Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1” LISTIR Morgunblaðið/Ásdís ÞÁTTTAKENDUR í söng- og gleöidagskrá Hugleiks. Söng- og gleðidag- skrá Hugleiks LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur stendur fyrir söng- og gleðidagskrá í Mögu- leikhúsinu við Hlemm á morgun og föstudaginn 28. maí kl. 21 bæði kvöldin. Dagskráin hefur yfirskrift- ina Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er ég ekki laglaus og koma dagskrárat- riðin úr ýmsum áttum. Það eru 15 listamenn sem að sýningunni standa, þar af sjö manna hljómsveit, sem sér um allan undirleik. Skemmtunin er liður í íjáröflun leik- félagsins, en Hugleikur er á leið til Lit- háen í júlí nk. Félagið hefúr þekkst boð Trakai-listahátíðarinnar í Litháen um að sýna leikverkið Sálir Jónanna ganga aftur. í ágúst sl. fór Hugleikur með leikritið á norræna leiklistarhátíð í Harstad í Norður-Noregi. Þar kom einnig fram leikhópur frá Trakai, hin- um foma höfuðstað Litháen. Á meðal félaga í leikhópnum var borgarstjóri Trakaiborgar og barst Hugleik boð á liðnum vetri um að sýna leikritið á listahátíðinni í Trakai. Sálir Jónanna verður sýnt 17. júlí. Það er um 30 manna hópur frá Hugleik sem heldur utan. VÍNARKLASSÍSKUR DRAUGAGANGUR TONLIST Hvuragerðiskirkja BJARTAR SUMARNÆTUR Schumann: Phantasie-Stiicke Op. 73; Liszt: sex sönglög; Beethoven: Píanótríó í D Op. 70,1 („Geister"). Signý Sæmundsdóttir sópran og Edda erlendsdóttir píanó; Tríó Reykjavfkur, (Guðný Guðmunds- dóttir, fiðla; Peter Máté, píanó; Gunnar Kvaran, selló. Föstudaginn 21. maí kl. 20:30. ÞAÐ andaði köldu úr útnorðri, þegar þriðja tónlistarhátíð Hver- gerðinga gekk í garð á föstudags- kvöldið var með allvel sóttum kammertónleikum. Á móti kom, að inni fyrir réðu hlýjar viðtökur, heitt kaffi og heillandi tónverk. Það mátti skilja á ávörpum að- standenda, að tónlistarþrídægran austan fjalls sé komin til að vera, eins og sagt er á ísl-ensku, enda hefur hún þegar sannað gildi sitt. Það hefur og komið í Ijós, að kirkj- an er þokkalegasta söng- og strengjahús, þó að glymjandin sé ívið of mikil fyrir píanó. Væri vert að athuga, hvort með einhverju móti mætti þar um bæta, án þess að þurfa að bylta öllu innan stokks. Líkt og farfugl úr landsuðri var kominn góður gestur frá Franseis, Edda Erlendsdóttir píanóprófess- or, sem seinna í sumar mun væntalega veita tónlistarhátíðinni austur að Klaustri forsjá eins og undanfarin ár. Hún lék her með Signýju Sæmundsdóttur sex sönglög og eitt utan dagskrár við ýmist þýzka eða frönska texta eft- ir píanósnillinginn mikla Franz Liszt, sem eins og Chopin er mun ókunnari fyrir sönglagasmíðar hér um slóðir fyrir en önnur verk sín, þó nú sé að vísu heldur meir farið að bera á söngvum Chopins en áð- ur var. Má e.t.v. álykta, að gífur- legt söngtónleikaframboðið hér- lendis sé loks farið að leita aðeins út fyrir dagfarsviðfangsefni úr hirzlum Schuberts og Schumanns, og ber að fagna aukinni fjöl- breytni. Lögin voru mörg falleg, oft svolítið þjóðlagakennd en að öðru leyti ýmist í frönskum eða þýzkum ljóðastfl, og sum þeirra m.a.s. með fyrirboðaávæning um síðar til kominn impressjónisma Debussys, eins og Ihr Glocken von Martin. Voru þessar sjaldheyrðu perlur dável og samtaka fluttar af þeim stöllum. Þar áður léku Gunn- ar Kvaran og Peter Máte hin víð- kunnu Fantasíustykki eftir Sehumann af heitri tilfinningu og í allgóðu jafnvægi, þó að glymjandi kirkjunnar styrkti heldur píanóið - einkum bassasvið þess - á kostnað sellósins. Lokaatriði tónleikanna var hið kunna „Anda“-tríó Beethovens Op. 70 nr. 1 fyrir fiðlu, selló og pí- anó frá árinu 1808 og tileinkað Marie Erdödy greifynju. Verkið er líkt og Razumowsky-strengja- kvartettamir frá „heróíska" mið- skeiði tónskáldsins; mun virtúósískara en eldri verk Beet- hovens í sömu grein, og að sögn er þar jafnar ritað fyrir öll hjóðfærin en áður, þar sem píanóið hafði ótvíræða forystu. Tríó Reykjavík- ur lék mjög vel. I. þáttur var kraftmikill, reimt var yfir drunga- legum II. þættinum sem auknefni verksins (runnið frá öðram en höf- undi sjálfum) á sérstaklega við, og hinn eldfjörugi lokaþáttur var víða glæsilegur í þétt tvinnuðum sam- leik tríósins við mikið píanóflúr í liprum höndum Peters Máté. Ríkarður Ö. Pálsson Vinsælu gatakortin eru upplögö í sumar. 15 eða 24 gata kort Arskortin alltaf í boði staðgreidd eða í áskrift opnir jazztímarfyriralla jsb góður staður fyrir konur Morgunblaðið/ Karl Á. Sigurgeirsson ÖNNUR hljómsveita Tónlistarskóla A.-Hún. Tónlistarskóli V-Hún. þrjátíu ára Hvammstanga. Morgunblaðið. TÓNLISTARSKÓLI Vestur-Hún- vetninga varð þrjátíu ára á þessu ári. I tilefni afmælisins hélt skólinn lokatónleika í Félagsheimfli Hvammstanga. I máli skólastjórans, Elínborgar Sigurgeirsdóttur, kom Lagerlausnir Brettarekkar - Smávöruhillur - Innkeyrslurekkar o.fl. Lagerkerfi sem uppfylla staðla (INSTfl, German Standard o.fl.) Hagstætt verð - Hagstæð lausn PÖfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 - sími 5111100 Verksmiðja Flatahrauni 13 - slmi 555 6100 fram að 108 nemendur stunduðu nám við skólann á líðandi skólaári. 30 nemendur luku stigsprófi frá 1.-4. stigi. Aðrir nemendur þreyttu árs- próf. Kennt er á hefðbundin blásturs- hljóðfæri, rafmagnsgítar og bassa, píanó og hljómborð, harmonikku, trommur og önnur ásláttarhljóðfæri. Einnig hefur skólinn boðið upp á söngtíma. Við skólann er starfandi lúðrasveit, undir stjóm Hjálmars Sigurbjörnssonar, og tvær hljóm- sveitir, undir stjórn Guðmundar Hólmars Jónssonar. Skólinn heldur árlega nemendatónleika, um jól og á vorin, og auk þess mánaðarlega tón- leika fyrir nemendur og foreldra. Aðrir kennarar auk skólastjóra eru Ólöf Pálsdóttir, Helgi S. Ólafsson og Ingibjörg Pálsdóttir og einnig Hin- rik Oliversson, sem er stundakenn- ari. Skólinn hefur alla tíð haft aðal- starfstöð á Hvammstanga en einnig er kennt í Laugarbakkaskóla, í Vest- urhópsskóla og Barnaskóla Staðar- hrepps. í tilefni afmælisins gaf skól- inn út fréttabréf, sem sent var á öll heimili sýslunnar. Þar var óskað eft- ir stuðningi héraðsbúa við endurnýj- un hljóðfæra við skólann. í vetur barst skólanum höfðingleg gjöf, raf- gítarar, bassi, magnarar og trommu- sett, frá velunnara skólans. Söngnámskeið verður haldið í vor, hefst það 26. maí og stendur í tvær vikur. Kennari verður Ingveldur Hjaltested. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.