Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 63

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 63 ______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Maðkurinn í mysunni Frá Brynjari Ármannssyni: HVERNIG gengur á vígstöðvun- um; herra Davíð? Eg minnist þess hér fyrir nokkrum árum að einhverjir ráða- menn hér á landi töluðu um að Is- land skyldi skapa sér nafn sem boð- beri friðar. Það höfðaði ákaflega sterkt til mín og í einhverjum barnaskap stóð ég í þeirri trú að við værum sannarlega friðelskandi þjóð. Því varð ég fyrir miklum von- brigðum er ég áttaði mig á raun- veruleikanum en hann varð mér fullkomlega ljós er ég horfði á for- sætisráðherra okkar Islendinga í beinni útsendingu frá Washington þar sem leiðtogar NATO-ríkjanna héldu uppá 50 ára afmæli Atlants- ! hafsbandalagsins. Ekki þótti herra Davíð það leiðinlegt er hann fékk klapp frá valdamestu mönnum heims íyrir að segja nokkur vel val- in orð til heiðurs hinu „stökk- breytta" afmælisbarni. Mig hryllti við, því þarna þótti mér sem Davíð væri að færa skrattanum þjóðarsál íslendinga. I mínum augum var veislan ekki I annað en samkoma þar sem illa þroskaðir valdamenn fógnuðu því að hafa náð þeim merka árangri að breyta varnarbandalagi í árásar- bandalag. Fyrsta fórnarlambið höfðu þeii' þegar valið þ.e.a.s. hin stríðshrjáða Júgóslavía Milosevic lá vel við höggi því almenningsálitið á Vest- urlöndum var honum mjög í óhag. Enginn var búinn að gleyma of- beldinu er hann hafði beitt hina | „saklausu“ Bosníumenn og enginn | efaðist um djöfulleg áform hans gegn hinum „saklausu" Kosovo Al- bönum. Fróðlegt væri að vita hvort herra Davíð hafi fundið til hins fullkomna valds er hann ásamt öði'um NATO höfðingjum kvað upp dauðadóminn yfir hinni serbnesku þjóð. Eg á erfitt með að trúa að herra I Davíð sé enn sannfærður um ágæti I loftárásanna eftir að hafa fylgst | með þeim nú í tvo mánuði þar sem | stríðsvélin hans hefur engu áorkað öðru en að breyta slæmu innanrík- ismáli í stórkostlegar hörmungar og eyðileggingu þar sem NATO virðist eingöngu hugsa um eigin hag og engan iðrunarvott er að sjá á tals- niönnum NATO þegar þeir sprengja „óvart“ upp saklaust fólk jafnvel fólkið sem þeir þykjast vera að vernda, þeir segja bara „það er 1 bara eðlilegt að nokkrir deyi þegar i'eynt er að bjarga mörgum“ og svo reyna þeir auðvitað að kenna Ser- bunum um „óhappið", gott dæmi um ásetning NATO var þegar þeir sprengdu sjónvarpsstöð Serba ásamt þulum og fijrðunardömu en eins og talsmenn NATO sögðu þá var sjónvarpstöðin ásamt starfs- niönnum hennar hernaðarlegt skot- mark vegna þess að þaðan komu Á »,lygar“ en sannleikurinn er hinns vegar sá að NATO óttast sannleik- ann en ekki lygar, stærstu lygarnar * hafa nefnilega komið frá NATO. Nokkrum dögum eftir að loftárás- irnar hófust fullyrti NATO að Ser- bar hefðu tekið Ibraham Rugova af lífi en það var náttúrulega hauga- lygi ætluð til að auka andúð Vestur- landabúa á Serbum. Sannleikurinn er að mínu viti sá að jarðvegurinn fyrir þesaar ái'ásir NATO var und- irbúinn í upphafi Bosníustríðsins þegar allmenningsálitinu var snúið gegn Serbum með skipulögðum lyg- um að stórum hluta. Hver man ekki eftir sögum af hópnauðgunum og fangabúðum sem myntu á dauða- búðir nasista það voru rneira að segja sýndar myndir frá slíkum búðum í fréttatímum hér sem ann- ars staðar á Vesturlöndum, fólk fylltist hryllingi yfir þeim og fyrir- litning á Serbum var orðin almenn en fæstir vita að þessar myndir héldu ekki íyrir stríðsglæpadóm- stólnum í Hague frekar en sögur af hópnauðgunum, myndii'nar reynd- ust nefnilega falsaðar rétt eins og gervihnattamyndir af fjöldagröfum. Annar sannleikur hefur einnig verið þagaður í hel, það voru að a.m.k 750.000 serbneskir flóttamenn sem flúðu frá Bosníu og er stór hluti þeirra enn heimilislaus innan Jú- góslavíu. Enginn talar um þjóðern- ishreinsun í því sambandi enda myndi slíkt tal varla þjóna „mann- úðarstefnu" NATO“. Nú fáum við sögur af hryllingsverkum Serba sem eru byggðar á frásögnum al- banskra flóttamanna frá Kosovo sem hafast við í flóttamannabúðum NATO. Og enn er sannleikurinn vel falinn, það talar enginn um öfgahóp sem hreiðraði um sig í Kosovo fyrir nokkrum árum og kallar sig Frels- isher Kosovo sannleikurinn er sá að þessi hópur sem nú fær stuðning NATO er vel vopnum búinn hryðju- verkahópur sem ber ekki síður en Serbar ábyrgð á þeirri skálmöld sem hefur geisað í Kosovo, enginn vill nú tala um verk þeirra eða hvað- an þeir hafa fengið vopnin sín þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi sett vopnasölubann inn á svæðið áð- ur en hópurinn var stofnaður einnig er það athyglisvert að umræðan um hvernig hópurinn fjármagnar vopnakaupin hefur verið kæfð, eng- inn minnist á það lengur að hópur- inn er grunaður um að tengjast aðil- um sem standa að baki innflutningi og dreifingu á meirihluta þess heróíns sem er á markaði í Evrópu. Það er risastór maðkur í mys- unni og hann heitir NATO, hann ber fremur nokkrum öðrum ábyrgð á þeim harmleik sem á sér nú stað í Júgóslavíu og ekki get ég séð með nokkru móti að hann beri minnstu umhyggju fyrir velferð þess fólks er byggði Kosovo áður en hann hóf loftárásirnar. Ef höfðingjar NATO hafa minnsta áhuga að koma á friði í Kosovo þá ber þeim að láta af þeirri fáránlegu kröfu að þeirra böðlar stjórni friðargæslu í héraðinu. BRYNJAR ÁRMANNSSON, Hraunbæ 74, Reykjavík. j/is/uiíifkm Kynnum náttúrulegu ME húðvörunar frá Marja Entrich í Austurbæjarapóteki, í dag og á morgun, frá 13-18 ,fiíM í, ÍÖS Náttúrulegu snyrtivörurnar frá ME hafa marga þá eiginleika sem húðin þarfnast til að viðhalda mýkt og raka. Nýja Bio-línan er ómótstæðileg. 20% KYNNINGARAFSLÁTnJ^- - fæst nú í apótekum Heildsöludreifing: Evroís ehf. sími 698-2188 SÖFNUNARSJDÐU R LÍFEYRISRÉTTINDA Ársfundur 1999 Arsfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda veráur kaldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38,Reykjavík, í sal sem lieitir Dalurinn, miávikudaginn 26. maí 1999 og liefst kl. 16.00. Dagsk rá fundarins er: 1. Flutt sk ýrsla stjómar. 2. Kynntur ársreikningur. 3. Gerá grein fyrir tryggingafræáilegri úttekt. 4. Fjárfestingastefna sjóásins skýrá. 5. Onnur mál. Allir sjóáfélagar, jafnt greiáendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar em kvattir til aá mæta á fundinn. Stjórn SÖFNUNARSJÓÐS LÍFEYRISR ÉTTI N D A Leonard - Kringlan I 1 FIAT Ný hugsun... * I * ítölsk snilld, gríðarlegt pláss, ótrúlegt verð. 6 manna bíll á 1.590.000. PALIO WEEKEND ABS, loftpúðar, mikil veghæð Frábær ferðabíll á 1.260.000 MAREA WEEKEND Fallegur, rúmgóður fjölskyldubíll á 1.550.000 ___________ Istraktor BÍLAR FVRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 0OO Jtt >■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.