Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 52

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNUS LÁRUSSON + Magnús Lárus- son fæddist á Mosfelli í Mosfells- sveit 14. september 1925. Hann andað- ist á Landspítalan- um aðfaranótt 18. maí síðastliðinn. Hann var næstelst- ur átta barna hjón- anna Kristínar Magnúsdóttur, hús- móður, f. 5. júní 1899, d. 8. nóv. 1970 og Lárusar Hall- dórssonar, skóla- stjóra, f. 29. maí 1899, d. 27. mars 1974, er kennd voru við Brúarland í Mosfells- sveit. Systkini Magnúsar eru öll á lífi: Margrét, f. 20. júlí 1924; Halldór, f. 19. apríl 1927; Val- borg, f. 19. júní 1928; Tómas, f. 23. september 1929; Fríða, f. 6. janúar 1931; Gerður, f. 6. októ- ber 1934 og Ragnar, f. 13. desember 1935. Magnús kvæntist 20. febrúar 1955 eft- irlifandi konu sinni Hallfrí'ði Georgsdótt- ur, f. 19. júní 1931 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Georg Vilhjálmsson, málari, f. 6. desember 1903, d. 6. júlí 1994 og Guðbjörg Mey- vantsdóttir, húsmóð- ir, f. 12. júní 1910, d. 15. janúar 1988. Þeim Hallfríði og Magnúsi varð íjögurra barna auðið en þau eru: 1) Georg, f. 10. ágúst 1955, vélstjóri. Sambýliskona Steinunn J. Steinarsdóttir, f. 1.6. 1964. 2) Kristín, f. 2. september 1956, starfsmaður í vinnustofunni Ási, Reykjavík. 3) Guðbjörg, f. 11. júlí 1959, skrifstofumaður, eiginmað- ur Sigurður Óskar Lárusson, f. 24. aprfl 1955. 4) Hallsteinn, f. 30. ágúst 1966, bókbindari, eig- inkona Sigríður Jónsdóttir, f. 8. mars 1964. Barnabörn Hallfríð- ar og Magnúsar eru sjö og eitt bamabarnabarn. Fyrir hjóna- band eignaðist Magnús dóttur- ina Sigríði Ólöfu, f. 13. janúar 1952. Hún er búsett í Banda- ríkjunum, gift Richard Smeltser. Þau eiga 4 böm og þijú barnabörn. Magnús nam húsgagnasmíði í Reykjavík hjá Ólafi Guðbjarts- syni og starfaði hjá honum í nokkur ár. Hallfríður og Magn- ús fluttust til Akraness árið 1958 og bjuggu þar til 1967. Þar starfaði Magnús lengst af hjá Trésmiðjunni Akri. I Mos- fellssveit fluttu þau árið 1967 og þar starfaði Magnús m.a. hjá Reykjalundi og síðar hjá Mos- fellshreppi, Mosfellsbæ, síðustu árin sem húsvörður við Varm- árskóla. Utför Magnúsar fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri bróðir. Þegar ég kom til þín á Landspítalann í heimsókn, þá sagðir þú við hjúkrunarfræðingur- inn sem kom inn: Þetta er hann litli ♦ bróðir minn. Þannig kynntir þú mig oft. Við vorum búnir að vera meira og minna samferða í 72 ár og höfð- um átt góða ævi þar til þú fékkst þinn banvæna sjúkdóm. Ég man lít- ið eftir þér á Mosfelli eða Æsustöð- um, en það fyrsta sem ég man, er við vorum flutt að Varmá, er að þú hleypur inn í hús og kallar: Hann Diddi bróðir er að sökkva í fjós- hauginn. Það var opinn haugur í þró er ég hafði gengið útá, skánin m brostið og ég sokkið upp á mið læri. Þama naut ég góðs af þér og átti eftir að njóta oftar. Það sem ég man næst er flutn- ingur okkar að Brúarlandi. Við héngum í vögnunmn sem búslóðin var flutt á, en hin systkinin sátu of- an á dótinu. Síðan verður minningin skýrari. Við lékum okkur, flugumst á, sem var oft erfitt, vegna þess að þú varst alltaf hlæjandi og ég átti vont með að beita mér við hlæjandi bróður. Þú hófst ungur handa við smíðar, ef þú náðir í nagla og spýtur. Mestu uppgangstímar þínir við húsbygg- ingar voru á stríðsárunum. Þú náð- ^ir þá í nóg af timbri og þú hafðir sérstaka aðferð við öflun nagla. Naglamir komu í litlum trétunnum, þú settist á tunnumar, horfðir sak- leysislega á smiðina, laumaðir lítilli hendi milli fóta þér og naglamir mnnu svo í vasa þína. Nú risu hús- in hratt, dúfnahús, kanínuhús og íveruhús. Þama var ævistarfið mót- að. Litli bróðir þinn naut góðs af smiðshöndum þínum. Komdu bara með málið af því er smíða á, var t ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sfmi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 « Sími 581 3300 •Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ svarið, eftir nokkra daga var það tilbúið. Svona lagað var alltaf sjálf- sagt í þínum huga, en borgun íyrir vinnuna, hvað var það nú? f þínum huga var greiðinn og ánægjan að geta gert það sem beðið var um sú borgun er þú þáðir. Meistarastykki færðir þú mér á 70 ára afmælisdegi mínum. Það var gamli skrifborðsstóllinn hans pabba, uppgerður sem nýr og hefur aldrei verið eins glæsilegur. Kvöð var á gjöftnni. Hún var sú, að stóll- inn færi til alnafna pabba eftir minn dag, þá kvöð var Ijúft að sam- þykkja. Stólinn keypti pabbi á upp- boði úr dánarbúi Jóns Þorsteins- sonar, er dó 28. maí 1931. Það var nóg að gera hjá foreldr- um okkar í Brúarlandi, oft sátu 24 við matarborðið, þannig var það þangað til fuglamir fóra að fljúga úr hreiðrinu. Nú ert þú, kæri bróðir, floginn úr þínu hreiðri, en ég veit að þín bíður stórt og gott hreiður. Ég veit líka að þú verður búinn að smíða mitt þegar ég kem, hafðu stóra glugga á því í allar áttir. Þinn litli bróðir Halldór Lárusson. Elskulegur bróðir og mágur, Magnús Lárasson, eða Maggi, eins og hann var nefndur af vinum og vandamönnum, hefur lokið lífs- göngu sinni og verður kvaddur hinstu kveðju í dag. Hetjulegri baráttu við krabba- mein, sem hann háði undanfarin misseri af aðdáunarverðri reisn og stillingu, svo eftir var tekið, lauk aðfaranótt 18. maí sl. Undanfarin ár vora honum erfið. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir nokkram áram, sem gekk vel en nokkram misseram síðar kom vitneskjan um krabbameinið. Hann virtist hafa ótrúlegt þrek til þess að takast á við þetta mótlæti. Við hjónin heimsóttum Magga á Land- spítalann nokkrum dögum fyrir andlátið og satt best að segja vor- um við sannfærð um að heim kæm- ist hann aftur, það var ekki eins og þar væri helsjúkur maður, sem rætt var við. Spjall okkar snerist mest um æsku- og uppvaxtarár hans á Brú- arlandi og gamla sveitunga. Maggi var mikill Mosfellingur og þótti vænt um sveitina sína, bæinn sinn. Það var ekki síður ánægjulegt að heyra, hversu hlýtt honum var til gamalla sveitunga sinna og mat þá mikils. Maggi stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti í tvo vetur, en nokkrum áram síðar hóf hann nám í húsgagnasmíði í Reykjavík. Hann þótti vandvirkur og góður fagmað- ur. Nú þegar komið er að kveðju- stund streyma fram minningar um traustan og góðan samferðamann, bróður og mág, sem öllum vildi vel og var flestum ljúfari í samskiptum og einstaklega bóngóður. Hann gat verið fastur fyrir, ef hann taldi réttu máli hallað, en allra manna fyrstur til sátta. Hann var félagslyndur og naut vel samskipta við fólk. Hann starf- aði mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar á áram áður og var formaður félagsins í eitt ár. Hann vann félaginu vel og var ósérhlífínn í störfum fyrir það. A síðustu árum, áður en heilsan bilaði, sat hann í nefndum fyrir bæjarfélagið, m.a. í byggingar- nefiid. Hann var einlægur vinstris- inni og var sannfærður um að ráð vinstri manna væru best til þess fallin að auka réttlæti og jöfnuð meðal manna. Hann var heill og sannur í þessum skoðunum sínum, en jafnframt öfgalaus. Málefni vangefins fólks áttu í Magga góðan og ötulan liðsmann. Hann sat í stjórn og varastjóm Styrktarfélags vangefinna í nokkur ár. Hann sá lengi um sumarbústað í eigu félagsins á Kjalarnesi, en þar vora um árabil sumarbúðir fyrir fatlaða. A áram áður, þegar sérstök há- tíðahöld fóra fram á Skálatúni 17. júní lagði Maggi fram ómælda vinnu við undirbúning og taldi ekki stundimar. Hann var vinur heimil- isfólksins á Skálatúni og það kunni svo sannarlega að meta hann. Þá má að síðustu geta þess að þau hjónin, Halla og Maggi, vora áram saman ásamt fleiram í að skipu- leggja skemmtanir fyrir fatlaða sem haldnar vora reglulega yfir vetrarmánuðina. Síðustu starfsár sín starfaði Maggi sem húsvörður við Varmár- skóla og eram við sannfærð um að þar var réttur maður á réttum stað. Um þessar mundir er öld liðin frá fæðingu foreldra Magnúsar, Kristínar og Lárasar. Af því tilefni ætla afkomendur og tengdaböm að minnast þeirra. Maggi var frá upp- hafi með í öllum undirbúningi og lét veikindin ekki hindra sig. Hans verður sárt saknað. Þakklátum huga kveðjum við hjónin og bömin okkar kæran bróður, mág og frænda og biðjum honum blessunar. Einlægar samúðarkveðjur send- um við Höllu, bömunum, tengda- bömum og afkomendum öllum. Gerður og Tómas. Elsku afi minn. Það er nokkuð vist að allt tekur enda um síðir. Þó að ég hafi alltaf haft gaman af að stjóma þá get ég víst ekki stjómað gangi lífsins. Ef ég hefði fengið að ráða þá værir þú ennþá héma hjá okkur ömmu í Markholtinu. En eftir sitja allar góðu minningamar sem ég á um þig afi minn. Við tefldum mikið og það var sannarlega þér að þakka að eitt sinn hlaut ég titilinn skólaskák- meistari Varmárskóla. Það er margt sem þú hefur sagt og gert sem á eftir að koma mér að gagni í framtíðinni. Þú hafðir marga eftir- sóknarverða eiginleika sem eiga ábyggilega eftir að nýtast þér í nýja lífinu þínu þama hinum megin. Eg dáðist einna mest að jafnaðar- geðinu þínu. Þú varst alltaf hress og aldrei sá ég þig reiðast eða hneykslast. Ég held að orð Didda bróður þíns lýsi skapgerð þinni einna best. Hann sagði að það hefði verið ómögulegt að fljúgast á við þig því að þú hefðir alltaf verið hlæjandi. Já, þannig varstu afi minn, alltaf brosandi og með ein- hveija brandara á takteinum. Þegar ég var í skátunum var orð- ið æðruleysi útskýrt fyrir okkur með sögu af Jóni sterka eða eitt- hvað þvíumlíkt. Ef ég kem til með að þurfa að útskýra þetta orð fyrir einhverjum í framtíðinni þá segi ég sögur af þér. Það var sama hvað gekk á þá hélstu alltaf í góða skap- ið. I gegnum erfið veikindi stóðstu þig eins og hetja og sagðir aldrei annað en að þér liði ágætlega. Já, elsku afi minn, þú ert sannar- lega hetja og það geta allir sem þekkja þig vitnað um. Ég sakna þín afskaplega mikið en ég finn mér nokkra huggun í þessum orðum og vona að aðrir sem syrgja þig geti það líka. Þegar þú grætur skoðaðu þá aft- ur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem áður var gleði þín. (Khalíl Gibran). Þetta skal ég muna þegar ég syrgi þig, afi minn. Það lærði ég af þér að taka lífinu létt og brosa við hvert tækifæri. Nú veit ég að þú fylgist með mér og hjálpar mér í gegnum erfiðleika sem eiga eftir að bíða mín. Ég bið þig Guð að gefa, góðum manni frið, og sorgir okkar sefa, svogleðintakivið. (H.G.) Elsku amma, ég veiti þér allan minn styrk í þessari miklu sorg þinni. Elsku afi, ég hlakka til að hitta þig aftur, ég verð nú alltaf Krúsan þín. Þín Halla. Magnús Lárasson mágur minn hefur kvatt þennan heim eftir stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hann var sú manngerð sem ávallt sýndi glaðværð og bjartsýni hvar sem hann fór. Leiðir okkar lágu saman íyrir um 50 áram er ég tengdist fjölskyldu hans, Brúarlandsfólkinu. Oftast hitti ég hann er hann vann á hús- gagnaverkstæði Olafs Guðbjarts- sonar, að Laugavegi 7, en þar lærði hann iðn sína. Hann flutti til Akra- ness árið 1958 og fór að vinna hjá undirrituðum. árið 1959 stofnaði hann ásamt undirrituðum og Gísla S. Sigurðssyni og eiginkonum okk- ar Trésmiðjuna Akur hf. Vann hann við fyrirtækið til ársins 1967 að hann flutti frá Akranesi í Mos- fellssveitina þar vann hann upp frá því, m.a. á Reykjalundi og hjá Mos- fellshreppi. Engum duldist að Magnús var úrvalssmiður, vandvirkur og út- sjónarsamur og var enginn svikinn af vinnu hans. Hann var fróður og vel lesinn og fylgdist mjög vel með landsmálum og hafði fastmótaðar skoðanir á þeim og leyndi því ekki að hann var einlægur vinstri mað- ur. Magnús var mjög góður söng- maður og starfaði með ýmsum kór- um meðan heilsan leyfði - enda mikið um tónlistarfólk í hans ætt. Hann kveður nú fyrstur af hinum stóra systkinahópi frá Brúarlandi. Þar er komið stórt skarð sem ekki verður uppfyllt. Ég þakka kærum mági mínum samstarfsárin, vináttu og tryggð og votta Höllu og fjölskyldunni allri einlæga samúð. Stefán Teitsson. I dag kveðjum við Magnús Lár- usson frá Brúarlandi, mág og svila. Magnús stóð sig sem hetja gagn- vart þeim illkynja sjúkdómi, sem hvítblæði er. Aldrei kvartaði hann, alltaf sagðist hann hafa það gott, en við vissum betur. Þessi barátta stóð í eitt ár þegar yfir lauk, hann um- vafinn ástúð eiginkonu og bama. Magnús giftist systur minni Hall- fríði. Við áttum sama brúðkaupsár og byrjuðum báðar okkar búskap á Hrefnugötunni í Reykjavík í skjóli foreldra okkar systra. Báðar eign- uðumst við 4 böm á líku reki og var alltaf mikill samgangur okkar á milli og var Magnús góður tengda- sonur foreldra okkar. Ekki vora það bara fjölskylduboð heldur einnig ferðalög, sem farin vora saman gegnum árin, sem koma upp í minningunni. Fyrst vora það tjaldútilegur, síðan var farið að færa sig inn í hús í gistingu. Magn- ús var góður ferðafélagi, barngóður og félagslyndur, enda alinn upp í stóram systkinahóp á Brúarlandi, þar sem faðir hans var skólastjóri bamaskólans, sem einnig hafði böm í heimavist. Eftir að börnin stækkuðu, fóram við saman í ferðir til útlanda, alltaf á eigin vegum með kort í farteskinu og farið á milli staða í rútum eða lestum og heim- urinn skoðaður eða partur af hon- um. Magnús var alltaf vel með á nótunum, vel lesinn og fróður. Margs er að minnast, en nú skilja leiðir og þökkum við árin, sem við nutum samvistar Magga. Blessuð sé minning hans. Anna og Steinþór. Okkur langar til að minnast Magnúsar Lárassonar föðurbróður okkar sem nú er látinn. Við systkin- in bjuggum með foreldram okkar, hjá afa og ömmu í Tröllagili og fór- um við þá oft í heimsókn til Magga og Höllu í Markholtið. Strákarnir léku sér með rauðu trébílana frá Reykjalundi og við stelpumar vor- um í mömmó. Það var alltaf svo notalegt og gaman að koma til þeirra. Elsku Halla, Georg, Kristín, Guðbjörg og Hallsteinn, ykkar missir er mikill. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og blessa. Blessuð sé minning Magnúsar Lárassonar. Inga og Kári Ragnarsbörn. Fyrstu kynni okkar hjóna af þeim Magnúsi og Höllu, vora í Skotlandi þegar karlakórinn Þrest- ir fór þangað í söngferðalag árið 1982. Var Magnús þá ekki kominn í kórinn en þau komu með sem ferðafélagar ásamt fleirum sem boðin var þátttaka. Er kórinn söng ári síðar á Víkingahátíð í Largs í Skotlandi komu þau hjónin með og hann sem kórfélagi. I þeirri ferð keyptu Magnús og Halla bikar handa kórnum og gáfu hann með því fororði að hann skyldi afhentur fullur af vökva þeirri rödd sem hefði bestar mætingar yfir starfs- árið. Hleypti þetta af stað metnaði milli radda og munaði oft mjóu hvaða rödd fengi að bergja á bik- amum í lokahófi hvers starfsárs. Arið 1992 fóram við saman í söng- ferðalag til Noregs og tókum þátt í kóramóti þeirra Norðmanna og enduðum þá ferð með því að heim- sækja og endurgjalda heimsókn til Arósa í Danmörku. Magnús var góður söngmaður og félagi og alltaf tilbúinn að hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera fyrir kór- inn. Við áttum eftir að kynnast nánar er við unnum saman við að innrétta aðstöðu fyrir kórinn, bæði í húsi Iðnskólans og er kórinn keypti hús- næði sitt að Flatahrauni 21. Við inn- réttinguna á Flatahrauninu gerðist hann stórtækur, og til marks um það tók hann að sér að smíða inn- réttingar i eldhús og snyrtiher- bergi. Þetta smíðaði hann heima hjá sér þar sem hann hafði smíðaað- stöðu. Hann gaf kómum þetta allt saman og að auki eldavélina. Þegar við kveðjum Magnús er okkur hjónum efst í huga þakklæti til Höllu og Magnúsar fyrir ánægjulegar samverastundir. Og við biðjum ástvinum öllum Guðs blessunar. Erla og Stefán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.