Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 34

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VIÐAR Alfreðsson trompetleikari. Tónleikar til styrktar Viðari Alfreðssyni JAZZDEILD FIH, Jazzklúbbur Egilsstaða og Jazzvakning gang- ast fyrir styrktartónleikum fyrir Viðar Alfreðsson tónlistarmann í Tónleikasal FÍH í kvöld kl. 21, á afmælisdegi Viðars. Á tónleikunum koma fram fjöl- margir félagar Viðars; bassadúó Tómasar R. Einarssonar og Ólafs Stolzenwalds, Dixflandhljómsveit Árna ísleifs ásamt Friðriki Theó- dórssyni, kvartett Ómars Axels- sonar, tríó Guðmundar Stein- grímssonar ásamt Geir Ólafssyni, tríó Óiafs Stephensens og Vinir Dóra auk fleiri tónlistarmanna. Viðar hefur átt við mikil veik- indi að stríða en hann er í fremstu röð íslenskra hljóðfæra- Ieikara sem djassleikari á trompet og á horn í klassíkinm. Hann lék um árabil í Englandi m.a. með hljómsveit Sadler’s Wells óperunnar og í sinfóníu- hljómsveit BBC og stórsveit. Hér heima hefur Viðar m.a. leikið með hljómsveit Gunnars Orms- levs, sem hlaut gullverðlaun fyrir djassleik á æskulýshátíðinni miklu í Moskvu 1957, og með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Hann má m.a. heyra á tvöfaldri geislaplötu Gunnars Ormslevs: Jazz í 30 ár, Jazzvöku með bandaríska bassa- leikaranum Bob Magnusson og eigin plötu: Viðar spilar, spilar og spilar, þar sem hann blæs í flest málmblást- urshljóðfæri frá trompets til túbu. Sigrún Huld sýnir í Eden SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir, fyrr- verandi ólympíumeistari í sundi þroskaheftra, opnaði sína fyrstu einkasýningu í Eden í Hveragerði í gær, þriðjudag. Myndimar eru mál- aðar með pastel- og akrýllitum sl. tvö ár. SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir Sýningin stendur til 7. júní. með eitt verka sinna. Verðtryggð vaxtagreiðslubréf Samvinnusjóðs íslands hf. Veróbréfaþing ístands hefur samþykkt að taka til skráningar verótryggð vaxtagreiðstubréf Samvinnusjóðs ístands hf. 2. flokkur 1999 • Krónur 500.000.000,00 - 1.000.000.000,00 • Útgáfudagur 1. maí 1999 * Gjatddagi höfuðstóLs 1. maí 2007 * Gjalddagi vaxta 1. maí ár hvert, fyrst 1. maí 2000 Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 31. maí 1999. Skráningartýsingu, samþykktir og síðasta ársreikning fétagsins er hægt að nálgast hjá Samvinnusjóði íslands hf., Sigtúni 42, 105 Reykjavík, umsjónaraóita skráningarinnar. Samvinnusjóður íslands hf. Fjárfestingarbanki Sigtún 42, 105 Reykjavík, Sími 530 3100, Fax 530 3110 Lektor í London SVANHILDUR Óskarsdóttir tók BA próf í jslensku og heimspeki við Háskóla Islands og fór síðan til Toronto í Kanada og tók meistara- gráðu í miðaldafræðum áður en hún hélt til London. Hún er með skrif- stofu sína í miðri stórborginni við Gordon Square í Bloomsbury, þaðan eru einungis nokkur skref yfir í hina virðulegu aðalbyggingu Úniversity College of London og skammt und- an er British Museum. Hér í nafla gamla heimsveldisins eigum við ís- lendingar höfuðstöðvar sem fáir vita um, íslenskar bókmenntir hafa hér smá tangarhald og eiga greinilega hauk í homi þar sem Svanhildur er annars vegar. Á þeim sex árum sem hún hefur starfað hér hefur hún komið því til leiðar að íslenska var gerð að aðalfagi innan deildarinnar (Department of Scandinavian Stu- dies) og séð til þess að nútímaís- lenska var gerð að skyldufagi á íyrsta ári. Nú þegar hún er að láta af störfum sér hún fyrir sér þenslu og nýtt tímabil í útbreiðslu íslensku- kennslu erlendis. Islendingar þurfa að taka frumkvæðið Stendur íslenskan traustum fót- um í erlendum háskólum? „Það var gott hjá íslenskum yfir- völdum að taka þátt í að stofna þessa stöðu hér á sínum tíma, og það er, held ég, framtíðin í þessum málum. íslendingar eiga að gera meira af því að taka frumkvæðið í að kenna útlendingum íslensku. Hér í Bretlandi hefur íslenskukunnáttan og áhugi fólks á íslensku og íslensk- um fræðum verið í beinum tengslum við fomenskuna, en báðar þessar greinar voru áður skyldugreinar í enskudeildum háskóla. Núna hefur enskukennslan breyst, það eru Svanhíldur Óskarsdótt- ir er miðaldafræðingur sem undanfarin ár hef- ur gegnt stöðu lektors í nútímaíslensku við Uni- versity College of London sem kennd er við Halldór Laxness. Hún hefur gegnt lekt- orsstöðunni í London í sex ár og skrifað dokt- orsritgerð, en er nú á leið heim til að huga frekar að miðöldunum. Dagur Gunnarsson tók lektorinn tali og forvitn- aðist um gömul skinn- handrit og íslensku- kennslu í útlöndum. komnar aðrar áherslur, meira lagt upp úr nútímabókmenntum, sam- veldisbókmenntum, bandarískum bókmenntum og þar fram eftir göt- unum. Þetta er allt að blása út, er nýtt og spennandi og fornenskan og þar með íslenskan hafa fallið í skuggann. Það þrengir að faginu, þá er t.d. ekki ráðið nýtt fólk í stað þeirra sem fara á eftirlaun og það er í mörgum háskólum hérlendis verið að steypa deildum saman og búa til stórar tungumáladeildir utan um Evrópumálin. Það þarf að halda vörð um íslenskuna við þessar breyttu aðstæður og það er mjög mikilvægt að íslendingar sjálfir veiti aðhald og efli áhugann á sinni menn- ingu og tungu. Við höfum í gegnum tíðina notið góðs af því að það hefur verið svo mikill áhugi og vilji fyrir því í öðrum löndum að kenna ís- lensku.“ Standa íslensk yfii-völd ekki að ís- lenskukennslu erlendis? „Þessi lektorsstaða hér í London er undantekning, því hún er að hálfu leyti kostuð af íslenskum stjómvöld- um. Allar aðrar sendikennara- og lektorstöður era kostaðar af gisti- landinu en ekki íslendingum. Islend- ingar styrkja þetta bara lítilega með bóka- og ferðastyrkjum en það er allt og sumt. Ef við ieggjum meira til og tökum meiri ábyrgð í þessum málum, getum við sjálf stjómað því betur hvemig íslenska er kennd og við getum með því eflt samskipti Is- lands við fólk erlendis sem talar og kennir íslensku. Það þarf líka að at- huga að það að kenna útlendingum íslensku er öðruvísi en að kenna ís- lendingum og það er brýnt að við Háskóla íslands verði farið að hafa námskeið fyrir kennara. Þar hefur safnast heilmikil reynsla, þar er bú- in að vera starfandi skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta í mörg, mörg ár og þar er komin þekking í þessu fagi og nú þarf að byggja ofaná það. Við sendikennaramir höfum af veik- um mætti verið að reyna að koma áfram þessari þekkingu, við eram að vinna að handbók um íslensku- kennslu fyrir útlendinga, og draga þannig saman þá reynslu sem hefur orðið til og setja hana í eitthvert að- gengilegt form. Meðfram handbók- inni dreymir okkur um að koma upp hugmynda- eða gagnabanka á net- inu.“ Þeir sem eiga erfitt með að gera upp við sig hvort útlitið, rýmið, aksturseiginleikarnir, þægindin, öryggið eða stærðin eigi að ráða þegar þeir velja sér nýjan bíl ættu að velja ford focus - og fá þetta allt. hugsaðulengra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.