Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 72

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 72
GOTT fÓlK 72 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ * * r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. gSBESE V/ORVIIMDAR KVIKMYNDAHÁTlÐ háskólabíós og 20. maí-9. júnr Henry klaufi (Henry Fooi) Leikstjóri: Hal Hartley. Sýnd kl. 6.45 og 9.10. Alfabakka 8, srmi 587 8900 og 587 8905 RSITY LUES rvliilvL' vour mvn rnles Frábærlega skemmtileg mynd um vinahóp í háskóla. Fór beint á tnppinn í USA og sat |rar í tvær vikur. ” f<Fr?i7n Listahátið í Melbourne GESTIR á opnunarhátíð alþjóðlegrar listasýn- ingar í Melbourne þann 14. maí skoða verk eftir Cornelia Parker sem kallast „Brún Englands“. Það er gert úr krítarsteinum sem höfundur tíndi á Suður-Englandi. Sýning af þessu tagi er haldin annað hvert ár og stendur yfir í sex vikur. Hún hefur dregið listamenn að víðsvegar úr heimin- um enda mikil umfangs. Kvikmyndahátíðin í Cannes Gullpálmi leikaranna Dagskráin í hálfan mánuð Þú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva næsta hálfa mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaðsins sem kemur út með Morgunblaðinu I dag. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Selmu Björnsdóttur sem er á leið í Eurovision-söngvakeppnina, umfjöllun um ísraelsku söngkonuna Dönu International, yfirlit yfir beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum, kvikmyndadómar, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annað s Ovænt tíðindi urðu í Cannes þegar myndim- ar Rosetta og Mannúð hrepptu helstu verð- launin. Pétur Blöndal fylgdist með og sat fréttamannafund með verðlaunahöfunum. ÖLLUM að óvörum og jafnvel til mikillar gremju vann belgíska myndin Rosetta gullpálmann og franska myndin Mannúð Grand Prix-verðlaunin á Kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Hvorug myndanna hafði verið nefnd í getgátum kvik- myndaspekúlanta fyrir lokakvöldið og raunar hafði heimspressan rifið hina síðarnefndu í sig, þótt einstaka franskur gagnrýnandi væri á öðru máli. Portúgalski leikstjórinn Manoel de Oliveira fékk dómnefndarverð- launin fyrir mynd sína Bréfíð og þurfti það ekki að koma á óvart né heldur að Spánverjinn Pedro Almodovar fengi leikstjómarverð- launin fyrir Allt um móður mína. Það fór ekki á milli mála að hann naut mestrar hylli á hátíðinni, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi, og kemur í raun út sem sigurvegari enda var mynd hans aðsóknarmest í Frakklandi í síðustu viku. Youri Arabov og Marina Kor- eneva unnu til verðlauna íyrir hand- ritið að rússnesku myndinni Moloch sem fjallar um dag í lífi Adolfs Hitlers og Evu Braun og er leik- stýrt af Aleksandr Sokurov. Tu Ju- hua pour var verðlaunaður fyrir bestu leikmynd í mynd kínverska leikstjórans Chen Kaige Keisaran- um og launmorðingjanum. Indverjinn Marana Simhasanam var verðlaunaður fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra „Murali Nair“ og hafði þar betur en íslenski leik- stjórinn Sólveig Ansbach. Hann hefur ekki úr miklum fjármunum að moða, frekar en aðrir indverskir leikstjórar í Bollywood, eins og kvikmyndageirinn í Indiandi er kallaður, en þarlendis eru fram- leiddar flestar kvikmyndir í heimin- um. „Þetta eykur vissulega líkumar á að ég fái að gera aðra mynd en ég vona bara að ég fái dreifiaðila," seg- ir Simhasanam einlægur á blaða- mannfundi í Salle Ambassadeurs í hátíðarhöllinni og bætir við án upp- gerðarhógværðar: „Ég hef ekki hæfileika til að gera neitt annað en kvikmyndir.“ Hann segir að erfitt hafi verið að fjármagna myndina. „Ég tók myndina á eyju og fékk sem betur fer mikinn stuðning frá eyjarskeggjum." Aðspurður hvort hann sé farinn að vinna að nýrri mynd svarar hann hlæjandi: „Já, það er enginn hörgull á hugmyndum, aðeins fjármagni." Síðasta indverska myndin sem vann til verðlauna í Cannes var Salaam Bombay og eru 20 ár síðan, að sögn Simhasanams. „Verðlaunin vom ánægjuleg og óvænt,“ segir hann. „Þetta hefur verið erfiður tími hér í Cannes. Ég er með bamið mitt með mér, það hefur haldið fyrir mér vöku á næturnar og síðan hef ég þurft að fara á fætur átta á morgn- ana, - ætli mér sé ekki óhætt að segja að þetta hafi verið fyrirhafn- arinnar virði.“ Þá mæta leikararnir Séverine Caneele og Emmanuel Schotté, sem bæði voru verðlaunuð, ásamt leik- stjóranum Brano Dumont úr Mann- úð sem fékk Grand Prix-verðlaunin. Myndin er tveggja og hálfs tíma morðsaga með hægum löngum at- riðum. Bjuggust þau við þessari verðlaunasúpu? „Já, við gátum von- ast eftir þessu,“ segir Dumont. „Verðlaun gefa manni færi á að gera myndir af þessu tagi sem em krefjandi og í raun alvöru kvik- myndagerð, eins og hún ætti að vera,“ bætir hann við. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt áð leik- arar myndarinnar höfðu aldrei áður fengist við leiklist en vom engu að síður teknir fram yfir Richard Famsworth og Bob Hoskins, sem höfðu þótt sigurstranglegir, og Marisu Paredes úr mynd Almodovars. „Ég hafði áður unnið í verksmiðju með frosið grænmeti,“ segir Caneele. „Þegar hringt var í mig og mér boðið þetta hlutverk hélt ég að það væri plat. Ég fór samt á fund Dumonts, við ræddum lífið og myndina og ég tók þetta að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.