Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 45
FRÉTTIR
Námskeið um
landlæsi og
uppgræðslu
1
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, í
samvinnu við Landgræðslu og Skóg-
rækt ríkisins verða með námskeið
um landlæsi og uppgræðslu fimmtu-
daginn 27. maí í húsnæði Land-
græðslusjóðs, Suðurhlíð 38, Reykja-
víkj frá kl. 10-16.
A námskeiðinu verður lögð áhersla
á landlæsi, þ.e.a.s., að þátttakendur
skilji þær vísbendingar sem ásýnd
landsins gefur um ástand þess. Meg-
inhluti námskeiðsins fer fram utan-
húss, þar sem land frá auðn til skóg-
lendis verður skoðað. Farið verður í
vettvangsferð um land Skógræktar-
félags Hafnafjarðar. A námskeiðinu
verður m.a fjallað um vemdun vist>
kerfa, gróðurfar, jarðveg og jarð-
vegsrof, lífið í jarðveginum, mismun-
andi aðferðir við uppgræðslu lands
og undirbúning lands til skógræktar.
Námskeiðið er m.a. byggt á bæk-
lingnum; „Að lesa landið“, sem Land-
græðslan og Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins gáfu nýverið út.
Leiðbeinendur verða Andrés Arn-
alds, fagmálastjóri Landgræðslu rík-
isins, Úlfur Óskarsson, skógfræðing-
urms-dosndgræðslu ríkisins, Jón
Geir Pétursson, skógfræðingur hjuá
Skóggræktarfélagi íslands, Jón Guð-
mundsson, plöntulífeðlisfræðingur á
Rannsóknarstofnun Landbúnaðar-
ins, Guðjón Magnússon, fræðslufull-
trúi hjá Landgræðslu ríkisins og
Hólmfríður Finnbogadóttir, Skóg-
ræktai-félagi Hafnafjarðar.
Námskeiðið er opið öllu áhuga- og
fagfólki um landlæsi og uppgræðslu.
Skráning og nánari upplýsingar fást
hjá endurmenntunarstjóra Garð-
yrkjuskóla ríkisins.
-------------------
:
J
Fyrirlestur um
tilkynninga-
skyldu í barna-
verndarmálum
BARNAVERNDARNEFND Hafn-
arfjarðar og Endurmenntunarstofn-
un Háskóla íslands hafa fengið Da-
víð Þór Björgvinsson prófessor til
þess að flytja fyrirlestur á námskeið-
inu Nýjungar í barnavemd 27. maí
nk. kl. 9 í húsakynnum Endurmennt-
unarstofnunar. Er þetta liður í átaki
til eflingar bamavemdarstarfi.
Mun Davíð Þór m.a. fjalla um
ábyrgð tilkynnanda gagnvart barn-
inu og bamavemdaryfirvöldum,
túlkun vafa, ábyrgð móttakanda,
hvað felst í hugtakinu „rökstuddur
gmnur“, könnun máls eða forkönnun
máls og á hvaða stigi hin ýmsu laga-
ákvæði verða virk. Þá mun hann
einnig fjallað um stöðu tUkynnanda,
upplýsingar til foreldra og barna-
verndaryfirvalda, miskabætur o.fl.
í lok framsögu mun Davíð Þór
jafnframt ræða við þátttakendur og
svara fýrirspurnum.
Fuii af f rábæru
efni: míiwí,
ii LlÍJIJjr'j
Askrifendaleikir í allt sumar,
glæsilegir vinningar:
Sólarlandaferðir
og vönduð reiðhjól
Ný Vika á hverjum mánudegi
c
I
og Kringlunni
á laugardögum
Tvö 301. gerjunarílát,
vatnslás, sykurflotvog, hevert og
vínþrúgur í eina lögun.
Verð frá: 5.990,-
Gildirtil 31. maí '99