Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Blús Bigs Bills Big Bill Blues, ævisaga Bigs Bills Broonzys. Yannick Bruynoghe tók saman, Da Capo Press gefur út. 1992. 176 síður. Kostar 10 dali og 95 sent. WILLIAM Lee Conley Broonzy, sem kallaður var Big Bill Broonzy, er einn fremsti blússöngvari sög- unnar. Hann fæddist í Scott í Miss- issippi í ágúst 1893, að eigin sögn, en Í898 að sögn tvíburasystur hans, og lést í Chieago um miðjan ágúst 1958. Ferill hans spannar allt frá því nútímablúsinn fæddist í Chicago á fjórða áratugnum í það að hann var enduruppgötvaður af bleiknefjum á sjötta áratugnum. Það er lán áhugamanna um tónlist að Big Bill skráði ævisögu sína sem síðan var gefin út á bók, kallast Big Bill Blues og er með eftirminnileg- ustu ævisögum tónlistarmanna sem um getur. Big B01 lifði ævintýralegu lífi frá því hann fór að vinna fyrir sér sem leiguliði á átjánda ári, tíndi baðm- ull og vann myrkranna á milli. Þeg- ar þurrkasumar eyðilagði uppsker- una fór hann að vinna í kolanámu en ævintýraþráin rak hann áfram, hann keypti sér gítar og gerðist farandsöngvari. A þeim árum sem Big Bill var að hasla sér völl í Chicago voru litir að fínna upp nýtt tónlistarform, byggt á gömlu, borgarblús sem átti eftir að geta af sér sálartónlist og rokk. Hann rekur þá sögu ekki nákvæm- lega í bók sinni, sem hann skrifaði í bréfaformi til djassgagnrýnandans Yannicks Bruynoghes, en segir sögur frá ævi sinni, af mönnum sem hann kynntist, ævintýrum sem þeir rötuðu í og hvernig það var að vera litur maður á fjórða og fimmta áratugnum. Saga Bigs Bills er laus við alla tilfínningasemi, hann er löngu kominn yfír alla beiskju, en beitir iðulega háði til að draga upp mynd af óréttlætinu. í frægu lagi hans syngur hann um það hve lit- arhátturinn skipti miklu máli: „If You’re White / You’re All Right / If You’re Brown / Stick Around / But If You’re Black / Get Back, Get Back.“ Big Bill var afbragðs gítarleik- ari, frábær söngvari og lipur laga- smiður. Hann var og séður í fjár- málum, áttaði sig snemma á því að miklu skipti að skrá höfundarrétt laga og þannig skráði hann vel á þriðja hundrað laga á aldarfjórð- ungi. I eftirmælum um sjálfan sig sem hann skrifaði í tilefni af bók- inni, sem kom út þremur árum áð- ur en hann lést, segir svo: „Þegar þið skrifið um mig segið ekki að ég hafí verið djassöngvari. Ekki segja að ég hafi verið tónlistarmaður eða gítarleikari. Segið bara að Big Bill hafí verið þekktur blússöngvari og spilari ... hann var glaður þegar hann datt í það og fór á kvennafar. Ölum blússöngvurum líkaði við hann, þótt sumir þeirra hafí stund- um orðið afbrýðisamir, en þá keypti Big Bill viskifiösku og allir fóru aftur að hlæja og syngja." Árni Matthíasson NYJASTA BQK JOE MCGINNISS VEKUR DEILUR Brenndur, en getur ekki forðast eldinn EFTIR að hafa tekist á við Richard Nixon, Ted Kennedy, Green Beret- morðingjann Jeffrey MacDonald og harðorða bandaríska gagnrýnend- ur voru illdeilur það síð- asta sem rithöfundurinn Joe MicGinniss var á höttunum eftir þegar hann settist niður við að skrifa síðustu bók sína, „The Miracle of Castel di Sangro“, bók um knatt- spyrnu í litlu ítölsku bæjarfélagi. En illdeilur fylgja McGinniss og því ekki nema von að knattspyrn- an yrði honum jafn þung í skauti og sljórnmálin, enda síst færri sem hafa meiningar í boltanum en í stjórnmálum. Nú stend- ur McGinniss frammi fyrir kæru fyrir meið- yrði og fær hótanir frá frammámönnum knatt- spyrnuliðsins í Castel di Sangro. Málið snýst um sært stolt Kæran á hendur McGinniss er að hluta byggð á því að í bók hans er ýjað að fyr- irfram ákveðnum úrslitum í nokkrum knattspyrnuleikjum, en McGinniss telur þó að aðal- ástæða kærunnar sé að for- stöðumaður liðsins hafi ekki kunnað að meta lýsinguna á sér og liðinu í bókinni. „Eg held að þetta mál snúist eingöngu um sært stoIt.“ McGinniss telur ekki ósenni- legt að hans bíði fangelsi á Ital- íu og segir að staða sín þar væri mjög slæm þar sem ítölskukunnáttan sé af skornum skammti. „Það er eins og vera fyrir rétti á annarri plánetu," sagði McGinniss í samtali við fréttastofu Reuter. „Eg get ekki einu sinni lesið ákæruna og þar af leið- andi ekki brugðist við ásökunum. Þegar ég hafði samband við bandaríska sendi- ráðið sögðu þeir það eitt að ef ég yrði fangelsað- ur myndu JOE McGinniss brosir út að eyrum þrátt fyrir yfirvofandi dómsmál. þeir sjá til þess að ég fengi tvær máltíðir daglega." Les hvorki Dante né kæruna McGinniss sagði að hann hefði reynt að ráða ítalskan lögmann í Sulmona, þar sem rétthöldin munu fara fram, en sá vart talað orð í ensku og vildi þar að auki fá 10 þúsund dollara fyrir kostnaði áður en hann hafði gert nokkurn skap- aðan hlut í málinu. „Ég geri mér enga grein fyrir —. umfangi eða alvöru þessa máls,“ segir McGinniss. McGinniss segist ítrekað hafa beðið um að fá sakargiftir skráðar á blað á ensku en beiðni hans hafi verið hunsuð. . - , ■ „Það eina í’ sem ég skil úr kærunni er að réttarhöld verði einhvern tíma í október. Þrátt fyrir að ég hafi umgengist ítalska PAOLO Rossi var settur í hátt í tveggja ára leikbami fyrir að vera meðsekur í mútumáli á Ítalíu. Þegar hann kom úr leikbann- inu var hann valinn í ítalska landsliðshópinn og varð markahæstur á HM á Spáni árið 1982. knattspyrnumenn í stutt- an tíma þýðir það ekki að ég geti lesið Dante.“ Rithöfundurinn segist ekki geta forðast mála- reksturinn með því að halda sig frá Italíu, því síðar á árinu er búist við honum til að kynna bók- ina. „Knattspyrna er hitamál á Itahu, en ef ég hefði vitað um fyrirfram ákveðna sigra í ítalska boltanum og ekki sagt frá því í bókinni væri ég jafn óheiðarlegur og þeir sem standa að baki slíkum hrossakaupum.“ Alltaf verið umdeildur Það vakti mikla at- hygli í Bandaríkjunum þegar McGinniss á sinum tíma neitaði einnar millj- ónar dollara fyrirfram- greiðslu fyrir að skrifa bók um O.J. Simpson málið, en hann hafði fylgst með málinu í rúmt ár en komst að þeirri niðurstöðu að málið væri of eldfimt. Því finnst honum kaldhæðnislegt að bók um knattspymu veki þessar deilur. „Þetta em launin fyrir að segja sannar sögur um raun- veralegar persónur. Sífellt minna er skrifað í þeim dúr vegna ægivalds lögfræðinga og lesenda sem hafa orðið skilyrt- an smekk sem fenginn er úr spjallþætti Ophrah Winfrey. Þeir sem skrifa bækur sem tengjast lífinu í dag halda sig flestir, því miður, á afar ömgg- um velli þar sem ekkert getur orkað tvímælis. Ég skrifa al- gerlega óháð því hvernig við- tökumar verða.“ Víst er að bækur McGinniss hafa ætíð vakið viðbrögð, allt frá því hann skrifaði „Selling of the President 1968“ um það hvernig Richard Nixon notaði auglýsingar til að komast í forsetastólinn að bókinni „Fa- tal Vision" um Green Beret- morðingjann Jeffrey MacDon- ald. Velkominn í hópinn Mestar urðu þó deilurnar í kjölfar bókarinnar um Ted Kennedy, „The Last Brother", og þá ekki síst fyrir að McGinn- iss hafði blandað saman skáld- uðum texta og „raunveruleg- um“ í bók sem skilgreind var sem sannsöguleg og bandarísk- ir gagnrýnendur áttu vart nógu sterk orð til að lýsa hneykslun sinni. McGinniss seg- ist ennþá fínna vonbrigðin yfír þeim slæmu dómum. Hann seg- ist þó ekki hafa átt í illdeilum til frambúðar við alla sem hann hefur skrifað um. „Þegar við Nixon kvöddumst var þar ekki í illu. Hann sagði við mig: „I sambandi við gagnrýnina sem þú ert að fá get ég aðeins sagt eitt: Velkominn í hópinn!“ Þegar þessi ferill er hafður í huga er ekki skrýtið að McGinniss sé á báðum áttum með alvöru ítölsku kæmnnar. „Eftir að hafa verið hakkaður í spað af Washington Post, Boston Globe og New York Times eftir bókina um Kenn- edy, ætti ég virkilega að hafa áhyggjur af þessu máli?“ Forvitnilegar bækur 'Pi': A TWIN PEAKS _ : !íl! \ Si-CRll' I 1 ÐiARY . ' ■ ' - 01:Ár- LAUR/ PALME Sjarmerandi skuggahliðar „The Secret Diary of Laura Palmer". Höfundur: Jennifer Lynch. 184 bls. Pocket Books, New York, 1990. ÞEIR sem voru enn ekki saddir eftir alla Twin Peaks þættina og kvikmynd David Lynch, Twin Peaks: Fire Walk With me, ættu að hafa tekið gleði sína þegar dagbók Lauru Palmer kom út. Ég fékk léttan sting fyrir hjartað þegar ég komst að þvi fyrir skömmu _að leynidagbók Lauru væri til. Ég hugsaði með mér að þetta gæti endað með þeim ósköp- um að leyndinni yfír Twin Peaks heiminum yrði svipt burt og þar með sjarmanum. En ég vissi að ég yrði að lesa þessa bók, sama hver áhættan væri. Einlæg aðdáun mín á Twin Peaks komst sem betur fer ósködduð und- an lestri dagbókarinnar og styrktist meira að segja ef það er hægt. Það er dóttir David Lynch sem skrifar bókina, enda gæti líklega enginn ut- an fjölskyldunnar sökkt sér jafn djúpt í undirheima smábæjarins skrítna. Mesta snilldin við bókina og um leið aðalsmerki Lynch, er að hún afhjúpar aldrei neitt til fulls og maður er aldrei viss um hvar maður hefur atburðarásina. Alveg eins og áhrifín yrðu ef maður væri að lesa raunverulega dagbók. Þá eru hugs- anir oft hálfkláraðar og óljósar því höfundur á ekki von á því að neinn nema hann/hún sjálf lesi bókina. Lynch tekst svo vel upp að maður dettur oft inn í að finnast maður raunverulega vera að stelast inn í afgirtan hugarheim annairar manneskju, þar sem maður ætti ekki að vera en er of segulmagnað til að sleppa því. Þegar best lætur rennur lesandinn jafnvel saman við Lauru Palmer sem er að lesa yfír eigin dagbókarfærslur og hrekkur við þegar hann sér að blaðsíða hef- ur verið rifin úr. Ahrifamikil bók! Laura skrifar fyrstu færsluna í dagbókina á þrettánda afmælisdeg- inum sínum og sver þá bókinni sinni, sem var afmælisgjöf, algeran trúnað. Þá þegar eru farnar að krauma vafa- samar fantasíur undir, að því er virð- ist, fullkomnu yfírborðinu. Laura deilh’ einhveiju af myrkrinu með bókinni en gefur í skyn að ýmislegt sé aðeins fyrir hana eina. Fjölskylda og vinh’ Lauru hverfa fljótlega í bak- grunninn og aðrar og ófyririeitnari verur taka þeirra stað og yfirtaka að lokum líf hennar. Undir lok bókar er Laura aðeins sextán ára en spilltari en Satan sjálfur sitjandi á hrífuskafti án þess að nokkur af hennar nán- ustu viti af þvi. Fegurðardrottning skólans og fyrirmyndardóttir á yfir- borðinu en undir því eigingjam kókaínsjúklingur sem eyðh- öílum frítíma sínum í hópreiðar í skógin- um. Það er svo gott (stundum að vita til þess hversu rriitóð við vitum ekki. Að það liggi ekki einfaldlega allt á borðinu fyrir framan okkur til þess að taka það í sundur og skilgreina, heldur séu alltaf einhverjar skugga- hliðar sem er óvíst að við sjáum nokkurn tíma. Þessi bók reyndist sem betur fer handhafi slíkra skuggahliða. Kristín Björk Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.