur, Kaupmannahöfn og borgir í Norður-Þýskalandi, sér- staklega Lubeck og Hamborg, hafi í raun verið eitt menningarsvæði á 17. og 18. öld og gæti þetta verk þá bæði verið norrænt og eða samið sunnar í Evrópu, enda ekta „snemmbarokk“ verk í raddferli og hljómskipan. Sami einfaldleiki einkenndi næsta verk, sinfóníu á „fyrsta tóni“, eftir Vincenzo Albrici (1631-96). Bróðir hans, Bartolomeo (1641-80),var einnig hljómborðsleikari og starfaði í London. Vincenzo lærði hjá Carissimi og starfaði í Róm, einnig um tíma hjá Kristínu drottningu í Stokkhólmi, var síðan kapelmeistari við ensku hirðina í Dresden, þá org- elleikari við Tómasarkirkjuna i Leipzig og starfaði síðast í Prag, þar sem hann lést. Eftir hann liggja mótettur, kantötur og cansónur fyr- ir hljóðfæri, sem hann nefndi bæði sinfóníur og sónötur og voru þessi verk stundum með „improvisator- isku“ innslagi, sem Mattheson, fyrsti tónlistargagnrýnandi sögunn- ar, kallaði „stile fantastico". Sinfóní- an eftir Albrici er að formi til sam- bland af svítu eða tilbrigðaverki, þar sem skemmtilega er skipt um hljóðfæri og jafnvel að sembalinn hafði sérhlutverk, enda var Albricti mbl.is aðallega þekktur sem hljómborðs- leikari. Annað viðfangsefnið var sónata í g-moll, eftir Dietrich Becker (1623- 79), þýskan fiðlusnilling, stjórnanda hirðhljómsveitarinnar í Hamborg. Hann gaf út safnrit með eigin verk- um, sem hann nefndi Músicalische Fruhlings-Frúchte (1668), sem inni- heldur sónötur og svítur fyrir þrjú til fimm hljófæri með „continuo". Sónata þessi er skýrt afmörkuð í fjóra mishraða kafla. Fyrstu tón- arnir í þessu skemmtilega verki eru næstum þeir sömu og í íslenska þjóðlaginu Sofðu unga ástin mín. Þriðja viðfangsefnið var Pavane og svíta í C, eftir Thomas Baltzar (1630-63), þýskan fíðluleikara, er starfaði í Stokkhólmi en frá 1661 með enskum, í einkahljómsveit kon- ungs og hafði mikil áhrif á fiðlu- tækni Englendinga, í meðferð fjöl- gripa, yfirgripsmikillar tækni og notkun hásviðs fiðlunnar. Sagn- fræðingurinn Anthony Wodd (1632- 95) ritar „að Baltzar hafi kunnað að hlaupa með ótrúlegum hraða, enda á milli fingraborsðins". Fjórða verkið, Sónata í d-moll, er eftir danska tónskáldið Andreas Kirchoff en tónverk eftir hann eru varðveitt í háskólasafninu í Uppsöl- um, þar á meðal sónötur fyrir fjóra til sex flytjendur. Þetta er skemmti- leg tónlist með ótal víxlleiki hljóð- færanna, sérstaklega í hröðu köfl- unum. Eftir hlé var fyrst leikið sérlega skemmtilegt verk eftir Johann Va- lentin Meder (1649-1719) þýskan söngvara, er starfaði í Póllandi. Verkið nefnir hann Der Polnische Pracher (sóðalegi betlarinn) en þar getur að heyra hraða kafla, sem eru unnir yfir einn hljóm en hægu þætt- imir eru byggðir á skemmtilegum hljómskiptum og dansandi hryn. Johann Fischer (1646-1716) átti næstsíðasta verkið en það var kór- alútsetning á sálminum Herzlichst tut mich verlangen. Þar gat að heyra sérlega fallega unninn kontrapunkt. Þessi Fischer (ekki sá sem J.S. Bach þekkti) var fiðluleik- ari og starfaði m.a. í París, sem af- ritari hjá Lully og var eftir það á flækingi og kom víða við, t.d. í Dan- mörku og Svíþjóð og endaði sem kapelmeistari hjá markgreifanum af Schwedt. Lokaverk tónleikanna var pólskur konsert eftir meistara Telemann. Glæsilegur strengja- konsert, sem var glæsilega fluttur. Það er ekki aðeins að gestirnir frá Köln lékju skemmtilega og lítt kunna tónlist, sem mikið nýnæmi var í að heyra, heldur var leikur þeirra aldeilis frábær. Samleikur fiðluleikaranna, Florian Deuter, stjómandans Reinherd Goebel og Isabel Schau, var ótrúlega góður, svo og einleikur hvers og eins í sóló- þáttum, eins og t.d. í tilbrigðunum hjá Albrici og í Kirchoff sónötunni. Þá var samleikur gambaleikarans, Anke Böttger og sellistans Markus Möllenbeck fábær og hljómmikill. Sembalistinn, Christian Rieger, sem virtist kunna sitt utan að, átti skemmtileg sólótilþrif í verki Al- brici og víóluleikaramir, Wolfgang von Kesinger og Volker Möller, áttu og mikinn þátt í þessum afburða- flutningi. Öll verkin voru mjög vel leikin en þó reis flutningurinn hæst og blátt áfram blómstraði í meistaraverki Telemanns. Þrátt fyrir að leikið væri á gömul qg nýsmíðaðar eftir- líkingar hljóðfæranna, var ekki gerð tilraun til að eltast svo við óvissar hugmyndir um eldri flutningsmáta, að gamalsvipur væri á flutningnum, heldur var tónlistin látin ráða, leikið af lífi og sál, svo að í leik félaganna varð tónlistin sem ný og tónleikarn- ir í heild einstaklega skemmtilegir. I- [ r .tis nvaxoi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.