Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 49 UMRÆÐAN Hvað kostar hávaði? Hávaðinn Árið 1910 sagði hinn þekkti læknir og vísindamaður Robert Koch, sem rannsakaði m.a. orsakir svefnleys- is: „Þeir dagar koma að fólk þarf að berjast við hávaða eins og pest- ina.“ Hér á landi er langvarandi há- vaði og afleiðingar hans frekar nýtt vandamál og sumar hliðar þess Úk- lega óþekktir fyrir marga, en svo er ekki í stærri borgum erlendis. I Bandaríkjunum er hávaði það um- hverfisvandamál sem er eykst hvað hraðast og jafnframt það umhverf- isvandmál sem almenningur lætur sig mest varða þar í landi. Umferðarhávaði er mældur í desíbelum (dBA). Hvað er nú það?! Til þess að gefa lesandanum hug- mynd um það, þá er 1 dBA minnsta breyting sem mannlegt eyra getur numið, en aðeins með því að bera saman tvö hljóðstig strax hvort á eftir öðru, 5 dBA breyting heyrist greinilega og 10 dBA breyting greinist sem helmingun eða tvö- fóldun hljóðsins. Myndin sýnir há- vaðastig frá þekktum uppsprett- um. Dæmi um hljóð- stig í dBA Hávaðinn kemur víða úr um- hverfi okkar, t.d. frá skemmtistöð- um, nágrönnum, vinnuvélum, bif- hjólum, flugvélum og bflum. Umferðinni fylgir bæði heilsu- sjjillandi loft- og hávaðamengun. Arið 1994 voru 116 þúsund bflar á Islandi, 5 árum síðar (apríl 1999) eru þeir orðnir 144 þúsund eða rúmlega 24% fleiri. Það hversu hátt hljóðstig reikn- ast frá umferð er kjörið að taka Miklubraut sem dæmi, með árs- dagsumferð 1996 (við Rauðagerði) um 58.000 bfla, 3,5% þunga umferð og jafnan 60 km/klst hámarks- hraða. Samkvæmt reiknilíkani verður jafngildis-hljóðstigið 71 dBA í 10 m og verður í 140 m fjar- lægð 55 dBA, miðað við enga skermun og gróið land á milli brautarinnar og athugunarstaðar. Þumalputtaregla er að tvöföldun fjarlægðarinnar gefur 3 dB minni hávaða en tvöföldun umferðar- þungans eykur hins vegar hávað- ann um 3 dB. Kostnaðurinn Árið 1997 kom út skýrsla hjá embætti Borgarverkfræðings sem hét „Hljóðvist við umferðargötur". í skýrslunni var áætlað (með til þess gerðum reiknilíkönum) hvert væri hljóðstig við íbúðarhús vegna umferðarhávaða. Þar fékkst að 2.170-2.290 búðir væru með hljóð- stig yfir 65 dBA (engin gildi yfir 65 dBA fengust austan Elliðaáa). Er- lendis (t.d. í Noregi, Danmörku og Englandi) hafa verið gerðar marg- ar kannanir á sambandi fasteigna- verðs og umferðarhávaða. Almennt sýna niðurstöðurnar að ef hljóð- Umhverfismál Með því gefa sér að meðal fasteignaverð sé 10 milljónir, segír Björgvin Þorsteinsson, fæst að fasteignaverð íbúðarhúsa sé nú sam- tals um 2,5-3,4 millj- örðum króna lægra en ef hljóðstigið væri skv. viðmiðunargildinu 55 dB(A). stigið fer yfir 55 dB(A) fellur fast- eignaverðið um ca 1% á dB yfir 55 dBA. Með því að nota niðurstöður skýrslu Borgarverkfræðings og gefa sér að meðal fasteignaverð sé 10 milljónir, fæst að fasteignaverð viðkomandi íbúðarhúsa sé nú sam- tals um 2,5-3,4 milljörðum króna lægra en ef hljóðstigið hefði verið skv. viðmiðunargildinu 55 dBA. Við þessa upphæð má svo bæta öllum þeim sem eiga íbúðarhús þar sem hljóðstigið er á milli 55 og 65 dBA, en sá fjöldi var ekki áætlaður í skýrslunni. Fasteignaverð er auðvitað eins og annað háð framboði og eftir- spum, og kostnaður- inn að ofan því breyti- legur. Rýrnun fasteigna- verðs á öðrum húsum en íbúðarhúsum verð- ur líka vegna umferð- arhávaða, t.d. skrif- stofubygginga, skóla, verslana og þjónustu- staða. Einnig rýmar notagildi fólkvanga og útivistarsvæða og aðstæður gang- andi og hjólandi við umferðargötur spillist. Sem annan samfélagslegan kostnað má nefna sálfræðileg áhrif vegna streitu, einbeitingartraflana og svefntruflana, og lífeðlisfræði- leg áhrif vegna hærri blóðþrýst- ings, spennu og höfuðverks. Þessu fylgir aukinn lyfjakostnaður og hugsanlega sjúkrahúsvist. Þol fólks gagnvart langvarandi um- ferðarhávaða getur verið mismun- andi en hann venst yfirleitt ekki. Hollustuvemd Noregs (SFT) hefur áætlað að vinnutap fólks vegna svefntruflana geti verið á bilinu 1-5%, þar sem hljóðstigið er yfir 65 dB(A). Ef áætlað er að að- eins ein vinnandi manneskja búi í sérhverri af 2.235 íbúðunum að of- an og að meðal mánaðarlaun séu 150.000, reiknast tapið vera á bil- inu 40-200 milljónir á ári. Árið 1983 áætluðu Norðmenn svefntap þjóðfélags- ins vegna umferðar- hávaða vera 0,17% af vergri landsfram- leiðslu. Miðað við spá Þjóðhagsstofnunar um 630 miUjarða króna landsfram- leiðslu 1999 telst svefntap íslendinga kosta rúmlega 1 millj- arð. Það má spyrja hvort fasteignaverð sé yfirleitt lægra á hávaðasömum stöðum en öðram. Getur verið að sumir átti sig ekki á þessu vandamáli þegar þeir kaupa eða byggja? Fólk getur llka tapað ef það lend- ir í því að umferðar- hávaði og -þungi eykst veralega meðan það býr í húsi sínu og þar með kann húsið að falla í verði. Eðlilegt er einnig að spyrja hvort lækkað fasteigna- verð á hávaðasömum stöðum sé yf- irhöfuð fjárhagslegt tap fyrir sam- félagið? Ef maður kaupir t.d. íbúð við mikla umferðargötu, þá er hún e.t.v. á lægra verði en í rólegu hverfi. Þegar maður selur er hún þá náttúralega seld á lægra verði en ella að sama skapi. Hver er að tapa? Það sem hægt er að gera er að fyrirbyggja há- vaða og/eða bæta hljóðvistina með að- gerðum, og gera þannig viðkomandi fasteignir betri til kaups og ívera. Aðgerðirnar Ef ná á árangri í að bæta hljóðvistina er mikilvægt að beita réttri aðferðafræði. Nokkar algengar að- gerðir til minnkunar á umferðarhávaða era eftirfarandi (áhrif í sviga): mal- biksgerð (2-6 dB), dekkjamunstur (0-2 dB), gróðursvæði (2-5 dB), hljóðmanir (5-12 dB), einangran húss/glugga, (allt að 15 dB), bygg- ing skerma (10-30 dB). Yfirleitt er frekar auðvelt að lækka hávaða- stigið um allt að 10 dB, en síðan % fer það að verða kostnaðarsamara. Einnig minnkar hávaðinn ef um- ferðin hægir á sér (4 dB úr 70 í 50 km/klst), en undir 40-50 km/klst (fólksbflar) hefur það lítið að segja þar eð vélarhljóðið ræður þá mestu en ekki hávaði frá snertifleti dekkja og götu. Svo er auðvitað bara einfaldlega hægt að beina umferðinni annað og/eða banna umferð stærri farartækja tíma- bundið eins og sumstaðar er gert erlendis. Höfundur er umhverfiaverkfræð- ingur á verkfræðistofunni Línu- hönnun hf. GENERATION Ný SKRIFSTOFUSTÓLALÍNA GENERATION skrifstofustólarnir gefa sköpun nýja merkingu með sveigjanleika og ótrúlegu úrvali af litum. Björgvin Þorsteinsson liunntiH aðeins fyrir konur C. framleiðir ekki bara venjuleg fjallahjól heldur líka sérstakar útgáfur af hjólum fyrir konur á öllum aldri með sérhönnuðum hnakk og stýri. Ævilöng ábyrgð á stelli og gaffli. GtUPSHHT. (-< KLEIN CATEYE 5HimnnD' Skeifunni II - Sími 588 9890 - Netfang orninn@mmedia.is Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga - allar götur síðan 1925 ISfSSSM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.