Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sarajevo 1999 16.-28. maí Nr. Nafn Stig |l 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð 1 Peter Leko 2694H % 'h 'h 'h 'h 1 0 3,5 5.-7. 2 Alexander Morozevic 2723 14 'h % 0 0 1 1 3,5 5.-7. 3 Jan H. Timman 2670 'h 'h 0 0 0 0 0 1 10. 4 Michael Adams 2716 'h 'h 1 1 0 1 K 4,5 3.-4. 5 Evgenv Bareev 2679 'h 1 1 'h 'h 1 'k 5 1.-2. 6 Gary Kasparov 2812 1/2 1 'h 1 'h 1 1/2 5 1.-2. 7 Nigel D. Short 2697 0 0 'h 0 1 'h 2,5 8. 8 Veselin Topalov 2700 1 1 0 'h 'h 'h 0 3,5 5.-7. 9 Ivan Sokolov 2624 0 1 0 'h 0 0 'h 2 9. 10 Alexei Shirov 2726 1 0 1 'h ’/2 'h 1 ■ 4,5 3.-4. Kasparov sigrar Morozevich í Sarajevo SKAK Sarajevo BOSNÍA 99 16.-26. maí 1999 TVEIMUR umferðum er nú ólokið á hinu geysisterka stóiTneist- aramóti í Sarajevo. Skemmst er frá því að segja að Kasparov, sem byrj- aði mótið fremur rólega, hefur náð þremur vinningum úr síðustu fjór- ,..um umferðum og leiðir nú mótið ásamt Evgeny Bareev. Hafa þeir báðir fimm vinninga af sjö mögu- legum. Morozevich virtist ætla að koma á óvart á mótinu og var hann einn efstur eftir þrjár umferðir með tvo og hálfan vinning af þremur mögulegum. Ekki tókst honum þó að fylgja góðri byrjun eftir og eftir tvö jafntefli og tvær tapskákir, gegn Bareev og Kasparov, situr hann nú í 5.-7. sæti með þrjá og hálfan vinning. Úrslit 7. umferðar urðu þessi: Gary Kasparov - Alexander Morozevich 1-0 Evgeny Bareev - Jan H. Timman 1-0 Michael Adams - Alexei Shirov Vt-'k Veselin Topalov - Ivan Sokolov 'ft-'h Nigel D. Short - Peter Leko 0-1 I áttundu og næstsíðustu umferð sem tefld var í gær, þriðjudag, mættust: Alexei Shirov - Ivan Sokolov Michael Adams - Evgeny Bareev Peter Leko - Veselin Topalov Alexander Morozevich - Nigel D. Short Jan H. Timman - Gary Kasparov Minningarmótið um Capablanca Enski stórmeistarinn Anthony Miles sigraði á 34. minningarmót- ^ inu um Capablanca sem haldið var dagana 7.-22. maí í Havana á Kúbu. Hann fékk 814 vinning af 13. í 2.-4. sæti urðu Suat Atalik, Lazaro Bruzon og Julio Becerra Rivero all- ir með 8 vinninga. Rohde sigrar Rebel Bandaríski stórmeistarinn Mich- ael A. Rohde átti ekki í vandræðum með að leggja skákfomtið Rebel að velli í kappskák sem tefld var í gegnum ICC skákþjóninn á laugar- daginn. Þetta var fyrsta skákin í mánað- arlegri keppni sem höfundur Rebel, Ed Schröder, hyggst gangast fyrir. _ AJlir stórmeistarar sem hafa áhuga rá að tefla eina skák við Rebel geta haft samband við Schröder. Fyrir sigur fær stórmeistarinn $500 að launum og $250 fyrir jafntefli. Eftir góða frammistöðu Rebel gegn Anand síðastliðið sumar töldu margir að möguleikar Rohde væru litlir. Reyndar sigraði Anand Rebel með 114 vinningi gegn 14 í kapp- skákunum, þótt Rebel hefði betur í skákum með styttri tímamörkum. Rohde er hins vegar enginn viðvan- ingur þegar kemur að því að tefla við tölvur og hefur einstaklega gott •'*"'iag á þeim. Það er því lærdómsríkt fyrir væntanlega andstæðinga Rebel að sjá hvaða aðferðum hann beitti til að ná fram sigrinum. Rohde valdi mun skynsamlegri leið í byrjuninni heldur en t.d. Ka- sparov valdi í skákum sínum gegn Deep Blue. Hann tefldi óhræddur byrjun sem margoft hefur verið ^tefld og skákin fylgdi þekktum leið- um fram í 12. leik. Tilfellið er að sú byrjunarþekking sem byggð hefur verið upp í skákinni er afar haldgóð og í raun mjög sjaldgæft að skák- forrit finni einhverjar gloppur í henni. Þegar byrjunarbókunum sleppti kom í ljós að Rohde hafði mun betri skilning á stöðunni sem upp kom heldur en Rebel. Rohde taldi að Rebel væri kominn með tapað tafl upp úr 20. leik. í 26. leik gat Rohde gert út um skákina, en kaus þess í stað rólegri leik sem tryggði honum áframhaldandi stöðuyfirburði. Hann sagðist ekki hafa haft tíma til að reikna flækjurnar til enda og því kosið einfaldari leið, þótt hún væri ekki sú sterkasta. Varla er að efa að Rohde hefði gefið sér tíma til að skoða málið betur ef andstæðingur- inn hefði ekki verið tölva. Gegn tölvum er hins vegar algjör nauð- syn að forðast tímahrakið, því það hefur reynst mörgum stórmeistar- anum skeinuhætt eins og t.d. kom í Ijós í viðureign Junior skákfomts- ins og ísraelska ólympíuliðsins. Meistaramót Skákskólans Dagana 27.-30. maí verður Meistaramót Skákskóla íslands haldið í sjötta sinn. Mótið verður að venju haldið í húsnæði skólans að Faxafeni 12 í Reykjavík. Allir nemendur skólans hafa þátttökurétt. Alls verða sjö umferðir. Fyrstu þrjár umferðirnar verða atskákir en þær fjórar síðustu kappskákir. I atskákunum fær hvor þátttakandi hálftíma til að ljúka skákinni. I kappskákunum er umhugsunartím- inn 114 klst. á 35 leiki og síðan hálf- tími til að klára. Teflt verður eftir Monrad- eða svissnesku kerfi. Mótið verður bæði reiknað til at- og kappskákstiga. Meistari Skákskólans hlýtur veg- legan farandbikar ásamt kostnaði við þátttöku á alþjóðlegu móti er- lendis. Vandaðar skákbækur eru í verðlaun fyrir 2.-5. sæti. Einnig verða veitt aldursflokkaverðlaun, tvenn verðlaun fyrir bestan árang- ur í hópi 14 ára og yngri og tvenn fyrir keppendur í hópi 10 ára og yngri. Auk þess verða tvenn verð- laun veitt fyrir bestan árangur stúlkna. Teflt verður sem hér segir. 1. umf. Fimmtud. 27.5. kl. 20 2. umf. Fimmtud. 27.5. kl. 21 3. umf. Fimmtud. 27.5. kl. 22 4. umf. Föstud. 28.5. kl. 20 5. umf. Laugard. 29.5. kl. 10 6. umf. Laugard. 29.5. kl. 16 7. umf. Sunnud. 30.5. kl. 10 Sigurvegari á síðasta meistara- móti var Jón Viktor Gunnarsson. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjónar- manna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og at- hugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. S.í. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót 4.6. Skákþing Hafnarfjarðar 7.6. Hellir. Atkvöld 9.6. Boðsmót T.R. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVEIT Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum í kjördæmamóti Bridssambands íslands, sem fram fór á Akureyri um síðastliðna helgi. Reykvíkingar unnu kjördæmamótið af miklu öryggi BRIDS Hótel KEA Akurcyri KJÖRDÆMAMÓT BRIDSSAMBANDS ÍSLANDS 1999 Átta landshluta keppni þar sem hver landshluti sendi fjögur lið. - 22.-23. maf SVEIT Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum í kjördæma- mótinu, sem fram fór á Akureyri um sl. helgi. Sveitin hlaut samtals 510 stig eða um 73 stig að meðaltali úr umferð sem þýðir að hver leikur sveitarinnar vannst að jafnaði með rúmlega 18 stigum. Þetta er frábær árangur sem gerir sigurvonir ann- arra sveita að engu. Eftir fyrri dag keppninnar var staða annaiTa sveita mun vænlegri en þá var forysta Reykvíkinga að- eins um 20 stig og mótið opið. Hins vegar strax í fyrsta morgunleiknum fór öll spenna úr mótinu og helztu andstæðingarnir, sveitir Norður- lands eystra og Reyknesingar, gátu ekki klekkt á firnasterku liði Reykvíkinga og úrslitin voru ráðin. Meistararnir frá í fyrra, Norður- land eystra, höfnuðu í öðru sæti í mótinu með 449 stig, Suðurland varð í þriðja sæti með 446, Reyknesingar fjórða sæti með 436 og Austurland í fimmta sæti með 396. FRÁ skólaslitum Iðnskólans í Hafnarfirði. GUÐJÓN Ingvi Stefánsson og Jón Ágúst Guðmundsson voru efstir í tvímenningsútreikningnum á Akureyri. í Butlerútreikningi mótsins sigr- uðu Vestlendingarnir Guðjón Ingvi Stefánsson og Jón Agúst Guð- mundsson með skorina 1,22. Þórð- ur Bjömsson og Bemódus Krist- insson Reykjanesi urðu í öðra sæti með 1,10 og Sverrir Armannsson og Sveinn Rúnar Eiríksson Reykjavík þriðju með 1,09. Mjög vel var staðið að öllu móts- haldinu. Bæjarfulltrúinn og brids- spilarinn Þórarinn B. Jónsson bæði setti mótið og sleit því en formaður Bridsfélags Akureyrar og Brids- sambands Norðurlands, Stefán Vil- hjálmsson, hafði yfirumsjón með mótinu og andlegu léttmeti sem fram var borið bæði í bundnu og óbundnu máli en það var í gæða- fiokki A ef svo má að orði komast. Keppnisstjóri var Isak Örn Sig- urðsson og hafði hann í nógu að snúast en einhver taugatitringur var í mönnum báða dagana. Spurn- ingin er hvort hryssingurinn í veðr- inu hafi náð inn í hús hótelsins og myndað óróa í mannskapnum en auðséð var þegar ekið var heimleið- is upp Öxnadalinn að veðrið fór illa í hrossin sem þeystu um hóla og velli með miklum rassaköstum. Altjent þá var of mikið að gera hjá keppnisstjóranum ólíkt því þegar margir þessara sömu spilara mæta í undankeppni íslandsmóts og and- rúmsloft er mun þjálla. Arnór G. Ragnarsson SKÓLASLIT Iðnskólans í Hafn- arfírði fóru fram fimmtudaginn 20. maí í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði. Við skólaslitin voru brautskráðir 53 nemendur af ýmsum brautum. Hæstu einkunnir á burtfar- arprófi iðnnema hlutu Kolbrún Hákonardóttir hársnyrtinemi Iðnskóla Hafn- arfjarðar slitið og Sigurður Jónsson húsa- smiðanemi en hæstu einkunn hönnunarnema hlaut Anna Málfríður Jónsdóttir.-Nýbygg- ing skólans við Flatahraun er komin vel á veg og verður væntanlega tekin í notkun í haust. Nemendur halda sýningu á verkum vetrarins í Apótekinu í Hafnarborg. Sýningin var opnuð laugardaginn 22. maí og stendur hún til 30. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.