Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______________LISTIR S VEIMHU GINN : UNG kona 1930, olía á striga. FJÖLSKYLDAN að Lækjarbakka 1942-43, Barbara, Vífill og Magnús Á. Árnason. MYMILIST Listasafn Kúpavogs YFIRLITSSÝNING MAGNÚS Á. ÁRNASON Opið alla daga kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 20. júm'. Aðgangur 200 krónur. TÍMABÆRT, og vel til fallið af Listasafni Kópavogs, að standa fyrir yfirlitssýningu á myndverk- um Magnúsar Ársæls Árnasonar frá Narfakoti (1894-1980). Má draga í efa, að nokkur íslenzkur myndlistarmaður hafi í sömu veru og Magnús lifað margþætta at- burðarás aldarinnar, á jafnt við á lista- sem lífsvettvangi, því um hans daga tók íslenzk sjónmennt að taka á sig heila mynd. Hver formbyltingin af annarri úti í heimi kveikti í ódeigum, og tvær skelfi- legar heimsstyrjaldir gengu yfir með öllum þeim umskiptum og pólitísku hvörfum sem þeim fylgdu, meiri og afdrifaríkari íyrir heims- byggðina en í annan tíma. Þá var hann einnig flestum myndlistar- mönnum félagslyndari og meiri hugsjónamaður, fylginn sér og hugmyndaríkur, stundaði greina- skrif þar sem hann vítt og breitt reifaði skoðanir sínar. Ekki voru nema 9 ár á milli þeirra Jóhannes- ar Kjarvals, og mundi Magnús glögglega fyrstu sjónkynnin sem áttu sér stað í bókabúð Sigurðar Kristjánssonar 1909, hvar Kjarval var að birgja sig upp af bókum góð- skáldanna fyrir utanlandsför, og var hér stórtækur. Veturinn 1912-13 voru þeir samtíða á Tækniskólanum í Kaupmannahöfn, en hittust aldrei, enda skiptu nem- endur þúsundum. Þá kom Magnús víða við á listavettvangi, skapandi athafnir hans fjölþættar, á köflum flestum starfsbræðrum oftar í sviðsljósinu, þótt til hlés væri, og vel virkur á sýningavettvangi. Og þótt Magnús teljist öðru fremur myndlistarmaður, var hann áhuga- maður um þýðingar gildra rit- verka, snaraði tveim bókum Ra- bindranats Tagores á íslenzku, svo snemma sem 1919 og 1922, sem trúlega hafa haft nokkur áhrif á ís- lenzka menningu og ritmennt. Þýddi og gaf ásamt Ársæli bróður sínum út tvær bækur Vilhjálms Stefánssonar 1938 og 1962, enn- fremur stórmerkar dagbækur listjöfursins William Morris úr Is- landsferðum hans 1871-1873, sem út kom 1975. Safnaði og gaf út listamannaljóð 1964, og er höfund- ur bókanna Mexíkó, 1966, og Gamanþættir af vinum mínum, 1967. Enginn íslenzkur myndlistar- maður af hans kynslóð státar af annarri eins athafnasemi á vett- vangi ritlistar, en hér er þó naum- ast um auðugan garð að gresja miðað við aðrar Norðurlandaþjóð- ir. Myndlistarmenn yfírleitt deigari við að láta skoðanir sínar í ljós á opinberum vettvangi, hins vegar ákafari við að gagnrýna alla sem það gera. Þá samdi hann fjölda tónsmíða við Ijóð annarra og fékkst sjálfur við yrkingar. Slík athafnasemi til margra átta féll ekki í alltof góðan jarðveg með- al starfsbræðra Magnúsar á ís- landi, og má meira en vera að það hafi tekið sitthvað frá honum sjálf- um á myndlistarvettvangi, hann snerti t.d. ekki pensil um ellefu ára skeið. Hins vegar byggist þesslags mat manna á fjölhæfni fráleitt á djúpstæðri rannsókn né yfirsýn, hún er að öllu samanlögðu langt í frá svo sjaldgæf og margur hyggur. Þannig er næsta algengt, að mynd- listarmenn hafi hæfileika til margra átta til hliðar og sömu sögu er að segja um rithöfunda, nefni hér ein- ungis Munch og Strindberg, sem voru jafnvígir á myndlist og ritlist, auk þess sem Strindberg fékkst við ljósmyndun, dulspeki og hvers kon- ar kukl. Listin er öðru fremur rannsókn og landkönnun í ríki hug- ans og hins óræða og á því sviði hafa menn eðlilega takmarkaðan stuðning af stuttsýni og einhæfni. Málið er mun frekar, að aðstæður voru aðrar og erfiðari í þessu iitla landi og skilningur á mikilvægi og nytsemi fagurlista vægast sagt mjög frumstæður. Þannig er alveg borðleggjandi að óvægin lífsbar- átta, brauðstrit og skilningsleysi hafi fram á daginn í dag tekið mun stærri toll af kröftum íslenzkra listamanna en fjölhæfni, var svo einnig og ekki síst um Magnús Á. Árnason. Hins vegar má ráða af ævistarfi listamannsins að hann hafi verið nokkur sveimhugi sem fylgdi ekki einarðlega eftir köllun sinni hverju sinni, heldur flökti í þá veru á milli listgeira sem toguðu í hann, að hann vissi varla í hvom fótinn hann ætti að stíga og slík lyndiseinkunn hefur lítið með fjöl- hæfni að gera, frekar skort á sjálfs- trausti, staðfestu og einbeitni. Eftir frásögn Magnúsar sjálfs að dæma, færðist hann mun meira í fang á námsárum sínum í San Francisco en síðar varð, verkin stærri og fyrirferðarmeiri, en urðu öll eftir, kannski of stór og þung í flutningum og auraráðin lítil. Hann saknaði þeirra ei heldur að sögn, taldi þau flest ómerkileg, sem ber bæði vott um dómhörku sem efa- semdir um eigið ágæti og uppskeru á þessu tímaskeiði, en undarlegt ef ekki eru einu sinni til ljósmyndir af einhverjum þeirra. Þegar menn hafa verið heil 12 ár við listnám hljóta þau að skila einhverju mark- tæku af sér, hafi um alvarlegt og átakamikið nám verið að ræða, en trúlega hefur Magnús, jafn gagn- tekin og hann var af mörgum list- greinum í senn, ekki getað gert upp á milli þeirra, fiktað í of mörg- um til að hæfileikar hans nýttust til fulls í einhverri þeirra. Og hvað seinni tíma verk áhrærir verður listamaðurinn síður sakaður um fjölhæfni en sveimhygli og ekki virðist um yfirgripsmikla mótunar- þjálfun og þekkingu á handverkinu að ræða, svo sem hjá Sigurjóni Olafssyni, sem er dæmi um mjög sérhæfðan listamann er ekkert lét trufla sig, þó fjölhæfan og fjöllynd- an í sjálfu faginu. Kynni Magnúsar af trúarleiðtoganum Tagore og fleiri hugsjónastefnum tímanna, gerðu það líka að verkum að and- legt innihald viðfangsefnanna varð meginveigur þeirra. Það virðist hreinlega hafa rýrt dómgreind hans á almennum reglum um mót- un ytra byrðis myndverka, sem æskilegt er að tengist innri lífæð- um þeirra, hvort sem um er að ræða hlutvakið eða óhlutbundið viðfangsefni eða táknsæja hug- mynd. Jafn altekinn sem hann virt- ist af hugmyndum sínum um myndefnið og hið frásagnarlega inntak þess, hafði það andlega ferli mun meira vægi en ýmsar grunn- reglur eins og hlutfóll og mynd- skipan, þannig að sýnileg átök við form, rými, línu og liti mættu af- gangi. Hvað málverkin snerti eru myndefnin þannig síður gegnunnin og öguð formræn heild, heldur en útfærsla sértækrar hugmyndar og vangaveltna um þau, hins vegar er í þeim allt í senn ljóðrænn, tón- rænn sem litrænn strengur. Lista- manninum nægði þannig að draga upp hinn ytri ramma, opna skoð- andanum sýn til ákveðinnar hug- myndar og myndtákna, láta þar næst staðar numið. Þetta á einnig við um höggmyndirnar þar sem skáldleg frásögnin ber útfærsluna iðulega ofurliði, og formræna ferlið þá mjög á reiki. Skoðanir Magnúsar á samtíma- list voru fyrir sumt á skjön við alla djúprista og framsækna orðræðu tímanna og er það undrunarefni um jafn vel menntaðan listamann, og eins og verða vill um slíka var hann afar viðkvæmur fýrir gagnrýni á verk sín. Það er svo sem ekkert nýtt um listamenn í fámennum og einangruðum löndum, ei heldur hinum stærri, en vill þar verða stórum áþreifanlegri og hat- rammari. Þannig greri aldrei um heilt milli Magnúsar og Jóns Þor- leifssonar, vegna rýni hans á fyrstu einkasýningu Magnúsar í Reykja- vík, um leið ei heldur Morgunblaðs- ins, sem upp frá því var vont blað og seinheppið með gagnrýnendur. Það átti einnig rætur að rekja til heimslegra skoðana hans en þar hneigðist hann til mannúðarstefnu og húmanisma og trúði blint á þá sem höfðu hana helst á stefnuskrá sinni að viðbættri velferð litla mannsins. I augum slíkra voru allir þeir á einhvem hátt vafasamir og vanhæfir sem ekki voru á sama róli, jafnt í listum sem daglegum vett- vangi, fortíðin og allt sem minnti á háaðalinn af hinu illa, óvæg dag- skipanin að rífa allt hið eldra niður, atvinnurekendur líkþrá stétt. Hér komu fram miklar þverstæður jafn háður og Magnús var fortíðinni í listsköpun sinni, þar átti hann hins vegar samleið með fjölmörgum húmanistum tímanna af líku upp- lagi. Einnig sá miskilningur að öll gild og framsækin list væri sósíölsk í eðli sínu, síður afkvæmi háleits metnaðar og þróaðs fegurðarskyns og þannig séð hluti mannlegs eðlis, friðhelg. Hér ber að víkja sérstaklega að bókinni Gamanþættir af vinum mínum, sem er skilvirkt heimildar- rit um tímana, líf og samtíðarmenn listamannsins, skaði að hann skyldi ekki skrifa aðra bók á svipuðum nótum. Einkum þykja mér áhuga- verðir kaflarnir er skara myndlistir og félagsmál myndlistarmanna, því handbærar heimildir eru yfirleitt óburðugar, ópersónulegar og ein- hæfar. I bókinni kemur ýmislegt fram sem maður vissi ekki, og Magnús ómyrkur í máli er hann tekur fyrir deilumál innan Félags íslenzkra myndlistarmanna, en hér vantar auðvitað hina hliðina á mál- unum. Eiginhyggja, pot og óheil- indi myndlistarmanna sker í merg og bein og sýnu verst hve samtaka- mátturinn hefur jafnan verið lítill, pólitíski liturinn sterkur og smá- sálarleg afbrýðisemi mikil, smáat- riði blásin upp en aðalatriðin látin sitja á hakanum. Um miðbik aldar- innar virðist Jón Stefánsson hafa verið sá atkvæðamesti um mikil- vægi þess að sameinast um hags- muni heildarinnar, gefa pólitík á bátinn, og væri margt öðruvísi ef menn hefðu hlustað betur á þann hára þul. Hér hefur ýmislegt verið reifað af lífshlaupi Magnúsar Á. Amasonar, vegna þess að saga mannsins að baki myndanna í Listasafni Kópa- vogs er ekki síður áhugaverð til kynningar en verk hans. Það telst umtalsverður galli á framninginum að tilefnið skyldi ekki notað til að draga hana sérstaklega fram í máli og myndum. Það hefði gert sýning- una yfirgripsmeiri og gætt hana meiri hlýju og mannlegri reisn. Sýningin sjálf segir vafalítið flest það sem segja þarf um Magnús sem málara og myndhöggvara og henni er skikkanlega íyrir komið, en það er ekki nóg. Teikningar og riss eru engin og þá hefur hún nokkum svip af tímahraki, því hún er of almenns eðlis þrátt fýrir að gefin hafi verið út bók í tilefni hennar. Heimildir í bókinni naumast nógu nákvæmar, þó er öllu lakara að litgreiningin hefur almennt ekki tekist sem skyldi og á köflum áberandi illa. Hönnun mjög almenns eðlis, en hæfir svo sem framkvæmdinni, auk formála Sigurðar Geirdal, skrifa listsögufræðingamir Bjöm Th. Bjömsson og Aðalsteinn Ingólfsson um listamanninn, en Hrafn Harðar- son hefur tekið saman helstu æviat- riði og vinnuferil og ferst öllum hlutverk sitt vel úr hendi. Einhvers sakna ég á sýningunni, sem er persónan og andrúmið í fari og að baki listamannsins, sem kvongaðist enskri konu, Barböm Moray Williams. Fékk með henni í formi dugnaðar, listfengis og út- sjónarsemi, einhverja gildustu og hugljúfustu heimanfylgju sem nokkmm íslenzkum listamanni hlotnaðist á þessari öld. Bjó honum fagurt heimili, fyrst í litla húsinu að Kirkjuteig við Fúlalæk, til hliðar þar sem Klúbburinn reis seinna, þamæst að Lækjarbakka í Kópa- vogi, og verða innlit í báðar vistar- verurnar flestum ævilöng minning. Hjónin Islendingar frá toppi niður í skó, gerðu víðreist um fjöll og fim- indi landsins, litu fjarlæg lönd og heimsálfur augum, og alls staðar eignuðust þau vini... Bragi Ásgeirsson Tvær systur KVIKMYJVPIR Kíúborgin, Itfú- húllin, Kringlubfú, Nýjabfú Keflavfk og Nýjabfú Akureyri „10 THINGS I HATE ABOUT YOU“ ★★ I.eikstjóri: Gfl Junger. Handrit: Karen McCuIIah Lutz. Kvikmynda- tökustjóri: Mark Irwin. Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlutverk: Julia Stiles, Larisa Oleynik, Ileath Led- ger, Joseph Gordon - Levitt. 1999. „10 THINGS I Hate About You“ er bandarísk ung- lingagamanmynd sem gerist í menntaskóla og fjallar um eilífð- arvandamál amerískra unglinga- mynda, ástina og lokaballið. Illa gengur að finna nýjan flöt á þessu gatslitna efni en það verð- ur þó að segja höfundum mynd- arinnar til hróss að þeir reyna hvað þeir geta dyggilega studdir af Skassið tamið eftir William Shakespeare en myndin mun byggð á því leikriti. „10 Things I Hate About You“ segir af tveimur systram og sér- staklega ströngum föður þeirra. Önnur systirin keppist við að koma sér upp gæja og njóta sín á lokaballinu en eldri systirin hefur sérstakan ama af lágkúr- unni, þolir ekki karlkyn skólans og ætlar að skrópa á ballinu. Faðirinn er á móti öllu sem hreyfist og setur þá reglu að ef eldri systirin fer á ballið þá megi sú yngri fara líka, annars ekki, fullviss um að hann hafi þar með kæft drengjatalið og loka- ballstitringinn í einu glæsilegu höggi. Ekki svo. Handritið er sniðug- lega samið á köflum og leikhóp- urinn er ágætlega samsettur og fer vel með talsvert ýktar og skemmtilegar týpumar undir stjóm Gil Junger svo það má hafa lúmskt gaman að myndinni framan af. En áður en lýkur sekkur hún í ameríska unglinga- myndavæmni og einhverja þykj- ustu alvöra sem er bæði ósniðug og hvimleið. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.